Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
✝ Þorbjörn Guð-mundsson
blaðamaður fædd-
ist að Vallarnesi í
Vallahreppi, Suð-
ur-Múlasýslu, 30.
desember 1922.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
23. október síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Aðalbjörg
Stefánsdóttir, húsmóðir, f. 1886,
d. 1981, og Guðmundur Þor-
björnsson, múrarameistari, f.
1878, d. 1955. Systkini Þor-
bjarnar eru Magnús (1912-
1990), Guðríður Stella (1913-
2001), Ingibjörg (1916-1968),
Þorvarður (1917-2009) og Ragn-
ar (1920-1999).
Eftirlifandi eiginkona Þor-
bjarnar er Sigurrós Sigurðar-
dóttir, félagsráðgjafi, f. 1926.
Börn Þorbjarnar og Sigurrósar
eru: 1) Kristjana Rós, bókari, f.
1953, og er hennar maður Örn
Jóhannsson, vélvirki, f. 1951.
Börn þeirra eru: a) Bryndís Rós,
ferðaráðgjafi, f. 1977, gift
Þorbjörn flutti ungur að ár-
um með fjölskyldu sinni á Vest-
dalseyri við Seyðisfjörð, og áttu
þaðan góðar æskuminningar.
Þorbjörn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri ár-
ið 1942. Hann innritaðist í kjöl-
farið í laganám en hóf störf á
Morgunblaðinu sem blaðamaður
sama ár. Þorbjörn gegndi blaða-
mennsku á Morgunblaðinu í yfir
50 ár, á viðburðaríkum tímum í
sögu þjóðarinnar. Þorbjörn var
fulltrúi ritstjóra blaðsins þegar
hann lét af störfum árið 1992.
Þorbjörn gerði krossgátur og
jólamyndagátur fyrir Morgun-
blaðið áratugum saman.
Þorbjörn var í stjórn Blaða-
mannafélags Íslands um skeið,
og formaður í eitt ár. Hann sat í
stjórn Lífeyrissjóðs blaðamanna
um áratuga skeið, og var í siða-
nefnd Blaðamannafélagsins.
Þorbjörn var handhafi blaða-
mannaskírteinis númer eitt þeg-
ar hann lést. Hann var sæmdur
gullmerki Blaðamannafélagsins
árið 1982. Þorbjörn var í stjórn
ÍR og varaformaður um tíma.
Hann sat í stjórn Austfirðinga-
félagsins í Reykjavík, þar af for-
maður í 4 ár, og var lengi virkur
í Oddfellow-reglunni.
Útför Þorbjarnar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 1. nóvember 2017, klukkan
13.
Andra Má Her-
mannssyni, sagn-
fræðingi, f. 1976.
Þau eiga synina
Róbert Örn, f.
2005, Viktor Örn, f.
2010 og Tómas
Örn, f. 2012. b)
Björn Þór, hag-
fræðingur, f. 1983,
sambýliskona hans
er Margrét Halla
Bjarnadóttir, verk-
fræðingur, f. 1983. Dætur
þeirra eru Brynja Sigrún, f.
2009 og Elma Björk, f. 2013. 2)
Guðmundur Þorbjörnsson,
verkfræðingur, f. 1957, og er
kona hans Jóhanna Björk
Briem, meðferðaraðili, f. 1958.
Börn þeirra eru: a) Kristín
Hrund, lögfræðingur, f. 1985,
sambýlismaður hennar er Elías
Blöndal Guðjónsson, lögfræð-
ingur, f. 1983. Þau eiga dóttur-
ina Katrínu, f. 2016. b) Birgir
Fannar, verkfræðingur, f. 1990,
sambýliskona hans er Gyða
Marín Bjarnadóttir, fulltrúi, f.
1991. c) Tómas Arnar, nemi í
efnafræði við HÍ, f. 1996.
Það er sárt að kveðja hann afa í
dag. Mikið sem ég sakna hans. Við
höfum alla tíð verið miklir mátar
og hef ég getað leitað til hans með
margt. En þó að söknuðurinn sé
sár á ég líka margar og góðar
minningar um hann afa sem
hjálpa mér að takast á við sorgina.
