Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Elliðaárdalur Nú eru síðustu forvöð að njóta veðurblíðunnar því kuldi er í kortunum. Þessi þrjú létu bönn ekki stoppa sig.
Hari
Hægt er að túlka
niðurstöðu þingkosn-
inganna á laugardag-
inn með marg-
víslegum hætti.
Forystumenn stjórn-
málaflokkanna lesa
vilja kjósenda með
mismunandi hætti.
Enginn virðist hafa
tapað, nokkrir unnu
varnarsigur og aðrir
gera tilkall til þess að vera krýndir
sigurvegarar.
Óháð því, hvernig úrslitin eru
skýrð, liggur eitt fyrir: Það er ekki
hægt að mynda tveggja flokka stjórn
og þriggja flokka stjórn verður ekki
mynduð án þátttöku Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir fjórir flokkar sem
mynduðu stjórnarandstöðu, Vinstri
grænir, Samfylking, Framsóknar-
flokkur og Píratar, eiga þess kost að
mynda ríkisstjórn með minnsta
mögulega meirihluta. Sigurður Ingi
Jóhannsson, formaður Framsókn-
arflokksins, gerir sér grein fyrir að
slík stjórn er vart á vetur setjandi.
„Við höfum séð hvernig slíkar ríkis-
stjórnir hafa hoppað fyrir björg á
mjög stuttum tíma,“ sagði Sigurður
Ingi að loknum fundi með forseta Ís-
lands á mánudaginn. Hann er hrifn-
ari af því að mynda ríkisstjórn yfir
miðjuna frá hægri til vinstri. Öllum
má vera ljóst að formaður Framsókn-
arflokksins vísar þar til samsteypu-
stjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri
grænna og Framsókn-
arflokks.
Pólitískt líf á blá-
þræði
Líkt og eftir kosning-
arnar fyrir ári glíma
Vinstri grænir við val-
kreppu. Þeir vita sem er
að draumurinn um
vinstri stjórn er fjar-
lægur. Pírötum verður
illa treyst enda ber
kjörnum fulltrúum
flokksins að fylgja nið-
urstöðum netkosninga eftir „á við-
eigandi vettvangi“. Ríkisstjórn sem
treystir á 32 manna meirihluta verð-
ur fyrr eða síðar felld í kosningakerfi
Pírata. Pólitískt líf ríkisstjórnar
hangir þannig alltaf á bláþræði net-
kosninga.
Katrín Jakobsdóttir og aðrir for-
ystumenn Vinstri grænna gera sér
grein fyrir þessu með sama hætti og
formaður Framsóknarflokksins. Og
það dugar ekki að fá Viðreisn eða
Flokk fólksins sem fimmta hjólið
undir vagninn. Veikleikinn verður sá
sami eftir sem áður – Píratar. Áhugi
á samstarfi við Viðreisn er í besta
falli takmarkaður meðal Framsókn-
armanna og virðist litlu meiri hjá
Vinstri grænum.
Auðvitað geta Katrín Jakobs-
dóttir, Logi Einarsson og Sigurður
Ingi Jóhannsson boðið Miðflokki
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
samstarf. Fjögurra flokka ríkis-
stjórn Vinstri grænna, Samfylk-
ingar, Framsóknar og Miðflokksins
hefði 33 þingmenn í sínum röðum. Sá
sem er tilbúinn að veðja á að slík rík-
isstjórn verði mynduð, gæti alveg
eins keypt sér lottómiða í þeirri von
að styrkja fjárhag heimilisins.
Á næstu dögum og líklega vikum
verða fjölmiðlar uppteknir af því að
teikna upp mismunandi ríkisstjórnir,
líkt og við sem sitjum á Alþingi reyn-
um að gera. Samsteypustjórn Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknarflokks,
Miðflokks og Flokks fólksins hugn-
ast mörgum. Ríkisstjórn þessara
flokka endurspeglaði á margan hátt
betur niðurstöðu kosninganna en
aðrar stjórnir sem hægt er að hanna
á teikniborði hins pólitíska sam-
kvæmisleiks. Til að hún verði að
veruleika þurfa gamlir samherjar að
ná saman að nýju. En sárin sem rist
voru þurfa lengri tíma en nokkra
daga til að gróa.
