Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 78
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Michael Kiwanuka er þrítugur tón- listarmaður sem vakti fyrst almenna athygli í heimalandi sínu Bretlandi þegar hann var valinn áhugaverð- asti tónlistarmaður ársins 2012 í netkosningu breska ríkisútvarpsins, BBC’s Sound of 2012. Könnun þessi er haldin árlega og ríkir jafnan mik- il eftirvænting um niðurstöðuna, hvaða hljómsveit eða tónlistarmaður þyki sá mest spennandi hverju sinni. Kiwanuka hafði þá gefið út þrjár stuttskífur og leikið með Adele í tónleikaferð hennar, Adele Live, ári fyrr. Þar áður hafði hann leikið á gítar með hinum og þessum hljómsveitum, áður en hann hóf sólóferil. Það var sannkölluð draumabyrjun hjá Kiwanuka að fá að leika með Adele og verða fyrir valinu í keppni BBC og var hann vel að heiðrinum kominn, heillandi og tilfinningaríkur tónlistarmaður sem gestir Iceland Airwaves fá að kynnast í Gamla bíói á laugardaginn, 4. nóvember, en Kiwanuka hefur leik á miðnætti. Hátíðin hefst í dag. Skemmtilegur tími með Adele Foreldrar Kiwanuka eru frá Úganda en fluttu til Bretlands á ní- unda áratugnum og þar fæddist pilt- ur og ólst upp í Muswell Hill, út- hverfi í norðurhluta London sem er m.a. þekkt sem heimaslóðir hljóm- sveitarinnar Kinks. Kiwanuka segist ekki hafa hlotið tónlistaruppeldi þó vissulega hafi verið leikin tónlist á heimili hans í æsku og þá m.a. popp- tónlist frá Úganda. Hann er spurður að því hvenær hann hafi áttað sig á því að hann vildi verða tónlistar- maður og segist hann hafa verið 11 eða 12 ára þegar það rann upp fyrir honum. Hann hafi haft mikinn áhuga á tónlist og langað að vera í hljómsveit. Áður en hann byrjaði í tónlistarnámi við Westminster- háskóla fór hann að leika á gítar með ýmsum hljómsveitum og söngv- urum, m.a. djass- og sálarsöngvur- um og hélt því áfram meðfram námi, auk þess að kenna á gítar. Hann segist hafa lært mikið af því. – Árið 2011 hefur verið þér mik- ilvægt því þú samdir þá við Comm- union Records sem gaf út nokkrar stuttskífur með þér og fórst líka í tónleikaferð með hinni gríðarvin- sælu Adele sem var þá nýbúin að gefa út metsöluplötuna 21. Hvernig var að spila með henni fyrir framan mörg þúsund manns? Það hlýtur að hafa verið dálítið skrítið fyrir þig? „Jú, það var það. Fyrstu tónleik- arnir voru í Noregi og það var margt sem ég kunni ekki almenni- lega, hljóðprufur og fleira. Þannig að ég spilaði bara fyrst í 10 eða 15 mínútur,“ svarar Kiwanuka kíminn. – Varstu taugaóstyrkur? „Já, ég var taugaóstyrkur en þetta var skemmtilegt,“ svarar Kiw- anuka og hlær við. Hann hafi lært heilmikið á því að ferðast og leika með Adele. Stór stund Talið berst að netkosningu BBC og segir Kiwanuka að hún hafi verið heilmikil kynning fyrir hann og veg- semd. Að venju hafi verið tekið við- tal við hann á einni af útvarps- stöðvum BBC og hann flutt lög í beinni útsendingu. „Þetta var stór stund fyrir mig, að fá að flytja og tala um tónlistina mína við svo marga hlustendur.“ – Var þetta „stóra tækifærið“ á ferlinum? „Já, ég held það. Ég gat komið tónlistinni minni á framfæri og fór í framhaldi í fyrstu tónleikaferðina með hljómsveitinni minni. Ég fór að leika á stærri tónleikastöðum en áð- ur og fyrir fullu húsi. Mér hefði lík- lega ekki tekist það án BBC,“ segir Kiwanuka. Fyrsta breiðskífa hans, Home Again, kom út árið 2012 á vegum Polydor Records og hlaut hún mikið lof gagnrýnenda. Á henni flytur Kiwanuka tilfinningaþrungna tónlist í anda sálartónlistar áttunda áratug- arins og velgengni plötunnar minnir á velgengni annars sálartónlistar- manns, Amy Winehouse, sem Kiw- anuka segir hafa haft mikil áhrif á sig. Winehouse hafi fylgt eigin sann- færingu. Missti sjálfstraustið Næsta breiðskífa, Love & Hate, kom út í fyrra og segist Kiwanuka hafa upplifað mikið óöryggi milli platna og skort á sjálfstrausti. „Ég var ekki viss um hvaða stíl ég gæti þróað og fór að efast um að fólki myndi líka tónlistin mín. Við- brögðin voru ekki nógu jákvæð frá útgáfufyrirtækinu við því sem ég var að gera á æfingum og því missti ég heilmikið sjálfstraust og tapaði gleðinni við að búa til tónlist. Ég velti því fyrir mér að hætta en fann svo aftur gleðina,“ útskýrir hann. Fann aftur sköpunargleðina  Breski tónlistarmaðurinn Michael Kiwanuka kemur fram ásamt hljómsveit á Iceland Airwaves  Tilfinningaríkur söngvari og lagasmiður sem sækir í brunn sálartónlistar 78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Það er okkur sem þjóð tilmikils