Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Málefnalegumræðanáði litlu flugi fyrir nýaf- staðnar kosningar en þess í stað fór mikið rými í mold- viðri og aukaatriði. Þetta er miður því að margt verðskuldar athygli og umræður. Þetta á ekki síst við um menntamálin, sem til lengdar litið eru ein af undirstöðum velmegunar hverrar þjóðar. Sú litla umræða sem þó fór fram um þessi mál var slag- orðakennd og innihaldsrýr og snerist aðallega um að fram- bjóðendur töldu að setja þyrfti meira fé í málaflokkinn. Þetta er raunar hin almenna „lausn“ í mörgum mikilvægum mála- flokkum en er ekki líkleg til að skila bestu niðurstöðunni. Nær er að horfa til forgangsröðunar og kerfisumbóta enda er að öðr- um kosti hætt við að fjármun- irnir verði illa nýttir eða fari jafnvel í súginn. Greiningardeild Arion banka sendi frá sér áhugaverða sam- antekt um menntamál í byrjun vikunnar þar sem bent var á að sterkar vísbendingar væru um að menntun hefði ekki fyllilega fylgt þörfum atvinnulífsins og þar með þörfum almennings. Eitt af því sem fram kemur er að háskólamenntuðum hafi fjölgað mjög á síðustu árum og áratugum en að störfum við hæfi, störfum sem krefjist há- skólamenntunar, hafi ekki fjölgað með sama hætti. Þetta hafi orðið til þess að háskóla- menntaðir séu farnir að sækja í störf sem óvíst sé að krefjist há- skólamenntunar. Þetta bendir til of mikillar háskólamenntunar, að minnsta kosti í ákveðnum greinum, en annað sem bendir í sömu átt er að fjárhags- legur ávinningur háskólamenntunar er mun minni en áður var. Þetta er bagalegt, enda verður að vera ávinningur af því fyrir fólk að sitja lengur á skólabekk í stað þess að fara fljótt á vinnumarkaðinn að afla sér tekna. Annað sem athygli vekur er að á þessum áratug hefur meira en helmingur nýrra starfa orðið í byggingariðnaði og ferðaþjón- ustu án þess að þeim sem mennta sig á þessum sviðum fjölgi til samræmis. Það er ef til vill skiljanlegt miðað við þann vöxt sem verið hefur í ferða- þjónustunni að nám á því sviði hafi ekki fylgt á sama hraða. En það er ekki nýtt að töluvert vanti upp á iðnmenntun og að þar þurfi að gera betur. Full ástæða er til að ræða og endurmeta þær áherslur sem verið hafa í menntamálum hér á landi. Augljóst er að grunn- menntun þarf að vera í góðu lagi en ákveðnar vísbendignar eru um, til dæmis þegar kemur að læsi barna, að svo sé ekki í öllum tilfellum. Þá þarf að gæta þess að iðnmenntun fái þann sess sem henni ber og að há- skólamenntun skili sem mest- um ávinningi fyrir einstak- lingana og þjóðfélagið í heild til lengri tíma litið. Það kann að vera að þetta kalli á meiri út- gjöld til menntamála, en það er ekki víst. Áður en ákvörðun um þau mál er tekin er að minnsta kosti nauðsynlegt að meta hvort fjármununum sem þegar fara í menntakerfið er nægilega vel varið. Menntun er of mikilvæg til að yfirborðið eitt sé skoðað} Aukin fjárútlát eru ekki eina svarið Lilja Alfreðs-dóttir, vara- formaður Fram- sóknarflokksins, svaraði í gær fyr- irspurn Ríkis- útvarpsins um það hvort kjósa ætti um aðild að Evrópusam- bandinu á kjörtímabilinu. Sagði hún réttilega að niðurstaða kosninganna segði ekki að þetta mál væri á dagskrá íslenskra stjórnmála. Þetta er augljóst. Þeir flokk- ar sem segjast vilja aðild að ESB eða að kosið verði um ESB fengu aðeins 17 þingmenn. Eng- um getur komið til hugar að þegar kosningaúrslit eru með þeim hætti komi til greina að efna til innanlandsófriðar með því að kjósa um aðild. Hitt er svo annað mál að því er stund- um stillt upp þann- ig, eins og Ríkis- útvarpið gaf í skyn með spurninum sín- um til Lilju um þetta mál, að hægt sé að kjósa um „framhald viðræðna“ en ekki um aðild að ESB. Spurning um „framhald viðræðna“ væri blekking og því ótæk. Evrópusambandið býður ekki upp á aðildarviðræður nema ríki vilji ganga