Morgunblaðið - 02.12.2017, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
✝ Elna Thomsenfæddist á Siglu-
firði 11. maí 1936.
Elna lést 26. nóvem-
ber 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Önnu
Kristínar Halldórs-
dóttur og Tomasar
Thomsen. Systkini
Elnu eru: Hallmar, f.
7. maí 1932, d. 8.
október 2002. Elna,
f. 7. júní 1934, d. 9. ágúst 1935.
Magnea, f. 17. maí 1941, d. 15.
f. 15.5. 1955, látinn, maki Krist-
rún Þórisdóttir, hann á fjögur
börn og einn fósturson. Anna
Kristín, f. 7.4. 1957, maki Gunn-
ar Helgi Emilsson, látinn 31.10.
2013, þau eiga tvö börn. Andrés
Ingiberg, f. 21.9. 1961, maki
Margrét Arndís Kjartansdóttir,
þau eiga fjögur börn. Kristín
Björk, f. 2.4. 1971, maki Ragnar
Haukur Högnason, þau eiga
fimm börn, Ragnar Haukur á
tvö börn frá fyrra hjónabandi.
Elna giftist Leifi Sveinbjörns-
syni, bónda á Hnausum, 23. júlí
1967. Leifur lést 2008.
Útför Elnu fer fram frá Þing-
eyrarkirkju á morgun, 2. desem-
ber 2017, klukkan 15.
nóvember 2009.
Thomas Enok, f.
27. febrúar 1940,
og Svala Sigríður,
f. 15. október
1945. Hálfsystkini
Elnu voru Svan-
hvít og Karl sem
bæði eru látin.
Elna ólst upp á
Siglufirði og í
Þórshöfn í Fær-
eyjum.
Börn Elnu og Leifs eru: Tóm-
as, f. 27.9. 1953, Sigurður Jakob,
Elsku amma mín og nafna er
búin að fá hvíld.
Það er margs að minnast um
hana ömmu. Amma í sveitinni var
hún alltaf kölluð af barnabörnun-
um og var yndislegt að keyra í
hlaðið í Hnausum og sjá hana
standa á tröppunum skælbros-
andi.
Það var alltaf nóg að gera í
sveitinni, alltaf fullt hús af fólki. Í
eldhúsinu leið ömmu best, hún
var einstaklega góður kokkur.
Alltaf þríréttað í matinn.
Amma var sérstaklega hjarta-
góð og blíð kona. Hún kenndi mér
mikið og við vorum góðar vinkon-
ur.
Hún var mjög sjálfstæð og
ákveðin kona sem lét aldrei neitt
standi í vegi fyrir neinu sem hún
ætlaði sér. Aldrei lognmolla í
kringum hana, hávær og sagði
alltaf sína skoðun. Það var gaman
að vera nálægt henni.
Fyrir sex árum síðan fórum við
nöfnur saman til Kanarí. Við átt-
um yndislegan tíma saman þar
sem ég mun aldrei gleyma.
Ég kveð ömmu mína með mikl-
um söknuði og sorg í hjarta en er
um leið glöð og ánægð yfir því að
hafa fengið tækifæri til að njóta
vináttu og tryggðar þessarar
stórkostlegu konu. Ég er þakklát
fyrir það veganesti sem hún færði
mér fyrir lífið.
Ég veit að pabbi, Siggi, afi og
fleiri hafa tekið vel á móti ömmu.
Elna Ósk.
Í dag verður til moldar borin
elskuleg móðursystir mín Elna
Thomsen, ættmóðirin sjálf í svo
mörgum skilningi. Ég var ung að
árum er ég var send í sveit til
dvalar hjá þeim hjónum í Hnaus-
um, Elnu og Leifi. Það gat stund-
um reynt á fyrir litla sál að vera
fjarri foreldrum og lítilli systur og
oft erfitt að sofna á kvöldin. Þá
var stundum skriðið upp í hjá
þeim hjónum í hlýjuna sem ég átti
eftir að vera umvafin af þeim alla
tíð. Smátt og smátt vandist sveita-
lífið enda hafði ég mikilvægum
störfum að gegna, gaf hænsnum
og hirti, hjálpaði við að sækja
kýrnar og aðstoða í fjósi svo ekki
sé nú talað um rekstur á búi
ásamt Andrési frænda mínum,
skötuhjúunum á Haugum.
