Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Banda- ríkjaforseta í utanríkismálum, George Papado- poulos, hefur játað að hafa logið að alríkis- lögreglunni FBI í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda af kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Talið er að þessi játning geti skaðað forsetann meira en ákærurnar á hendur Paul Manafort, fyrrver- andi kosningastjóra Trumps. Manafort og samstarfsmaður hans, Richard Gates, segjast vera saklausir af ásökunum um samsæri gegn hagsmunum Bandaríkjanna, peningaþvætti og fleiri lögbrot eftir að sér- stakur saksóknari í málinu, Robert Mueller, birti ákærur á hendur þeim. Saksóknarinn seg- ir að Manafort hafi gerst sekur um peninga- þvætti til að leyna greiðslum að andvirði 18 milljónir dala, jafnvirði 1,9 milljarða króna, sem hann fékk frá bandamönnum rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Getur ekki tíst sig út úr klípunni Í ákæruskjölunum kemur ekkert fram sem bendir til þess að Manafort hafi verið í leyni- makki við rússnesk stjórnvöld eftir að hann varð kosningastjóri Donalds Trump. Forsetinn benti á þetta í tístum á Twitter í fyrrakvöld og sagði að meint lögbrot Manaforts hefðu verið framin löngu áður en hann varð kosningastjóri. Trump gerði síðan lítið úr rannsókninni og hélt áfram að lýsa henni sem „nornaveiðum“ á hendur sér og blekkingarleik sem væri runninn undan rifjum demókrata og fjölmiðla. Seinna var skýrt frá játningu Papadopoulos sem er talin koma sér verr fyrir forsetann en ákærurnar á hendur Manafort, að mati margra stjórnmálaskýrenda. Þeir segja að Trump geti ekki tíst sig út úr þeim vandræðum. Komið hefur í ljós að Papadopoulos laug að rannsóknarmönnum FBI þegar þeir yfirheyrðu hann 27. janúar sl., viku eftir að Trump tók við forsetaembættinu. Papadopoulos gekk til liðs við Trump í kosningabaráttunni snemma í mars á síðasta ári og nokkrum dögum síðar ræddi hann við ónafngreindan „stjórnanda“ hennar sem sagði honum að eitt af meginmark- miðum Trumps í utanríkismálum yrði að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Viku síðar fór Papadopoulos til Rómar þar sem hann hitti „prófessor í ríkiserindrekstri“ sem sagt er að sé í nánum tengslum við stjórnvöld í Kreml. Þessi „prófessor“ mun vera Joseph Mifsud, fyrrverandi stjórnarerindreki frá Möltu, að sögn The Washington Post. FBI segir að „pró- fessorinn“ hafi ekki sýnt neinn áhuga á að koma Papadopoulos í tengsl við Rússa fyrr en hann hafi komist að því að viðmælandinn var ráðgjafi Trumps. Þá hafi hann sýnt því mikinn áhuga. Hann hafi sagt Papadopoulos seint í apríl 2016, mánuði eftir að hann hóf störf fyrir Trump, að Rússar gætu veitt upplýsingar sem myndu skaða Hillary Clinton í kosningabarátt- unni. Chris Cillizza, fréttaskýrandi CNN, segir það undarlegt að Papadopoulos skuli hafa sagt rannsóknarmönnum FBI ósatt þótt þeir hafi varað hann við því að slíkt myndi hafa alvar- legar afleiðingar fyrir hann. „Hvers vegna sá hann sig knúinn til að setja sig í alvarlega, laga- lega hættu með því að ljúga um hvenær hann ræddi við „prófessorinn“ ef hann hafði ekkert að fela varðandi tengsl sín við Rússa eða tilraun sína til að koma á tengslum við þá?