Morgunblaðið - 02.12.2017, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
VIÐTAL
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Eftir 30 ára hlé sendir Gunnar
Þórðarson tónskáld nú frá sér
hljómplötu með eigin lögum. Sú
kom út fyrir nokkrum dögum og
heitir 16. Alls eru sextán lög á
plötunni sungin af 12 söngvurum;
mörgum af þeim bestu í dag.
„Þetta er fólk sem mig einfaldlega
langaði að starfa með og það var
tilbúið í slíkt. Lögin á plötunni eru
annars það sem hreinlega hefur
komið til mín á undanförnum ár-
um. Oft situr maður við gítarinn
eða píanóið og spilar eitthvað út í
loftið þannig að melódíur fæðist.
Margar gleymast en nokkrar sitja
þó alltaf eftir í heilaberkinum og
hér eru þær komnar,“ sagði Gunn-
ar í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni.
Valdi besta
fólkið til samstarfs
Söngvarar á plötunni nýju eru
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Sig-
ríður Thorlacius, Stefanía Svav-
arsdóttir, Stefán Jakobsson, Sara
Blandon, Zakarías Hermann
Gunnarsson, Elmar Gilbertsson,
Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi
Gunnlaugsson, Björgvin Hall-
dórsson, Þórdís Sævarsdóttir, Gísli
Magna og Katrín Halldóra Sigurð-
ardóttir, sem slegið hefur í gegn í
söngleiknum Ellý sem sýndur hef-
ur verið síðustu mánuði í Borg-
arleikhúsinu við góða dóma.
Um textana á plötunni er sömu
sögu að segja; þar valdi Gunnar
besta fólkið til samstarfs. „Þegar
lögin voru komin fór ég með þau
til höfunda sem ég taldi líklegt að
kæmu með texta sem hæfðu, eins
og raunin varð,“ segir Gunnar og
nefnir þarna rithöfundana Vigdísi
Grímsdóttur, Hallgrím Helgason
og Guðmund Andra Thorsson en
textahöfundarnir eru alls tólf.
„Fyrir þessa plötu samdi ég 20-
30 lög og nota síðan helminginn.
Eitthvað af því sem varð eftir bíð-
ur á harða disknum í tölvunni og
nýtist vonandi síðar. Mér finnst að
minnsta kosti alltaf skipta miklu
máli að næla mér í góða melódíu.
Annars finnst mér áberandi að í
dag leggja tónlistarmenn ekki jafn
mikið upp úr laglínunni og var en
þeim mun meira upp úr hljómi og
takti laganna þótt kannski sé eng-
in ein tónlistarstefna ráðandi,“
segir Gunnar. Hann reiknar með
að strax á nýju ári verði tónleikar
með lögum af hljómplötunni 16 þar
sem nokkrir af hinum ágætu tón-
listarmönnum sem þar eiga hlut að
máli komi fram. Nánar er platan
kynnt á vefsetrinu gunnarthordar-
son.com þar sem líka er hægt að
kaupa gripinn og fá sendan heim.
Semur um Tyrkjaránið
Á hálfri öld hefur Gunnar sent
frá sér eða tekið þátt í gerð fjölda
hljómplatna. Lögin hans skipta
hundruðum, þau kunna flestir og
skipa sterkan sess í vitund og
menningu þjóðarinnar.
Um árabil starfaði Gunnar á
Broadway og Hótel Íslandi sem
tónlistarstjóri við uppsetningu ým-
issa sýninga þar en þegar þeim
tíma lauk sneri hann sér í ríkari
mæli að klassískri tónlist – og út-
koman úr því starfi var óperan
Ragnheiður sem var sýnd árið
2013.
Óperan fjallar um Ragnheiði
Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í
Skálholti á 17. öld, ástarsamband
hennar við lærimeistara sinn, Daða
Halldórsson, og fordæmingu föður
hennar, Brynjólfs biskups Sveins-
sonar, á því sambandi.
