Morgunblaðið - 02.12.2017, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bandarískilögmað-urinn Alan
Dershowitz skrifaði
í vikunni grein í
New York Times
þar sem hann lýsir
áhyggjum sínum af því að verið
sé að glæpavæða þátttöku í
bandarískum stjórnmálum. Í
greininni segir hann að ekki
verði þverfótað fyrir fréttum af
rannsóknum á því hvort stjórn-
málamenn hafi gerst sekir um
glæpsamlegt athæfi og rekur
nokkur dæmi bæði á hendur re-
públikönum og demókrötum.
Dershowitz tekur fram að
hann hafi barist gegn því að
Donald Trump yrði kjörinn for-
seti Bandaríkjanna, en nú sé
hann skotmark rannsókna, sem
séu pólitískt litaðar. Í fyrra (og
aftur nú) hafi það átt við um
Hillary Clinton og þar áður
mann hennar. Næst í röðinni
séu Bernie Sanders og kona
hans, sem nú sæti rannsókn að
frumkvæði embættismanns
repúblikana í Vermont.
Dershowitz skrifar að ekki
eigi að reyna að láta sveigjanleg
lög ná yfir það hvernig Trump
beiti valdi, sem hann hafi sam-
kvæmt stjórnarskrá. Þegar
Trump hafi beðið forstjóra al-
ríkislögreglunnar (FBI) að láta
niður falla rannsókn sína á
Michael Flynn, fyrrverandi
þjóðaröryggisráðgjafa, og rekið
James Comey úr forstjórastóli
FBI hafi hann ekki farið út fyrir
stjórnarskrárbundin valdmörk.
Hann bætir við að jafnvel þótt
menn í herbúðum Trumps hafi
haft samband við eða unnið með
rússneskum útsendurum sé það
ekki glæpur nema þeir hafi ver-
ið beðnir um eða hjálpað að
fremja glæpi á borð við að brjót-
ast inn í tölvur. Ágæti slíkra
ákvarðana eigi að setja í dóm
kjósenda, ekki kviðdóms.
Vitanlega eigi að taka á spill-
ingu í stjórnsýslunni, en allar
þessar rannsóknir á því hvort
stjórnmálamenn hafi framið
glæpi séu áhyggjuefni. „Fyrir
mér bera þau vitni hræðilegri
tilhneigingu, sem hrjáir bæði
demókrata og repúblikana, til
að glæpavæða ólíkar pólitískar
skoðanir.“
Þessi tilhneiging teygði sig
hingað til lands þegar réttað var
yfir Geir H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, í Lands-
dómi. Aðdragandinn var sá að
meirihluti þingmannanefndar
um rannsóknarskýrslu Alþingis
ákvað haustið 2010 að leggja
fram þingsályktunartillögu um
að fjórir ráðherrar, tveir úr
Sjálfstæðisflokki og tveir úr
Samfylkingu, yrðu sóttir til
saka vegna starfa sinna í að-
draganda bankahrunsins. Hinn
pólitíski daunn af þessari til-
raun til að glæpavæða stjórn-
málastarfið var ótvíræður.
Harkalegar deil-
ur fóru fram um
málið á þingi. Í at-
kvæðagreiðslunni
var síðan tekinn af
allur vafi um hið
pólitíska eðli máls-
ins. Tillögur um að ákæra þrjá
ráðherra voru felldar. Hins veg-
ar var samþykkt að ákæra þann
fjórða, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Á bak við þá niðurstöðu
var ákvörðun fjögurra þing-
manna úr Samfylkingunni. Þeir
ákváðu að hlífa fyrrverandi for-
manni sínum, en setja leiðtoga
samstarfsflokksins á sakabekk.
Ákæruliðirnir gegn Geir voru
sex. Tveimur var vísað frá áður
en meðferð málsins hófst, þar á
meðal að Geir hefði sýnt af sér
stórkostlega vanrækslu sem
forsætisráðherra. Hann var síð-
an sýknaður af þremur ákæru-
liðum af þeim fjórum, sem eftir
stóðu. Hins vegar var hann sak-
felldur fyrir að hafa ekki sinnt
stjórnarskrárbundinni skyldu
til að halda ráðherrafundi um
mikilvæg málefni. Fimm dóm-
arar vildu sýkna hann af öllum
ákæruliðum.
Sennilega hefur engin ríkis-
stjórn fylgt þessu ákvæði
stjórnarskrárinnar í þaula,
enda sagði Geir þegar dómur
féll að hann hefði verið sakfelld-
ur fyrir formsatriði, sem „hefur
ekkert með orsakir banka-
hrunsins að gera“. Ef þetta
stjórnarskrárákvæði yrði gert
að mælistiku mætti hins vegar
búa til fjölda tilefna til að halda
Landsdómi uppteknum um
ókomin ár, þótt slíkt sjónarspil
yrði engum til framdráttar.
Geir fór með mál sitt fyrir
Mannréttindadómstól Evrópu á
þeirri forsendu að réttarhöldin
gegn sér hefðu verið pólitísk.
