Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Hrein húsgögn fyrir jólin
Hreinsum stóla, sófa, dýnur, rúm,
mottur og margt fleira.
FYRI
R
EFTI
R
Mygluþrif og lyktareyðing á öllum ökutækjum
og oson-meðferð ef þess þarf.
Eldshöfði 8, 110 Rvk. S: 577-5000
Við erum á facebook
Verum tímanlega í ár
Forsvarsmenn flugfélagsins Ernis
fengu góðar móttökur á Sauð-
árkróki þegar áætlunarflug þangað
á vegum félagsins hófst í gær.
Heimamenn í Skagafirði binda von-
ir við flugið með tilliti til ferðaþjón-
ustu og að opnuð sé ný gátt inn á
svæðið, eins og Sigríður Svav-
arsdóttir, forseti sveitarstjórnar,
sagði í ávarpi á Alexandersflugvelli
í gær. „Þetta er samgöngubót og í
þessu felast tækifæri fyrir svæðið,“
sagði Sigríður.
Ferðir Ernis á Sauðárkrók verða
fjórum sinnum í viku; á mánudög-
um, tvær ferðir á þriðjudögum og á
föstudögum. Ernir flaug á Sauðár-
krók um árabil og fram til 2010.
Þráðurinn er tekinn upp aftur nú,
meðal annars fyrir atbeina ríkisins,
sem styrkir verkefnið. „Sauðár-
króksflugið er tilraun til sex mán-
aða, við endurmetum stöðuna með
vorinu. Ég er bjartsýnn á að þetta
gangi upp til lengri tíma,“ segir
Ásgeir Þorsteinsson, markaðsstjóri
Ernis. sbs@mbl.is
Ernir að nýju með Sauðárkróksflug
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fljúgandi F.v. Stefán Vagn Stefánsson, form. byggðaráðs, Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis, Sigríð-
ur Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri og Hjördís Þórhallsdóttir frá Isavia.
Fjórar ferðir á
viku Tækifæri
fyrir svæðið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Töluverð bið er hjá mörgum sláturleyfishöf-
um eftir slátrun á nautgripum, eins og oftast
er á haustin. Bændur sem ekki hafa gert ráð-
stafanir fyrirfram geta þurft að bíða í 4-6 vik-
ur eftir slátrun á gripum sínum.
Ef hringt er til Sláturfélags Suðurlands og
pantað fyrir slátrun gæti biðin orðið 4-6 vik-
ur, samkvæmt upplýsingum Guðmundar
Svavarssonar, framleiðslustjóra hjá SS á
Hvolsvelli. Biðlistarnir eru svipaðir og á sama
tíma í fyrra.
Slátrað á fullum afköstum
Bændur eru hins vegar farnir að skipu-
leggja sig í ríkara mæli og panta fram í tím-
ann. Guðmundur segir að það gildi einkum
um ungneyti þar sem menn viti nokkurn veg-
inn hvenær gripirnir verða tilbúnir til slátr-
unar og panti sláturtíma í samræmi við það.
Þá sé í flestum tilvikum hægt að slátra grip-
unum nálægt fyrirhuguðum sláturtíma.
Mjólkurkýrnar séu erfiðari viðfangs, þar sem
ákvarðanir um slátrun eru teknar með
skemmri fyrirvara, og þá getur orðið einhver
bið eftir slátrun hjá SS.
Á öðrum tímum ársins, einkum síðla vors
og fram á sumar, er framboð sláturgripa
minna og stundum jaðrar við skort, sam-
kvæmt upplýsingum Guðmundar. Hann segir
að slátrað sé á fullum afköstum allar vikur og
gert er ráð fyrir að það gangi á biðlistana á
næstu mánuðum. Afsetning afurðanna gengur
ágætlega, að hans sögn.
