Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 35
ákveðið að blanda olíunni saman
við súkkulaði segir Málfríður að
hún hafi áður búið til og selt líf-
rænt súkkulaði og kunnað til
verka. Með því að blanda kanna-
bisolíunni saman við súkkulaði og
móta úr því litla dropa sé hægt að
tryggja að hver og einn innihaldi
hæfilegan kannabisskammt. „Svo
virkar þetta líka betur andlega
fyrir sjúklingana. Þeim finnst þeir
síður vera að gera eitthvað ólög-
legt.“
Ekki gert í hagnaðarskyni
Í kæru málsins kemur fram að
hópurinn hafi selt kannabisolíu og
kannabissúkkulaði á netinu fyrir
2,7 milljónir danskra króna (um 44
milljónir ISK) á árunum 2014-‘16.
Spurð hvort þau hafi hagnast mik-
ið á sölunni segir Málfríður svo
ekki vera. „Nei, það gerðum við
ekki. Enda var það ekki tilgangur-
inn, heldur að hjálpa fólki. Við af-
hentum lögreglu öll gögn um málið
og földum ekkert. Það er allt uppi
á yfirborðinu.“
Hverjir keyptu kannabissúkku-
laðidropana af ykkur? „Ég sá að
mestu um framleiðsluna og var lít-
ið í sölumálunum eða samskiptum
við kaupendur. En þetta var að-
allega fólk með krabbamein, marg-
ir sem voru í krabbameinsmeð-
ferðum og notuðu kannabisolíuna
til að slá á aukaverkanirnar og
auka matarlystina. Þá var talsvert
um MS-sjúklinga og fólk með gigt-
arsjúkdóma og ég man eftir lög-
reglumönnum sem keyptu af okk-
ur, annaðhvort fyrir sjálfa sig eða
aðstandendur. Það voru líka ein-
hver börn. Til dæmis man ég eftir
fimm ára stúlku í Álaborg sem
hafði fengið krabbamein í móður-
lífið og því fylgdi mikil vanlíðan.
Súkkulaðidroparnir gjörbreyttu lífi
hennar. Svona sögur skera mann í
hjartað. Sögur af foreldrum, sem
reyna allt sem þeir geta til að láta
börnunum sínum líða betur, og
þurfa að brjóta lög til þess.“
Málfríður segist hafa fundið fyr-
ir talsverðum fordómum vegna að-
ildar sinnar að málinu. Hún segist
hafa reynt að láta það ekki á sig
fá, en vissulega sé erfitt þegar fólk
henni nákomið sé ekki tilbúið að
veita henni stuðning.
Áttu von á að fá dóm? „Hugs-
anlega. En ég á ekki von á að
hann verði þungur. Ég braut lögin
upphaflega fyrir pabba minn, síðan
til að hjálpa öðrum og ég er viss
um að þetta endar allt saman vel.“
var“
Fjölmiðlar Málið hefur fengið gríðarlega mikla athygli í dönskum fjöl-
miðlum, enda notkun kannabisefna í lækningaskyni mikið til umræðu þar.
Ljósmynd/skjáskot af dr.dk
Full búð af nýjum vörum
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Notkun kannabisefna í lækningaskyni er lögleg í
Danmörku hafi læknir skrifað upp á meðferðina.
Það er aftur á móti ólöglegt að rækta eigið kanna-
bis eða kaupa það af einkaaðilum í þessu skyni og
með því athæfi er verið að brjóta bæði lyfja- og
fíkniefnalög. Frá sjónarhorni laganna er ekki gerð-
ur greinarmunur á því hvort einkaaðilar selja
kannabis sem vímugjafa eða til lækninga.
Um áramótin munu ný lög taka gildi í Dan-
mörku sem kveða á um að næstu fjögur árin, fram
til ársins 2022, verði tilteknum sjúklingahópum
gefinn kostur á að fá kannabisolíu í lækningaskyni
og verður grannt fylgst með framkvæmdinni og
hvort tilefni sé til að fyrirkomulagið verði að
varanlegum lögum. Nú hyggur Manu Sareen, fyrr-
verandi jafnréttis- og kirkjumálaráðherra Dan-
merkur, á málsókn þar sem hann vill láta reyna á
lögmæti þess að fleiri hópum sjúklinga standi þessi
valkostur til boða.
Í viðtali við danska dagblaðið Politiken um síð-
ustu helgi sagði Sareen að notkun kannabis í lækn-
ingaskyni yrði líklega ekki lögleg fyrr en í fyrsta
lagi árið 2024. „Ég er ekki tilbúinn til að bíða eftir
því og heldur ekki danska þjóðin,“ sagði Sareen,
sem sjálfur neytti kannabisefna í lækningaskyni í
ráðherratíð sinni vegna alvarlegrar streitu.