Fyrir rúmri viku komst dóm-
stóllinn að því að Mannréttinda-
sáttmáli Evrópu hefði ekki ver-
ið brotinn þegar Geir var
sakfelldur og sýknaði íslenska
ríkið. Sá úrskurður vekur
spurningar um hvað þurfi til að
réttarhöld teljist pólitísk og
hvort dómstóllinn hafi yfirhöfuð
skoðað málatilbúnað og aðdrag-
anda þess að Geir var dreginn
fyrir Landsdóm. Þótt Geir hafi
ekki haft erindi sem erfiði fyrir
dómstólnum í Strassborg breyt-
ir það engu um þá staðreynd að
það var pólitísk aðför að efna til
réttarhaldanna yfir honum og
tilraun til að glæpavæða stjórn-
málastarfið. Viðbrögð Ögmund-
ar Jónassonar, fyrrverandi
þingmanns og ráðherra Vinstri
grænna, segja alla söguna: „Í
mínum huga hefur Geir Haarde
ekki tapað í þessu máli. Við sem
hófum þetta mál töpuðum því
hins vegar frá fyrsta degi, ein-
faldlega með því að krefjast
fangelsisdóms yfir manni fyrir
að framfylgja pólitískri sann-
færingu sinni.“
Landsdómur var til-
raun til að glæpa-
væða stjórnmála-
starfið}
Pólitísk réttarhöld
Þ
að hefur mikið verið talað um nauð-
syn þess að stunda ný og betri
vinnubrögð á Alþingi undanfarið.
En hvað þýðir það í raun og veru?
Að sögn forsætisráðherra þá var
eitt dæmi um ný vinnubrögð hvernig stjórn-
arandstöðunni var boðið upp á að velja um
hvort ríkisstjórnin legði fram fjárlagafrumvarp
fyrri ríkisstjórnar eða hvort stjórnin ætti að
breyta því fyrst og leggja það svo fram. Það
sem gleymdist að segja var að samhliða gamla
fjárlagafrumvarpinu yrðu lagðar fram breyt-
ingatillögur. Niðurstaðan varð þó það sem
stjórnarandstaðan bað um, nýtt frumvarp. Að
það hafi verið hlustað er merki um ný vinnu-
brögð að mínu mati. Að það hafi gleymst að
greina frá öllum upplýsingum sem málið varð-
aði er hins vegar merki um hið gagnstæða.
Hver eru þá þessi nýju vinnubrögð? Í stjórnarsáttmál-
anum er meðal annars sagt: „opnari stjórnsýslu, gagnsæi
og virðingu gagnvart verkefnum“ og „með því að styrkja
Alþingi“. Hluti af því eru loforð um þverpólitískar nefndir,
sem er eitthvað sem allir hafa heyrt áður. Einnig ætlar
ríkisstjórnin að setja sér siðareglur, sem hefur verið gert
áður og dæmin um það hvernig siðareglurnar eru bara orð
á blaði sem enginn fer eftir eru til. Eftir að hafa lesið
stjórnarsáttmálann hef ég enn ekki hugmynd um hvaða
nýju vinnubrögð eiga að skapa einhverja sátt. Það verður
örugglega ýmislegt reynt en á sama tíma mun gamla póli-
tíkin sífellt vera að þvælast fyrir. Gamlir hundar læra að
sitja og þess háttar.
Mig langar því að leggja til nokkrar hald-
bærar tillögur um nýju vinnubrögðin. Þrjár
einfaldar reglur fyrir ríkisstjórnina og ein ein-
föld regla fyrir stjórnarandstöðuna.
Ríkisstjórn
1. Hlustar á gagnrýni og bregst við.
2. Svarar spurningum undanbragðalaust.
3. Axlar ábyrgð með afsögn eða að stíga til
hliðar ef eitthvað fer úrskeiðis.
Stjórnarandstaða
1. Kallar ekki „úlfur, úlfur“ eða gerir úlfalda
úr mýflugu.
Dæmin eru fjölmörg um stjórnarandstöð-
una sem gerir of mikið úr litlu máli. Þar falla
kannski alls konar gífuryrði sem vega þá þeim
mun minna þegar alvarlegt mál kemur upp.
Það er erfitt að sjá hvort er orsök og hvort er
afleiðing, að stjórnin hlusti ekki eða andstaðan
ýki. Þegar allt kemur til alls þá skiptir það ekki máli,
hvoru tveggja verður að ljúka. Stjórnarandstaðan verður
að vera málefnaleg og ríkisstjórnin verður að gera ráð fyr-
ir því að gagnrýni og spurningar séu málefnalegar jafnvel
þó þeim finnist þær ekki hljóma þannig.
