Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Hari Fyrsti fundur Ný ríkisstjórn sat sinn fyrsta fund í gær og var nýtt fjárlagafrumvarp helsta málið á dagskrá hennar. Morgunblaðið/Eggert Umhverfismál Guðmundur Ingi Guðbrands- son og Björt Ólafsdóttir við lyklaskiptin. Morgunblaðið/Eggert Forsætis Katrín Jakobsdóttir tekur við lykl- um að ráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni. Morgunblaðið/Eggert Atvinnumál Þorgerður Katrín afhendir Krist- jáni Þór Júlíussyni lyklana að ráðuneytinu. hægt að gera á meðan tölurnar eru enn á hreyfingu,“ sagði Guðmundur. Hann segir að vinna við endanleg textaskrif og útfærslur hefjist svo í einstökum ráðuneytum strax og end- anlegar ákvarðanir hafa verið tekn- ar. „Þá höfum við örfáa daga til þess að ljúka þeirri vinnu, en það er þann- Agnes Bragadóttir Magnús Heimir Jónasson Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði á ríkis- stjórnarfundi í gær fram tímaáætlun ráðuneytisins um vinnu við fjárlaga- gerð næstu sólarhringana. Var þetta fyrsti fundur ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en fyrr um morguninn höfðu lyklaskipti farið fram í ráðu- neytunum. „Þetta er unnið í mjög mikilli tímaþröng, en við gerum okkar besta,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að ríkisstjórnin sem tók við í fyrradag hefði undanfarna daga rætt sín á milli um þær áherslur sem stjórnin vildi að kæmu fram í fjárlagafrumvarpinu. „Ég held að við séum öll orðin þokkalega sátt við heildarmyndina,“ sagði Bjarni. Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri í fjármála- og efnahagsráðu- neytinu, segir að undirbúningur að þeirri vinnu sem framundan er sé hafinn af fullum krafti í ráðuneytinu. „Við munum leggja nótt við dag næstu sólarhringa. Það er von okkar að allar meginákvarðanir varðandi fjárlög liggi fyrir í byrjun næstu viku,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur segir að eiginleg skrif greinargerðar upp á nokkur hundr- uð blaðsíður geti ekki hafist af full- um krafti fyrr en meginforsendur og fjárlagaákvarðanir liggi fyrir af hálfu ríkisstjórnar. „Það liggur ekki fyrir fyrr en búið er að taka allar ákvarð- anir og allar forsendur eru komnar fram. Þá fyrst er hægt að fara að skrifa endanlegar greinargerðir með frumvarpinu, sem er vitanlega ekki ig að stór hluti af greinargerð fjár- lagafrumvarpsins er unninn í ráðu- neytunum, sem annast þá skrif um það sem að þeim snýr,“ sagði Guð- mundur. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að endanleg dagsetning á því hvenær Alþingi kæmi saman á nýjan leik yrði ekki ákveðin fyrr en sæi fyrir endann á fjárlagagerðinni. Í takt við nýjan sáttmála Búast má við því að fjárlögin verði í takt við nýjan stjórnarsáttmála en þar er kveðið á um aukið fjármagn í mennta-, heilbrigðis- og samgöngu- mál. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir vinnu við að skoða tölulegar upplýs- ingar hafa hafist strax að loknum lyklaskiptum. „Lykiláherslan hjá mér sem menntamálaráðherra er auðvitað að setja aukið fjármagn til háskólastigs- ins og í framhaldsskólastigið,“ segir Lilja, sem er vongóð um að það tak- ist. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að Ísland nái meðaltali OECD- ríkjanna er varðar fjármögnun há- skólastigsins fyrir árið 2020. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að á svona stundum sé gott að búa að reynslu. „Heilbrigðismálin eru stór hluti af þessu öllu saman og ég settist yfir þessi mál strax eftir lyklaskiptin með ráðuneytisstjóra,“ segir Svandís og bætir við að unnið verði alla helgina. Hún væntir þess að búið verði að af- greiða þessi mál á þriðjudaginn. Ráðherranefndin um ríkisfjármál fundaði í kjölfar ríkisstjórnarfundar en í nefndinni sitja formenn flokk- anna þriggja. Morgunblaðið/Eggert Samgöngumál Jón Gunnarsson afhendir Sigurði Inga Jóhannssyni lyklana í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir og Anna Lilja Gunnarsdóttir við lyklaskiptin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Menntamál Kristján Þór Júlíusson afhendir Lilju Alfreðsdóttur lyklana að ráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagsmál Ásmundur Einar Daðason tekur við lyklunum frá Þorsteini Víglundssyni. Vinna dag og nótt í fjárlögum  Ráðherrar skiptust á lyklum í ráðuneytunum  Fyrsti fundur ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur  Allar meginákvarðanir fyrir nýtt fjárlagafrumvarp verða að liggja fyrir strax eftir helgina Morgunblaðið/Eggert Fjármál Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson við lyklaskipti ráðuneytisins. 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Þegar Bjarni Benediktsson lét af embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn hafði hann enn ekki hlotið stórkrossinn, æðsta sig fálka- orðunnar, sem forsætisráðherrar Íslands eru jafnan sæmdir. Skýr- ingin er sú að hann var stutt í emb- ætti og engir viðburðir á þeim tíma sem knúðu á um orðuveitingu. Stór- krossinn bera orðuhafar einkum í móttökum og veislum þjóðhöfð- ingja. Aftur á móti fékk Sigðurður Ingi Jóhannsson stórkrossinn, þótt hann væri einnig stuttan tíma í embætti, en það var vegna þess að hann gegndi embættinu við innsetn- ingarathöfn forseta Íslands í ágúst í fyrra. Dæmi eru um það frá fyrri árum að forsætisráðherrar hafi ver- ið sæmdir stórkrossi eftir að þeir létu af embætti. Jóhanna Sigurðardóttir, sem var forsætisráðherra frá 2009 til 2013, var ekki sæmd stórkrossinum. Upp- lýst var á sínum tíma að hún hefði hafnað orðuveitingunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk aftur á móti stórkrossinn árið 2014 þegar hann gegndi embætti forsætisráð- herra. Hinn nýi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttur, hefur ekki fengið fálkaorðuna. Frá lýðveldisstofnun hafa flestir forsætisráðherrar hlotið stórkross- inn, flestir meðan þeir gegndu emb- ætti en nokkrir við önnur tækifæri. Auk ráðherranna Bjarna Bene- diktssonar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur eru forsætisráðherrarnir fyrrverandi Hermann Jónasson, Benedikt Gröndal og Steingrímur Hermannsson ekki á skrá yfir orð- uhafa stórkrossins eða annarra stiga fálkaorðunnar. Skráin er að- gengileg á vef embættis forseta Ís- lands. Orðan stofnuð 1921 Fálkaorðan er æðsta heiðurs- merkið sem íslenska ríkið veitir mönnum. Stofnað var til orðunnar árið 1921. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919. Í forsetabréfi um fálka- orðuna segir m.a.: „Fálkaorðan er borin við kjólföt, síða kjóla eða há- tíðarbúninga einkennisfata ríkisins í hátíðarsamkomu þar sem þjóðhöfð- ingi er viðstaddur og mælst er til orðuburðar. Orðuþegar geta einnig borið fálkaorðuna við dökk föt eða spariklæðnað við önnur tækifæri, svo sem á þjóðhátíðardaginn, nýárs- dag, sjómannadag eða öðrum hátíð- isdögum, á héraðshátíðum eða per- sónulegum tyllidögum. Sama gildir um þá orðuþega sem bera einkenn- isklæðnað íslenska ríkisins. Barm- merki fálkaorðunnar, rósettu, má bera við jakkaföt og sambærilegan kvenklæðnað þegar orðuþega þykir henta og má gera það daglega.“ Nokkrir forsætisráðherrar án stórkross  Flestir forsætisráðherrar frá lýðveldisstofnun hafa verið sæmdir æðsta stigi fálkaorðunnar Stórkrossinn Æðsta stig fálkaorð- unnar sem aðeins örfáir hafa hlotið. Ný ríkisstjórn tekur við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.