Morgunblaðið - 02.12.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.12.2017, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 2. desember 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 103.25 103.75 103.5 Sterlingspund 138.9 139.58 139.24 Kanadadalur 79.99 80.45 80.22 Dönsk króna 16.4 16.496 16.448 Norsk króna 12.421 12.495 12.458 Sænsk króna 12.319 12.391 12.355 Svissn. franki 104.74 105.32 105.03 Japanskt jen 0.9179 0.9233 0.9206 SDR 146.02 146.9 146.46 Evra 122.06 122.74 122.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.7488 Hrávöruverð Gull 1282.15 ($/únsa) Ál 2032.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Steinunn Kristín Þórðardóttir var kjörin ný í stjórn Arion banka á sér- stökum hluthafa- fundi sem fram fór á fimmtudaginn. Á sama tíma vék Guðrún Johnsen úr stjórninni. Hún hef- ur setið í stjórn bankans frá 2010, var varaformaður auk þess að vera for- maður lánanefndar stjórnar og í áhættunefnd. Steinunn starfaði þar til nýlega sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance en hún var áður m.a. framkvæmdastjóri Íslandsbanka í Bretlandi. Stjórn Arion banka skipa, auk Stein- unnar, Eva Cederbalk formaður, Brynj- ólfur Bjarnason, Jakob Már Ásmunds- son, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund og Þóra Hall- grímsdóttir. Steinunn inn í stjórn Arion og Guðrún út Steinunn Þórðardóttir STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Alur álvinnsla, eina álendurvinnslan á Íslandi, hefur meira en tvöfaldað verksmiðju sína á þessu ári. Fyrir- tækið hefur verið með starfsemi á Grundartanga síðan árið 2012, en þar áður, eða frá árinu 1998, starf- aði félagið í Helguvík. „Farið var af stað í 1.000 fer- metrum árið 2012 hér á Grundartanga, og núna í ár höf- um við meira en tvöfaldað hús- næðið, sem gerir okkur kleift að bæta við okkur verkefnum. Við höfum einnig bætt við tækjum og búnaði til þess að geta nýtt efnið betur,“ segir Brynja Silness, framkvæmdastjóri Als, í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið hefur starfsleyfi til að taka á móti 15.000 tonnum af ál- gjalli á ári til ársins 2025, og tekur í dag við efni sem fellur til við frum- framleiðslu áls úr álverum Rio Tinto í Straumsvík og Norðuráli á Grundartanga. Álið sem endurunnið er fer svo til baka aftur inn í fram- leiðsluferli Norðuráls og Rio Tinto. „Það er nauðsynlegt að endurvinna álgjallið til að hægt sé að endurnýta það.“ Notar bara 5% af orkunni Brynja segir að aðeins 5% af þeirri orku sem fer í að frumfram- leiða ál fari í að endurvinna það. „Úr um 7.000 tonnum af gjalli náum við að vinna um 2.500 tonn af áli á ári.“ Hún segir að einnig falli til efni við þeirra eigin framleiðslu, en þar er um að ræða salt sem notað er við endurvinnsluna, um 600 tonn á ári. Það salt sem fellur til er sent utan til endurvinnslu, og svo til baka, þar sem það er aftur notað hjá Al í end- urvinnsluferlinu. „Þannig lokast hringurinn,“ segir Brynja. Hún segir framtíðarsýnina vera að minnka flutning á efni milli landa, og endurvinna það í verk- smiðjunni á Grundartanga. „Það er mikilvægt að lágmarka land- og sjó- flutningana sem þessu fylgja, og endurvinna sjálf. Loka þannig hringnum hér á svæðinu. Við höfum fjárfest í hluta af þeim búnaði sem til þarf, og það verður sett upp í byrjun næsta árs, svo höldum við bara áfram að vinna í að koma upp meiri búnaði í því ferli. Nú eru góð- ir flokkunaraðilar sem safna ál- brotajárni, dósum og öðru, sem sent er til útlanda og endurunnið þar. Uppfærsla hjá okkur og aukinn búnaður gerir okkur kleift að sinna þessum verkefnum hér heima. Við stefnum á að gera þessa verksmiðju eins skilvirka og hægt er.“ Hún segir að erlent samstarf hafi verið stór þáttur í uppbyggingu félagsins og aukinni þekkingu starfsmanna. „Okkar helstu sam- starfsaðilar eru í Bretlandi og Þýskalandi en einnig höfum við heimsótt verksmiðjur í Pólandi og Noregi. Þetta eru fyrirtæki sem starfa á sama vettvangi og búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu.“ Sjö manns vinna hjá Al sem er að 86,49% hlut í eigu Ramses ehf., fjárfestingarfélags Eyþórs Laxdal Arnalds, og að 13,51% hlut í eigu Megni ehf., sem er í eigu hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttir, for- stöðumanns viðskiptavers Borgun- ar. Álendurvinnsla hefur verið tvöfölduð að stærð á árinu Hringrás Brynja segir að gott verði að losna við við land- og sjóflutningana sem fylgja saltendurvinnslunni. Endurvinnsla » Áldósir eru allar sendar til útlanda í dag. » Allt ál frá Al er sent aftur til álverksmiðjanna inn í fram- leiðsluferlið á ný. » 600 tonn af salti á ári eru notuð í endurvinnsluferlinu. » Félagið hét áður Kratus, en tók nýlega upp nafnið Alur ál- vinnsla. » Sjö manns vinna hjá félag- inu.  Alur álvinnsla vill einnig geta endurunnið áldósir  Undirbúa saltendurvinnslu Brynja Silness Kaup Vodafone á 365 miðlum án Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour gengu í gegn í gær. Á með- al keyptra eigna eru Stöð 2 og Bylgj- an. Heildarvirði kaupanna er 8,3 milljarðar króna. Eigendur 365 fá í sinn hlut 1,6 milljarða í reiðufé og 11% hlut í Vodafone sem metinn er á 2,1 milljarð króna. Auk þess yfirtek- ur Vodafone vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4,6 milljarðar króna. Í kaupsamningnum var ákvæði um samstarf milli Fréttablaðsins og visir.is um að vefmiðillinn fengi efni frá blaðinu á morgnana næstu tvö árin. Nýr vefréttamiðill á vegum Fréttablaðsins mun einnig birta fréttir frá blaðinu. Eftir tvö ár verði svo skilið alveg á milli fréttadeild- anna. Í samtali við mbl.is staðfestir Guð- finnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, að starf fréttastjóra hjá nýrri fréttadeild Stöðvar 2, Bylgj- unnar og visir.is hjá Vodafone verði auglýst á næstunni. Áður gegndi Kristín Þorsteinsdóttir þeirri stöðu yfir öllum miðlum 365 sem útgefandi og aðalritstjóri. Kristín staðfestir við mbl.is að hún muni áfram gegna þeirri stöðu hjá Fréttablaðinu eftir að kaupin eru gengin í gegn, og mun hún einnig vera aðalritstjóri Bylgj- unnar, Stöðvar 2 og visir.is fram að þeim tíma sem nýr fréttaritstjóri verður ráðinn hjá Vodafone. Björn Víglundsson, framkvæmda- stjóri sölusviðs Vodafone, verður framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá félaginu og mun leiða samþætt- ingu þess við aðrar einingar, sem og vöruþróun. thorsteinn@mbl.is, helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Yfirtaka Heildarvirði kaupa Voda- fone á 365 var 8,3 milljarðar króna. Kaup Vodafone á 365 gengin í gegn  Tveir vefmiðlar munu birta fréttir Fréttablaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.