„Óperuformið er áhugavert og
ég er kominn nokkuð áleiðis með
þá næstu, en þar byggi ég á
Tyrkjaráninu árið 1627. Ég hef
lesið mikið um þessa atburði, sem
margir hafa skrifað um – rétt eins
og Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Við
Böðvar Guðmundsson rithöfundur
erum að vinna saman handrit að
óperunni en til þess að ljúka verk-
inu þurfum við nokkur misseri
enn,“ segir tónskáldið Gunnar
Þórðarson að síðustu.
Melódían skiptir alltaf miklu máli
Ný sólóplata Gunnars Þórðarsonar heitir 16 Spilar út í loftið Valdi besta fólkið til samstarfs
Söngvarar eru tólf og þekktir rithöfundar meðal textahöfunda Óperuformið er áhugavert
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tónskáld „Lögin eru annars það sem hreinlega hefur komið til mín á und-
anförnum árum,“ segir Gunnar Þórðarson um nýju pötuna, þá fyrstu í 30 ár.
Stefán
Hilmarsson
Stefanía
Svavarsdóttir
Katrín Halldóra
Sigurðardóttir
Sigríður
Thorlacius
setja lygar þeirra fram í því sem
hann nefnir „hið opna markaðstorg
hugmyndanna“, en á þeim vettvangi
almannaumræðu geti allt rökhugs-
andi fólk hafnað þeim. Nefnir
Dershowitz í því samhengi að hann
hafi varið rétt nýnasista til þess að
fara í skrúðgöngu um smábæinn
Skokie, en þar bjuggu margir sem
lifað höfðu helförina af.
Dershowitz gerir þó greinarmun á
málfrelsi og akademísku frelsi
fræðimanna. Enginn háskóli ætti að
þola að „akademískt frelsi“ sé mis-
notað innan veggja hans, að þar sé
ósönnum fullyrðingum haldið að
nemendum. Hann er þó þeirrar
skoðunar að utan kennslustofunnar
sé réttur fræðimanna til þess að tjá
sig um umdeild efni eða á umdeil-
anlegan hátt óskertur.
Að sama skapi verður hlutverk
fjölmiðla að skoðast í svipuðu ljósi.
Þeir ættu að fjalla um þá staðreynd
að til sé fólk sem afneiti helförinni en
ekki birta sjálfir fullyrðingar þess
efnis að hún hafi ekki átt sér stað.
Hver á að dæma?
Og þar kemur Dershowitz að
helsta vandanum þegar kemur að
„fölskum fréttum“. Hvernig eiga
fjölmiðlar, fræðimenn og almenn-
ingur að fjalla um slíkt? Eiga fjöl-
miðlar að birta yfirlýsingar stjórn-
málamanna sem þeir hafa látið
athuga og komist að raun um að eru
uppspuni? Hver getur í frjálsu sam-
félagi sest í dómarasæti og ákveðið
hvað sé satt og hvað logið?
Dershowitz segir að við þessum
spurningum séu engin einföld svör
að öðru leyti en að ríkisvaldinu ætti
ekki að vera falið það hlutverk að
finna endimörk málfrelsisins, þar
sem gagnrýni á yfirvöld verði alltaf
að vera leyfð. Þá sé í netheimum
engin leið til þess að tryggja það að
sannleikurinn verði alltaf ofan á. „Á
endanum mun almenningur alltaf
ákveða hverju eigi að trúa, hvað eigi
að efast um og hverju eigi að hafna.
Og hann mun ekki alltaf taka vitur-
legar ákvarðanir á tímum þar sem
lygar geta dreift sér á meiri hraða en
nokkru sinni fyrr,“ ritar Dershowitz.
„Málfrelsi og hið opna markaðs-
torg hugmyndanna veita enga full-
vissu um að sannleikur, réttlæti eða
siðgæði verði ofan á. Í besta falli er
málfrelsið ekki eins slæmt og helstu
valkostirnir við það, svo sem rit-
skoðun ríkisvaldsins, opinberar
sannleikssveitir eða tilraunir til að
loka á markaðstorg hugmyndanna,“
segir Dershowitz í niðurlagi greinar
sinnar.
