Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hætt er við að færra fólk verði á ferli á götum í Neskaupstað í des- emberbyrjun heldur en alla jafna og engin starfsemi í gangi á vegum Síldarvinnslunnar. 60 ára afmæli fyrirtækisins verður þá fagnað með nokkurra daga ferð starfsmanna til Gdansk í Pól- landi og fara um 520 manns með þremur flug- vélum frá Egils- stöðum og Kefla- vík til Póllands 30. nóvember og 1. desember. Sjálfur afmæl- isdagur Síldarvinnslunnar er 11. desember og verður þá kynnt út- gáfa bókar um sögu fyrirtækisins eftir Smára Geirsson. „Þegar sextíu ára saga Síldar- vinnslunnar er skoðuð sjá menn fljótt að skipst hafa á skin og skúrir í starfseminni,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Þrátt fyrir að erfiðleikar hafi stundum steðjað að hefur fyrirtækið náð að festa sig í sessi sem eitt af stærstu fyrirtækj- unum í íslenskum sjávarútvegi. Segja má að síðasti áratugur hafi verið fyrirtækinu mjög hagfelldur; hröð uppbygging á mörgum sviðum rekstrar, fjárfestingar og útvíkkun á starfsemi hefur einkennt félagið. Árferði hefur verið gott í íslensk- um sjávarútvegi og hafa eigendur Síldarvinnslunnar nýtt sterka stöðu félagsins til fjárfestinga sem miða að því að bæta rekstrargrundvöll þess til lengri tíma og gera það bet- ur í stakk búið til að mæta þeim sveiflum sem jafnan hafa einkennt rekstrarumhverfi íslensks sjávar- útvegs.“ Endurnýja togaraflotann Á aðalfundi fyrirtækisins í júní í sumar kom fram að áformað er að endurnýja allan ísfisktogaraflota fyrirtækisins á næstu árum. Á fund- inum sagði Gunnþór að endurnýj- unin væri „metnaðarfullt og ögrandi verkefni sem felur í sér stórt fram- faraskref“. Á næstunni verður til- kynnt nánar um áform fyrirtæk- isins við endurnýjun á togaraflotanum, að sögn Gunnþórs. Barði NK og Bjartur NK hafa þegar verið seldir úr landi, en Gull- ver NS er gerður út frá Seyðisfirði og Vestmannaey VE og Bergey VE eru gerðar út af dótturfélaginu Berg-Hugin í Vestmannaeyjum. Blængur NK, áður Freri RE, hefur verið endurbyggður sem öflugur frystitogari og var hann tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á siðustu árum hafa uppsjávar- skip Síldarvinnslunnar verið endur- nýjuð. Sömuleiðis hefur mikil upp- bygging verið í landvinnslu fyrir- tækisins fyrir uppsjávarafurðir og í Neskaupstað er ein stærsta frysti- geymsla landsins. Fyrirtækið gerir út uppsjávar- skipin Börk NK og Beiti NK Þá á Síldarvinnslan 75% í fyrirtækinu Runólfi Hallfreðssyni á Akranesi, sem gerir út uppsjávarskipið Bjarna Ólafsson AK. Einnig á SVN um þriðjung í grænlensku fyrirtæki sem gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq og hefur útgerð þess með höndum. Fyrirtækið á þrjár fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur í Neskaupstað, Helguvík og á Seyðisfirði. Á síðast- nefnda staðnum er jafnframt bol- fiskvinnsla, en starfsemi Síldar- vinnslunnar og Gullbergs hefur verið sameinuð. Burðarás í atvinnulífinu Auk þess að vera burðarás í at- vinnulífinu í Neskaupstað er Síldar- vinnslan eitt af stærstu og öflug- ustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Í upphafi þessa fisk- veiðiárs var fyrirtækið í þriðja sæti stærstu útgerða hvað varðar útgefið aflamark. Árið 2016 var afli skipa samstæðunnar 138 þúsund tonn. Framleiddar afurðir voru 90 þús- und tonn. Stærstu eigendur Síldarvinnsl- unnar eru Samherji hf., Kjálkanes ehf. og Samvinnufélag útgerðar- manna í Neskaupstað. Hjá sam- stæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 347 manns til sjós og lands um ára- mótin 2016/17. Sókn hjá Síldarvinnslunni sextugri Ljósmynd/Hákon Ernuson Aflaskip Uppsjávarskipin Beitir NK og Börkur NK við bryggju í Neskaupstað á fallegum degi, en Síldarvinnslan festi kaup á þessum kraftmiklu skipum á árunum 2014 og 2015. Ljósmynd/Guadalupe Laiz Um borð Sigurður V. Jóhannesson stýrimaður á Beiti NK að störfum. Gunnþór Ingvason Fyrirtækið er eitt af þeim stærstu í íslenskum sjávarútvegi og fer með yfir 500 manns í afmælisferð til Póllands. Höfuðstöðvar í Neskaupstað, en starfsemi er einnig á Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Helguvík og frá Akranesi. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.