í sambandið. Bjölluatsumsóknir eru með öðr- um orðum ekki í boði og að reyna slíkt – og það í annað sinn – væri ekki aðeins niðurlægj- andi fyrir Íslendinga heldur einnig ósvífni gagnvart Evrópu- sambandinu. Umsókn um aðild að ESB var hafnað í nýafstöðnum kosningum} Enginn vilji til ESB aðildar F yrir löngu tók ég þátt í sam- kvæmisleik sem var þannig að allir áttu að botna setningu sem byrjaði á orðunum: „Mér er orðið ljóst … “ Þarna urðu mörg spakmælin til, þó að þau hafi fæst varð- veist. Efnahagsástandið núna er svo gott að varla er hægt að hugsa sér að það batni; verðbólga lítil, atvinnuleysi lítið og kaup- máttur mikill. Ef allt væri eðlilegt hefði ríkis- stjórn sem skilaði svona búi átt að fá góðan byr en ekki tapa tólf þingsætum. Frá fer þing sem var það frjálslyndasta á lýðveldis- tímanum og við tekur annað sem hefur á sér allt annað yfirbragð. Hvers vegna? Atburðir haustsins hafa kennt mér tvennt: 1. Facebook er ekki góður ráðgjafi. 2. Engin ákvörðun er svo mikilvæg að hún batni ekki við að sofa á henni eina nótt. Ótrúlega oft virðist þeim sem á kvöldin fara yfir sam- félagsmiðlana að heimurinn sé hreinlega að hrynja. Einu sinni heyrði ég í félaga mínum sem sagði að „allt væri að verða vitlaust“ vegna yfirlýsingar ráðherra um eitthvert mál. Það var ekki enn komið hádegi, ég hafði ekki heyrt þessa yfirlýsingu og leitaði að henni á fréttamiðlunum. Setninguna fann ég inni í viðtali, en sá engin viðbrögð. Mínir Facebook-vinir virtust líka vera í jafnvægi. Þá varð mér ljóst að við erum hvert um sig í glerkúlu fólks sem er með svipuð viðhorf. „Allir“ sem ég tala við eða fylgist með á netinu eru ekki sömu „allir“ og þeir sem þetta lesa hafa umhverfis sig. Öllum er hollt að hugsa sig tvisvar um, ein- faldlega vegna þess að það er gott að móta sér sína eigin skoðun á málum. Vega og meta stað- reyndir og leyfa þeim að tala. Ef málin eru skuggaleg verða þau það líka á morgun eða hinn daginn. Upplýst ákvörðun verður aldrei tekin nema allar upplýsingar liggi fyrir. Í Viðreisn höfum við það að markmiði að stunda heiðarleg stjórnmál, lofa engu nema við getum staðið við það og helst skýrt það út í smá- atriðum. Flestir kjósendur hafa engan áhuga á löngum útlistunum. Þeir vilja fá einföld skila- boð. Nú er mér ljóst að þar klikkuðum við lík- lega í Viðreisn. Tillaga okkar um kolefnisgjald upp á sjö krónur á bensínlítra kostaði okkur örugglega miklu fleiri atkvæði en VG tapaði á 334 milljarða skattahugmyndum. Kolefnisgjaldið var áþreifanlegt, allir keyra bíla og þeim fannst okkar tillaga atlaga að sér. Auðvitað vilja allir hreint loft, en það mark- mið er lengra í burtu en veskið. Þrjú hundruð milljarðar eru aftur á móti svo há fjárhæð að enginn skilur hana. Þar að auki áttu „hinir“ að borga. Kjósendum líkar stundum fagurgali og vilja heyra lof- orð og yfirboð, þó að þeir viti innst inni að innistæðan er engin. Þeir vilja samt efndir og það strax. Vika er langur tími í pólitík og heilt kjörtímabil er heil eilífð. Benedikt Jóhannesson Pistill Mér er orðið ljóst Höfundur er fyrrverandi formaður Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kosningabaráttan var stuttog snörp. Flokkunumgafst lítill tími til undir-búnings en forsvarsmenn flestra flokka telja að kostnaðar- áætlanir þeirra hafi staðist og vel hafi tekist til við að koma skila- boðum til kjósenda. „Kosningarnar eru svo nýaf- staðnar að ég er ekki búin að taka saman allan kostnað,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. „Við áætlum að kostnaðurinn við bæði kosningabar- áttuna og landsfund flokksins væri um 30 millljónir, þ.e. 8 milljónir fyrir landsfund og 22 í kosningabarátt- una.