Morgunblaðið - 02.12.2017, Page 8

Morgunblaðið - 02.12.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Það er vinsælt að reyna að komainn samviskubiti hjá Vestur- landabúum fyrir að hafa það gott. Ríkisútvarpið ræddi til dæmis við umhverfis- verkfræðing hjá Háskóla Íslands sem telur að skil- virkasta leiðin til að „minnka mengun Íslendinga væri að minnka neyslu þjóð- arinnar“. Hann tel- ur þó ekki mjög líklegt að það ger- ist „því við stefnum alltaf beinlínis á meiri og meiri neyslu“.    Fyrst verið er að tala um skil-virkar en ólíklegar aðferðir til að draga úr mengun má benda á að Íslendingar mundu líka menga minna ef þeir væru færri og sennilega er það langsamlega skilvirkasta leiðin til að minnka mengun. Vonandi verður hún ekki farin frekar en sú „skilvirka“ leið sem umhverfisverkfræðingurinn nefndi.    Íslendingar þurfa eins og aðrarþjóðir að ganga vel um náttúr- una, en það skiptir máli að um- ræða um slík mál sé raunsæ, sann- gjörn og laus við öfgar.    Það hefur til dæmis lítið upp ásig að skammast út í Íslend- inga fyrir að flytja inn mikið af vörum sem framleiddar séu með skítugri orku en þeirri sem hér er, en berjast á sama tíma gegn því að hreina orkan verði virkjuð til að auka hreina framleiðslu hér á landi.    Íslendingar þurfa eins og aðrirað nýta nýja tækni og önnur tækifæri sem bjóðast til að fara umhverfisvænar leiðir. Hugmyndir um að landsmenn taki upp mein- lætalíf til að falla inn í reikniform- úlur hafa á hinn bóginn lítið upp á sig. Öfgarnar gagnast umhverfinu ekki STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 alskýjað Bolungarvík 5 súld Akureyri 7 alskýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 8 skúrir Ósló -3 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 slydduél Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 0 léttskýjað Brussel 1 þoka Dublin 4 skýjað Glasgow 3 skýjað London 4 heiðskírt París 2 skýjað Amsterdam 3 þoka Hamborg 3 skýjað Berlín 1 rigning Vín -2 þoka Moskva 0 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 5 léttskýjað Barcelona 5 skúrir Mallorca 9 rigning Róm 12 léttskýjað Aþena 18 skýjað Winnipeg -4 skýjað Montreal 3 alskýjað New York 9 heiðskírt Chicago 3 heiðskírt Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:50 15:46 ÍSAFJÖRÐUR 11:26 15:20 SIGLUFJÖRÐUR 11:10 15:01 DJÚPIVOGUR 10:26 15:08 Nefnir hún lífeindafræðinga sem dæmi um það. „Það er varla hægt að finna lífeindafræðing undir fimm- tugu á Landspítalanum. Mín stétt er ekki enn kominn inn á þetta stig, en við stefnum þangað ansi hratt.“ Fram kemur í áskorun aðildar- félaga BHM að fara þurfi í nauðsyn- legar leiðréttingar á launasetningu háskólamanna. Í því sambandi má nefna hækkun grunnlauna ásamt endurskoðun launa ákveðinna hópa, styttingu vinnuvikunnar, bætt vinnuumhverfi og aðstæður á vinnu- stað. „[F]yrirsjáanlegur skortur á háskólamenntuðum starfsstéttum hjá ríkinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu, krefst sérstakra aðgerða af hálfu stjórnvalda,“ segir þar. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það sem kynnt hefur verið fyrir okkur er ákveðin launaþróun, sem út af fyrir sig má segja að sé ekki óvenjuleg, en langstærsta vanda- málið er aftur á móti mjög lág launa- setning, einkum hjá heilbrigðis- stéttum innan BHM,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til áskorunar Bandalags háskólamanna (BHM) til ríkisstjórnar Katrínar Jakobs- dóttur, en þar er skorað á ríkis- stjórnina að ganga tafarlaust til kjarasamninga við aðildarfélög BHM. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur hvorki gengið né rekið í kjara- viðræðum 17 aðildarfélaga BHM við ríkið. Unnur segir þó samtalið í raun hafa hafist í ársbyrjun 2014. „Þetta vandamál er ekki einungis okkar því við sjáum fram á spreng- ingu í öldrun á næstu 5-15 árum og ef ríkið ætlar með láglaunastefnu að svelta alla sjúkraþjálfara út úr sjúkrahúsum og stofnunum, þá er heilbrigðiskerfið allt sett í gríðar- legan vanda,“ segir Unnur og bætir við að sumar heilbrigðisstéttir BHM séu þegar komnar í mikinn vanda. Aðildarfélög BHM krefjast aðgerða  Gríðarlegur vandi blasir við á næstu árum BHM Aðildarfélögin efndu til fjöl- menns fundar í gærmorgun. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Í báðum tilfellum var um að ræða bilun í hjólabúnaði, en vélarnar eru af sitthvorri tegundinni og bil- anirnar einnig ólíkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess þeg- ar tvær flugvélar félagsins biluðu með fárra klukkustunda millibili síð- astliðinn miðvikudag. Viðgerðum er lokið og vélarnar komnar í notkun. Árni segir flugvélarnar vera af gerðinni Bombardier Q400 og Q200. Hafði önnur þeirra lent á Ísafirði en hin á Egilsstöðum þegar bilanirnar komu í ljós. Getur komið fyrir í öllum vélum Aðspurður segir Árni loka hafa bilað í hjólabúnaði Q200 og lýsir bil- unin sér þannig að lokan hélst opin í stað þess að dragast inn. „Þetta er loka sem opnast út og fer svo fyrir hjólabúnað vélarinnar þegar hann er kominn upp. En hún virkaði ekki sem skyldi í þessu tilfelli,“ segir hann og bætir við að bilunin í Q400 hafi átt sér stað í nefhjóli. Spurður hvort áðurnefndar bil- anir séu sjaldséðar í flugvélum Bombardier svarar Árni: „Nei, þetta er ekkert sérstaklega óvenjulegt og getur komið fyrir í þessum vélum eins og öðrum. Það er hins vegar bú- ið að gera við þetta og vélarnar eru komnar í gang aftur.“ khj@mbl.is Viðgerðum lokið á Bombardier-vélum  Í öðru tilfellinu lokaðist ekki fyrir hjólabúnað  Af gerðinni Q400 og Q200 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Farþegaflug Q400-vél félagsins. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Sigling frá Moskvu til Astrakhan Hér gefst einstakt tækifæri til að skoða það helsta sem hið stórbrotna Rússland hefur upp á að bjóða. Við kynnumst Moskvu, þaðan siglum við fyrst á Moskvufljóti en síðar á hinu magnaða fljóti Volgu. Á leið okkar til Astrakhan munum við heimsækja nokkrar af gullborgum Rússlands. Allir velkomnir á kynningarfund 4. desember kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f. 11. - 24. september Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.