Ég naut þess að vera fyrsta
barnabarn afa og ömmu og hef
brallað margt með þeim í gegnum
tíðina.
Ótal ferðalög koma upp í hug-
ann. Eftirminnilegar eru bústaða-
ferðirnar í Brekkuskóg þar sem
við spiluðum krokket um móann
þar í kring og svo var spiluð Gúrka
þegar ekki viðraði til útiveru.
Þá eru ekki síður minnisstæðar
utanlandsferðirnar sem við fórum
í saman. Þessar ferðir eiga það
sameiginlegt að hafa verið afar
ánægjulegar en ekki síður fróð-
legar og lærdómsríkar.
Afi var fróður um flesta staði
sem við heimsóttum saman en
hann ferðaðist einnig töluvert í
starfi sínu sem blaðamaður og oft
til framandi staða. Þá voru þau
amma jafnframt dugleg að ferðast
um heiminn, sannkallaðir heims-
borgarar, og voru dugleg að
kynna sér ólíka menningarheima.
Og alltaf var komið heim með ein-
hvern spennandi minjagrip frá
þessum framandi slóðum.
Afi starfaði á Mogganum í yfir
50 ár. Ég minnist þess hve spenn-
andi mér fannst að fá að heim-
sækja hann í vinnuna í Moggahöll-
ina við Ingólfstorg. Á
unglingsaldri kom ég oftar en ekki
við á skrifstofunni hjá afa þegar
ég átti leið um miðbæinn og fékk
þá gjarnan smá aur hjá honum til
að kaupa hressingu eða annað lít-
ilræði í bæjarferðinni. Þá var líka
alltaf gott að koma heim til ömmu
og afa á Bergstaðastrætinu, á
Bestó, eins og það var yfirleitt
kallað í fjölskyldunni.
Það nafn átti svo sannarlega vel
við því á fáum stöðum fannst mér
betra að vera.
Afi og amma hafa alla tíð verið
áhugasöm um íþróttir og útiveru.
Segja má að í golfinu hafi þau náð
að sameina þetta tvennt en golfið
varð þeim strax afar hugleikið
þegar þau kynntust því. Við systk-
inin nutum góðs af þessu og vor-
um svo lánsöm að fá að kynnast
golfinu í gegnum þau.
Ófáa golfhringina höfum við
leikið saman í gegnum tíðina og
ekki er hægt að hugsa sér betri
meðspilara.
Afi og amma hafa líka alltaf náð
vel til yngri kynslóðarinnar og þar
eru synir mínir engin undantekn-
ing. Og þó að þeir hafi ekki fengið
mörg ár með langafa sínum er ég
afar þakklát fyrir að þeir hafi
fengið að kynnast honum.
Oft áttu þeir gott spjall saman
og var þá gjarnan stutt í grínið og
hláturinn, og þó að aldursbilið
væri jafnvel 90 ár mátti vart á
milli sjá hver skemmti sér best.
Það er dýrmætt að eiga svo
margar góðar minningar um afa
og þær munu ylja okkur um
ókomna tíð.
Hvíl í friði elsku afi minn.
Bryndís Rós.
Í dag kveðjum við afa á Bestó.
Afi var rólegur maður, góðhjart-
aður og traustur. Hann sagði
margar skemmtilegar sögur af
viðburðaríkri ævi sinni t.d. af
æskuárunum á Vestdalseyri við
Seyðisfjörð, ævintýrum í blaða-
mennsku fyrri tíma og upplifun
hans af stofnun lýðveldisins á
Þingvöllum. Hann naut góðrar
heilsu lengst af og gátu hann og
amma því notið þess að ferðast um
víðan völl saman og stundað golf
af krafti fram á níræðisaldurinn.
Það var ekki fyrr en fyrir
nokkrum árum að afi sagði fyrst
við okkur að sér þætti hann vera
að eldast. Líkaminn var þá farinn
að þreytast en hugurinn var alltaf
skýr og dugnaðurinn mikill.
Minningarnar eru margar en
afmælisdagarnir hans afa standa
upp úr.
