Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 38
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Össur hefur ákveðið að hlutabréf félagsins verði ekki lengur skráð í íslensku Kauphöllinni. Frá 6. desem- ber verða bréfin einungis skráð í kauphöll Nasdaq í Danmörku en frá árinu 2009 hefur félagið haft tvíhliða skráningu á mörkuðum. Upphaflega átti að stíga þetta skref árið 2011 en íslenska Kauphöllin stöðvaði það vegna gjaldeyrishaftanna. Skýring Kauphallarinnar á þeirri ákvörðun var að ef til hlutafjáraukningar kæmi gætu íslenskir fjárfestar ekki tekið þátt í henni. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í samtali við Morgunblaðið að mun betra sé að hafa öll bréfin skráð á sama stað því það auki seljanleika þeirra. Viðskiptin hafi að mestu farið fram í dönsku kauphöllinni. „Þótt Össur sé stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða þykir það ekki stórt erlendis,“ segir hann. „Þetta er rök- rétt skref í þróun félagsins.“ Sam- kvæmt hluthafalista eru 77% bréf- anna skráð í Danmörku. Að hans sögn jókst áhugi á félaginu eftir skráningu þess í Danmörku. Fleiri greinendur fylgjast með félag- inu og það komi til greina hjá stærri hópi fjárfesta því bréfin séu skráð í gjaldmiðli sem er, með hans orðum, almennt skráð. „Við vonum eftir sem áður að íslenskum fjárfestum finnist Össur gott fjárfestingartækifæri.“ Segja má að þetta eigi sér langan aðdraganda. Jón segir að á árunum 2003-2005 hafi rekstrarfélögin í Kauphöllinni ekki notið hylli fjárfesta því augu þeirra beindust að fjármála- fyrirtækjum. Þá var lagt land undir fót. „Erlendir fjárfestar tóku okkur betur en hérlendir,“ segir Jón. Fram hefur komið í fjölmiðlum að um 60% hlutafjár í Össuri hafi verið í eigu erlendra fjárfesta við banka- hrunið 2008 þegar gjaldeyrishöftum var komið á. Meirihluti hluthafa hafði því ekki tök á að selja bréfin og koma höndum yfir eigið fjármagn. Brugðist var við þeim aðstæðum með því að skrá bréfin í dönsku kauphöllina. Að sögn Jóns var það mikilvægt skref fyrir Össur að vera skráð í ís- lensku kauphöllina árið 1998. Á þeim tíma var félagið það smátt í sniðum að það hefði verið erfiðleikum bundið að komast að í erlendum kauphöllum. Skráningin gegndi veigumiklu hlut- verki í vexti Össurar úr litlu stoð- tækjafyrirtæki í leiðandi félag á heimsvísu. Stjórnendur fyrirtækisins skráðu félagið á markað á sínum tíma til að fjármagna vöxt og yfirtöku á erlendu félagi. Markaðsvirði fyrirtækisins var um fjórir milljarðar króna við skrán- ingu í Kauphöll. Það er nú metið á um 200 milljarða króna. Nýtti markaðinn vel Páll Harðarson, forstjóri Kauphall- arinnar, segir í samtali við Morgun- blaðið að brotthvarf Össurar sé liður í því að reka dýnamíska Kauphöll. „Össur nýtti markaðinn afskaplega vel. Um er að gæða gott dæmi um það hvernig fyrirtæki og fjárfestar geta hagnast með skráningu á markaði. Þetta er stórglæsilegt fyrirtæki og við höfum verið stolt af því og höldum því áfram. Nasdaq heldur áfram að þjónusta fyrirtækið í Danmörku.“ Fyrir skemmstu flutti lífeyrissjóð- urinn LSR hlutabréf sín í Össuri yfir í dönsku kauphöllina, úr þeirri ís- lensku. Jón segir að fleiri hluthafar hafi brugðist við með sama hætti. Haukur Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri LSR, sagði við Morgunblaðið við það tilefni: „Nú þegar eru tveir þriðju hlutar bréfa í Össuri skráðir í dönsku kauphöllinni. Verðmyndun með bréfin er virkari þar og því ákváðum við að færa þau yfir.“ Össur verður einungis í dönsku kauphöllinni Morgunblaðið/Ómar Hlutir Jón vonar að íslenskum fjárfestum finnist Össur áfram góð fjárfesting. 