Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 ✝ Ágúst Jóhanns-son fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 19. októ- ber 2017. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Björnsson sjómað- ur, fæddur í Reykja- vík 24. júlí 1901, dá- inn 22. ágúst 1994, og Ágústa Erlends- dóttir húsfreyja, fædd í Reykja- vík 30. júní 1911, dáin 10. desem- ber 1995. Systkini Ágústar eru Kolbrún Árnadóttir, f. 1936, maki John W. Mayovsky, f. 1932, búsett í Seattle í Bandaríkjunum, Björn Jóhannsson, f. 1943, maki Sigrún Tryggvadóttir, f. 1945, búsett í september 1985, dóttir þeirra er Guðríður María, f. 17. október 2015, 3) Anna, grunnskólakenn- ari, f. 18. mars 1987, maki Andrés Magnússon rafeindavirki, f. 22. nóvember 1987, dóttir þeirra er Hrafnkatla, f. 7. júní 2015. Ágúst gekk í Miðbæjarskólann og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk sveinsprófi í húsgagna- smíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1967. Vann hann við fag sitt hjá Kristjáni Siggeirssyni, Sveinbirni Sigurðssyni, Axis og síðast hjá Smíðastofunni Beyki. Ágúst gekk til liðs við Hjálpar- sveit skáta Reykjavík upp úr 1970 sat þar í stjórn um tíma og hafði umsjón með bílaflota sveitarinnar til margra ára. Sumarið 1977 fór hann ásamt nokkrum félögum sínum úr hjálpasveitinni í fjalla- ferð til Evrópu og klifu þeir Mont Blanc og Matterhorn. Útför Ágústs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 1. nóvem- ber, klukkan 15. Garðabæ, og tvíbura- bróðir Ágústar Jó- hann Jóhannsson, maki Elísabet Jóns- dóttir, f. 1945, búsett á Akranesi. Ágúst giftist 9. janúar 1982 Maríu Haraldsdóttur sér- kennara, f. í Reykja- vík 8. apríl 1957. For- eldrar hennar eru Harald Guðmunds- son rafvirkjameist- ari, f. 11. desember 1921, d. 27. ágúst 2002, og Björg Einarsdóttir rithöfundur, f. 25. ágúst 1925. Dætur Ágústar og Maríu eru 1) Ólafía, starfsmaður í Hæfingar- stöðinni Bjarkarási, f. 14. maí 1982, 2) María, kvikmyndafræð- ingur, f. 14. maí 1982, maki Guð- jón Hauksson kerfisstjóri, f. 15. Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi solli og söngur, ef allt er hljótt. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei hvað lífið var fagurt, fyrr en eg elskaði þig. Eg fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð – og við. (Sigurður Nordal) María. Þetta segir hún Ólafía um pabba sinn: Les bækur. Les blöðin. Hlustar á tónlist. Hlustar á fréttirnar. Kemur þegar ég bið hann og tekur Hrapp með sér. Fer með bænirnar með mér. Les sögur fyrir mig. Situr og talar í sófanum. Hjálpar til. Kemur þegar ég bið hann. Svo var pabbi veikur. Hann talar ekki. Honum batnar alls ekki. Nú er hann farinn til Guðs á himninum. Nú geymi ég hann í hjartanu mínu.. Þín Ólafía. Elsku pabbi. Nú stöndum við í þessum óraunverulegu sporum að kveðja þig allt of snemma. Fyr- ir okkur varst þú alltaf hraust- ur og sterkur maður. Andlitið þar sem árin töldu ekki. Mað- urinn sem hugsaði vel um sig á bæði líkama og sál. En þó erum við hér og ekkert annað kemst að en þakklæti og falleg minn- ing þín. Minningarnar um þig lifa áfram með okkur. Þakklæti fyrir það sem þú gafst okkur, lífið sjálft. Veganestið sem þú færðir okkur var að vera hrein og bein með ríka réttlætis- kennd, heilindi, þolinmæði og þrautseigja. Þú varst sannur einstaklingur sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Það var alltaf hægt að leita til þín með hvað sem var, setjast niður og spjalla, leita lausna eða fá upplýsingar. Við tókum upp þá ástríðu frá þér að ferðast um landið og unna náttúrunni og þá var gott að eiga þig að með alla þá vitneskju sem þú bjóst yfir. Það er sárt að vita til þess að litlu stelpurnar okkar fá ekki að hitta afa sinni oftar. Afa sem var svo góður við þær og dug- legur að leika. Bjó til sleða fyr- ir þær svo þær gætu rennt sér saman, nokkurra mánaða, úti í snjónum. En afi lifir áfram með okkur. Í sögum, minningum og sam- veru. Það verður gott að minnast þín í framtíðinni, ávallt með hlýjum hug. Takk, pabbi, fyrir okkur. Takk margfalt fyrir allt það sem þú færðir okkur, það