sóma hvað síðastaaftaka á Íslandi situr íokkur. Hversu mikið verra fólk værum við ef örlög þeirra Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar skiptu okk- ur engu? Eða ef við teldum að þau hefðu augljóslega fengið það sem þau áttu skilið. Enginn vafi virðist leika á sekt þeirra. Aðild Sigríðar Guðmundsdóttur er líka næsta óumdeild. Svo má lengi deila um nákvæmlega hver verðskuldaði hvað. Nema við erum auðvitað löngu orðin sammála um að enginn verðskuldi dauðarefsingu. Og málsbætur eiga þau vitaskuld. Um það hefur tæpast ríkt nein þöggun. Myrkur og mótsagnakenndur per- sónuleiki Natans Ketilssonar hefur alla tíð verið viðfangsefni sagnarit- ara, sem eðlilega laðast að svona mönnum eins og flugur að ljósi, eða taðhrúgum. Aldarfarið sem Illuga- staðamorðin eru einhverskonar endapunktur á er kjarninn í viðtek- inni söguskoðun nútímans. Hvað ætlar hinn metnaðarfulli og ígrundandi leikhópur Aldrei ós- telandi að leggja til þessara mála, hvaða blæbrigði ætlar Marta Nor- dal og hennar fólk að draga fram? Einfaldleiki, tærleiki og yfirveg- un einkennir nálgunina eins og svo oft áður hjá þessum listfenga leik- hópi. Þar hjálpast allt í umgjörð- inni að. Stílhrein leikmynd Axels Hallkels Jóhannssonar sem er í senn nútímaleg og tímalaus, hljóð- mynd Kippa Kaninus, lýsing Jóns Þorgeirs Kristjánssonar og sér- deilis gullfallegir búningar Helgu I. Stefánsdóttur og milt litróf þeirra draga athygli okkar að kjarna málsins. En er kjarni málsins kjarni málsins? Eða réttara sagt: Hvað er hægt að hreinsa burt mikið af „óþarfa“ áður en sagan hættir að virka, áður en athafnir og tilfinn- ingar persónanna verða of abstrakt til að skiljast og hreyfa við okkur? Marta, Salka Guðmundsdóttir og leikhópurinn dansa á þessari línu í Natan. Verkið er skipulega byggt upp í kringum fjórar „tilgátur“ um or- sakir og drifkrafta atburðanna: Of- beldi, ágirnd, ástríðu og misnotk- un, sem síðan eru fleygaðar með texta úr dómsorði og öðrum gögn- um um skipulag aftökunnar, sem fluttir eru í hljóðnema en áhersla á listræna umgengni við hið talaða orð er eitt af aðalsmerkjum hóps- ins. Auðvitað eru tilgáturnar allar „réttar“, samskipti fólksins á Ill- ugastöðum bera öll þessi einkenni. Enda er sterkur samhljómur milli Natan Satan Borgarleikhúsið Natan bbbnn Eftir Sölku Guðmundsdóttur og leik- hópinn Aldrei óstelandi. Leikstjórn: Marta Nordal. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Kippi Kaninus (Guðmundur Vignir Karlsson). Aðstoð við hreyfingar: Valgerður Rún- arsdóttir. Lýsing: Jón Þorgeir Krist- jánsson. Myndbandshönnun: Kjartan Darri Kristjánsson. Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Birna Rún Eiríksdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Rödd á myndbandi: Hjörtur Jóhann Jónsson. Leikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýndi á Litla sviði Borgarleikhússins 26. október 2017. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Iceland Airwaves 2017 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag með miklum fjölda tón- leika á fjölmörgum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur en á morgun hefst hún á Akureyri og er það í fyrsta sinn sem hluti hennar fer þar fram. Dagskrána alla má finna á vef hátíðarinnar á slóðinni icelandair- waves.is en hér verða nefndir nokkrir áhugaverðir tónleikar sem fara fram á ólíkum tónleikastöðum í kvöld. Í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsi verður hip-hop fyrirferðar- mikið á fyrsta degi og meðal þeirra sem koma fram eru Alvia Islandia kl. 19.40, Cyber kl. 20.20 og hinir mjög svo vinsælu JóiPé og Króli kl. 23.30. Í Gamla bíói verður annars konar tónlist á ferð, hljómsveitin Valdimar kl. 21.40, Högni kl. 23.20 og Moses Hightower kl. 00.20 og á Hard Rock Café treður Kælan Mikla upp kl. 23.20 og Oyama í kjölfar hennar kl. 00.20. Hressingarskálinn stendur undir nafni því þar mun rapparinn Elli Grill hressa mann- skapinn kl. 23.20 og á Gauknum mun kollegi hans Cell7 troða upp kl. 00.10. Í Iðnó kemur Dísa fram kl. 21.20 og Halldór Eldjárn hefur leik kl. 22.20 á Húrra. Af þeim sem fram koma á Hverfisbarnum má svo nefna tríóið Gróu sem leik- ur kl. 20 og Unu Stef sem tekur við kl. 20.50. Þess má geta að enn eru til miðar á hátíð- ina, þó fáir séu. Hátíð í borg og bæ Morgunblaðið/Eggert Bomba JóiPé og Króli. Alvia Islandia. Tilboðsverð kr. 138.216,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta á meðan birgðir endast Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.