“ Jared Kushner Sergej Gorkov Tengdasonur forsetans og einn helstu ráðgjafa hans Elsti sonur Donalds Trump og ráðgjafi hans þegar ráð- herraefni voru valin Lögfræðingur Kushners viðurkenndi aðhonumhefðuorðið á „mistök“ þegar hann lét hjá líða að skýra frá fundi hans með Gorkov og Kisljak Skýrt hefur verið frá því aðhannhafiboðið Kushner og Flynn að komaá leynilegu sambandimilli samstarfsmanna TrumpsogRússa, að sögn TheWashingtonPost Viðurkenndi að hannhefði átt fundmeðSergej Kísljak í fyrra þótt hannhefði neitað því í eiðsvarinni yfirlýsingu aðhann hefði rætt við Rússa í kosninga- baráttunni Stjórnarformaður VneshEconomBank, rússnesks ríkisbanka sem hefur sætt refsiaðgerðum í Bandaríkjunum frá júlí 2014 Var kosningastjóri Donalds Trump. Paul Manafort Símtöl og fundir sem komu upp úr kafinu Heimildir: Hvíta húsið, bandarískir fjölmiðlar Fundir og símtöl, sem ekki var sagt frá í fyrstu, en var seinna skýrt frá þegar meint afskipti rússneskra stjórnvalda af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum í fyrra voru rannsökuð Sergej Kísljak Sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Rússneskur lögfræðingur sem hefur barist gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hefur starfað fyrir menn og fyrirtæki sem talið er að tengist rússneskum stjórnvöldum Jeff Sessions dómsmálaráðherra Michael Flynn Donald Trump yngri Sagði af sér sem þjóðar- öryggisráðgjafi Trumps eftir að í ljós kom aðhann laugumsímasamtöl sín við Kísljak Hefur viðurkennt að hafa átt fund í júní 2006 með rússneskum lög- fræðingi sem bauðst til að veita upplýsingar semmyndu skaða Hillary Clinton, forsetaefni demókrata í kosningunum Trump yngri hafði fengið tölvupóst um að á fundinum með Natalíu Veselnítskaja gæti hann fengið „viðkvæmar upplýsingar“ sem væru „þáttur í stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við Trump“ mágar Trump yngri, Manafort og Kushner voru á fundinummeð Veselnítskaja, að sögn sonar forsetans Natalía Veselnítskaja Neyddist til að segja af sér í ágúst 2016 eftir að skýrt var frá því að hafin væri rannsókn á upplýsingum um að hann hefði þegið leynilegar greiðslur frá fyrrverandi forseta Úkraínu, Viktor Janúkovítsj, sem naut stuðnings Rússa Kushner hefur sagt aðnokkrir fundir hans með rússneskumembættismönnum hafi verið „tilhlýðilegir“ „Ég var ekki í leynimakki við Rússa og veit ekki um neinn annan í kosningabaráttunni sem var það“ Hvers vegna laug hann að FBI?  Játning George Papadopoulos gæti skaðað Donald Trump Carles Puigdemont, sem spænska stjórnin vék úr embætti forseta hér- aðsstjórnar Katalóníu, kvaðst í gær ætla að virða úrslit þingkosninga sem eiga að fara fram í héraðinu í desember. Puigdemont sagði þetta á blaða- mannafundi í Brussel þar sem hann hefur dvalið síðustu daga eftir að spænska stjórnin vék honum úr embætti vegna þeirrar ákvörðunar hans og þingsins í Katalóníu að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Hann kvaðst ekki ætla að óska eftir hæli í Belgíu eða dvelja þar til að reyna að komast hjá því að verða saksóttur á Spáni vegna sjálfstæðisyfirlýsingar- innar. Spænska stjórnin hefur boðað til kosninga til nýs héraðsþings í Kata- lóníu 21. desember eftir að hafa nýtt stjórnarskrárákvæði sem heimilar henni að leysa upp katalónska þingið og víkja héraðsstjórninni frá. Puigdemont kvaðst ætla að virða úr- slit kosninganna og hvatti spænsk stjórnvöld til að gera það einnig ef aðskilnaðarsinnar fengju aftur meirihluta sætanna á héraðsþinginu. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 48,7% Katalóna séu hlynnt sjálfstæði en 43,6% andvíg. AFP Í útlegð? Carles Puigdemont (fyrir miðju) á blaðamannfundi í Brussel. Hyggst virða úrslit þingkosninganna  Puigdemont sækir ekki um hæli Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.