Hornsteinar samfélagsins
Með nokkurri einföldun er hins
vegar hægt að halda því fram að auð-
velt sé að mynda ríkisstjórn, svo
lengi sem trúnaður og traust ríki á
milli þingmanna þeirra flokka sem
taka höndum saman. Verkefnin eru í
flestu skýr.
Það þarf að ráðast í nýtt átak í
uppbyggingu samfélagslegra inn-
viða; í heilbrigðiskerfinu, sam-
göngum og menntakerfinu. Stokka
þarf upp tryggingakerfi öryrkja og
renna styrkari stoðum undir fjár-
hagslega afkomu þeirra. Styrkja
þarf hag eldri borgara enn frekar.
Móta verður heildstæða stefnu í heil-
brigðismálum, tryggja fjármögnun
þess og endurskoða greiðsluþátttöku
sjúklinga. Hrinda verður í fram-
kvæmd nýrri náttúruverndarstefnu
sem byggist á þeim skilningi að efna-
hagsleg afkoma okkar Íslendinga er
háð náttúrunni sjálfri og vernd henn-
ar. Til að undirbúa íslenskt samfélag
fyrir áskoranir nýrra tíma verður að
endurskoða menntakerfið allt, inn-
leiða nýja kennsluhætti, leggja
áherslu á iðn- og tækninám.
Stærsta verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar er að styrkja hornsteina
samfélagsins og leggja nýja fyrir
framtíðina. Tækifærin eru til staðar
en það er auðvelt að fórna þeim.
Stöðugleiki, trúnaður og traust
Sá er hér skrifar er ekki þess um-
kominn að tala fyrir hönd þjóðar-
innar eða fullyrða eitthvað um þjóð-
arviljann – ekki frekar en aðrir.
Ég átti þess kost að ferðast um allt
land í kosningabaráttunni og ræða
við hundruð kjósenda. Enginn fagn-
aði kosningum og flestir voru (og
eru) þreyttir á þeim óstöðugleika og
rótleysi sem einkennir íslensk
stjórnmál. Skilaboðin til stjórnmála-
manna: Hættið þessari vitleysu og
komið ykkur að verki við að leysa
þau brýnu mál sem brenna á lands-
mönnum.
Sigurður Ingi Jóhannsson orðaði
þetta ágætlega á Bessastöðum:
„Ég er fyrst og fremst að horfa á
að búa til ríkisstjórn með breiða skír-
skotun í báðar áttir. Ég held að það
sé það sem þurfi hér í landinu til að
búa til pólitískan stöðugleika. Það er
sá möguleiki sem ég mundi helst
vilja vinna að en það eru aðrir mögu-
leikar í stöðunni.“
Það reyndist þrautin þyngri að
mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar
á síðasta ári. Í byrjun janúar voru
liðnar nær tíu vikur frá kosningum,
ný ríkisstjórn var ekki tilbúin en við-
ræður stóðu yfir milli Sjálfstæðis-
flokks, Bjartrar framtíðar og Við-
reisnar. Þá taldi ég ástæðu til að
skrifa hér á síður Morgunblaðsins:
„Það eru ekki ný sannindi að
traust og trúnaður milli samverka-
manna eru forsendur þess að árang-
ur náist. Pólitískir andstæðingar
geta því aðeins tekið höndum saman
og náð árangri við lausn verkefna að
traust ríki á milli þeirra. Að sama
skapi grefur tortryggni undan sam-
vinnu, eitrar allt andrúmsloft jafnt
milli samherja sem mótherja. Sam-
starf, þar sem vantrú og efasemdir
ríkja, verður hvorki langlíft né
nokkrum sem að því kemur til gæfu.
