Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hætt er við að færra fólk verði á
ferli á götum í Neskaupstað í des-
emberbyrjun heldur en alla jafna og
engin starfsemi í gangi á vegum
Síldarvinnslunnar. 60 ára afmæli
fyrirtækisins verður þá fagnað með
nokkurra daga
ferð starfsmanna
til Gdansk í Pól-
landi og fara um
520 manns með
þremur flug-
vélum frá Egils-
stöðum og Kefla-
vík til Póllands
30. nóvember og
1. desember.
Sjálfur afmæl-
isdagur Síldarvinnslunnar er 11.
desember og verður þá kynnt út-
gáfa bókar um sögu fyrirtækisins
eftir Smára Geirsson.
„Þegar sextíu ára saga Síldar-
vinnslunnar er skoðuð sjá menn
fljótt að skipst hafa á skin og skúrir
í starfseminni,“ segir Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar. „Þrátt fyrir að
erfiðleikar hafi stundum steðjað að
hefur fyrirtækið náð að festa sig í
sessi sem eitt af stærstu fyrirtækj-
unum í íslenskum sjávarútvegi.
Segja má að síðasti áratugur hafi
verið fyrirtækinu mjög hagfelldur;
hröð uppbygging á mörgum sviðum
rekstrar, fjárfestingar og útvíkkun
á starfsemi hefur einkennt félagið.
Árferði hefur verið gott í íslensk-
um sjávarútvegi og hafa eigendur
Síldarvinnslunnar nýtt sterka stöðu
félagsins til fjárfestinga sem miða
að því að bæta rekstrargrundvöll
þess til lengri tíma og gera það bet-
ur í stakk búið til að mæta þeim
sveiflum sem jafnan hafa einkennt
rekstrarumhverfi íslensks sjávar-
útvegs.“
Endurnýja togaraflotann
Á aðalfundi fyrirtækisins í júní í
sumar kom fram að áformað er að
endurnýja allan ísfisktogaraflota
fyrirtækisins á næstu árum. Á fund-
inum sagði Gunnþór að endurnýj-
unin væri „metnaðarfullt og ögrandi
verkefni sem felur í sér stórt fram-
faraskref“. Á næstunni verður til-
kynnt nánar um áform fyrirtæk-
isins við endurnýjun á
togaraflotanum, að sögn Gunnþórs.
Barði NK og Bjartur NK hafa
þegar verið seldir úr landi, en Gull-
ver NS er gerður út frá Seyðisfirði
og Vestmannaey VE og Bergey VE
eru gerðar út af dótturfélaginu
Berg-Hugin í Vestmannaeyjum.
Blængur NK, áður Freri RE, hefur
verið endurbyggður sem öflugur
frystitogari og var hann tekinn í
notkun fyrr á þessu ári.
Á siðustu árum hafa uppsjávar-
skip Síldarvinnslunnar verið endur-
nýjuð. Sömuleiðis hefur mikil upp-
bygging verið í landvinnslu fyrir-
tækisins fyrir uppsjávarafurðir og í
Neskaupstað er ein stærsta frysti-
geymsla landsins.
Fyrirtækið gerir út uppsjávar-
skipin Börk NK og Beiti NK Þá á
Síldarvinnslan 75% í fyrirtækinu
Runólfi Hallfreðssyni á Akranesi,
sem gerir út uppsjávarskipið
Bjarna Ólafsson AK. Einnig á SVN
um þriðjung í grænlensku fyrirtæki
sem gerir út uppsjávarskipið Polar
Amaroq og hefur útgerð þess með
höndum.
Fyrirtækið á þrjár fiskimjöls- og
lýsisverksmiðjur í Neskaupstað,
Helguvík og á Seyðisfirði. Á síðast-
nefnda staðnum er jafnframt bol-
fiskvinnsla, en starfsemi Síldar-
vinnslunnar og Gullbergs hefur
verið sameinuð.
Burðarás í atvinnulífinu
Auk þess að vera burðarás í at-
vinnulífinu í Neskaupstað er Síldar-
vinnslan eitt af stærstu og öflug-
ustu sjávarútvegsfyrirtækjum
landsins. Í upphafi þessa fisk-
veiðiárs var fyrirtækið í þriðja sæti
stærstu útgerða hvað varðar útgefið
aflamark. Árið 2016 var afli skipa
samstæðunnar 138 þúsund tonn.
Framleiddar afurðir voru 90 þús-
und tonn.
Stærstu eigendur Síldarvinnsl-
unnar eru Samherji hf., Kjálkanes
ehf. og Samvinnufélag útgerðar-
manna í Neskaupstað. Hjá sam-
stæðu Síldarvinnslunnar störfuðu
347 manns til sjós og lands um ára-
mótin 2016/17.
Sókn hjá Síldarvinnslunni sextugri
Ljósmynd/Hákon Ernuson
Aflaskip Uppsjávarskipin Beitir NK og Börkur NK við bryggju í Neskaupstað á fallegum degi, en Síldarvinnslan festi kaup á þessum kraftmiklu skipum á árunum 2014 og 2015.
Ljósmynd/Guadalupe Laiz
Um borð Sigurður V. Jóhannesson stýrimaður á Beiti NK að störfum.
Gunnþór
Ingvason
Fyrirtækið er eitt af þeim stærstu í íslenskum sjávarútvegi
og fer með yfir 500 manns í afmælisferð til Póllands.
Höfuðstöðvar í Neskaupstað, en starfsemi er einnig á
Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Helguvík og frá Akranesi.
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma