Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Páll Vilhjálmsson blaðamaðurskrifar um fréttaflutning Rík- isútvarpsins, en lögboðið hlutleysi fréttastofunnar fékk falleinkunn í nýlegri könnun Fjölmiðlanefndar. Þar kom fram að þeir sem eru hægra megin og á miðju hins pólitíska lit- rófs telja frétta- flutning Ríkis- útvarpsins hlutdrægan.    Páll segir: „RÚV stundar hlut-dræga fréttamennsku, ekki annað slagið vegna mistaka, held- ur reglulega í þágu vinstristjórn- mála. Dæmin eru mýmörg síðustu ár.    Í nýafstaðinni kosningabaráttutók RÚV þátt í að klekkja á Sjálfstæðisflokknum með endur- flutningi á fréttum Stundarinnar þar sem meira en tíu ára gömul viðskipti formanns Sjálfstæðis- flokksins voru gerð tortryggileg. Þar varð einbeittur vilji til að þjóna pólitískum hagsmunum sett- ur framar hlutlægri frétta- mennsku.    RÚV fellur reglulega í þannpytt að gera eina fjöður að fimm hænum. Eitt afbrigðilegasta dæmið síðustu vikur er þegar RÚV komst að þeirri niðurstöðu að „dulúð“ léki um skattaframtal Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans.    Hverjir vilja vinna með KatrínuJakobsdóttur? Réttið upp hönd“-spurningin á lokakvöldi kosningabaráttunnar var tilraun RÚV til að lyfta formanni Vinstri grænna upp í pólitískt hásæti.    Á fréttastofu RÚV er ráðandipólitísk vinstrimenning sem er faglegum metnaði yfirsterkari.“ Páll Vilhjálmsson Vinstrisinnuð fréttastofa Rúv STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 súld Bolungarvík 3 súld Akureyri 11 skýjað Nuuk 1 alskýjað Þórshöfn 9 súld Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 8 heiðskírt Brussel 10 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 13 rigning London 12 léttskýjað París 11 heiðskírt Amsterdam 12 súld Hamborg 8 skýjað Berlín 8 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 22 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -5 skýjað Montreal 8 skýjað New York 12 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:13 17:11 ÍSAFJÖRÐUR 9:30 17:03 SIGLUFJÖRÐUR 9:13 16:46 DJÚPIVOGUR 8:45 16:38 Á morgun 2. nóvember gefur Íslandspóstur út jóla­ frímerkin 2017 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist, þ.e. ljóðrænu abstraktlistinni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Jólaprýði Póstsins 2017 er byggð á útsaumsmynstrum í íslenska þjóðbúningnum. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Agnir sem fundust í eldsneytiskerfi flugvélarinnar TF-FGC stífluðu að líkindum eldsneytisflæði til hreyfils hennar og urðu til þess að hreyfill vélarinnar missti afl þegar kennslu- flug stóð yfir 13. september árið 2014, en vélinni þurfti að nauðlenda. Þetta er niðurstaða Rannsóknar- nefndar samgönguslysa, en loka- skýrsla nefndarinnar um atvikið var gerð opinber í gær. Nauðlending við Sandskeið Atvik málsins urðu í kynnisflugi flugkennara ásamt flugnema frá flugvellinum við flugvöllinn við Sandskeið. Þegar vélin var „í klifri“ í um 2.500 feta hæð, varð kennarinn var við óeðlilegt hljóð frá hreyfl- inum. Beindi hann flugvélinni að flugvellinum við Sandskeið til að vera nær heppilegum lendingarstað færi ástandið versnandi. Nokkrum sekúndum síðar stöðvaðist hreyfill- inn og tilkynnti flugkennarinn um neyðarástand. Nauðlending tókst, engan sakaði og engar skemmdir urðu á vélinni. Eldsneytiskerfi vélarinnar var grandskoðað í kjölfar atviksins og sent til prófunar hjá framleiðanda. Niðurstaða rannsóknarinnar var að eldsneytisdæla og deilir virkuðu sem skyldi, en eldsneytisflæði um mæli- stykki væri undir tilætluðum mörk- um þegar eldsneytisgjöf væri nærri hægagangi. Agnir í eldsneytishólfinu Við nánari rannsókn á mælistykk- inu fundust agnir í eldsneytishólfi þess, nægilega stórar til þess að loka fyrir eldsneytisflæði um stund. Agn- irnar voru spænir, en þó ekki úr stykkinu sjálfu eða íhlutum þess. Í niðurstaðakafla skýrslunnar segir að rannsóknarnefndin meti það svo að agnirnar hafi líklega verið í eldsneytiskerfinu frá samsetningu þess og stíflað eldsneytisflæði af og til. Þetta hafi orsakað það að hreyf- illinn starfaði óeðlilega, þ.e. að þegar hreyfillinn hafi misst afl hafi agn- irnar stíflað eldsneytisflæðið og stöðvað hann. Ekki er ljóst hvernig agnirnar komust í eldsneytiskerfið, en líkt og áður sagði er líklegast að það hafi gerst hjá framleiðanda kerf- isins. Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa í Bandaríkjunum hefur verið upplýst um atvikið og rannsóknina. Ljósmynd/RNSA Nauðlending Flugvélinni TF-TGC þurfti að nauðlenda 13. september árið 2014 þegar flugkennari var í kynnisflugi ásamt nemanda sínum. Agnir í eldsneytis- kerfi ollu missi afls  Lokaskýrsla um nauðlendingu kynnt Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.