Málfrelsið og markaðs-
torg hugmyndanna
Alan Dershowitz skrifar grein í Afmælisrit Jóns Steinars
AFP
Auschwitz Dershowitz nefnir af-
neitun helfararinnar í grein sinni.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Alan
Dershowitz
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Hvernig á að taka á „fölskum frétt-
um“? Hvaða mörk er rétt að setja á
málfrelsi og rétt fólks til þess að
halda fram röngum staðreyndum?
Þetta er á meðal þeirra spurninga
sem Alan M. Dershowitz, einn
þekktasti lögfræðingur Bandaríkj-
anna, veltir fyrir sér í grein sinni í
afmælisriti Jóns Steinars Gunn-
laugssonar, fyrrverandi hæstarétt-
ardómara, sem kom út í haust í til-
efni af sjötugsafmæli hans.
Dershowitz er meðal annars
þekktur fyrir að hafa verið í
lögfræðingateymi ruðningskappans
O.J. Simpsons, sem sýknaður var af
ákæru um að hafa myrt fyrrverandi
eiginkonu sína og ástmann hennar á
tíunda áratug 20. aldarinnar. Á með-
al annarra þekktra skjólstæðinga
Dershowitz á löngum lögmannsferli
má nefna Patty Hearst og hnefa-
leikakappann Mike Tyson.
Þegar helförinni er afneitað
Í grein sinni, sem rituð er á ensku,
nefnir Dershowitz afneitun helfarar-
innar gegn gyðingum sem öfga-
kenndasta dæmið um það þegar
röngum staðreyndum er haldið
fram. Segist Dershowitz fá á hverj-
um einasta degi fjölmarga tölvu-
pósta frá ýmsum „stofnunum“ þar
sem reynt sé að þræta fyrir þá stað-
reynd að nasistar hafi reynt að út-
rýma gyðingum með skipulegum
hætti í síðari heimsstyrjöld. Líkir
Dershowitz helfararafneitunum við
iðnað að þessu leyti, sem furðumarg-
ir hafi atvinnu sína af.
Dershowitz lýsir því yfir að hann
styðji rétt þeirra sem vilji ljúga til
um mannkynssöguna til þess að
Yfir 500 starfsmenn Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað, Seyðisfirði,
Vestmannaeyjum, Helguvík og
Akranesi fagna um helgina 60 ára
afmæli fyrirtækisins í Póllandi.
Hópurinn býr í borginni Sopot, sem
er á milli Gdansk og Gdynia og í
kvöld er mikil afmælishátíð á dag-
skránni, m.a. með góðum gestum að
heiman.
Flogið var með þotum Flugleiða
til Póllands og á fimmtudag var flog-
ið frá Egilsstöðum, en í gær bæði frá
Egilsstöðum og Keflavík. Flugstjóri
í Egilsstaðavélinni á fimmtudag var
Norðfirðingurinn Kári Kárason og
notaði hann tækifærið í einstakri
veðurblíðu og flaug út Fannardal og
Norðfjörð á leiðinni til Póllands.
Rólegra yfir bæjarbragnum
Jón Björn Hákonarson, forseti
bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, sagði
um miðjan dag í gær að talsverður
munur væri á bæjarbragnum og ró-
legra yfir. Hann átti erindi í grunn-
skólann og mörg barnanna tjáðu
honum að þau gistu hjá ömmu eða
öðrum ættingjum þessa helgina.
Sjálfur afmælisdagur Síldar-
vinnslunnar er 11. desember og
verður þá kynnt útgáfa bókar um
sögu fyrirtækisins eftir Smára
Geirsson. aij@mbl.is
Síldarvinnslan fagnar 60 ára afmæli
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Síldarvinnslan Skip frá Síldarvinnslunni við bryggju í Neskaupstað.
Yfir 500 starfs-
menn í Póllandi