Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/RAX Hreindýr Réttara væri að fjölmiðlar birtu myndir af lifandi dýrum en dauðum. Mikið væri óskandi að fjölmiðlar gætu hætt að birta myndir af hrein- dýraveiðum. Hreindýraveiðar eru ógeðfelld iðja og almennir borgarar hafa enga ánægju af því að sjá blóðs- úthellingar og hræ í sjónvarpi og blöðum. Það er algjör óþarfi að vera að gera veiðimönnum hátt undir höfði fyrir það eitt að stunda tóm- stundaiðju sem kemur öðrum ekki við. Steinunn Eyjólfsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hættum að birta myndir af hræjum 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Í ræðum, greinum og viðtölum hafa lax- eldismenn á Íslandi sagt skýrum orðum að þeir vilji gæta þess vandlega að náttúra landsins verði hvorki sködduð né skemmd af eldisstarfsemi þeirra. Náttúran muni ávallt njóta vafans. Nú er fyllilega tímabært að krefjast þess að þeir standi við lof- orð og yfirlýsingar. Laxeldi í opnum kvíum glímir við margvíslegt torveldi. Þar er laxa- lúsin argasti fjandinn. Það virðist ógjörlegt að útrýma henni, hún myndar ónæmi gegn hverskonar út- rýmingarefnum (eiturefnum), stór- skaðar eldislaxinn, leggst á villtan lax og drepur laxaseiði. Lúsin hefur valdið miklu tjóni. Hundruð þúsunda laxa sleppa úr kvíum árlega. Enn hefur ekki tekist að girða fyrir flótta hans úr opnum kvíum. Í Noregi hefur eldislax þegar lagt undir sig annálaðar laxveiðiár og hið sama hefur gerst í Kanada og í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Fyrirsjáanlegar eru óafturkræfar erfðabreytingar á villtum laxi. Þá er mengun frá eldiskvíum mik- il og skaðleg. Í Noregi hafa verið færðar sönn- ur á að úrgangur frá kvíum drepur rækju og humar og margvíslegt botndýralíf. Í úrgang- inum er laxaskítur og fæðuleifar, ýmis efni sem notuð eru til að drepa lúsina, geymslu- efni úr laxafóðri og fúkkalyf. Í Frétta- blaðinu 27. september sl. segir frá því, að lax- eldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hafi verið slegið af og fiskur ekki settur í kví- arnar þar. Uppsafnaður lífrænn úr- gangur sé mikill og flytjist með straumum inn fjörðinn þar sem botndýralíf er fátækara inni í firð- inum og við kvíarnar. Og til hvaða ráða var gripið? Kvíarnar voru flutt- ar annað. Þá glíma eldismenn við ýmsar sýkingar í laxinum. Þar á meðal eru sýkingar í brisi fiskanna, sem hafa drepið mikinn fjölda þeirra. Norðmenn hafa áratuga reynslu af fiskeldi og ættu „íslensku“ eld- isfyrirtækin að hafa lært það af þeim að ekki er vit í öðru en að ala laxinn í lokuðum kvíum. Norsk stjórnvöld hafa beint þeim tilmælum til inn- lendra eldisfyrirtækja að skipta út opnum kvíum fyrir lokaðar. Þá hafa stjórnvöld dregið úr leyfisveitingum, m.a. ekki heimilað stækkanir eld- isstöðva. Lokuðu kvíarnar hafa marga kosti. Þar vex laxinn hraðar. Laxa- lúsin kemst ekki að honum í jafn rík- um mæli og í opnum kvíum. Sama gildir um þær pestir sem hafa herjað á laxinn. Úr lokuðum kvíum sleppur laxinn ekki og allur útgangur fellur í lokuð hólf neðst í kvíunum og er dælt þaðan um borð í sérstök dælu- skip. Úrgangurinn er síðan þurrk- aður og mun nýtast sem áburður. Við sem höfum andæft laxeldi í opnum kvíum erum ekki andstæð- ingar fiskeldis og þá laxeldis al- mennt. Við gerum hins vegar kröfu til þess að eldið sé rekið af fyllsta ör- yggi og hafi ekki í hótunum við nátt- úru landsins. Meðal annars þess vegna krefjumst við þess að eldis- menn standi við gefin loforð um að náttúran fái ávallt notið vafans. Eina leiðin til að standa við þau loforð er að allt eldi fari fram í lokuðum kví- um eða á landi. Hin hlið eldismálsins er þær spurningar sem vakna um lagalega stöðu eldisins og hvort erlendir menn geti, án mikilla takmarkana og nánast gjaldfrítt, nýtt hafið í kring- um Ísland sér til ábata. Það verður dómstólanna að skera úr um það. Allir sem fylgst hafa með fyrirætl- unum eldisfyrirtækjanna vita að þar eru norskir eigendur að færa út kví- arnar í orðsins fyllstu merkingu vegna þess hve þrengir að laxeldi í Noregi. Arðurinn af þessari starf- semi verður að óverulegu leyti eftir hér á landi. Hann fer til Noregs. Allt laxeldi í lokaðar kvíar Eftir Árna Gunnarsson » Við krefjumst