Morgunblaðið - 02.12.2017, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
✝ Sólveig Sigurð-ardóttir fædd-
ist 8. desember
1939 á Þingskálum
á Rangárvöllum.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Lundi á Hellu 20.
nóvember 2017.
Foreldrar Sól-
veigar voru Sig-
urður Eiríksson frá
Árbæ á Rangár-
völlum, ólst upp á Keldum,
bóndi á Þingskálum, f. 11.
nóvember 1894, d. 15. apríl
1973, og Júlía Guðjónsdóttir frá
Nefsholti í Holtum, húsfreyja á
Þingskálum, f. 7. júlí 1902, d. 15.
apríl 1995.
Systkini Sólveigar voru Mál-
fríður, f. 22.11. 1927, d. 24. s.m.,
Valgeir, fræðimaður á Þing-
skálum, f. 16. nóvember 1934, d.
3. febrúar 1994, og Ingólfur,
fræðimaður á Þing-
skálum, f. 10. mars
1930, d. 15. mars
2003.
Sólveig vann
lengi hjá Slátur-
félagi Suðurlands,
fyrst á Hellu til
margra ára, síðar á
Hvolsvelli og Sel-
fossi. Að auki vann
hún mörg ár hjá
Landgræðslu rík-
isins í Gunnarsholti.
Sólveig bjó alla sína tíð á
Þingskálum og stóð þar fyrir
búi ásamt móður sinni og bræðr-
um frá árinu 1973. Frá árinu
2003 bjó hún þar ein.
Sólveig eignaðist ekki maka
eða börn.
Útför Sólveigar fer fram frá
Keldnakirkju á Rangárvöllum í
dag, 2. desember 2017, klukkan
14.
Þá er hún Sólveig mín á Þing-
skálum farin, veginn sem okkur
er öllum ætlað að fara fyrr eða
síðar. Sólveig, nágranninn minn
góði, leggur í ferðina, síðust af
sínu fólki, Þingskálafólkinu. Þeg-
ar ég kom á Rangárvellina fögru
en harðbýlu, kulda- og kalárið
1979, bjuggu á Þingskálum þrjú
systkini með aldraðri móður
sinni, Júlíu Guðjónsdóttur. Það
voru þau Ingólfur Sigurðsson,
fæddur 1930, Valgeir Sigurðsson,
fæddur 1934, og nokkuð yngst
Sólveig Sigurðardóttir áður
nefnd, fædd 1939. Faðir systkin-
anna og eiginmaður Júlíu, Sig-
urður, hafði látist nokkru fyrr, ár-
ið 1973. Því miður kynntist ég
honum ekki persónulega en fékk
þó þannig lýsingu á honum og
hans mannkostum að mér finnst
ég alla tíð síðan þekkja hann. Þær
lýsingar passa afar vel við
reynslu mína af nágrenni við
Júllu og systkinin í nær 40 ár í
það heila tekið. Þegar ég kom hér
að Kaldbaki, rétt kominn af ung-
lingsaldri, var ég aldrei látinn
finna annað en að vera velkominn
í samfélagið af nágrönnunum á
Þingskálum og í raun gott betur
því ég upplifði strax þá tilfinningu
að vera á höndum borinn. Og
hafði ég þó ekkert til þess unnið,
nema ef vera skyldi að hafa unnið
hjarta sem Þingskálafólkinu var
kært. Þingskálafólkið tók mér
opnum örmum frá fyrsta degi og
á nágrennið féll aldrei skuggi í 38
ár.
Þegar komið var að Þingskál-
um á þessum árum fékk maður þá
tilfinningu að vera kominn aftur í
tímann hvað snerti húsakost og
fyrirkomulag innanbæjar og auð-
vitað viðmót heimamanna. Þegar
mann bar að garði var Júlla
gjarnan með á prjónum, jafnvel
að spinna á rokk og ekki leið á
löngu áður en góðgjörðir voru á
borð bornar. Bræðurnir Valgeir
og Ingólfur voru gjarnan í bóka-
grúski, en á þessum árum var
Valgeir og reyndar báðir þeir
bræður að vinna að gerð Rang-
vellingabókar, sem út kom 1982 í
tveimur bindum og er mikið rit og
vandað. Sólveig sá um gegningar
en um innanbæjarstörf sáu þær
mæðgur saman.
