Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 22

Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur staðfest synjun umhverfis- og skipulagsráðs á breyttu skipulagi fyrir lóðina Norð- urbrún 2 í Laugarási. Áform voru uppi um að byggja tvær hæðir með íbúðum ofan á verslunarhæð. Íbúar í nágrenninu mótmæltu harðlega og í framhaldinu ákváðu eigendur lóð- arinnar að endurskoða tillöguna. THG arkitektar ehf. lögðu upp- haflega inn umsókn í byrjun þessa árs varðandi breytingu á deiliskipu- lagi fyrir lóðina nr. 2 við Norður- brún. Í breytingunni fólst að hækka húsið um tvær inndregnar hæðir og breyta notkun þess úr verslunar- húsnæði í atvinnuhúsnæði með íbúðum, 30-90 fermetrar að stærð. Fjöldi íbúða yrði samtals átta. Á götuhæð áttu að vera verslun og þjónustustarfsemi. Verslunarrekstur gekk ekki Lóðin sem um ræður er á horni Austurbrúnar og Norðurbrúnar. Gegnt henni, að Norðurbrún 1, eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og fé- lagsmiðstöð. Neðar í Laugarásnum er Hrafnista, sem er næst stærsta öldrunarheimili landsins. Fram kemur í greinargerð THG arkitekta ehf. að á lóðinni hafi verið byggt verslunarhús á einni hæð ár- ið 1965. Lengi vel hafi reksturinn gengið vel en með tilkomu lág- vöruverðsverslana hafi hallað und- an fæti. Ekki hafi verið rekin versl- un í húsinu undanfarin ár og það sé í niðurníðslu. Ítrekað hefur verið kvartað yfir sóðaskap í og við húsið. Tillaga að breyttu skipulagi var auglýst frá og með 13. júní til og með 25. júlí 2017. Fjölmargar at- hugasemdir bárust frá íbúum í ná- grenninu. Eftirfarandi svar er þverskurður af þeim mótmælum sem íbúarnir höfðu uppi: „Við sem erum eigendur og/eða leigutakar íbúðarhúsanna við Norð- urbrún 4-20 mótmælum harðlega fyrirhuguðum byggingaáformum á lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað varðar stærð byggingar, skugga- myndun sem er veruleg og þreng- ingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5 metra. Veruleg fækkun bílastæða, óskilgreint hvaða verslunarrými eða annar atvinnurekstur verður, brot á reglugerð þar sem ekki er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfi- hamlaða. Fyrirhuguð bygging er í engu samræmi við skipulag það sem fyrir er og mun ef af verður, skerða lífsgæði þeirra sem búa í þesu hverfi.“ Eigendur eignar við Norðurbrún benda á að verði áformin að veru- leika muni gæði eignarinnar skerð- ast og þeir verða fyrir umtalsverðu tjóni. „Samkvæmt tillögunum mun skuggavarp Norðurbrúnar 2 hindra sólarljós inn í garðinn okkar drjúg- an hluta úr degi, eða á milli 15-19. Það er einmitt sá tími dagsins þar sem útiaðstöðu verður helst notið mestan hluta árains, “ segir m.a. í athugasemdunum. Því séu þessi áform algerlega óásættanleg. Niðurstaða skipulagsfulltrúans í Reykjavík var eftirfarandi: „Í samráði við umsækjendur/ eigendur hefur verið ákveðið að endurskoða tillöguna meðal annars með tilliti til innkominna athuga- semda. Í ljósi þess er athugasemd- unum ekki svarað efnislega heldur mælt með því að tillagan verði ekki samþykkt. Ef breytt tilaga berst verður hún kynnt.“ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur og síðar borgarráð staðfestu þessa niðurstöðu skipu- lagsfulltrúans. Mótmæli nágranna tekin til greina  Áform voru uppi um að byggja tvær hæðir með íbúðum ofan á verslunarhæð að Norðurbrún 2  Nágrannarnir mótmæltu harðlega og hætt var við áformin  Húsnæðið ónotað og er í niðurníðslu Morgunblaðið/RAX Norðurbrún 2 Húsið var byggt árið 1965. Þar var verslun rekin til margra ára. Engin starfsemi hefur verið í húsinu undanfarið og það er í niðurníðslu. TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Til sölu býli í suður Svíþjóð (Ostralen, Simrishamn) 120 km frá CPH. Íbúðarhúsið er 240 m2, byggingarár 1927. Húsið var uppgert í upprunalegum stíl 2011, nýtt þak, gólfhiti, kamína, loft- kæling m.m. Útihús er 100 m2 og er nýuppgert, þ.m.t. þak ásamt nýjum hurðum m.m. Eignarlóð 1,3 hektarar, eigið vatn. Uppl. email palljonsson1@gmail.com, sími 612 0668. Til sölu býli í suður Svíþjóð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á kaffihúsum þarf að vera hlýleg- ur bragur og heimilisleg stemning. Gólfflöturinn hér er ekki stór en á móti kemur að hér er hlýlegt and- rúmsloft og góð stemning. Gestum finnst notalegt að heyra marrið í timurfjölunum þegar gengið er um gólf þessa húss, sem er eitt það elsta á Selfossi,“ segir Tómas Þórodsson á Kaffi krús á Selfossi. Staðurinn er 25 ára um þessar mundir og vegna þessa hefur verið bryddað upp á ýmsu skemmtilegu að undanförnu, svo sem tilboðum af matseðli. Uppáhelling í boði Tíðindum þótti sæta haustið 1992 að austur á Selfossi var opnað kaffi- hús, það fyrsta utan höfuðborgar- svæðisins að talið er. Anna Árna- dóttir sem að þessu stóð þótti framúrstefnukona og margir höfðu efasemdir um framtakið. „Ég man að einhverjir sögðu að svo víða væri í boði uppáhelling og tíu dropar af kaffi að þetta væri algjör óþarfi. Enginn færi að kaupa kaffi og svona rekstur bæri sig aldrei. Ann- að átti þó eftir að koma á daginn,“ segir Tómas sem tók við rekstr- inum árið 2010. Við veitinga- starfsemi á Selfossi hefur hann starfað í um þrjátíu ár. Kaffi krús er í næsta húsi austan við verslunarhús Krónunnar á Sel- fossi; það er að Austurvegi 7 sem er háreist timburhús, byggt árið 1934. Eldhús er í kjallara, en í salar- kynnum á jarðhæð og í risi eru sæti fyrir alls 68 manns. Á seðli dagsins eru allra handa heimabakaðar tert- ur, kökur og brauðréttir, skyndibit- ar og eldbakaðar pitsur svo eitt- hvað sé nefnt. „Á svona stað þarf að vera fjöl- breytni. Gestir vilja hafa úr mörgu að velja,“ segir vertinn. Rekur þrjá veitingastaði Tómas rekur alls þrjá veitinga- staði á Selfossi sem eru nánast hver við hliðina á öðrum. Þetta eru Kaffi krús, hollustustaðurinn Yellow sem er í sama húsi og Krónan og við Ölf- usárbrúna er Tryggvaskáli sem er veitingastaður af fínni sortinni. „Þessir þrír staðir á sömu þúf- unni eru auðvitað hver öðrum ólík- ari, en að grundvöllur sé fyrir starf- semi þeirra allra endurspeglar að Selfossbær hefur gjörbreyst á ekki löngum tíma. Ég rakst um daginn á gamlar myndir teknar um 1990 á miðjum degi af Austurveginum, sem er aðalgatan hér í bænum, og þar sést ekki einn einasti bíll á ferð- inni. Í dag er hins vegar endalaus umferð alla daga í gegnum bæinn og margt ferðafólk sem gjarnan kemur á Kaffi krús. Hjá mörgu af heimafólki er líka fastur liður að líta hér inn; sumir vinahópar mæta alltaf einu sinni í viku á sama tíma,“ segir Tómas sem nú undirbýr að bæta aðstöðuna á sólpallinum sunn- an við kaffihúsið. Stendur til að það verði yfirbyggt að hluta, og bekkir og borð verða sett upp – svo þar geti fólk fengið sér veitingar og kaffi úr krús. Krúsin við Austurveginn í 25 ár  Fyrsta kaffihúsið utan Reykjavíkur  Marr í fjölum Reisulegt Kaffi krús er að Austur- vegi 7 í miðbænum á Selfossi, einu af elstu húsunum þar í bæ. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hnallþórur Tertur á kaffihúsinu eru allar heimabakaðar sem fólk kann vel að meta. Á myndinni eru Ásta Kristín Helgadóttir og Tómas Þóroddsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.