Dvöl mín í Hnausum þroskaði
mig og þar naut ég einstakrar
hlýju bæði frá Elnu og Leifi og
börnum þeirra allra, sem dekruðu
við mig hvert í kapp við annað.
Á unglingsárum mínum dvaldi
ég oft í Hnausum enda nemandi í
Héraðsskólanum að Reykjum og
því stutt að fara í sveitina. Alltaf
var mér tekið opnum örmum þó
að fyrirvarinn væri stuttur.
Stundum var hringt fyrir hádegi á
föstudegi og spurt „má ég koma?“
og alltaf var sama svarið: „Hvað
heldur þú?“ og svo var brunað af
stað, oft með hóp af vinkonum
með.
Það er erfitt að lýsa með orðum
hve þakklát ég er fyrir að vera
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
átt hana Elnu fyrir frænku. Hún
var mér svo einstaklega góð, um-
vafði mig með elsku sinni, hvatti
mig til dáða og leiðbeindi mér oft
á tíðum, hún kom hreint fram og
gat verið óumræðilega skemmti-
leg enda gustaði af henni til orðs
og æðis. Elna hafði þann einstaka
hæfileika að láta manni finnast
maður skipta máli og kenndi mér
svo margt. Það eru gríðarlega
margir sem eiga Elnu frænku
minni mikið að þakka. Það eru
margir sem hafa dvalið hjá henni
og Leif í lengri eða skemmri tíma.
Börnunum þeirra er ég líka þakk-
lát fyrir að hafa haft þolinmæði
fyrir öllum þeim sem þar dvöldu,
örugglega oft á þeirra kostnað
hvað tíma og athygli foreldranna
snertir. Algóðan Guð bið ég fyrir
sálu fallegu og góðu frænku minn-
ar, sveitamömmu sem nú hefur
verið leyst frá veikindum sínum.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú hef-
ur gefið mér.
Tómasi, Önnu Kristínu, Andr-
ési, Kristínu Björk og fjölskyld-
unni allri vottum við Halldór og
dætur okkar dýpstu samúð.
Elva J. Thomsen
Hreiðarsdóttir.
Í dag er kvödd frænka mín,
Elna Thomsen. Elna bjó bæði í
Ólafsvík og síðar meir að Hnaus-
um við Vatnsdalshóla og víðar.
Elna var systurdóttir föðurömmu
minnar, Magneu Halldórsdóttur
frá Ólafsfirði. Í áraraðir keyrði ég
með foreldrum mínum norður í
Eyjafjörð á skódanum hans
pabba eða afa. Leiðin var löng,
eða einir tíu klukkutímar, og oft
lengri. Þegar við nálguðumst
Hnausa var beygt inn á heimreið-
ina og hlaupið í í hlýjan bæinn hjá
Elnu og Leifi. Þá vorum við orðin
svöng og fengum aldeilis gott
hlaðborð af heimabökuðu í eld-
húsinu á Hnausum. Efir kaffið
var mikið skrafað en Jón Guð-
jónsson, pabbi minn, var orðinn
syfjaður og lagði sig inni í stofu.
Þar svaf hann í nærri klukku-
stund og svo var haldið áfram.
Með pabba undir stýri var ekki
hægt að halda lengra án hress-
ingar og að sofna djúpum svefni í
heitri stofunni undir skrafi okkar
hinna í eldhúsinu. Þetta er dásam-
leg minning. Ég segi mínu fólki
þetta alltaf þegar við keyrum í
dag fram hjá Hnausum, því enn
erum við að fara norður í Eyja-
fjörð, nú er stoppað í Staðarskála.