Sérgrein Sólveigar í menningu
Þingskálaheimilisins var ljóðin og
tónlistin. Sólveig kunni ókjör af
ljóðum og tækifærisvísum sem
hún fór með af munni fram ef svo
bar undir. Einnig kunni hún
mörg sönglög af ýmsu tagi og
hafði góða söngrödd sem hún
beitti af lagvissu. Hún hafði mikið
yndi af að taka þátt í tónlistar-
starfi og var um árabil félagi í
Harmonikufélagi Rangæinga og
síðar meðlimur í Hring, kór eldri
borgara.
Ekki má svo gleyma því að Sól-
veig var sjálf hagyrðingur góður
og til eru margir þorrablótsbrag-
ir og tækifærisvísur úr ranni Sól-
veigar og einnig vísur og ljóð með
dýpri meiningu lífsins.
En nú er hún Sólveig mín farin
yfir móðuna miklu og veröld okk-
ar nágrannanna verður ekki söm.
Við höfum fylgst að í langan tíma
og það er sárt þegar leiðir skilj-
ast.
Það er haust í sálinni og ekkert
eftir annað en að fylgja góðum
granna „að vaðinu í ánni“ og
þakka fyrir sig. Takk fyrir sam-
fylgd í nágrenni af bestu gerð í 38
ár og megi allt sem gott er fylgja
þér og minningu þinni inn í eilífð-
ina.
Þinn nágranni og vinur,
Viðar Hafsteinn Steinarsson.
20. nóvember síðastliðinn lést
góður vinur og nágranni, Sólveig
á Þingskálum.
Sólveig fæddist á Þingskálum
og ólst upp við almenn sveitastörf
eins og þau tíðkuðust hér um
slóðir.
Fastheldni og nægjusemi var í
hávegum höfð á heimilinu en jafn-
framt var mikil áhersla lögð á að
fræðast og kryfja málin. Bóklest-
ur var mikill, enda sjaldgæft að
sjá annan eins fjölda bókatitla og
til eru á Þingskálum.
Þegar ég gekk um bæjarhlaðið
á Þingskálum í vikunni og lágir
sólargeislarnir lýstu bæjarþilið á
gamla bænum varð mér hugsað
til þess láns að hafa alist upp í ná-
grenni við Þingskálafólkið. For-
eldrar mínir fluttu hingað að
Kaldbaki með Elínu systur mína í
sumarbyrjun árið 1958 og þrem-
ur árum síðar bættist ég í fjöl-
skylduna.
Sú vinsemd og hlýja sem þau
mættu frá fyrstu stund frá Þing-
skálafólkinu var pabba og
mömmu mikils virði. Samgangur
milli bæjanna hér hefur alltaf ver-
ið mikill og samvinna og hjálp-
semi á báða bóga. Óhætt er að
fullyrða að á nágrennið hefur
aldrei borið skugga hvorki fyrr né
síðar. Við Ella nutum þeirra for-
réttinda að eiga óskipta athygli
allra á Þingskálum, enda litum
við alltaf á þau sem frændfólk,
þótt enginn væri skyldleikinn.
Eftir að Sólveig var orðin ein á
Þingskálum varð það að vana hjá
mér að sjá alltaf til hennar dag
hvern og ef ég sá ekki til hennar
hringdi ég eða fór. Hún hafði
gaman af þessu og sagðist ekki
geta gert neitt án þess að ég væri
að fylgjast með. Aldrei slepptum
við heldur að koma í afmæliskaffi
hvor til annarrar og auðvitað var
Sólveig alltaf boðin í barnaafmæl-
in bæði þegar mínar stelpur,
Klara og Ösp, voru litlar og svo
núna seinni árin þegar haldið var
upp á afmæli barnabarnanna
minna.