77% bréfanna skráð í Danmörku » Össur var skráð í íslensku Kauphöllina árið 1998. » Það fékk tvíhliða skráningu árið 2009 eftir að gjaldeyris- höftum var komið á. » Samkvæmt hluthafalista eru 77% bréfanna skráð í Danmörku. » Forstjórinn segir að betra sé að hafa öll bréfin skráð á sama stað því það auki seljanleika þeirra.  „Þetta er rökrétt skref í þróun félagsins,“ segir Jón Sigurðsson forstjóri Jón Sigurðsson Páll Harðarson 38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 1. nóvember 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.82 105.32 105.07 Sterlingspund 137.98 138.66 138.32 Kanadadalur 81.68 82.16 81.92 Dönsk króna 16.382 16.478 16.43 Norsk króna 12.847 12.923 12.885 Sænsk króna 12.549 12.623 12.586 Svissn. franki 105.02 105.6 105.31 Japanskt jen 0.9221 0.9275 0.9248 SDR 147.02 147.9 147.46 Evra 121.91 122.59 122.25 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.1439 Hrávöruverð Gull 1274.4 ($/únsa) Ál 2142.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.66 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Jóan Hendrik Eg- holm, forstjóri Skelj- ungs, keypti og seldi samdægurs hlutabréf í fyrirtækinu í gær, samkvæmt flöggunum til Kauphallar. Jóan keypti liðlega 26 millj- ón hluti á 2,82345 krónur á hlut, samtals fyrir réttar 74 milljónir króna, og er í flöggun vísað til upplýs- inga um kauprétt í skráningarlýsingu Skeljungs. Jóan seldi svo tæplega 24,6 milljónir bréfa síðar sama dag á genginu 7,30 krónur á hlut, eða fyrir samtals 179,4 milljónir króna. Jóan innleysti því 105,4 milljóna króna hagnað en hann á eftir 1,6 milljónir hluta í Skeljungi. Johnni Meinhard Poulsen, forstjóri Magn, dótt- urfélags Skeljungs í Færeyjum, átti sam- bærileg viðskipti í gær og innleysti um 117,4 milljóna króna hagnað með nýt- ingu kaupréttar. Gengi Skeljungs lækk- aði um 0,83% í gær og var 7,13 krónur á hlut í lok dags. Forstjóri Skeljungs inn- leysir kaupréttarhagnað Jóan Hendrik Egholm STUTT Gengið hefur verið frá samningum um sameiningu orkufyrirtækjanna Alterra og Innergex, en Alterra á 53,9% hlut í HS Orku í gegnum dótt- urfélagið Magma Energy Sweden. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir í samtali við Morgun- blaðið að HS Orka þekki vel til Inn- ergex. „Þetta er félag sem starfar eingöngu á sviði hreinnar orku. Það er með rekstur í vatnsafli, vindorku og sólarorku. Þetta er svipað félag og Alterra, nema 3-4 sinnum stærra. Nú sameinast þessi tvö félög og úr verður stærri, sterkari og öflugri eigandi að meirihluta hlutafjár í HS Orku,“ segir Ásgeir. Kaupverð 1,1 milljarður dala Innergex er kanadískt fyrirtæki með verkefni í Kanada, Bandaríkj- unum og í Frakklandi. Kaupin nema 1,1 milljarði bandaríkjadala, eða tæpum 116 milljörðum íslenskra króna og verða greidd að 25% í reiðufé og 75% með hlutafé í Inn- ergex, að því er segir í tilkynningu frá Alterra og Innergex. Aðrir eigendur HS Orku eru Jarð- varmi slhf., sem á 33,4% hlut, og er í eigu 13 lífeyrissjóða, og fagfjárfesta- sjóðurinn ORK, sem á 12,7% hlut, og er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Ásgeir bendir á að flestir Íslendingar eigi hagsmuni í HS Orku. „Á meðal eigenda eru allir stærstu lífeyrissjóðirnir sem þýðir að flestallir vinnandi Íslendingar eiga hagsmuni í HS Orku.“ Að sögn Ásgeirs er Innergex þekkt fyrir að standa vel að um- hverfis- og samfélagsmálum. „Okkur líkar það vel,“ segir Ásgeir. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Eign Alterra á 53,9% í HS Orku í gegn- um dótturfélagið Magma Energy. Innergex kaupir eiganda HS Orku  Kaupverðið á Alterra nemur 116 milljörðum króna Meira til skiptanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.