Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar lauk árið 2003 með úrskurði Skipulags- stofnunar þar sem fallist var á framkvæmdina með skilyrðum. Úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra sem stað- festi hann árið 2004. Ekkert varð af fram- kvæmdum á þeim tíma og þeg- ar Landsvirkjun tók upp þráð- inn að nýju voru liðin meira en tíu ár frá umhverfismati án þess að framkvæmdaleyfi væri gefið út. Því þurfti að taka ákvörðun um hvort hin fyrir- hugaða framkvæmd færi aftur í umhverfismat að hluta eða í heild. Áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu talin lítil Skipulagsstofnun tók ákvörð- un um að tveir þættir skyldu metnir aftur; áhrif á ferðaþjón- ustu og útivist og á landslag og ásýnd lands. Ekki þóttu for- sendur til að gera kröfu um að meta aðra þætti á ný, s.s. áhrif á lífríki Þjórsár, þar sem ekki þótti sýnt að forsendur hefðu breyst frá árinu 2003. Í frummatsskýrslu Lands- virkjunar um endurmat á áhrif- um fyrirhugaðrar virkjunar á ferðaþjónustu og útivist er niðurstaðan sú að þau yrðu óverulega neikvæð. Hvað varð- ar áhrif á landslag og ásýnd lands er það niðurstaðan að sökum umfangs yrðu áhrifin talsvert neikvæð innan þriggja landslagsheilda nærri virkjun. Fjölmargar athugasemdir bárust við frummatsskýrsluna og vinnur Landsvirkjun nú að endanlegri matsskýrslu sem Skipulagsstofnun mun í kjölfar- ið gefa álit sitt á. Þangað til eru að minnsta kosti nokkrar vikur. Gjálp – félag um atvinnu- uppbyggingu við Þjórsá hefur harðlega gagnrýnt framkvæmd könnunar sem lögð er til grundvallar niðurstöðum á við- horfum fólks til virkjunarinnar. Ein helsta gagnrýnin lýtur að því að í könnuninni er ný brú yfir Þjórsá nefnd ítrekað í tengslum við virkjunina en þessar tvær framkvæmdir eru þó óskyldar í dag. Skipulags- stofnun benti einnig á þetta við yfirferð sína á drögum að frummatsskýrslunni, þ.e. að brúarframkvæmdin væri ekki hluti af virkjunarframkvæmd- unum. Ekki yrði séð að Hvammsvirkjun væri forsenda veglagningarinnar né að veg- urinn væri forsenda fyrir virkj- uninni. Brúin ekki mótvægisaðgerð Í frummatsskýrslunni sem kom út í maí var tekið fram að í skýrslu um áhrif virkjunar á ferðaþjónustu og útvist hefði verið litið svo á að nýr vegur og brú yfir Þjórsá væri mót- vægisaðgerð vegna fram- kvæmdarinnar. „Svo er ekki,“ sagði í skýrslunni og þar árétt- að að vegurinn væri ekki for- senda fyrir Hvammsvirkjun og teldist ekki tengd framkvæmd eða mótvægisaðgerð. Oftsinnis var spurt um brúna í viðhorfskönnunum og þátttak- endur til dæmis beðnir að gefa henni vægi með tilliti til mann- virkja í tengslum við virkjun- ina. Þannig byggist niður- staðan m.a. á viðhorfum fólks til brúarinnar. Gjálp telur niðurstöðurnar því ómarktæk- ar og hefur farið fram á að könnunin verði endurtekin. Ótengd brúarframkvæmd ítrekað nefnd í viðhorfskönnun ingu í ferðaþjónustu. „Það mat getur hins vegar breyst, jafnvel á bygging- artímanum. Forsendur geta breyst hratt, efnahagur vænkast og atvinnu- leysi minnkað. Það er alveg öruggt að þær kröfur sem gerðar eru til orku- notkunar í dag eru aðrar en gerðar voru fyrir tíu árum. Og eftir tíu ár verða þær aðrar en þær sem við ger- um í dag.“ Aðeins ágangur og ánauð Anna María, bóndi í Hlíð, segist ekki sjá neinn hag af Hvammsvirkjun fyrir samfélagið í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. „Ég sé ekki að það verði neitt nema ágangur og ánauð af þessu. En svo spyrja allir, viljið þið ekki rafmagn? En hvað verður gert við rafmagnið? Ég vil ekki stuðla að því að það fari í kísilverksmiðjur eða aðra stóriðju.“ Björgvin oddviti á því í ljósi nýj- ustu frétta ekki von á því að þurfa að taka ákvörðun um útgáfu fram- kvæmdaleyfis fyrir Hvammsvirkjun á næstu vikum og mánuðum. „Það verður komin ný sveitarstjórn þegar kemur að því.“ Útlit er því fyrir að enn um sinn verði virkjanirnar í neðanverðri Þjórsá til umræðu. Edda á Hamars- heiði segir fólk orðið mjög þreytt, margt hreinlega uppgefið. „Þetta hef- ur hangið yfir okkur síðan um 2003 og um virkjanirnar hefur verið stapp síðan þá. Það tekur á lítið samfélag.“ Hægt að ná fram breytingum Náttúrufræðingurinn Anna Sigríður Valdimarsdóttir býr á bænum Stóra-Núpi skammt frá Þjórsá. Hún hefur barist gegn virkjanahugmyndum í neðanverðri ánni í mörg ár. Hún segir ákveðna viðhorfsbreytingu hafa orðið á þessum tíma. „Við erum kannski orðin örlítið meðvitaðri um að stjórnvaldsákvarðanir um byggingu virkjana eða álvera eða hvað það nú er séu ekki eitthvert náttúrulögmál. Þeim er hægt að andmæla og fá jafnvel breytt.“ Til stendur að reisa Hvalárvirkjun á víðernum Vestfjarða með því að virkja rennsli þriggja áa. Á morgun Ítarleg viðtöl við viðmælendur greinarinnar má nálgast á mbl.is. Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.