Að lokum vil ég líka gera það að tillögu minni að stjórn-
arandstaðan heiti héðan í frá ekki stjórnarandstaða eða
minnihluti heldur stjórnareftirlit. Orð í íslensku eru lýs-
andi og andstaða þýðir að „vera andvígur e-u, virk nei-
kvæð afstaða“. Það er ekki málefnalegt. Ný vinnubrögð
eru alvöru eftirlit og ábyrgð. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ný vinnubrögð og stjórnareftirlit
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Guðmundur Ingi Guð-brandsson tók við emb-ætti umhverfisráðherra ígær. Hann hefur gegnt
starfi framkvæmdastjóra Land-
verndar um árabil. Óhætt er að
segja að innkoma Guðmundar sé
óvenjuleg. Þótt ráðherrar hafi verið
sóttir út fyrir Alþingi reglulega
finnast þess ekki dæmi að þeir hafi
farið fyrir baráttusamtökum í við-
komandi málaflokki áður.
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjórnmálafræðingur segir að inn-
koma Guðmundar sé þó í raun af-
skaplega svipuð og þegar Ólafur
Ragnar Grímsson varð fjármála-
ráðherra.
„Guðmundur er utanþings-
maður en hann er ekki utan stjórn-
málanna. Landvernd er pólitísk fé-
lagasamtök, samtök sem starfa að
pólitísku markmiði og hann til-
heyrir auk þess VG. Þess vegna er
hann pólitískur ráðherra. Hann er
ekki fagráðherra sem stendur utan
við stjórnmálin eins og reynt var að
gera með Gylfa Magnússon og
Rögnu Árnadóttur. Það er mun-
urinn,“ segir Eiríkur Bergmann.
Vanhæfi ekki vandamál
„Það má gera greinarmun á
þessum tveimur tegundum. Guð-
mundur er eflaust valinn af fagleg-
um ástæðum en hann er ekki bara
valinn af þeim ástæðum. Hann er
líka valinn vegna stjórnmálanna,“
segir Eiríkur Bergmann.
Þegar hefur komið upp um-
ræða um hvort umhverfisráðherr-
ann nýi kunni að vera vanhæfur
þegar kemur að málum sem hann
hefur áður beitt sér gegn í fyrra
starfi sínu. Eiríkur kveðst telja að
það sé ekki stórt vandamál fyrir
stjórnina.
„Þá víkur hann bara sæti í
þeim málum og annar ráðherra er
skipaður við afgreiðslu viðkomandi
mála. Ráðherrar hafa oft verið van-
hæfir vegna fyrri starfa, fyrri emb-
ættisfærslna eða einhvers sem þeir
hafa sagt.“
Ráðherra hefur þegar velt því
upp hvort skynsamlegt sé að reisa
Hvalárvirkjun í Árneshreppi.
Nefndi hann í viðtali á Rás 2 að
skynsamlegt væri að bera saman
kosti þess að reisa umrædda virkjun
og að stofna þar þjóðgarð. Hann
sagði jafnframt að sú skýring að
virkjunin myndi auka raforkuöryggi
á Vestfjörðum væri langsótt. „Það
sem þarf að laga varðandi raforku-
mál á Vestfjörðum er að tryggja bet-
ur afhendingaröryggi orku. Þar
myndi ég vilja sjá að horft yrði til
hvaða möguleikar eru til staðar til að
setja raflínur í jörð á þessu svæði.“
Fagna áherslum
stjórnarinnar
Guðmundur Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets, fagnar áherslum í
stjórnarsáttmálanum enda kannski
næg verkefni fram undan. „Í ljósi
stöðunnar á flutningskerfinu er mik-
ilvægt fyrir okkur að stjórnarsátt-
málinn leggi áherslu á þennan mik-
ilvæga innvið sem raforkuflutnings-
kerfið er. Orkustefna til lengri tíma,
áhersla á uppbyggingu kerfisins
og ekki síst áhersla á bætta
skilvirkni stjórnsýslunnar
þegar kemur að ákvörðunum
sem tengjast línulögnum eru
allt þættir sem hafa mikið
vægi. Ég óska nafna mínum,
nýjum umhverfisráðherra, til
hamingju með starfið og á
ekki von á öðru en eiga
gott og faglegt sam-
starf við hann eins
og aðra ráðherra.“
Pólitískur ráðherra,
ekki fagráðherra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tekið við embætti um-
hverfisráðherra. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar.
Guðmundur Ingi er 22. ráð-
herrann sem situr utan þings
og tíundi ráðherrann sem aldr-
ei hefur verið kjörinn á þing.
Nokkrir ráðherrar hafa verið
utan þings nýlega. Síðustu
dæmin eru Lilja Alfreðsdóttir
sem var utanríkisráðherra í
ráðuneyti Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar og Ólöf Nordal
sem var innanríkisráðherra frá
því í desember 2014 og fram í
byrjun þessa árs.
Þar áður var Ragna Árna-
dóttir dóms- og kirkju-
málaráðherra og Gylfi
Magnússon viðskipta-
ráðherra í ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur
árið 2009.
Jón Sigurðsson var
iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra fyrir Fram-
sóknarflokkinn
2006-7, svo fátt
eitt sé talið.
Guðmundur
Ingi sá tíundi
RÁÐHERRAR UTAN ÞINGS
Lilja
Alfreðsdóttir