Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
FUGLAR
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mikill vöxtur hefur verið í fugla-
ferðaþjónustu í heiminum á síðustu ár-
um. Á ári hverju fara tugir milljóna
manna í fuglaskoðunarferðir og margir
þeirra ferðast til annarra landa í þeim
tilgangi einum að skoða fugla.
Fuglaskoðun og fuglaljósmyndun hef-
ur notið sívaxandi vinsælda á Vestur-
löndum. Fjöldi þeirra sem stunda fugla-
skoðun hefur t.a.m. margfaldast á
síðustu áratugum í Bandaríkjunum.
Rannsókn á vegum bandaríska landbún-
aðarráðuneytisins bendir til þess að
fuglaskoðun sé það tómstundagaman
sem hafi verið í mestum vexti í Banda-
ríkjunum á síðustu árum. Rannsóknin
leiddi í ljós að um 35% allra fullorðinna
Bandaríkjamanna stunduðu fuglaskoðun
á árunum 2005 til 2009. Um 20 milljónir
þeirra fóru í fuglaskoðunarferðir fjarri
heimabyggð sinni og vörðu að meðaltali
fjórtán dögum á ári í slíkar ferðir. Þeim
sem stunda fuglaskoðun og fugla-
ljósmyndun hefur einnig fjölgað mjög í
Evrópulöndum á borð við Bretland, Hol-
land, Danmörk, Frakkland og Svíþjóð.
Talið er að í heiminum öllum séu um
3,5 milljónir utanlandsferða farnar á ári
hverju í þeim tilgangi einum að skoða
fugla eða taka myndir af þeim. Milljónir
annarra hafa fuglaskoðun ofarlega í
huga þegar þeir velja áfangastaði sína á
ferðalögum utan heimalandsins.
Rannsóknir benda til þess að margir
þessara ferðamanna séu á aldrinum 40-
70 ára, tiltölulega vel stæðir og tilbúnir
til að borga vel fyrir tækifæri til að skoða
fugla sem sjást ekki í heimalandi þeirra.
Til að mynda hafa ferðamenn borgað
jafnvirði alls 840 til 1.250 milljóna króna
á ári fyrir ferðir til skosku eyjunnar Mull
í því skyni að skoða haferni.
Ránfuglar og sjófuglar á borð við
lunda eru vinsælustu tegundirnar á með-
al þeirra sem ferðast til annarra landa í
því skyni að skoða fugla, ef marka má
bandaríska rannsókn. Á eftir þeim koma
fallegir söngfuglar sem sjást ekki í
heimalandi ferðafólksins.
Finnskir skógarfuglar
Blaðamaður Morgunblaðsins er á
meðal þeirra fjölmörgu sem fara reglu-
lega í gönguferðir til að skoða fugla sér
til hugsvölunar, sálargagns og heilsubót-
ar. Nýlega gafst honum kostur á að fara í
fyrstu fuglaskoðunarferð sína utan
heimalandsins og dvaldi í tæpa viku
grennd við borgina Oulu í norðanverðu
Finnlandi á vegum ferðaskrifstofunnar
Finnature. Meginmarkmiðið var að sjá
gullerni í fyrsta skipti og það tókst með
mikilli þrautseigju, þótt blaðamaðurinn
kæmist að því að janúar og febrúar eru
bestu mánuðirnir til að skoða þessa
tignarlegu fugla í návígi. Á móti kom að
honum gafst tækifæri til að skoða marga
aðra fallega fugla í kynngimögnuðum
finnskum skógum í haustlitum.
Ferðast í ríki fuglanna
Morgunblaðið/ Bogi Þór Arason
Sparrhaukur Þessi var að skyggnast eftir flotmeisum sem héldu til í grennd við hann. Sparrhaukar lifa aðallega á skógarfuglum.
Skrækskaði Fugl af hröfnungaætt, lifir í skógum víða í Evrópu. Gullörn Tignarlegur fugl fylgist með afkvæmi sínu sem var að æfa veiðar. Gullörninn er mjög var um sig.
Hnotbrjótur Fugl af hröfnungaætt, nærist á fræjum og heslihnetum. Flotmeisa Sparrhaukurinn er sólginn í þennan algenga fugl í Evrópu.