Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 25

Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útboðsgögn og allar verklýsingar vegna viðgerðar á ytra byrði Hegningarhússins við Skólavörðu- stíg liggja nú fyrir. Verkið verður þó ekki boðið út fyrr en ljóst er hvort fjárheimildir til þess fást á fjárlögum, að sögn Snævars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Ríkiseigna. „Þetta er mjög sérhæft og þeir sem geta farið í svona verkefni liggja ekki á lausu,“ sagði Snævar. Bæði viðgerðin á þakinu og eins viðgerðir á hlöðnum steinveggjun- um krefjast mikillar sérhæfingar í handverki og þekkingar. Þeir sem kunna til verka eru dreifðir og það þarf að ná til þeirra í útboðinu með einhverjum hætti. Líklega verður sett það skilyrði í útboðinu að tilboðsgjafar geti sýnt fram á reynslu og þekkingu á svona við- gerðum, að sögn Snævars. Auk ytra byrðis hússins, þaks, veggja og glugga, verður boðin út viðgerð á veggjum umhverfis garð- inn og lagfæring á garðinum. Leggja þarf nýjar drenlagnir í kringum húsið. Einnig þarf að ganga þannig frá lagnakerfum hússins að þau verði til frambúð- ar. Ákvörðun um nýtingu Hegning- arhússins, að lokinni viðgerð, hef- ur ekki verið tekin, samkvæmt svari frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins skilaði í fyrra skýrslu um framtíð hússins. Hann taldi m.a. að hið opinbera ætti að gera húsið upp í sem upp- runalegastri mynd og af mynd- arskap. Þá lagði hópurinn til að eignarhald hússins yrði áfram op- inbert og starfsemin í því í al- mannaþágu. Skýrsla tveggja skoðunarmanna sem mátu ástand hússins sumarið 2015 fylgir skýrslu starfshópsins. Þeir mátu heildarkostnað við lag- færingar á ytra byrði hússins, garðveggjum og öðru samtals upp á 241 milljón króna á verðlagi í júní 2015. Virðisaukaskattur var innifalinn í heildarupphæðinni. Viðgerð Hegningarhúss bíður  Útboðsgögn vegna viðgerðar á ytra byrði eru tilbúin Morgunblaðið/RAX Hegningarhúsið Löngu er kominn tími á viðhald. Byrjað verður á ytra byrði hússins. Ljóst er að vinnan við það verður vandasöm og krefst sérhæfingar. Air Berlin hefur greitt skuldir sínar við Isavia og er flugfélag- inu nú frjáls að sækja Airbus 320-farþegaþot- una sem var kyrrsett á Kefla- víkurflugvelli fyrir tæpum tveimur vikum. Farþegaþota Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli 20. október vegna vangoldinna gjalda. Félagið sótti um greiðslustöðvun í ágúst og vinnur nú að því að selja hluta starfseminnar til annarra flugfélaga. Fyrst var greint frá málinu á Víkurfréttum en í frétt- inni segir að öflugir snjóplógar hafi verið settir framan og aftan við vélina. Nú hafa þeir verið fjar- lægðir. Air Berlin frjálst að sækja vélina Isavia ohf. kyrr- setti flugvélina. Hörður Arnarson Hlutverk Landsvirkjunar – fjárhagsleg staða – endurnýjanleg orka Úlfar Linnet Áhrif bráðnunar jökla á íslenska orkukerfið Ásbjörg Kristinsdóttir Bætt nýting auðlindar við Búrfell Ljósafossstöð – Endurnýjanleg orka í 80 ár Einar Mathiesen Hvernig tryggjum við endingu aflstöðva? Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir Samspil orku og ferðamála Kröflustöð – Vagga jarðvarma á Íslandi í 40 ár Valur Knútsson Sjálfbær nýting jarðvarma á Þeistareykjum Ragnheiður Ólafsdóttir Kolefnishlutlaus Landsvirkjun árið 2030 Fljótsdalsstöð – Orkuvinnsla og sjálfbærni í 10 ár Þórólfur Nielsen Endurnýjanleg raforka á heimsvísu Birna Ósk Einarsdóttir Markaðssetning endurnýjanlegrar raforku Ragna Árnadóttir Endurnýjanleg orka er verðmætari Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is #lvhaustfundur Landsvirkjun hefur frá upphafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. Á haustfundinum á morgun fjalla sérfræðingar okkar um þessi verðmæti frá ýmsum hliðum. Greint verður frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin eftirsóttari og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt. HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR Silfurberg í Hörpu Fimmtudagur 2. nóvember kl. 8.30–10.00 Morgunhressing í boði frá kl. 8.00 Endurnýjanleg orka er verðmætari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.