Sólveig hafði gaman af því að
ferðast og eftir að hún var komin í
Félag eldri borgara í Rangár-
þingi fór hún margar ferðir um
landið með þeim og einnig nokkr-
ar erlendis. Þá ferðaðist hún
einnig oft með félögum sínum í
Harmonikkufélagi Rangæinga.
Sönggleði Sólveigar fékk að njóta
sín með Hring, kór eldri borgara
hér í Rangárþingi.
Síðustu 15 mánuðir voru Sól-
veigu erfiðir. Hún háði hverja
baráttuna af annarri og náði oft
nokkrum sigrum, enda ekki á því
að gefast upp.
Ég er fegin því að hafa getað
staðið að baki henni á þessum erf-
iðu stundum. Mér er þakklæti
efst í huga til starfsfólks á Hjalla-
túni í Vík, en þar dvaldi Sólveig
nokkrar vikur síðastliðið haust og
síðan auðvitað til allra á Hjúkr-
unarheimilinu Lundi, þar sem
Sólveig naut góðrar umönnunar
allt þar til yfir lauk. Það hefur
verið tómlegt að geta ekki farið
fram að Þingskálum, sest við
borðið og spjallað eins og við Sól-
veig gerðum svo oft, vitandi nú að
ekkert verður sem áður.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við veg-
inn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Minningin um Sólveigu mun
lifa.
Fyrir hönd Kaldbaksfjölskyld-
unnar,
Sigríður H. Heiðmundsdóttir.
Hún Sólveig á Þingskálum er
nú búin að kveðja þetta líf, en það
hefur verið henni afar erfitt síð-
asta árið eftir að hún fékk heila-
blæðingu seinnipart árs 2016.
Þá eru allir úr Þingskálafjöl-
skyldunni farnir í ferðina löngu
og því langar okkur að minnast
okkar góðu nágranna fáum orð-
um í kveðjuskyni.
Þegar við vorum að alast upp á
Heiði bjuggu foreldrar Sólveigar,
Siggi og Júlla, á Þingskálum með
þremur börnum sínum, Ingólfi,
Valgeiri og Veigu, eins og við köll-
uðum þau og voru þessir ná-
grannar í miklu uppáhaldi hjá
okkur systkinum. Það var alltaf
gaman að fá Sigga í heimsókn,
þegar við vissum að hann var að
koma ríðandi með hestvagn að
sækja eitthvað sem hafði komið
með kaupfélagsbílnum, hlupum
við gjarnan á móti honum til að fá
að sitja í kerrunni.
Alltaf gaf hann okkur góðan
tíma, spjallaði við okkur og
kenndi okkur að sulla í pollunum.
Aldrei var smalað öðruvísi á Heiði
en að Siggi kæmi ríðandi og
hjálpaði okkur og mikið höfðu
þeir nú gaman af því að karpa um
pólitík afi og Siggi, enda fylgdu
þeir hvor sínum flokki en allt var
það í góðu.
Eftir að Valgeir eignaðist bíl
kom Siggi sjaldnar ríðandi en
saman komu þeir feðgar keyrandi
á laugardögum í mörg ár að
sækja póstinn sem skilinn var eft-
ir á Heiði.
Þá var það mikið tilhlökkunar-
efni að fara að Þingskálum, þar
var vel tekið á móti okkur í bað-
stofunni þar sem hver heimilis-
maður átti sitt sæti og allir tóku
þátt í umræðum um landsins
gagn og nauðsynjar. Sólveig lá nú
aldrei á skoðunum sínum og sagði
þær hátt og skýrt hver sem í hlut
átti. Þá voru veitingarnar hennar
Júllu mikið lostæti fannst okkur
börnunum, sérstaklega rúsínu-
kökurnar.