er svo ómetanlegt. Þínar Anna og María. Látinn er hér í borg eftir hörð veikindi Ágúst Jóhanns- son húsgagnasmiður, tengda- sonur minn. Vil ég minnast hans nokkrum orðum með þökk fyrir áratuga samvistir innan fjölskyldu. Þar sem Ágúst fór var heil- steyptur maður sem sinnti hverju því viðfangsefni er hann tók að sér af kostgæfni og oft- lega fóru sérsmíðuð verkefni í iðninni um hendur hans. Hann var sonur hjónanna Jó- hanns K. Björnssonar (1901- 1994) sjómanns og Ágústu Er- lendsdóttur (1911-1995). Systk- inin voru fjögur. Elst var Kolbrún, þá Björn og yngstir tvíburarnir Jóhann og Ágúst (fæddir 1945). Foreldrarnir, líkt og samherjar þeirra, arf- takar hinnar svokölluðu alda- mótakynslóðar, áttu hlut að borgarsamfélaginu með búsetu sinni, starfi og afkomendum. Við tengdir urðu tilefni til áhugaverðra samtala við Jó- hann föður Ágústs. Meðal ann- ars um reynslu hans af vinnu- markaðinum, til lands og sjávar á langri ævi, og breytingar á ýmsu því viðvíkjandi. Sumt til bóta en annað ekki. Leiðir okkar Ágústu lágu í upphafi saman í félagsstörfum. Hún var einhuga í þeim mál- efnum sem hún beitti sér fyrir, hvort sem var vegna Kvenna- heimilis á Hallveigarstöðum við Túngötu eða í baráttu íslenskra kvenna á Kvennafrídaginn 24. október 1975. Það var sérstök og ánægju- leg reynsla að eiga þess kost að ræða við þessi heiðurshjón um sameiginlega afkomendur okk- ar; dætur Ágústs sonar þeirra og Maríu dóttur minnar, tví- burana Ólafíu og Maríu fæddar 1982 og Önnu fædda 1987. Undanfarin þrjú ár hef ég deilt húsnæði með dóttur minni og tengdasyni að Smárarima í Reykjavík. En síðastliðinn vetur, 2016- 17, hefur staðið svo á að ég var heima í afturbata eftir sjúkra- húslegu. Á sama tíma voru aðstæður Ágústs öndverðar að því leyti að sjúkdómur sá er nú hefur lagt hann að velli var smátt og smátt að segja til sín. Áttum við iðulega góðar stundir saman yfir hressingu á miðjum degi og oftar en ekki uppbyggileg samtöl. Í því efni var ég þiggjandi en hann veit- andi. Ágúst var virkur félagi í Hjálparsveit skáta, þar sem markmiðið var björgun manns- lífa, leit að týndum eða villtum ferðalöngum og að vera í við- bragðsstöðu ef á þyrfti að halda. Þessu hjálparstarfi fylgdu oft mikil ferðalög og þeir sem því sinntu urðu kunnir landinu í byggð sem óbyggð. Einnig hafði hann ferðast allnokkuð erlendis, meðal ann- ars í Vesturheimi á vit systur sinnar er þar bjó, og þá notað tækifærið og ferðast um; svo og um Evrópu. Reyndist hann mér fróðleiksbrunnur um lönd og þjóðir. Oft gafst einnig tími til að lesa aðskiljanleg rit og deila áhugamálum á efni þeirra. En hvar sem borið verður niður í lífshlaupi Ágústs Jó- hannssonar hygg ég að fegursti kafli þess varði dótturina Ólaf- íu, er frá náttúrunnar hendi þurfti daglega aðstoð. Alúð föð- ur hennar og aðstoð við hana verður þeim er kynntust eft- irminnileg. Með Ágústi Jóhannssyni er góður maður genginn. Björg Einarsdóttir. Hæglátur, ljúfur, traustur og alltaf stutt í brosið. Þetta er sú lýsing sem kemur í hugann þegar hugsað er til Ágústs Jó- hannssonar, sem lést 19. októ- ber síðastliðinn. Tengsl okkar Ágústs hófust í Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyrir nokkrum áratugum. Hann var þá reyndur og vanur ferða- lögum jafnt fótgangandi og á bílum. Fljótlega var hann kominn á kaf í viðhald og akstur á bílum Hjálparsveitarinnar. Sá þáttur hjálparstarfsins sem er oftast sýnilegur í sam- félaginu er þegar hjálparsveit- arfólk er kallað út í misjöfnu veðri til leitar eða aðstoðar vegna fólks í nauðum. Þá skiptir máli að þeir sem taka þátt í aðgerðum búi yfir þrautseigju, úthaldi og útsjón- arsemi. Þessum kostum bjó Ágúst yfir í ríkum mæli. Ágúst tengdist okkur fjöl- skylduböndum þegar hann gift- ist systur minni, Maríu. Það reyndist farsæll ráðahagur og hafa þau hjón alla tíð verið ein- staklega samhent við að hlúa að fjölskyldu sinni. Auk hjálparsveitarstarfanna sem fyrr er getið, stundaði Ágúst útivist og fjallamennsku hérlendis og erlendis. Hann kleif meðal annars hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc, á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar hann var orðinn fjölskyldumað- ur og dæturnar komnar á legg fóru þau hjón ásamt þeim dætrum sem áttu heimangengt, í hálendisferðir þegar tækifæri gafst. Fórum við saman í lengri og skemmri gönguferðir um há- lendi og eyðibyggðir landsins. Þar sem endranær voru María og Ágúst traustir og góðir ferðafélagar. Að leiðarlokum þökkum við ljúfa samfylgd. Einar Hrafnkell og Guðrún. Ágúst Jóhannsson ✝ Jón Olgeirsson(John Fog Nielsen) fæddist í Danmörku 31. ágúst 1933. Hann lést 20. október 2017. Jón var einka- barn Holgers og Önnu Fog Nielsen, þau eru bæði látin. Hinn 1. sept- ember 1956 giftist Jón Margréti Magnúsdóttur frá Norðfirði, f. 12. október 1932, d. 28. febrúar 2009. Synir Jóns og Margrétar eru: 1) Sigurjón Jónsson, f. 29. ágúst 1960, kvæntur Kolbrúnu Sjöfn Indriðadóttur, dætur þeirra eru Helena, f. 1981, og Anna Margrét, f. 1997. 2) Holgeir, f. 25. september 1963, kvæntur Guðbjörgu Ragnarsdóttur, börn þeirra eru Ragnar Jóhann, f. 1986, og Berglind Anna, f. 1986, og eru barnabörnin fjög- ur. 3) Magnús, f. 25. apríl 1969, kvænt- ur Guðlaugu Fjólu Arnardóttur, dóttir þeirra eru Margrét Guðný, f. 2008, fyr- ir átti Magnús son- inn Ólaf Tryggva, f. 1996. Jón kom ungur með föður sínum til Íslands vegna vinnu föður síns, varð Jón eftir á Ís- landi eftir að faðir hans fór aftur til Danmerkur. Jón vann við ýmis störf um ævina, t.d. sem vélstjóri á sjó, leigubíl- stjóri og síðast til áttræðisald- urs vann hann sem handlang- ari í byggingarvinnu. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 1. nóvember 2017, klukkan 13. Elsku afi John, nú er mikil sorg í hjörtum okkar og er sökn- uðurinn mikill. Þótt við séum þakklát fyrir að baráttu þinni er lokið er erfitt að hugsa sér það að við munum ekki fá fleiri gleðistundir saman. Þú varst svo hlýr og góður við okkur og alltaf stutt í grínið. Við áttum til dæmis margar góðar fjölskylduspilastundir saman sem enduðu í hláturskasti. Þú svindlaðir í Uno Extreme, við vissum það öll! Það var líka svo skemmtilegt að hlusta á sögurnar þína frá því að þú varst ungur drengur í Danmörku, sem og þær sem voru frá því að þú varst sjó- maður og sigldir á vit ævin- týranna. Þú áttir svo margar góðar sög- ur og skrautlega ævi að það var aldrei leiðinlegt í kringum þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og fylgdist með okkar ævintýr- um. Ef gleymdist að senda á þig á snapchat fengum við hringingu frá pabba um að þú hefðir kvart- að hástöfum yfir að hafa ekki fengið snappið. Að senda snapp í dag er skrítið því nú eru ekki fleiri sem eru send á afa John. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær, afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár. Æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst, að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt. Hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú, þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma, yfir okkur muntu sveima. En eitt vil ég þó að þú vitir nú, minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Takk kærlega fyrir að vera einn besti afi sem hægt var að eiga. Helena og Anna Margrét Sigurjónsdætur. Jón Olgeirsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minning- argreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar Ástkær eiginkona mín og systir, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Smyrlaheiði 29, Hveragerði, lést á heimili sínu mánudaginn 23. október. Útförin verður auglýst síðar. Sigurgeir Snorri Gunnarsson Guðmundur J. Stefánsson Björn Stefánsson Stefán Lárus Stefánsson Steingrímur Páll Stefánsson Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, EINAR JÖRUNDSSON dýralæknir, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 27. október. Útför fer fram í Guðríðarkirkju mánudaginn 6. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið endurhæfingu og stuðning fyrir krabbameinsgreinda. Guðríður Haraldsdóttir Andri Eydal Þóra Einarsdóttir Auður Einarsdóttir systkini og makar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.