Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 FUGLAR Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikill vöxtur hefur verið í fugla- ferðaþjónustu í heiminum á síðustu ár- um. Á ári hverju fara tugir milljóna manna í fuglaskoðunarferðir og margir þeirra ferðast til annarra landa í þeim tilgangi einum að skoða fugla. Fuglaskoðun og fuglaljósmyndun hef- ur notið sívaxandi vinsælda á Vestur- löndum. Fjöldi þeirra sem stunda fugla- skoðun hefur t.a.m. margfaldast á síðustu áratugum í Bandaríkjunum. Rannsókn á vegum bandaríska landbún- aðarráðuneytisins bendir til þess að fuglaskoðun sé það tómstundagaman sem hafi verið í mestum vexti í Banda- ríkjunum á síðustu árum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 35% allra fullorðinna Bandaríkjamanna stunduðu fuglaskoðun á árunum 2005 til 2009. Um 20 milljónir þeirra fóru í fuglaskoðunarferðir fjarri heimabyggð sinni og vörðu að meðaltali fjórtán dögum á ári í slíkar ferðir. Þeim sem stunda fuglaskoðun og fugla- ljósmyndun hefur einnig fjölgað mjög í Evrópulöndum á borð við Bretland, Hol- land, Danmörk, Frakkland og Svíþjóð. Talið er að í heiminum öllum séu um 3,5 milljónir utanlandsferða farnar á ári hverju í þeim tilgangi einum að skoða fugla eða taka myndir af þeim. Milljónir annarra hafa fuglaskoðun ofarlega í huga þegar þeir velja áfangastaði sína á ferðalögum utan heimalandsins. Rannsóknir benda til þess að margir þessara ferðamanna séu á aldrinum 40- 70 ára, tiltölulega vel stæðir og tilbúnir til að borga vel fyrir tækifæri til að skoða fugla sem sjást ekki í heimalandi þeirra. Til að mynda hafa ferðamenn borgað jafnvirði alls 840 til 1.250 milljóna króna á ári fyrir ferðir til skosku eyjunnar Mull í því skyni að skoða haferni. Ránfuglar og sjófuglar á borð við lunda eru vinsælustu tegundirnar á með- al þeirra sem ferðast til annarra landa í því skyni að skoða fugla, ef marka má bandaríska rannsókn. Á eftir þeim koma fallegir söngfuglar sem sjást ekki í heimalandi ferðafólksins. Finnskir skógarfuglar Blaðamaður Morgunblaðsins er á meðal þeirra fjölmörgu sem fara reglu- lega í gönguferðir til að skoða fugla sér til hugsvölunar, sálargagns og heilsubót- ar. Nýlega gafst honum kostur á að fara í fyrstu fuglaskoðunarferð sína utan heimalandsins og dvaldi í tæpa viku grennd við borgina Oulu í norðanverðu Finnlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Finnature. Meginmarkmiðið var að sjá gullerni í fyrsta skipti og það tókst með mikilli þrautseigju, þótt blaðamaðurinn kæmist að því að janúar og febrúar eru bestu mánuðirnir til að skoða þessa tignarlegu fugla í návígi. Á móti kom að honum gafst tækifæri til að skoða marga aðra fallega fugla í kynngimögnuðum finnskum skógum í haustlitum. Ferðast í ríki fuglanna Morgunblaðið/ Bogi Þór Arason Sparrhaukur Þessi var að skyggnast eftir flotmeisum sem héldu til í grennd við hann. Sparrhaukar lifa aðallega á skógarfuglum. Skrækskaði Fugl af hröfnungaætt, lifir í skógum víða í Evrópu. Gullörn Tignarlegur fugl fylgist með afkvæmi sínu sem var að æfa veiðar. Gullörninn er mjög var um sig. Hnotbrjótur Fugl af hröfnungaætt, nærist á fræjum og heslihnetum. Flotmeisa Sparrhaukurinn er sólginn í þennan algenga fugl í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.