Afi bauð stórfjölskyldunni út að
borða á afmælisdeginum sínum ár
hvert. Það var mikið ævintýri fyr-
ir lítil börn að vera boðið með á svo
fína veitingastaði og eigum við
fjöldann allan af góðum minning-
um af þessum kvöldum. Síðar hef-
ur þetta orðið hefð sem okkur
þykir ákaflega vænt um. Önnur
hefð sem stendur upp úr er púkkið
á öðrum degi jóla. Afi kenndi allri
fjölskyldunni að púkka og stjórn-
aði spilinu ár hvert.
Þar fengu allir, stórir sem smá-
ir, að taka þátt. Auk þess að stýra
leiknum var afi í hlutverki banka-
stjóra leiksins og var afburða ör-
látur á lánin fyrir hina ólukkulegu.
Við erum einstaklega þakklát
fyrir allar þær stundir sem við
fengum að verja með þér og fyrir
þær góðu minningar sem eftir
sitja. Við kveðjum þig með sökn-
uði, elsku afi. Megi Guð geyma
þig.
Þín,
Kristín Hrund, Birgir
Fannar og Tómas Arnar.
Það er alltaf sárt þegar kemur
að kveðjustund. Eins og er um
hann mág minn og góðan vin.
Okkar kynni hófust fyrir um það
bil 66 árum en þá var hann að gera
hosur sínar grænar fyrir systur
minni Sigurrós, hann kom í heim-
sókn á Freyjó og við litlu systurn-
ar voru mjög forvitnar að sjá
leyndamálið og njósnuðum um
hann, en ekki urðum við fyrir von-
brigðum þegar við hittum hann í
fyrsta sinni, hann tók á móti okkur
eins og honum var einum lagið,
með brosið hlýja og stríðnin skein
frá honum. Á þeirri stundu urðum
við strax bestu vinir. Rósa og Þor-
björn giftu sig á þessum tíma og
bjuggum við öll i húsi foreldra
okkar við Freyjugötu, þau á
neðstu hæð en ég á efstu. Það var
mikill samgangur á milli hæða,
sérstaklega eftir að börnin fædd-
ust, þá var gott að hafa ömmu og
afa í miðjunni.
Ég á margar góðar minningar
frá þessum tíma. Sú sem er efst í
huga mínum er frá því í nóvember
1958, ég þá 24 ára á leið til NY
með ungan son okkar hjóna, hafði
þá lítið kynnst flugi, þar að auki
mjög flughrædd og kveið mikið
fyrir, en lán mitt var að Þorbjörn
var á leið á fund til NY og var með
sömu vél, ekki veit ég hvernig ég
hefði getað þetta ef ekki hefði ver-
ið fyrir hjálp hans. Hugsaði hann
um strákinn til jafns við mig, eins
hughreysti hann mig sem ekki var
vanþörf á. Þannig er honum best
lýst fyrir sínum nánustu.
Þau hjón ferðuðust mikið bæði
innan- og utanlands og við Elli og
fjölskylda vorum svo heppin að fá
að vera með þeim í nokkrum t.d.
tjald- og veiðiferðum með krökk-
unum hér innanlands og ógleym-
anlegum ferðum utanlands. Þá er
mér efst í huga Egyptalands-ferð-
in sem var í alla staði stórkostleg,
ekki voru skíðaferðir til Austur-
ríkis síðri og ekki má gleyma Taí-
landsferðinni.
Hann Þorbjörn var einstakur
heilsteyptur og góður maður,
hann fór ekki mikinn, en hvar sem
maður bar niður var hann hafsjór
af þekkingu kom alltaf með góð
svör, heilræði, hvatningu og góð
ráð. Ég hef í gegnum tíðina leitað
ráða hjá honum og ekki stóð á
þeim.
Fyrir ca fjórum árum slasaðist
Þorbjörn, brotnaði bæði á læri og
hægri handlegg, það var byrjun
að veikindum sem síðan leiddu til
þess að hann er ekki hér lengur,
en hugrekkið og seiglan sem hann
sýndi allan tímann er ótrúleg, sem
dæmi: eftir 14 daga legu á spítala
var hann sendur heim, hann hafði
fengið litla hjálp við að læra að
nota hækjur – aðeins einn eftir-
miðdag. Þá áttu þau heima á
Bergstaðastræti á fjórðu hæð,
engin lyfta en 44 tröppur upp.