Vegna of lítils og ójafns framboðs af ís-
lensku nautakjöti, hás gengis íslensku krón-
unnar og vaxandi eftirspurnar vegna fjölg-
unar ferðafólks hefur innflutningur aukist
stórlega á undanförnum árum. Sem dæmi má
nefna að fram kom í erindi Sigurðar Eyþórs-
sonar, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Ís-
lands, á fundi á Hvanneyri fyrir skömmu að
fyrstu níu mánuði ársins voru flutt inn 735
tonn af nautakjöti sem er töluvert meira en
allt árið í fyrra. Sigurður umreiknar steik-
urnar í kjöt með beini og fær út að fyrstu níu
mánuði ársins hafi innflutningur á nautakjöti
numið 1.226 tonnum, þannig reiknað. Til sam-
anburðar má geta þess að heildarframleiðsla
á nautgripakjöti hér innanlands er um 4.630
tonn á heilu ári. Ef innflutningurinn helst
svipaður út árið er hlutfall hans orðið rúm-
lega fjórðungur af nautakjötsmarkaðnum.
Áhrif á sölu innlendrar framleiðslu
Guðmundur Svavarsson telur að aukinn
innflutningur muni vafalítið hafa neikvæð
áhrif á afsetningu innlendrar framleiðslu og
verðþróun hennar.
„Sem betur fer nýtur íslenskur landbún-
aður trausts íslenskra neytenda og stærstur
hluti þeirra gerir kröfu um íslenskt kjöt á
diskinn sinn. Hins vegar gerir lágt verð er-
lendis, sterkt gengi og það að aðflutnings-
gjöldin hafa ekki fylgt verðlagsþróun það að
verkum að hægt er að flytja inn nautakjöt
með fullum gjöldum á lægra verði en það inn-
lenda kostar. Á endanum hljóta lögmál mark-
aðarins því að leiða til verðlækkunar innan-
lands,“ segir Guðmundur Svavarsson.
Allt að 4-6 vikna bið eftir slátrun
Bændur sem panta fyrirfram geta slátrað nautum sínum á réttum tíma Meira en fjórðungur
nautakjöts á markaði hérlendis er fluttur inn Búist við verðlækkun vegna lækkandi tolla
Morgunblaðið/Ómar
Nautasteik Neysla á nautakjöti hefur aukist og anna innlendir framleiðendur ekki eftirspurn.
Sterkt gengi krónunnar og hlutfallslega lækkandi tollar hafa gert innflutning hagstæðari.
Þótt nemendum í matreiðslu og
framreiðslu við Menntaskólann í
Kópavogi hafi fjölgað mjög á und-
anförnum árum er enn hægt að bæta
við. Áfangastjóri verknámsgreina
segir að þeirra sem útskrifast úr
þessum iðngreinum bíði áhugaverð
og krefjandi störf, bæði hérlendis og
erlendis, og störfin séu ekki ein-
göngu á veitingastöðum.
MK útskrifar seinna í mánuðinum
24 matreiðslumenn og 13 fram-
reiðslumenn. Nemar eru útskrifaðir
tvisvar á ári og er heildarfjöldinn um
50 kokkar og 26-28 þjónar á ári. Er
það 10 kokkum fleira en var fyrir um
sjö árum og tvöfalt fleiri þjónar.
Baldur Sæmundsson, áfangastjóri
verknámsgreina hjá MK, segist ekki
hafa greint ástæður aukinnar að-
sóknar. Hann nefnir þó að möguleiki
á að fá reynslu metna þegar nám er
hafið og stuðningur úr námssjóði
eigi væntanlega þátt í því. Þá segir
hann að áhugaverð störf bjóðist út-
skrifuðum nemum. Þau séu ekki
bundin við veitingastaði og eldhús
þeirra. Nefnir Baldur að 300-400
fagmenn úr ýmsum iðngreinum
starfi við sölumennsku á mat og víni.
Það sé vel, þeir þekki vel vörurnar
sem verið er að selja. Þá fari margir
til útlanda til að afla sér frekari
menntunar og reynslu.
„Við höfum pláss fyrir fleiri nema.
Við reynum að kynna námið og þá
möguleika sem það skapar og mætt-
um gera betur í því,“ segir Baldur.
helgi@mbl.is
Vilja fjölga nemendum í
matreiðslu og framreiðslu
Áhugaverð og krefjandi störf bíða útskrifaðra iðnnema
Morgunblaðið/Ómar
Aukning Áhugasamir matreiðslu-
nemar í MK taka til hendinni.