Minning mín um Elnu nær líka
í Ólafsfjörð þegar Jón Guðjónsson
á MB Andvara kíkti í heimsókn til
Önnu frænku og Tomma.
Þá var ég 15 ára hálfur háseti á
sjó með pabbanum. Ég horfði
með aðdáun á flottu heimasæt-
urnar túbera hárið og strika í
augabrýr og varir til að heilla
strákana á ballinu.
Allt í einu finnst mér orðið svo
tómlegt í fjölskyldunni okkar því
svo margir af skyldmennum okk-
ar eru farnir yfir móðuna miklu.
Ég finn til söknuðar.
Elna var glaðleg kona, falleg og
bar sig eins og drottning. Ég veit
að hún heldur áfram að bera af á
himnum og hlæja með ættingjum
sínum með glaðlegan glampa í
augunum. Hvíl þú í friði, kæra
frænka, og takk fyrir góðu mót-
tökurnar á þínum heimilum.
Minning þessi mun lifa. Frænd-
fólki mínu og aðstandendum votta
ég innilega samúð.
Hildur Gréta Jónsdóttir.
Það var komið fram undir sum-
armál vorið 1973. Ég hafði verið á
prýðilegum bændafundi í Flóð-
vangi sunnan undir Vatnsdalshól-
um með nemendum mínum úr
Framhaldsdeild Bændaskólans á
Hvanneyri, varð eftir í Hnausum í
Þingi hjá Leifi móðurbróður mín-
um og Elnu konu hans, en þeir
héldu aftur suður í Borgarfjörð.
Þau höfðu gengið í hjónaband
sumarið 1967 en ég þekkti Elnu
lítið, kom sjaldan norður vegna
námsdvalar minnar í Wales frá
1966-1972. Í Hnausum var ég
hagvanur eftir langdvalir á barns-
og unglingsárum hjá Sveinbirni
afa, Kristínu ömmu og þeim syst-
kinunum, Leifi og Svövu.
Tímarnir voru breyttir. Áfram
var rekinn góður blandaður bú-
skapur á jörðinni og Elna hélt
myndarlegt heimili með Leifi og
vænum barnahópi. Þau voru mjög
gestrisin, marga bar að garði og
Elna hafði frá mörgu að segja
þegar spurt var frétta úr sveitinni
þar sem hún hafði fest vel rætur.
Húsum var vel við haldið, ekki síst
íbúðarhúsinu sem afi og amma
höfðu byggt 1942 eftir að gamli
torfbærinn brann til grunna þá
um vorið, komið var eldhús upp á
hæð og stofan mikið endurbætt,
allt smekklegt að hætti Elnu og
Leifs.
Móttökurnar þá og síðar voru
alltaf ánægjulegar og þótti mér
sérlega gott að gista í kjallaraher-
berginu þar sem amma hafði stað-
ið löngum stundum við kokselda-
vélina á milli þess sem hún skaust
upp á hæðina til að sinna símstöð-
inni fyrir Sveinsstaðahrepp. Inn í
þetta umhverfi kom Elna 1967,
varð bóndakona sem hafði í mörg
horn að líta og sinnti öllum verk-
um með sóma. Frá fyrstu tíð voru
kynni okkar með ágætum. Elna
skildi strax vel hve sterk tengsl
mín við Leif og Hnausa voru. Fyr-
ir þetta hef ég alltaf verið henni
þakklátur.
Þegar þau hjónin fóru að draga
hefðbundinn búskap saman var
hafist handa við að byggja upp
ferðaþjónustu sem þau sinntu
bæði af alúð um árabil. Síðast
kom ég til þeirra í heimsókn að
Hnausum með yngstu dætrum
mínum í ágúst 1999, en sonur
minn hafði verið sumarmaður hjá
þeim allnokkrum árum áður. Frá
honum og öðrum í fjölskyldunni
bárum við kveðjur og þá fréttum
við að þau væru búin að selja jörð-
ina og ætluðu að flytja á Garðabæ
um það leyti sem ný öld gengi í
garð. Vistlegt sumarhús uppi í
fjalli varð síðan athvarf Elnu og
Leifs á ýmsum tímum, á meðan líf
og heilsa leyfði. Þangað var líka
gott að koma og gladdist ég sér-
staklega við að sjá, sunnan við
húsið, aldinn félaga frá fyrri tíð,
Massey Harris Pony árgerð 1953
sem tók þá við af dráttar-
hestunum sem mér voru einnig
kærir. Enn breyttir tímar en
gömul gildi í heiðri höfð.