Hann var sendur í sjúkrabíl þang-
að en hann tók alveg fyrir að vera
borinn upp, heldur vóg sig einhver
veginn upp þessar 44 tröppur og
þetta gerði hann minnst einu sinni
á dag þar til þau fluttu fyrir rúmu
einu ári í Kópavogstún. Þar áttu
þau góðar stundir í fallegri íbúð
sinni.
Kæri Þorbjörn minn, þakka
þér fyrir fallega brosið, gleðina í
augunum og sterka handtakið
sem ég fékk þegar ég kom til þín á
spítalann þremur dögum áður en
þú kvaddir. Ég kveð þig með
söknuði og stolti af að eiga þig að
mági og vini.
Elsku Rósa mín og fjölskylda,
við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum. Megi góður Guð
vernda ykkur og styrkja.
Guðný Sigurðardóttir
og fjölskylda.
„Það mætti ætla að hugtakið
heiðursmaður hefði verið fundið
upp til að lýsa Þorbirni móður-
bróður okkar, en það er að vísu
eldra. Það er sjaldgæft að ekki
sjáist misfella á skínandi brynju
heiðursmannsins, en okkur systr-
um tókst aldrei að koma auga á
neitt slíkt. Þorbjörn var hæglátur
í fasi og barði ekki bumbur til að
koma skoðunum sínum á fram-
færi, en þær voru ævinlega vel
grundaðar, hófsamar og þjónuðu
réttlætinu. Sumir, sem þekktu
Þorbjörn lítið gátu talið að svo
hógværan mann mætti auðveld-
lega gera viðskila við skoðanir sín-
ar, en sú var aldeilis ekki raunin.
Þótt Þorbjörn tæki nýjum rökum,
stóð hann jafnan fast á skoðunum
sínum, studdi þær og varði með
háttvísi heiðursmannsins. Við
systur vitum af eigin reynslu að á
sínum langa og farsæla ferli á
Morgunblaðinu hafa fáir starfs-
menn notið meiri vinsælda og
virðingar en Þorbjörn.
Það var ómetanlegt fyrir okkur
systur að njóta nærveru Þor-
bjarnar á æskuárunum, en hann
bjó um skeið í húsi föðurforeldra
okkar og móður á Grundarstíg 3.
Ragnar móðurbróðir okkar var
einnig heimagangur á þessum ár-
um og þeir Þorbjörn gerðu jólin
ógleymanleg, léku á als oddi og
skemmtu systkinabörnum sínum
með leikjum og glensi.
Ég, Sólrún, var svo lánsöm að
eiga dagstund á fallegu heimili
Rósu og Þorbjarnar í Kópavogin-
um fyrir nokkrum vikum, en
þangað var ég komin í leit að fróð-
leik um foreldra hans, Aðalbjörgu
og Guðmund, til að flytja á fjöl-
skyldumóti, sem stóð fyrir dyrum.
Þá rifjaði Þorbjörn upp sögu frá
æskuárum sínum þegar hann var
handlangari hjá föður sínum við
byggingu herragarðs Gunnars
Gunnarssonar á Skriðuklaustri.
Húsið teiknaði þýskur arkitekt og
þeir sem hafa komið að Skriðu-
klaustri hafa séð hinn sérstæða
frágang þess að utan. Hleðslan
vafðist mikið fyrir smiðunum og
hefði orðið mjög kostnaðarsöm.
Þeir leituðu til afa og hann leysti
málið. Hluti af lausninni var að
setja steina utan á húsið og Þor-
björn valdi steinana sem var að
finna í á skammt frá þar sem þeir
hafa líklega slípast um aldir.
Við systurnar og fjölskyldur
okkar sendum Rósu, Kristjönu og
Guðmundi og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning yndislegs frænda.
Snæfríður og Sólrún
Jensdætur.
Kær kveðja til góðs vinar.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Þorbirni fyrir
rúmum 60 árum þegar hann
kynntist systur okkar, henni
Rósu. Samband þeirra var ein-
stakt og nutum við alla tíð góðs af
vináttu þeirra og hlýju. Þorbjörn
var einstakt ljúfmenni og gleði-
gjafi. Þær voru margar stundirn-
ar sem við nutum saman á heimili
þeirra hjóna á Freyjugötu, Berg-
staðastræti og Kópavogstúni.
