Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 17
kjölfarið. „Hver þessara þriggja virkjana einar og sér eru arðbærir kostir, Urriðafoss hvað arðbærastur. En sú virkjun yrði alltaf síðust, m.a. vegna umhverfisáhrifa. En það er 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 ekki þannig að Hvammsvirkjun myndi á einhvern hátt kalla á að ráð- ist yrði í hinar tvær.“ Anna Sigríður á Stóra-Núpi segir sig og fleiri hafa óttast að áformin í heild yrðu dregin fram í dagsljósið á ný. „En hvort sem það er hugmyndin eða ekki þá á ekki að reisa Hvamms- virkjun. Mér finnst komið gott af virkjunum yfirhöfuð, hvort sem það er hér í anddyri hálendisins, eða ann- ars staðar.“ Hún minnir á að aðeins nýverið hafi Búðarhálsvirkjun verið tekin í gagnið og Búrfell II sé í byggingu. „Þarf að reisa Hvammsvirkjun? Ein- hvers staðar verðum við að draga mörkin.“ Þessari sömu spurningu veltir nú Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, fyrir sér. Virkjanirnar þrjár myndu allar hafa umhverfisáhrif í sveitarfélaginu en engar beinar tekjur af þeim eða störf þó skapast. Mannvirki tengd Hvammsvirkjun yrðu handan Þjórs- ár og þar með í Rangárþingi ytra. Því fengju Skeiðamenn og Gnúpverjar ekkert fyrir sinn snúð. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Hörður og bætir við að Landsvirkjun hafi mjög litla möguleika til að bæta sveitar- félögum slíkt misrétti upp. „Þetta er ekki sanngjörn skipting og stjórnvöld þyrftu að skoða þessa löggjöf.“ Fórn fyrir þjóðhagslega hagsmuni Fleiri sveitarfélög hafa lent í þeirri stöðu að hagnast ekki á virkjunum innan sinna landamerkja. Gott dæmi um það er Kárahnjúkavirkjun. Stífla og lón eru á Fljótsdalshéraði en stöðvarhúsið í Fljótsdalshreppi. Landsvirkjun greiðir Fljótsdals- hreppi fasteignagjöld en Fljótsdals- hérað fær ekkert í sinn hlut. „Við lítum á þetta sem fórn. Það er alveg klárt mál,“ segir Björgvin odd- viti, spurður hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ætti að sam- þykkja Hvammsvirkjun. Hann segir að ákvörðunina þurfi að byggja á þjóðhagslegri hagkvæmni. „Ef það er þörf á virkjun þá virkjum við, ef það er ekki þörf þá virkjum við ekki. Svo er það matsatriði hvað er þörf.“ En er þessi þörf til staðar núna varðandi Hvammsvirkjun? Björgvin telur svo ekki vera, hvort sem miðað er við orkuspá Orkustofnunar eða lit- ið til stóriðjuverkefna sem eru í óvissu eða hafa verið slegin út af borðinu. „Það er allur vindur úr þessu í augnablikinu.“ Hann telur það sameiginlegan skilning sveitar- stjórnarinnar og Landsvirkjunar „að það liggi ekkert rosalega á [að byggja Hvammsvirkjun]“. Í frummatsskýrslu vegna fram- kvæmdarinnar sem kom út í maí á þessu ári kom fram að gert væri ráð fyrir að útboðsferli vegna Hvamms- virkjunar myndi hefjast í ár og að framkvæmdir gætu mögulega hafist í byrjun næsta árs. Þá var stefnt að því að virkjunin yrði tekin í rekstur árið 2021. Nú er hins vegar ljóst að þessi áætlun hefur breyst nokkuð. Að sögn Harðar er enn útlit fyrir að Hvammsvirkjun verði næsta virkjun Landsvirkjunar, „en það er ekki þannig að þetta sé alveg að bresta á“. Ekki sé búið að taka ákvörðun um Hagalón Inntakslón Hvammsvirkjunar yrði 4 ferkílómetrar að stærð. Baráttan tekið mikla orku Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð, segir að einhverjir hafi þá skoðun að þar sem búið sé að virkja ofar í Þjórsá og umhverfið manngerðara á þessum slóðum en til dæmis í Þjórsárverum skipti litlu hvort virkjað verði í byggð. „Mér finnst það fáránleg rök,“ segir hún. Hvammsvirkjun yrði heilmikið inngrip í marga þætti.  SJÁ SÍÐU 18 Nýta betur orkuvinnslusvæðin Til að draga úr umhverfisáhrifum leggur Landsvirkjun nú áherslu á að nýta betur þau svæði sem orkuvinnsla fer þegar fram á og nýta þannig þá innviði, m.a. uppistöðulón, vegi og línur, sem þegar eru til staðar. Fyrirhugaðar virkj- anir í neðri hluta Þjórsár eru dæmi um þetta. „Með auknu vægi umhverfismála er það orðið stærra mál að fara inn á áður ónýtt og ósnortin svæði,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Sama þróun eigi sér stað erlendis. Lega lóna m.v. umhverfismat 2003 Fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár 5 km SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR RANGÁRÞING YTRA ÁSAHREPPUR FLÓA- HREPPUR Þjórs á Hestfjall VörðufellHv ítá Skarðsfjall Gíslholtsvötn Búðafoss Þjórsártún Kálfhóll Háholt Blesastaðir Brautarholt Árnes Stórinúpur Hagi Skarð Hagalón 4,0 km2 Urriðafossvirkjun 140 MW Búrfell I og II Hvammsvirkjun 93 MW Heiðarlón 9 km Árneslón 4,5 km2 Holtavirkjun 57 MW 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.