Á seinni árum, einkum þegar
foreldrar mínir voru vistmenn á
Hrafnistu í Hafnarfirði, kom ég
stundum við hjá Elnu þar í húsi og
átti skemmtilegt spjall við hana
þar sem fréttir úr sveitinni fögru
voru efst á baugi. Hún fylgdist vel
með öllu. Hugurinn leitaði norður
í Húnaþing og þangað flutti hún
aftur fyrr á þessu ári.
Ég og fjölskylda mín minn-
umst Elnu með virðingu og þökk
og við vottum börnum hennar og
öðrum aðstandendum innilega
samúð.
Ólafur R.
Dýrmundsson.
Elna Thomsen
Ástkæra móðir okkar og tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÍÐUR I. INGIMUNDARDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Ingimundur Hjartarson
Anna María Hjartardóttir
Gunnlaugur B. Hjartarson Málfríður Gísladóttir
Alda Hjartardóttir Sveinn Muller
ömmubörn og langömmubörn
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÁRNADÓTTIR
frumkvöðull og hönnuður
frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði,
lést á Landspítalanum 24. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 7. desember
klukkan 15.
Valgeir Guðjónsson Ásta Kristrún Ragnarsdóttir
Guðrún Arna Guðjónsdóttir
Sigríður Anna Guðjónsdóttir Ragnar Marteinsson
Árni Tómas, Bjarni Þór, Margrét, Edda Björk,
Ragnheiður, Arnar Tómas, Guðjón, Vigdís Vala,
tengdabörn og barnabarnabörn
Systir okkar,
RÚNA BÍNA SIGTRYGGSDÓTTIR,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 8. desember klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningasjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Ingibjörg Sigtryggsdóttir
Unnur Sigtryggsdóttir
Jakobína Sigtryggsdóttir
Jóhanna Sigtryggsdóttir
Sigríður Sigtryggsdóttir
Elskulegur bróðir og frændi,
MARÍAS KRISTJÁN ÞÓRÐARSON
frá Suðureyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði,
23. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju mánudaginn 4. desember
klukkan 13.
Björgvin Þórðarson
og ættingjar
Ástkær bróðir okkar,
GUÐMUNDUR ÁSGEIRSSON,
Hverfisgötu 108, Reykjavík,
lést 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
mánudaginn 4. desember klukkan 13.
Jenný Ásgeirsdóttir
Hilmar Ásgeirsson
Helga Ásgeirsdóttir
Hjartkær eiginmaður, faðir, tengda-
faðir og afi,
EINAR HÖSKULDSSON,
lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss
föstudaginn 24. nóvember.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bryndís Júlíusdóttir
Rúna og Sísa Einarsdætur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HÓLMFRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR
frá Króki 2, Ísafirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 4.
nóvember og verður jarðsungin frá
Kotstrandarkirkju laugardaginn 9. desember klukkan 14.
Örvar Árdal Árnason
Aðalsteinn Árdal Björnsson
Bragi Árdal Björnsson Sigrún Helga Högnadóttir
barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNLAUGUR SIGVALDASON,
fyrrverandi bóndi í Hofsárkoti,
lést á Dalbæ, Dalvík, sunnudaginn
26. nóvember.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 8. desember
klukkan 13.30.
Jóhanna og Þorvar
Sigvaldi og Gígja
Ólöf og Þórarinn
Elín og Ólafur
Helgi og Þórunn
barnabörn og barnabarnabarn