Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Það eru talin al- kunn sannindi að frelsi og sjálfstæði mannsins er fólgið í því að skulda ekki neinum neitt og vera á þann veg sjálfs sín ráðandi. Þetta er mik- il einföldun á fjár- hagslegu sjálfstæði því það er einnig hluti af frelsi að geta tekið að láni. Það er ætíð háð greiðslu- getu hvers einstaklings og hverrar þjóðar hvað hann eða hún getur tekið að láni og takmarkað aðra möguleika sína eða byggt upp til framtíðar til að öðlast meira frelsi. Þannig er með ungt fólk, að það velur að taka lán þegar greiðslu- geta er nokkur til að byggja sér framtíðarheimili. Það að byggja upp heimili skerðir frelsið um sinn en eykur framtíðaröryggi. Leigustefna eða séreignastefna er val um frelsi nú og þvingun síð- ar, eða öfugt. Því miður er það svo að þegar starfsævi lýkur lækka ráðstöfunartekjur svo mjög að gott er að leigugjöld og húsnæð- isskuldir skuli vera frá. Þá á frels- ið að hafa tekið við. Landsmenn eru flestir þeirrar skoðunar að þeir ásælast ekki ann- arra manna gróða og vilja ekki þurfa að bera annarra manna töp. Hvernig tengist þetta almannatryggingum? Þetta viðhorf tengist almanna- tryggingum sem byggjast á nokkr- um stoðum: – Ein er lífeyris- sjóðir. – Önnur er sér- eignasparnaður sem tengist launatekjum. – Sú þriðja er bæt- ur frá Trygginga- stofnun. – Enn önnur er frjáls sparnaður með arðstekjum og vaxta- tekjum. – Að lokum er sparnaður, sem felst í eigin húsnæði. Sú kvöð er lögð á alla launþega að greiða hluta launa sinna í líf- eyrissjóð til að greiða ellilífeyri og örorkulífeyri ef til þess kemur. Frjáls sparnaður til að skapa frelsi Umfram allt vill fólk frelsi til at- hafna. Jón Hreggviðsson sagði að sér væri sama hvort hann væri sekur eða saklaus; hann vildi að- eins hafa bátinn sinn í friði. Bát- urinn var hin frjálsi sparnaður Jóns. Gluggaumslög með innheimtu- bréfum eru merki um helsi. Sjálf- stæðir menn fá varla sendibréf! Því miður er það svo að allir hvatar í þessu samfélagi, sér í lagi skattalegir, eru til að auka skuld- setningu og draga úr sparnaði. Raunar er það svo að slíkir hvatar leiða að lokum til erlendrar skuld- setningar, greiðsluhalla við útlönd og þeirra meina sem af slíkum halla leiða, sem eru gengisfellingar og kjaraskerðingar sem fylgja gengisfellingum. Þeir sem vilja draga úr peningalegum sparnaði eru landsölumenn. Öfugmælin eru þau að vaxta- bætur hvetja til lántöku og fjár- eignatekju-skattur dregur að öðru jöfnu úr peningalegum sparnaði. Sá er þetta ritar hefur lagt það í vana sinn að stofna sparireikninga fyrir nýfædd börn, sem hann telur að standi sér nærri, til að hægt sé að venja börn á sparnað frá fæð- ingu. Sum börn hafa átt fyrir reið- hjóli, bíl eða hluta af íbúð af þessu nurli sínu og ættingja sinna, ferm- ingargjöfum og þúsundköllum af og til. Annað afrek greinarhöfundar var að verðtryggja orlofsfé verka- fólks í Vestmannaeyjum í 30-130% verðbólgu þegar Póstgíróstofa bauð 4% vexti. Það var mikil kjarabót á þeim tíma. Raunar er það umhugsunarvert hví ekki hefur tekist að koma því á að fólk geti stofnað húsnæðis- sparnaðarreikninga með skattaleg- um hvötum. Það verður þó að vera einhver trygging fyrir því að slík- ur sparnaður haldi verðgildi sínu, en verði ekki afétinn af þeim sem taka skuldahvatningu. Umræða um skattbreytingar Nú um stund er nokkur umræða um skattbreytingar. Þeir sem best gengur á atkvæðaveiðum telja fjáreignatekjuskattinn gott andlag til að hækka. Það góða fólk virðist hafa sérlegan áhuga á að ná til fólks í Garðabæ. Nú er það svo að 20% fjáreigna- tekjuskattur af vöxtum og verð- bótum, eins og hann er nú, miðað við 2% raunávöxtun og 2% verð- bólgu, er 39,6% raunskattur. Sparnaður er aldrei hættulegur. Sparnaður er forsenda framfara og nýsköpunar. Í öllu tali um skattlagningu fjáreigna er hvatinn sá að gera útlendinga ríka. Auðvit- að á markmiðið að vera að gera Ís- lendinga frjálsa. Önnur umræða er sú að með