Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Núna er menningarhátíð hjá okkur á Seltjarnarnesi, en hún hófstí gær. „Margt spennandi er á dagskránni og ég mun að sjálf-sögðu fara á einhverja viðburði þótt ég sé á kafi í kosningabar- áttunni fyrir alþingiskosningarnar, og ég hef t.d. mikinn áhuga á að fara á heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti fyrir Sam- fylkinguna. Hún á 50 ára afmæli í dag og hún og maðurinn hennar, sem einnig varð hálfrar aldar gamall á árinu, ætla að fagna í kvöld með vinum og ættingjum. Margrét Lind tók við formennsku í framkvæmdastjórn Samfylking- arinnar á árinu, en framkvæmdastjórn stýrir málefnum flokksins í um- boði landsfundar og flokksstjórnar. Það er því nóg að gera þessa dag- ana enda stutt til kosninga. „Pólitíkin hefur lengi verið áhugamál hjá mér og eins og gefur að skilja þá tekur hún mest af mínum frítíma. Þá er ég svo heppin að eiga tvö yndisleg barnabörn og það jafnast ekkert á við að eiga gæðastund með þeim.“ Margrét Lind starfar sem sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun í upp- lýsinga- og kynningarmálum. „Ég sé um heimasíðuna, ársskýrslu stofn- unarinnar og útgáfu efnis á vegum hennar og ýmissa sérverkefna.“ Eiginmaður Margrétar Lindar er Jóhann Pétur Reyndal, fram- kvæmdastjóri hjá Kaupþingi. Börn þeirra eru Ólafur Alexander, Tómas Gauti og Daði Már Patrekur. Hjónin Margrét Lind og Jóhann Pétur bæði orðin hálfrar aldar gömul. Menningarhátíð á Seltjarnarnesi í gangi Margrét Lind Ólafsdóttir er fimmtug í dag S igurður Þór Sigurðsson fæddist á Selfossi 13.10. 1957, ólst þar upp og hef- ur átt þar heima alla tíð. Hann var í Barna- og Gagnfræðaskóla Selfoss 1964-74 og lauk skipstjórnarprófi frá Stýri- mannaskóla Vestmannaeyja 1978. Sigurður var sjómaður í Þorláks- höfn og á Eyrarbakka 1974-82, varð skipstjóri 1979, þá 22 ára, var skip- stjóri og stýrimaður til 1982, fram- kvæmdastjóri SG búðarinnar – byggingarvöruverslunar, 1982-98, og samhliða framkvæmdastjóri SG einingahúsa 1991-98. Sigurður var framkvæmdastjóri Húsgagna og innréttinga hf. á Sel- fossi 1998-99, framkvæmdastjóri Idex ehf. í Reykjavík 1999-2004, sér- fræðingur í fyrirtækjaviðskiptum hjá Landsbankanum 2004-2013 en frá 2013 hefur hann verið starfandi stjórnarformaður TRS ehf., fyrir- tækis á sviði tölvu- og fjarskipta- búnaðar. Sigurður var stjórnarfomaður Gesthúsa hf. 1993-98 og SG húsa hf. 1995-2002, framkvæmdastjóri veit- ingahússins Gjárinnar 1984-85 og framkvæmdastjóri Fossnestis og Inghóls um nokkurra mánaða skeið árið 1990. Hann hefur setið í stjórn TRS frá 2000, var stjórnarformaður Ræktunarsambands Flóa & Skeiða hf. 2014-2015 og hefur verið stjórn- arformaður Fiskiðjunnar Bylgju hf. í Ólafsvík frá 2013 Sigurður gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Selfossi og Suðurlandi, sat m.a. í stjórn Fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Ár- nessýslu 1982-90 og formaður þess í fimm ár, sat í stjórn kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi og í stjórn sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi um árabil, var á framboðs- listum Sjálfstæðisflokksins fyrir all- ar bæjarstjórnarkosningar á Sel- fossi á árunum 1986-2002 og vara- bæjarfulltrúi 1998-2002. Sigurður var formaður Íbúðalánasjóðs Selfoss 1986-90, formaður atvinnumála- Sigurður Þór Sigurðsson, stjórnarform. TRS ehf. – 60 ára Frá sextugsafmæli Kristínar Sigurður Þór og Kristín við Hótel Glym með börnum, tengda- og barnabörnum. Sunnlendingur og veiði- maður í húð og hár Veiðimaður Sigurður Þór í Víðidalsá með 80 cm hrygnu sem var sleppt. Mosfellsbær Karen Lilja fædd- ist 13. október 2016 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.605 g og var 50 cm löng. For- eldrar hennar eru Árni Geir Valgeirsson og Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir. Nýr borgari Bræðurnir Steinar Máni og Sölvi Þrándarsynir ákváðu, að í stað þess að henda súkkulaði sem þeim fannst ekki gott, að ganga í hús í Norðlingaholtinu og bjóða súkkulaði til sölu. Þeir söfnuðu 5.000 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.