Þá er betur heima setið en af stað
farið.“
Eftir Óla Björn
Kárason »Halda má því fram
að auðvelt sé að
mynda ríkisstjórn, svo
lengi sem trúnaður og
traust er á milli þing-
manna þeirra flokka sem
taka höndum saman.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Verkefni nýrrar ríkisstjórnar eru skýr
Flest ný störf
verða til í litlum
fyrirtækjum. Þau
eru mikilvæg
uppspretta ný-
sköpunar og
framþróunar í at-
vinnulífinu á öll-
um sviðum. Sem
dæmi hefðu Ís-
lendingar ekki
getað brugðist við
örri fjölgun ferðamanna
undanfarin ár nema vegna
þess að litlu fyrirtækin
brugðust við og svöruðu kalli
eftir aukinni þjónustu.
Flest þessi fyrirtæki verða
til vegna þess að ein-
staklingar og fjölskyldur
stofna til rekstrar til að sjá
sér og sínum farborða. Þau
njóta ávaxtanna þegar vel
gengur en taka um leið
áhættuna ef illa fer.
Það er skylda stjórnvalda
að sjá til þess að rekstr-
arskilyrði þessara fyrirtækja
séu góð. Það á að vera ein-
falt að stofna fyrirtæki og
hefja rekstur. Eftirliti og
stjórnvaldskröfum verður að
stilla í hóf. Hlutfallslega eiga
lítil fyrirtæki mun erfiðara
með að uppfylla umfangs-
miklar skriffinnskukröfur en
þau sem stærri eru.
Tryggingagjaldið, sem er
skattur á launagreiðslur fyr-
irtækja, er einnig sér-
staklega erfitt litlum fyrir-
tækjum. Launakostnaður
þeirra er yfirleitt þyngsti
kostnaðarliðurinn í rekstr-
inum. Gjaldið dregur því úr
getu þeirra til nýsköpunar,
vöruþróunar og markaðs-
sóknar.
Í atvinnulífinu er gróskan
mest hjá litlu fyrirtækj-
unum, þau bregðast fljótt við
breyttum aðstæðum og frá
þeim og starfsmönnum
þeirra fá ríki og sveitarfélög
verulegan hluta
af skatttekjum
sínum. Það er
því skynsamlegt
að þeir sem nú
ræða um mynd-
un nýrrar rík-
isstjórnar í
landinu leggi
áherslu á að
fjölga litlum og
meðalstórum
fyrirtækjum.
Það er auð-
velt að kæfa
lággróðurinn með flóknu eft-
irliti, þunglamalegum leyfis-
veitingum og þrúgandi
skattheimtu. En við góð og
samkeppnishæf rekstrarskil-
yrði spretta upp ný fyrir-
tæki sem eykur tekjur hins
opinbera og auðveldara
verður að takast á við sam-
félagleg verkefni á næstu ár-
um.
Litla Ísland er verkefni
samtaka í atvinnulífinu og á
vegum þess er að hefjast röð
opinna funda þar sem unnt
er að fræðast um helstu at-
riði sem lítil fyrirtæki þurfa
að glíma við. Litla Ísland er
á Facebook: www.face-
book.com/litlaisland og í vik-
unni opnar nýr vefur Litla
Íslands á www.litlaisland.is.
Það er líflegt á Litla Ís-
landi og hvet ég alla áhuga-
sama um rekstur smáfyrir-
tækja og uppbyggingu
atvinnulífsins til að slást í
hópinn. Stóra lausnin er
smá!
Litla Ísland
Eftir Halldór
Benjamín Þor-
bergsson
Halldór Benjamín
Þorbergsson» Það á að vera
einfalt að stofna
fyrirtæki og hefja
rekstur. Eftirliti
og stjórnvalds-
kröfum verður
að stilla í hóf.
Höfundur er framkvæmda-
stjóri SA.