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, kosningastjóri Viðreisnar, segir líkt og Björg að enn sé ekki búið að taka saman endanlegan kostnað kosningabaráttunnar en hún telur að flokkurinn hafi eytt á bilinu 19 til 20 milljónum króna. „Við eyddum ekki meiru en við söfnuðum svo þetta er einhvers stað- ar á þessu bili. Ég er því nokkuð sátt við niðurstöðuna og tel að við höfum náð að koma okkar skilaboðum til kjósenda fyrir rest,“ segir Sara en Viðreisn mældist lengi vel ekki með menn inni á þingi. Umskipti urðu þó á fylgisþróuninni undir lok barátt- unar og endaði flokukurinn með 6,7 prósent atkvæða og fjóra þingmenn. Mikið fyrir hverja krónu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að flokkurinn sinn hafi eytt minnst allra flokka í kosninga- baráttuna. „Ég veit ekki hvort við erum með fæstar krónur á bakvið hvert þingsæti en við eyddum aðeins sex milljónum og tókum engin lán fyrir baráttunni,“ segir Inga og bendir á að flokkurinn hafi alltaf valið ódýr- ustu leiðina þegar kom að auglýs- ingum. „Við fórum bara út meðal fólks. Hittum kjósendur í Kolaportinu, Mjóddinni og öðrum stöðum. Síðan keyrðum við nokkuð á útvarps- auglýsingum. Flokkurinn er ungur og ekki með mikið milli handanna. Þá leituðum við ekki mikið eftir styrkjum frá fyrirtækjum eða ein- staklingum. Ég vil þó þakka öllum sem tóku þátt með okkur og þeim sem lögðu til einhvern styrk.“ Fjölmiðlafulltrúi Samfylkingar- innar í Reykjavík, Freyr Rögnvalds- son, telur jafnframt að sinn flokkur hafi fengið mikið fyrir hverja eydda krónu. „Að svo stöddu vil ég ekki gefa upp hvað við áætluðum að kosninga- baráttan myndi kosta. Það á eftir að taka saman heildarkostnað,“ segir Freyr en hann telur allar líkur á því að kostnaðurinn verði undir áætlun flokksins. „Miðað við þann glæsilega ár- angur sem flokkurinn nær þá tel ég að við höfum fengið mikið fyrir hverja krónu.“ Horft til síðustu kosninga Þórður Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi horft til kosninganna fyrir ári og miðað allar kostnaðartölur út frá þeim. „Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og í mörg horn að líta hjá okkur bæði fyrir og eftir kosningar. Núna erum við að fara yfir kostnaðartölur sem ég hugsa að verði örlítið yfir áætlun þegar allt liggur fyrir,“ segir Þórður en bendir jafnframt á að Sjálfstæðis- flokkurinn búi að öflugu grasrótar- starfi um allt land sem sé ómetan- legt í kosningabaráttu og starfi flokksins milli kosninga. Einar Gunnar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, viðurkennir að óvæntar kosn- ingar hafi breytt öllum áætlunum flokksins en kosningabaráttan hafi engu að síður gengið mjög vel. „Byrjunin var ekki sú er ég ósk- aði mér en með vindinn í fangið og er á leið þá varð þetta léttara og upp- skera okkar sama þingmannatala og í síðustu kosningum. Sú niðurstaða var í samræmi við vonir mínar. Við nýttum okkur samfélagsmiðla eins og kostur var og eins gömlu góðu að- ferðirnar, maður á mann og úthring- ingar.“ Stutt og erfið barátta Morgunblaðið/Eggert Þingkosningar Stjórnmálaflokkarnir bjuggust ekki við kosningum á þessum tíma en þær voru að sögn forsvarsmanna þeirra skemmtilegar. Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins, segir kosningabar- áttuna hafa verið erfiða en skemmtilega. „Ólíkt öðrum flokkum treystum við alfarið á styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum. Við þurftum því að aðlaga kosningabaráttu okkar eftir því fjármagni sem kom inn á hverjum tíma,“ segir Svanur sem telur það sýna styrk frambjóðenda flokksins og stefnunnar hversu vel gekk. „Okkur fannst erfitt að koma stefnumálum okkar á framfæri. Of mikil umræða var að mínu mati um kossaóskir Brynjars Níelssonar, persónu Bjarna Benendiktssonar og gömul mál um Sigmund Davíð. Fjölmiðlar hefðu mátt eyða meiru púðri í stefnumál flokkanna.“ Mál fái meiri umfjöllun ERFITT AÐ KOMA NÝR INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.