Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útboðsgögn og allar verklýsingar vegna viðgerðar á ytra byrði Hegningarhússins við Skólavörðu- stíg liggja nú fyrir. Verkið verður þó ekki boðið út fyrr en ljóst er hvort fjárheimildir til þess fást á fjárlögum, að sögn Snævars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Ríkiseigna. „Þetta er mjög sérhæft og þeir sem geta farið í svona verkefni liggja ekki á lausu,“ sagði Snævar. Bæði viðgerðin á þakinu og eins viðgerðir á hlöðnum steinveggjun- um krefjast mikillar sérhæfingar í handverki og þekkingar. Þeir sem kunna til verka eru dreifðir og það þarf að ná til þeirra í útboðinu með einhverjum hætti. Líklega verður sett það skilyrði í útboðinu að tilboðsgjafar geti sýnt fram á reynslu og þekkingu á svona við- gerðum, að sögn Snævars. Auk ytra byrðis hússins, þaks, veggja og glugga, verður boðin út viðgerð á veggjum umhverfis garð- inn og lagfæring á garðinum. Leggja þarf nýjar drenlagnir í kringum húsið. Einnig þarf að ganga þannig frá lagnakerfum hússins að þau verði til frambúð- ar. Ákvörðun um nýtingu Hegning- arhússins, að lokinni viðgerð, hef- ur ekki verið tekin, samkvæmt svari frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins skilaði í fyrra skýrslu um framtíð hússins. Hann taldi m.a. að hið opinbera ætti að gera húsið upp í sem upp- runalegastri mynd og af mynd- arskap. Þá lagði hópurinn til að eignarhald hússins yrði áfram op- inbert og starfsemin í því í al- mannaþágu. Skýrsla tveggja skoðunarmanna sem mátu ástand hússins sumarið 2015 fylgir skýrslu starfshópsins. Þeir mátu heildarkostnað við lag- færingar á ytra byrði hússins, garðveggjum og öðru samtals upp á 241 milljón króna á verðlagi í júní 2015. Virðisaukaskattur var innifalinn í heildarupphæðinni. Viðgerð Hegningarhúss bíður  Útboðsgögn vegna viðgerðar á ytra byrði eru tilbúin Morgunblaðið/RAX Hegningarhúsið Löngu er kominn tími á viðhald. Byrjað verður á ytra byrði hússins. Ljóst er að vinnan við það verður vandasöm og krefst sérhæfingar. Air Berlin hefur greitt skuldir sínar við Isavia og er flugfélag- inu nú frjáls að sækja Airbus 320-farþegaþot- una sem var kyrrsett á Kefla- víkurflugvelli fyrir tæpum tveimur vikum. Farþegaþota Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli 20. október vegna vangoldinna gjalda. Félagið sótti um greiðslustöðvun í ágúst og vinnur nú að því að selja hluta starfseminnar til annarra flugfélaga. Fyrst var greint frá málinu á Víkurfréttum en í frétt- inni segir að öflugir snjóplógar hafi verið settir framan og aftan við vélina. Nú hafa þeir verið fjar- lægðir. Air Berlin frjálst að sækja vélina Isavia ohf. kyrr- setti flugvélina. Hörður Arnarson Hlutverk Landsvirkjunar – fjárhagsleg staða – endurnýjanleg orka Úlfar Linnet Áhrif bráðnunar jökla á íslenska orkukerfið Ásbjörg Kristinsdóttir Bætt nýting auðlindar við Búrfell Ljósafossstöð – Endurnýjanleg orka í 80 ár Einar Mathiesen Hvernig tryggjum við endingu aflstöðva? Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir Samspil orku og ferðamála Kröflustöð – Vagga jarðvarma á Íslandi í 40 ár Valur Knútsson Sjálfbær nýting jarðvarma á Þeistareykjum Ragnheiður Ólafsdóttir Kolefnishlutlaus Landsvirkjun árið 2030 Fljótsdalsstöð – Orkuvinnsla og sjálfbærni í 10 ár Þórólfur Nielsen Endurnýjanleg raforka á heimsvísu Birna Ósk Einarsdóttir Markaðssetning endurnýjanlegrar raforku Ragna Árnadóttir Endurnýjanleg orka er verðmætari Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is #lvhaustfundur Landsvirkjun hefur frá upphafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. Á haustfundinum á morgun fjalla sérfræðingar okkar um þessi verðmæti frá ýmsum hliðum. Greint verður frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin eftirsóttari og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt. HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR Silfurberg í Hörpu Fimmtudagur 2. nóvember kl. 8.30–10.00 Morgunhressing í boði frá kl. 8.00 Endurnýjanleg orka er verðmætari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.