tekjuskattsbreytingum virðist eiga sérstaklega að hlífa almenningi. Þá er spurning um hina. Með því að skattleggja tekjur yfir 1,5 millj- ónum króna á mánuði næst í tvær sérlega hættulegar stéttir. Það eru læknar og sjómenn í Neskaupstað. Þeir eru vissulega tekjuháir! Læknar njóta engrar samúðar nema þegar fólk þarf á þeim að halda. En sjómenn njóta samúðar á sjómannadaginn. Er þetta ætlan VG/Alþýðu- bandalagsins? Verði þjóðinni að góðu! Tími til tvö hundruð og einnar breytingar og endurskoðunar Það eru um tvö hundruð skatt- breytingar, sem leiðinlegasta rík- isstjórn allra tíma kom í gegn. Af þeim hefur ein runnið sitt skeið á enda. Þá eru eftir hundrað og níu- tíu breytingar sem þarf að taka til endurskoðunar og snúa ofan af. Þeim til viðbótar er skattlagn- ing, sem síðasta ríkisstjórn kom í gegn með stuðningi stjórnarand- stöðu en með andstöðu eins þing- manns. Það er skattur á skuldir banka en það eru lántakendur sem greiða þann skatt. Að auki er ástæða til að afnema svokallaðan sumarbústaðaskatt því hann er mjög óréttlátur og er í raun 20% eignarnám. Af hverju þetta hjal um frjálsan sparnað? Það er nefnilega þannig að al- mannatryggingakerfi sem hér hef- ur verið byggt upp greiðir ein- ungis lágmarksbætur. Til þess að treysta það þurfa einstaklingar að byggja upp sinn viðbótarlífeyris- sparnað og eiga frjálsan sparnað því til viðbótar. Til þess þarf að vera hvati en ekki að sparnaðurinn sé einungis skattandlag. Hinn frjálsi sparnaður byggir upp vel- ferð allra í samfélaginu, ekki að- eins þeirra sem eiga, þótt þeir njóti síðar. Með þeirri aldursskiptingu sem er með þjóðinni geta bætur al- mannatrygginga aldrei orðið grundvöllur ellilífeyris. Frjáls sparnaður og hvatar hans geta einungis bætt úr vanda almanna- trygginga og lífeyriskerfis. Hvað sagði Guðbjartur? Að lokum er rétt að minna á orð Guðbjarts í Sumarhúsum: Ég segi fyrir mig, maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er orðinn sjálf- stæður. Fólk sem ekki er sjálf- stæðisfólk er ekki fólk. Frjálst fólk með frjálsri þjóð! Eftir Vilhjálm Bjarnason »Öfugmælin eru þau að vaxtabætur hvetja til lántöku og fjáreigna- tekjuskattur dregur að öðru jöfnu úr peninga- legum sparnaði. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Frjáls sparnaður með frjálsri þjóð Eftir kosningar, verði Framsóknarflokk- urinn í ríkisstjórn, mun flokkurinn leggja áherslu á að sérstakt byggðaráðuneyti verði sett á laggirnar til fjög- urra ára. Ráðuneytið verði eins konar að- gerðahópur sem vinni að landsbyggðarmálum með öllum öðrum ráðu- neytum og tryggi jafn- ræði í þjónustu ríkisins. Markmiðið er að styrkja landsbyggðina, því samfélagið er sterkast þegar allir búa við sama þjónustustig, óháð búsetu. Mörg verkefni tengjast byggðum landsins. Forgangsmálin, sem tímabundið byggðaráðuneyti þarf að vinna með, eru heilbrigðisþjón- usta, menntamál, samgöngur og at- vinna, gagngert í þeim tilgangi að styrkja samfélagið Ísland. Fram- sókn leggur áherslu á að hefja þurfi nú þegar markvissa uppbygg- ingu grunnþjónustunnar. Við viljum setja 20 milljarða aukalega í málaflokkana, þar af 10 milljarða í heilbrigðiskerfið. Velferðin Þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu er mismikil eftir landshlutum. Á síðasta þingvetri var samþykkt þingsályktun okkar um heilbrigð- isáætlun. Þar kemur fram að greina þurfi þörfina á landsvísu. Taka þurfi tillit til íbúafjölda, ald- urssamsetningar, fjölda ferða- manna, sumarhúsabyggða, fjar- lægða, þjónustu sjúkrabíla og fleiri slíkra þátta. Ríkisvaldið þarf síðan að beina kröftum sínum og fjár- magni þangað sem þörfin er mest. Heilsugæslan verður hins vegar að vera í forgrunni. Áhersla okkar er á menntamálin, til að undirbúa okkur undir um- breytingatíma sem fram undan eru. Við þurfum öfl- ugt menntakerfi og fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði sem gerir okkur kleift að mæta tæknibyltingunni. Hugtök eins og gervigreind, sýnd- arveruleiki