Þorbjörn var mjög réttsýnn mað-
ur sem gaman var að ræða við um
allt milli himins og jarðar. Hann
var traustur, góður vinur, mjög
barngóður og tók upp á ýmsu til
að gleðja börnin en fyrst og
fremst minnumst við góðs vinar
og félaga síðastliðin 66 ár.
Kæra Rósa, Kristjana, Guð-
mundur (Gummi) og fjölskyldur.
Allt virðist nú svart og enga ljós-
glætu að sjá í myrkrinu. En eftir
lifa ljúfar minningar um góðan
dreng. Skáldið Tómas Guðmunds-
son segir:
Nú veit ég, að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
unz sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
Guð blessi ykkur öll.
Pálína Matthildur,
Guðmundur og Bergdís,
og Páll og Ída.
Hann birtist fyrir hugskots-
sjónum léttur á fæti, grannur,
kvikur og brosmildur. Þorbjörn
Guðmundsson var í hálfa öld
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Þegar hann hóf störf á blaðinu ár-
ið 1942 geisaði heimsstyrjöldin
síðari. Þá var blaðið aðeins átta
síður og blaðamennirnir þrír auk
tveggja ritstjóra. Hann var þá ný-
orðinn stúdent og sagði í viðtali,
sem Sveinn Guðjónsson, gamall
samstarfsmaður hans, tók og birt-
ist í bókinni Íslenskir blaðamenn,
að hann hefði engar sérstakar
hugmyndir gert sér í þá átt og
allra síst að blaðamennska yrði
ævistarfið. „En eigum við ekki
bara að segja að ég hafi fengið
bakteríuna,“ sagði hann í viðtal-
inu. „Að minnsta kosti stóð ég
ekki upp fyrr en eftir hálfa öld.“
Þegar Þorbjörn hóf störf á
Morgunblaðinu gat vinnudagur-
inn orðið langur og vinnutíminn
óreglulegur. Sveigjanleikinn var
líka meiri þá en nú. Pressan gat
verið mikil að skila fréttum, en
einnig þurfti að setja blaðið upp,
prófarkalesa og ganga frá því. Í
stríðinu þurfti oft að segja frá
átakanlegum viðburðum. Þegar
atburðir gerðust seint gat prentun
beðið. Hann hafði aðeins verið
blaðamaður í eitt og hálft ár þegar
Hótel Ísland brann. Rétt var búið
að ljúka við blaðið þegar heyrðist í
slökkviliðinu. Út um gluggann á
ritstjórninni sáust eldtungurnar.
„Haninn var löngu búinn að gala,
þegar við héldum heim þann
morguninn,“ sagði Þorbjörn í við-
talinu.
Oft stóð líka styrr um blaðið og
í stjórnmálum var reynt að hafa
áhrif á fréttaflutning þess. Á
Morgunblaðinu eru fréttaskrif
hins vegar eitt og stjórnmálaskrif
annað og það var alveg skýrt hjá
Þorbirni. Hann lýsir því að vissu-
lega hafi komið fyrir að menn
vildu ræða pólitík og þrýst á um að
„frétt“ væri skrifuð að þeirra for-
skrift, en hann kæmi ekki nálægt
slíku: „Pólitískar fréttir skrifaði
ég aldrei.“
Miklar tæknilegar breytingar
urðu í blaðaútgáfu og fjölmiðlun á
starfsævi Þorbjörns. Það sem nú
er sáraeinfalt gat verið flókið og
tímafrekt, ef ekki ógerlegt þegar
Þorbjörn
Guðmundsson
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Blaðamenn Myndin er tekin á ritstjórn Morgunblaðsins 1958. Haraldur Hamar, Matthías
Johannessen, Sigurður A. Magnússon og Þorbjörn Guðmundsson fara hér yfir fréttir dagsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólamyndagátan Þorbjörn samdi hinar vinsælu gátur í ára-
tugi. Gáta ársins er hér 2012 að verða til, höfundur níræður.