Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur staðfest synjun umhverfis- og skipulagsráðs á breyttu skipulagi fyrir lóðina Norð- urbrún 2 í Laugarási. Áform voru uppi um að byggja tvær hæðir með íbúðum ofan á verslunarhæð. Íbúar í nágrenninu mótmæltu harðlega og í framhaldinu ákváðu eigendur lóð- arinnar að endurskoða tillöguna. THG arkitektar ehf. lögðu upp- haflega inn umsókn í byrjun þessa árs varðandi breytingu á deiliskipu- lagi fyrir lóðina nr. 2 við Norður- brún. Í breytingunni fólst að hækka húsið um tvær inndregnar hæðir og breyta notkun þess úr verslunar- húsnæði í atvinnuhúsnæði með íbúðum, 30-90 fermetrar að stærð. Fjöldi íbúða yrði samtals átta. Á götuhæð áttu að vera verslun og þjónustustarfsemi. Verslunarrekstur gekk ekki Lóðin sem um ræður er á horni Austurbrúnar og Norðurbrúnar. Gegnt henni, að Norðurbrún 1, eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og fé- lagsmiðstöð. Neðar í Laugarásnum er Hrafnista, sem er næst stærsta öldrunarheimili landsins. Fram kemur í greinargerð THG arkitekta ehf. að á lóðinni hafi verið byggt verslunarhús á einni hæð ár- ið 1965. Lengi vel hafi reksturinn gengið vel en með tilkomu lág- vöruverðsverslana hafi hallað und- an fæti. Ekki hafi verið rekin versl- un í húsinu undanfarin ár og það sé í niðurníðslu. Ítrekað hefur verið kvartað yfir sóðaskap í og við húsið. Tillaga að breyttu skipulagi var auglýst frá og með 13. júní til og með 25. júlí 2017. Fjölmargar at- hugasemdir bárust frá íbúum í ná- grenninu. Eftirfarandi svar er þverskurður af þeim mótmælum sem íbúarnir höfðu uppi: „Við sem erum eigendur og/eða leigutakar íbúðarhúsanna við Norð- urbrún 4-20 mótmælum harðlega fyrirhuguðum byggingaáformum á lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað varðar stærð byggingar, skugga- myndun sem er veruleg og þreng- ingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5 metra. Veruleg fækkun bílastæða, óskilgreint hvaða verslunarrými eða annar atvinnurekstur verður, brot á reglugerð þar sem ekki er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfi- hamlaða. Fyrirhuguð bygging er í engu samræmi við skipulag það sem fyrir er og mun ef af verður, skerða lífsgæði þeirra sem búa í þesu hverfi.“ Eigendur eignar við Norðurbrún benda á að verði áformin að veru- leika muni gæði eignarinnar skerð- ast og þeir verða fyrir umtalsverðu tjóni. „Samkvæmt tillögunum mun skuggavarp Norðurbrúnar 2 hindra sólarljós inn í garðinn okkar drjúg- an hluta úr degi, eða á milli 15-19. Það er einmitt sá tími dagsins þar sem útiaðstöðu verður helst notið mestan hluta árains, “ segir m.a. í athugasemdunum. Því séu þessi áform algerlega óásættanleg. Niðurstaða skipulagsfulltrúans í Reykjavík var eftirfarandi: „Í samráði við umsækjendur/ eigendur hefur verið ákveðið að endurskoða tillöguna meðal annars með tilliti til innkominna athuga- semda. Í ljósi þess er athugasemd- unum ekki svarað efnislega heldur mælt með því að tillagan verði ekki samþykkt. Ef breytt tilaga berst verður hún kynnt.“ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur og síðar borgarráð staðfestu þessa niðurstöðu skipu- lagsfulltrúans. Mótmæli nágranna tekin til greina  Áform voru uppi um að byggja tvær hæðir með íbúðum ofan á verslunarhæð að Norðurbrún 2  Nágrannarnir mótmæltu harðlega og hætt var við áformin  Húsnæðið ónotað og er í niðurníðslu Morgunblaðið/RAX Norðurbrún 2 Húsið var byggt árið 1965. Þar var verslun rekin til margra ára. Engin starfsemi hefur verið í húsinu undanfarið og það er í niðurníðslu. TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Til sölu býli í suður Svíþjóð (Ostralen, Simrishamn) 120 km frá CPH. Íbúðarhúsið er 240 m2, byggingarár 1927. Húsið var uppgert í upprunalegum stíl 2011, nýtt þak, gólfhiti, kamína, loft- kæling m.m. Útihús er 100 m2 og er nýuppgert, þ.m.t. þak ásamt nýjum hurðum m.m. Eignarlóð 1,3 hektarar, eigið vatn. Uppl. email palljonsson1@gmail.com, sími 612 0668. Til sölu býli í suður Svíþjóð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á kaffihúsum þarf að vera hlýleg- ur bragur og heimilisleg stemning. Gólfflöturinn hér er ekki stór en á móti kemur að hér er hlýlegt and- rúmsloft og góð stemning. Gestum finnst notalegt að heyra marrið í timurfjölunum þegar gengið er um gólf þessa húss, sem er eitt það elsta á Selfossi,“ segir Tómas Þórodsson á Kaffi krús á Selfossi. Staðurinn er 25 ára um þessar mundir og vegna þessa hefur verið bryddað upp á ýmsu skemmtilegu að undanförnu, svo sem tilboðum af matseðli. Uppáhelling í boði Tíðindum þótti sæta haustið 1992 að austur á Selfossi var opnað kaffi- hús, það fyrsta utan höfuðborgar- svæðisins að talið er. Anna Árna- dóttir sem að þessu stóð þótti framúrstefnukona og margir höfðu efasemdir um framtakið. „Ég man að einhverjir sögðu að svo víða væri í boði uppáhelling og tíu dropar af kaffi að þetta væri algjör óþarfi. Enginn færi að kaupa kaffi og svona rekstur bæri sig aldrei. Ann- að átti þó eftir að koma á daginn,“ segir Tómas sem tók við rekstr- inum árið 2010. Við veitinga- starfsemi á Selfossi hefur hann starfað í um þrjátíu ár. Kaffi krús er í næsta húsi austan við verslunarhús Krónunnar á Sel- fossi; það er að Austurvegi 7 sem er háreist timburhús, byggt árið 1934. Eldhús er í kjallara, en í salar- kynnum á jarðhæð og í risi eru sæti fyrir alls 68 manns. Á seðli dagsins eru allra handa heimabakaðar tert- ur, kökur og brauðréttir, skyndibit- ar og eldbakaðar pitsur svo eitt- hvað sé nefnt. „Á svona stað þarf að vera fjöl- breytni. Gestir vilja hafa úr mörgu að velja,“ segir vertinn. Rekur þrjá veitingastaði Tómas rekur alls þrjá veitinga- staði á Selfossi sem eru nánast hver við hliðina á öðrum. Þetta eru Kaffi krús, hollustustaðurinn Yellow sem er í sama húsi og Krónan og við Ölf- usárbrúna er Tryggvaskáli sem er veitingastaður af fínni sortinni. „Þessir þrír staðir á sömu þúf- unni eru auðvitað hver öðrum ólík- ari, en að grundvöllur sé fyrir starf- semi þeirra allra endurspeglar að Selfossbær hefur gjörbreyst á ekki löngum tíma. Ég rakst um daginn á gamlar myndir teknar um 1990 á miðjum degi af Austurveginum, sem er aðalgatan hér í bænum, og þar sést ekki einn einasti bíll á ferð- inni. Í dag er hins vegar endalaus umferð alla daga í gegnum bæinn og margt ferðafólk sem gjarnan kemur á Kaffi krús. Hjá mörgu af heimafólki er líka fastur liður að líta hér inn; sumir vinahópar mæta alltaf einu sinni í viku á sama tíma,“ segir Tómas sem nú undirbýr að bæta aðstöðuna á sólpallinum sunn- an við kaffihúsið. Stendur til að það verði yfirbyggt að hluta, og bekkir og borð verða sett upp – svo þar geti fólk fengið sér veitingar og kaffi úr krús. Krúsin við Austurveginn í 25 ár  Fyrsta kaffihúsið utan Reykjavíkur  Marr í fjölum Reisulegt Kaffi krús er að Austur- vegi 7 í miðbænum á Selfossi, einu af elstu húsunum þar í bæ. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hnallþórur Tertur á kaffihúsinu eru allar heimabakaðar sem fólk kann vel að meta. Á myndinni eru Ásta Kristín Helgadóttir og Tómas Þóroddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.