þess, að eldismenn standi við gefin loforð um að náttúran fái ávallt notið vafans. Eldið þarf því að fara fram í lokuðum kvíum. Árni Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. gunnsa@simnet.is flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Öllum áhugamönn- um um íslenskan landbúnað hlýtur að vera umhugsunarefni að einungis nokkrum mánuðum eftir sam- þykkt 10 ára samn- ings stjórnvalda við íslenska bændur – skuli komin upp grafalvarleg staða í þessari burðargrein í atvinnulífi landsbyggðanna. Staðan er hvað erfiðust í sauðfjárbúskap og úr- vinnslunni og kallar á neyðar- aðgerðir ef ekki á illa að fara. Það er ýmislegt sem veldur en í stað þess að gera ástæðurnar að meg- inatriði viljum fremur beina sjónum okkar að því sem við teljum að gera þurfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur und- anfarna daga reynt að ná samstöðu um bráðaaðgerð til að skapa for- sendu fyrir að sláturhús geti hækk- að verð aftur og skilað 600 – 700 milljónum hærra verði til bænda, en nú útlit fyrir. Pólitískur veru- leiki dagsins kemur hins vegar í veg fyrir slíka bráðaaðgerð. Fyrst og fremst vegna innbyrðis átaka og þess óskammfeilna viðhorfs, sem sést votta fyrir, að nota neyð bænda til atkvæðaveiða. Fram- ganga sumra stjórnmálaflokka er þannig klædd í búning hags- munagæslu fyrir neytendur – þeg- ar allt eins mætti segja að verið væri að verja hagsmuni þeirra sem fjárfest hafa í stórum verslana- samsteypum. Tekjutap sauðfjárbænda er gíf- urlegt. Áhrifin á byggðir verða bæði umfangsmikil og alvarleg tak- ist ekki að endurreisa rekstur sauðfjárbúa. Að langstærstum hluta skapast þessi kreppa af verðfalli á kjöti í Evrópu í kjölfar á viðskiptastríði ESB og Rússlands. Deilu sem Ís- land hefur stutt. Rétt eins og oft áður þegar áföll verða af völdum pólitískra ákvarðana eða annarra vandræða getur ríkisvaldið ekki annað en lagt fram verulega fjár- muni til að létta undir í slíkri kreppu. Sjálfstæðisflokkurinn styð- ur að bæði verði verulegum fjár- munum varið til aðgerða og að þær aðgerðir sem gripið verði til geti til lengri tíma dugað til að efla þennan mikilvæga búskap á ný. Aukaaðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda ályktaði um aðgerð- ir. Þær tillögur eru grundvöllur að samkomulagi við bændur. Því án samvinnu við þá er marklaust að vinna. Það er ekki einfalt að bregðast við. Forgangsmál er að sauð- fjárbændur hafi sameiginlega hags- muni. Með núverandi umhverfi eru sauðfjárbændur tvístraður og ósamstæður hópur. Takist það ekki er ekki mögulegt að endurreisa af- komu bænda í sauðfjárrækt. Til að þetta sé hægt þarf ekki að ganga gegn hagsmunum einstakra hópa – eins og núverandi samningar snú- ast að einhverju leyti um. En það þarf kjark til að stokka upp núver- andi umhverfi og leggja út í að- gerðir með skýrum markmiðum. Svarið er ekki að stefna að stór- felldri fækkun fjár – en frekar að stefna að meiri verðmætum, vöruþróun og hagkvæmari og heil- brigðara umhverfi – í rekstri slát- urhúsa, verkaskiptingu þeirra og starfsumhverfi bænda. Ásamt fleiri stoðum undir byggð og búskap. Um þessi efni ræðum við sjálf- stæðismenn nú á vel sóttum fund- um um byggða- og landbúnaðar- mál. Að baki þeim hugmyndum og tillögum sem þar eru kynntar ligg- ur sú sannfæring að okkur Íslend- ingum vegni best þegar byggðirnar blómstra, til sjávar og sveita, í dreifbýli sem þéttbýli. Markmið okkar er að skapa tækifæri um allt land þannig að ungt fólk hafi raun- verulegt valfrelsi um búsetu svo Ís- land allt blómstri. Við leggjum áherslu á að þegar að loknum kosningum verði það forgangsmál að leysa bráðavanda sauðfjárbænda en um leið vinna með bændum að því að styrkja um- hverfi landbúnaðarins og bæta af- komuna. Látum allt Ísland blómstra Eftir Harald Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson » Tekjutap sauð- fjárbænda er gífurlegt. Áhrifin á byggðir verða bæði umfangsmikil og alvarleg takist ekki að endurreisa rekstur sauðfjárbúa. Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvest- urkjördæmi og Kristján Þór Júlíusson er oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi. Kristján Þór Júlíusson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.