Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hjólaþjófnaður er ekki að aukast, samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík og í Hafnarfirði. Á Facebooksíðu Reiðhjólabænda var sett inn færsla í vikunni þar sem sagður var vera faraldur af þjóf- um sem ferðuð- ust milli hverfa á höfuðborgar- svæðinu og stælu hjólum og vesp- um og sendu úr landi. Tilkynn- ingum um hjóla- og vespuþjófnað hefur ekki fjölgað hjá lögreglunni á þessu ári og eru ekki fleiri í ár en í fyrra. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynn- ingum um hjólastuld alltaf fjölga á vorin, frá maí og fram á haust eru þær fleiri en á öðrum árstímum. Í september í fyrra bárust lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu 67 til- kynningar um stolin reiðhjól en þær voru 50 í september í ár. Þegar til- kynningarnar eru sem flestar fara þær hátt í 70 á mánuði en fæstar nið- ur í sjö eins og í janúar á þessu ári. Þegar afbrotatölfræði Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu í sept- ember 2017 er skoðuð má sjá að til- kynningar um stolin reiðhjól voru 51 í maí, 48 í júní, 47 í júlí og 68 ágúst. Eru þetta svipaðar tölur og síðustu ár. Yfir 100 hjól boðin upp árlega Gunnar Rúnar segir að þeim sé ekki kunnugt um að stolin reiðhjól séu sett í gám og send úr landi. Hvað verður þá um öll þessi stolnu reiðhjól? „Hjólum er oft stolið og þau skilin eftir einhversstaðar og enginn hirðir um að sækja þau, það er það sama með vespurnar. Einhverjir leggja sig fram um að hafa uppi á hjólinu sínu. Sum hjólin enda hjá okkur og við reynum að hafa uppi á eigendum og þau komast stundum aftur til þeirra en önnur eru skilin eftir. Lögreglan heldur reiðhjóla- uppboð á hverju ári þar sem eru aldrei færri en hundrað óskilahjól boðin upp.“ Hjólaþjófnaður hefur ekki aukist  Lögreglan fékk tilkynningar um fimmtíu horfin hjól í september Hjólað Mest hverf- ur af hjólum frá maí fram í október. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hafréttarsáttmálinn er ekki með lausnir á því ef grunnlínupunktar hverfa vegna hækkunar sjávarmáls. Miklir hagsmunir eru í húfi ef við myndum þurfa að draga línuna innar. Við þurfum að fylgjast vel með þróun mála í þjóðarétti og sjá hvað hægt er að gera til að tryggja grunnlínu- punkta,“ segir Svava Pétursdóttir lögfræðingur. Í meistaranámi sínu við Háskólann í Reykjavík rannsak- aði hún hvort grunnlínur við Ísland standast hafréttarsamning Samein- uðu þjóðanna. Svava segir að grunnlínur land- helginnar standist að meginstefnu til. Ákveðin atriði þurfi þó að hafa í huga, eins og hækkun sjávarmáls vegna loftslagsbreytinga. Segir hún að nefnd fræðimanna sé að fjalla um viðbrögð við hækkun sjávarmáls og áhrif þess á landhelgi ríkja ef grunnlínupunktar hverfa. Hún segir mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að fylgjast með en tekur fram að mörg ár hafi tekið að gera hafréttarsamninginn og honum verði ekki auðveldlega breytt. Ekki víst að punktar tapist Sagt er frá rannsókn Svövu í Tíma- riti Háskólans í Reykjavík sem kem- ur út á næstu dögum. Þar kemur fram að hafsvæði ríkja eru yfirleitt ekki mæld út frá strandlengjunni sjálfri heldur grunnlínum. Út frá þeim er meðal annars landhelgi og efnahagslögsaga ákvörðuð, þar á meðal fiskveiðilögsaga sem er mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga. Fram kemur að almennt eigi grunnlínur að fylgja stórstraumsfjöruborði strand- lengjunnar en þegar hún er mjög vogskorin og óregluleg, eða ef strandeyjaröð er í næsta nágrenni, getur ríki dregið beina línu á milli við- eigandi grunnlínupunkta. Sú aðferð er notuð hér á landi. Svava segir að mörg ríki hafi dreg- ið óhóflegar grunnlínur, meðal ann- ars til að loka stórum flóum. Slík mál hafa farið fyrir Alþjóðadómstólinn. Bandaríkjamenn hafa verið dug- legastir við að mótmæla þannig vinnubrögðum. Svava segir að þeir hafi ekki mótmælt okkar grunnlínum þótt málið hafi verið til umræðu með- al fræðimanna og hugsanlegt að þeir mótmæli seinna. Hún bendir jafn- framt á að með samningum við ná- grannaríki okkar um afmörkun haf- svæða hafi fengist viðurkenning þeirra á nokkuð mörgum grunn- línupunktum. Spurningin sé hins veg- ar hvort grunnlínupunktarnir haldi ef þeir fara í kaf. Sumir fræðimenn telji að þeir geti eigi að síður staðist. Viðkvæmasti punkturinn fyrir okkur Íslendinga er Geirfugladrang- ur út af Reykjanesi. Hann var um 10 metra hár en er nú flæðisker. Tapi hann stöðu sinni minnkar íslenska lögsagan um 10 til 15 þúsund ferkíló- metra. Miklir hagsmunir eru því í húfi, ekki síst fyrir fiskveiðarnar en einnig aðra málaflokka sem taka mið af grunnlínupunktum. Ekki ráðlegt að steypa Í ritgerðinni kemur fram að flestir sem þekkja til málaflokksins séu þeirrar skoðunar að ríki eigi ekki að bregðast við með því að byggja mannvirki ofan á hverfandi grunn- línupunkta eins og við Íslendingar gerðum með byggingu þyrlupalls á Kolbeinsey. Fyrir mörgum árum var samþykkt á Alþingi að setja radíóvita á Geirfugladrang en ekkert varð úr því. Grunnlínupunktar í hættu  Ekki ljóst hvað gerist ef sker sem ráða stærð landhelginnar hverfa vegna hækkunar sjávarmáls  Íslenska lögsagan minnkar um 10-15 þúsund ferkílómetra ef Geirfugladrangur missir stöðu sína Morgunblaðið/Golli Í fjöru Svava Pétursdóttir hefur lengi haft áhuga á málefnum hafsins. Tók hún hann í arf frá afa sínum. Geirfugladrangur Eldey Geirfugladrangur Svava Pétursdóttir hefur lengi haft áhuga á auðlindarétti og hafrétti. Hún segir að það megi að einhverju leyti rekja til þess að afi hennar, Vilhjálmur Árna- son lögmaður, var sjómaður á yngri árum og ræddi mikið mál- efni hafsins. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Umhverfis- stofnun og fæst við önnur mál. Hún segir að rannsóknar- vinnan hafi verið skemmtileg. Hún fékk styrk frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og not- aði hann til að afla sér upplýs- inga á bókasafni í London. Hún fékk ekki sömu viðtökur þegar hún óskaði eftir gögnum á Þjóð- skjalasafni Íslands sem tengj- ast vinnu við að skilgreina bein- ar grunnlínur fyrr á árum. Hún fékk synjun á þeim forsendum að upplýsingarnar vörðuðu hagsmuni íslenskra ríkisins. Á því sést hversu viðkvæmt um- fjöllunarefnið er. Fékk ekki að skoða gögn VIÐKVÆMT MÁLEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.