og skýja- lausnir eru að ryðja sér til rúms og munu umbylta hluta af þeim störfum sem við þekkjum í dag. Betri vegir og tíðara flug Vegakerfið er víða laskað. Gott vegakerfi og tíðar flugsamgöngur eru lykilatriði í að tryggja jafnræði að þjónustu. Nýbygging vega og viðhald hefur setið eftir í langan tíma og því þurfa framkvæmdirnar að vera markvissar á næstu árum. Við viljum setja allt að 10 milljarða á ári til viðbótar til að auðvelda fólki að sækja vinnu og þjónustu innan svæða. Taka þarf tillit til umferðar, slysatíðni og samtímis að horfa til þensluáhrifa. Við efl- ingu á innanlandsflugi gætum við horft til Skota sem hafa þróað kerfi þar sem íbúum lengst frá þjónustu er gert kleift að nýta sér flugið á viðráðanlegu verði. Fyrstu kostnaðaráætlanir sýna að slík við- bót kosti um 600-700 milljónir. Atvinnan Við þurfum að huga að yngstu atvinnugreinunum sem þurfa að geta fest sig í sessi á landsbyggð- inni. Lífhagkerfið, sem byggist á nýsköpun í auðlindum til lands og sjávar, verður þar stökkpallur. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi, samanber Verið á Sauðarkróki og Codland í Grindavík og starfsemi tengd háskólunum. Markmiðið er fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir alla. Sjávarútvegur og landbúnaður eru traustar stoðir byggðanna. Stöðugur rekstrargrundvöllur stuðlar að sjálfbærum og öflugum byggðum. Fjölbreytt atvinnulíf tryggir sjálfbærni byggðanna þar sem ein grein ber ekki alla ábyrgð á farsæld samfélagsins. Því er nauðsynlegt að tryggja rekstrar- grundvöll sauðfjárbænda og hjálpa þeim gegnum tímabundna erf- iðleika. Framsókn er með skýra sýn á hvað þarf að gera. Framsókn leggst gegn því að ferðaþjónustan sé færð upp í hæsta þrep virðisaukaskatts. Við erum í alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn og verðum að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Á sama tíma verðum við að gefa nýrri og smærri fyrirtækjum, ekki síst á jaðarsvæðum ferðaþjónust- unnar, tíma og tækifæri til að koma undir sig fótunum. Margt áhugavert er að gerast víða um land, en fyrirtækin eru smá og mörg hver í uppbyggingarfasa. Mikil tækifæri eru í að byggja ferðaþjónustuna betur upp á svæð- um sem liggja lengst frá Leifsstöð. Fiskeldi hefur vaxið einna mest á svæðum þar sem atvinnulíf er fá- brotið. Samfélagið hefur hag af því að báðar greinarnar þrífist í sátt og samlyndi. Við verðum að tryggja möguleika til vaxtar en sá vöxtur má ekki gerast á kostnað villta laxastofnsins eða umhverf- isins. Gott samband Til að hægt sé að segja að allir landshlutar sitji við sama borð þurfa fjarskipti að vera góð. Við erum á góðri leið með að ljósleið- aravæða allt landið. Verkefninu lýkur á næstu 3-4 árum. Hins veg- ar er afhendingaröryggi raforku ótryggt en það er forsenda fyrir frekari atvinnuuppbyggingu en um leið eitt mikilvægasta verkefni okk- ar í loftslagsmálum. Víða er pottur brotinn og langt í land að almenn- ingur og fyrirtæki geti gengið að því vísu að fá nægt rafmagn. Spýta þarf í lófana. Án þess er tómt mál að tala um rafbílavæðingu landsins alls eða að nægilegt rafmagn sé til í höfnum landsins svo hægt sé að losna við dísilvélakeyrslu fiski-, kaup- og skemmtiferðaskipa. Að taka á öllum þessum málum og fleirum er að mati okkar í Framsókn eitt mikilvægasta verk- efnið í að gera landið okkar að heil- brigðu og öflugu samfélagi þar sem allir sitji við sama borð. Byggða- málin verða því að fá aukna at- hygli. Tímabundið byggðaráðuneyti gæti því verið nauðsynlegt til að kraftar allra nýtist sem best og all- ir hafi sömu tækifæri. Sameiginlegt stórátak Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson » Áhersla okkar er á menntamálin, til að búa okkur undir umbreytingatíma sem fram undan eru. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framsóknarflokkurinn Vill setja á stofn sérstakt byggðaráðuneyti til fjögurra ára. Myndin er frá Raufarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.