Í umfjöllun Politiken segir að þó að læknum hafi
verið heimilt frá árinu 2011 að ávísa kannabis-
efnum til MS-sjúklinga, þá sé það undir einstökum
læknum komið hvort sú heimild sé nýtt. Sareen er
nú í forsvari fyrir nýstofnuð samtök sjúklinga sem
berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna í lækninga-
skyni
Deilt um kannabis í lækningaskyni
Ljósmynd/Johannes Jansson/norden.org
Manu Sareen Hann er fyrrverandi ráðherra og hyggur á mál-
sókn gegn danska ríkinu vegna kannabisefna í lækningaskyni.
Málfríður, Claus og þrír aðrir eru ákærð fyrir
brot á 191. grein dönsku hegningarlaganna sem
kveður á um sölu á fíkniefnum. Þá eru þau líka
ákærð fyrir brot á 7. grein dönsku læknalaganna
fyrir að hafa selt og auglýst varning sem lyf án
þess að hafa til þess leyfi. Í ákærunni kemur m.a.
fram að þau hafi framleitt 6,7 lítra af kannabis-
olíu og 51.659 súkkulaðidropa sem innihalda
THC, sem er virka efnið í kannabis.
Málfríður er einnig ákærð fyrir að hafa tekið
við kannabisolíunni, nýtt hana til súkkulaðigerðar
og síðan selt afraksturinn.
Að auki er Nielsen ákærður fyrir að hafa haft
barnaklám í tölvu sinni, en hann fullyrðir að
hann hafi fengið það sent óumbeðið. Hann hefur
aldrei dregið dul á að hann selji sjúklingum
kannabisolíu, heldur þvert á móti verið fús til að
ræða þessa iðju sína opinberlega og segir tilgang-
inn aldei hafa verið að græða fé, enginn hagnist á
þessu nema sjúklingarnir sem öðlist betri líðan og
að það sé ekki tilgangur allra sem selja kannabis
að gera fólk háð efninu og græða mikið af pen-
ingum.
Danska ríkisútvarpið, DR, hefur fylgst grannt
með réttarhöldunum. Í frétt DR segir að Lise
Frandsen saksóknari hafi greint frá því við rétt-
arhöldin að lögreglu hafi fyrst borist veður af
málinu þegar ábending barst á vefsíðu dönsku
lögreglunnar um að Claus Nielsen seldi kannabis-
olíu á Facebook. Skömmu síðar hafði talsmaður
flutningafyrirtækisins GLS samband við lögregl-
una og sagðist hafa tekið eftir tíðum pakkasend-
ingum Nielsens til sömu viðtakenda og samkvæmt
reglum fyrirtækisins var einn pakkanna opnaður.
Hann innihélt einnota sprautur með kannabisolíu
og kannabissúkkulaði. Í kjölfar hóf lögregla
rannsókn á málinu sem leiddi til ákærunnar og
síðar dómsmálsins.
51.659 kannabissúkkulaðidropar
Málfríður Hún segist hafa fundið fyrir fordómum vegna að-
ildar sinnar að málinu, en reynir að láta það ekki á sig fá.
Við réttarhöldin í héraðsdómnum í Holbæk í gær báru sakborningar vitni
og þar kom m.a. fram að á milli 6.000 og 10.000 manns hefðu keypt
kannabisolíu og kannabissúkkulaði af þeim.
Meðal annarra sem báru vitni í gær var danski læknirinn Tina Horsted,
sem áður starfaði á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og veitti þar
m.a. krabbameinssjúklingum kannabismeðferð. Nú rekur hún eigin
læknastofu þar sem m.a. er boðð upp á meðhöndlun með virku efnunum
úr kannabis og er hún einn þeirra u.þ.b. 70 lækna í Danmörku sem bjóða
upp á slíkar meðferðir. Meðal þess sem saksóknari spurði hana að var
hvort fólk kæmist í vímu af því að neyta kannabisefna. „Já,“ var svarið,
en hún útskýrði síðan að það færi eftir því í hvaða formi efnisins væri
neytt, mesta víman fengist við að reykja það. „En ef það er rétt skammt-
að í læknisfræðilegum tilgangi fer fólk ekki í vímu,“ sagði Horsted.
6.000 - 10.000 viðskiptavinir
FRÁ RÉTTARHÖLDUNUM Í GÆR