Það var spennandi að skoða í
allar bókahillurnar sem voru fyrir
ofan rúmin hjá systkinunum,
margar bækurnar voru um ætt-
fræði, en hjá Sólveigu voru líka
ástarsögur og aðrar skáldsögur.
Það kom enginn að tómum kof-
unum á þeim bænum ef eitthvað
þurfti að fræðast um ættir manna
og það var alveg ótrúlegt hvað
Júlla, sem fór helst aldrei af bæ,
var fróð og fylgdist vel með öllu.
Sólveig tók bílpróf og keypti
sér bíl þegar hún var komin á
miðjan aldur og varð þá mikil
breyting á lífi hennar. Hún fór að
vinna í Gunnarsholti og eignaðist
þar góða vini, varð síðan virk í
starfi Harmonikkufélags Rang-
æinga og eldri borgara kórsins
Hrings.
Þessi félagsskapur veitti henni
mikla ánægju enda hafði hún
gaman af því að hlusta á tónlist og
syngja og kunni mikið af lögum
og textum og ekki síst eignaðist
hún þarna marga vini.
Ekki eignuðust Þingskála-
systkini neina afkomendur en
fjölskyldan á Kaldbak var eins og
þeirra fjölskylda og gerðu þau
Sólveigu kleift að búa með kind-
urnar sínar þangað til hún veikt-
ist og það er hægt segja að Sigga
á Kaldbak hafi reynst Sólveigu
sem besta dóttir og aðdáunarvert
var að sjá hversu vel hún reyndist
henni í veikindunum.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Sólveigu og þessum góðu
nágrönnum okkar fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin.
Helga, Birna og Reynir
Þorsteinsbörn frá Heiði.
Sólveig
Sigurðardóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AUÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
lést á heimili sínu, Hrafnistu Hafnarfirði,
fimmtudaginn 23. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 5. desember klukkan 13.
Ívar Bjarnason Gunnhildur P. Gunnarsdóttir
Sólveig Edda Bjarnadóttir Gunnlaugur Sigurðsson
Guðrún Bjarnadóttir Jóhannes Kristjánsson
Valgerður Bjarnadóttir Haraldur Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
TRAUSTI EINARSSON,
byggingarmeistari,
Steinási 29,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
þriðjudaginn 28. nóvember. Útförin fer fram
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 8. desember klukkan 13.
Einar Tryggvi Traustason Sigríður Margrét Þorkelsdóttir
Ástríður Vigdís Traustadóttir Guttormur Björn Þórarinsson
Torfi Smári Traustason Sigfríður Sigurgeirsdóttir
Trausti Már Traustason Elísabet Gallagher
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
ÓLÖF HANNESDÓTTIR
frá Hnífsdal,
lést 26. október á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Edda F. Peachie
Birna Kristín Þórhallsdóttir
Sigjón R. Þórhallsson Oddný Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓSK JÓNSDÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi
21. nóvember, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 5. desember
klukkan 15.
Kristinn Valtýsson Halla Hjartardóttir
Ósk Soffía Valtýsdóttir Rainer Eisenbraun
Ingi Valtýsson Berglaug Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATLA ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést föstudaginn 24. nóvember á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju
föstudaginn 8. desember klukkan 13.
Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Félag heyrnarlausra, reikningsnr.
0101-26-35585, kt. 600776-0379.
Vilmundur Óskarsson Margaret Martin
Þórir Jónsson Friðbjört Gunnarsdóttir
ömmubörn og langömmubarn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÞORKELL JÓNSSON,
lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð
25. nóvember. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 12. desember
klukkan 15.
Aðstandendur þakka starfsfólki Sunnuhlíðar einstaka umhyggju.
Kristín Þorkelsdóttir Helgi Óskar Óskarsson
Jón Gísli Þorkelsson María Höskuldsdóttir
Guðjón Þorkelsson Kristín Sigurðardóttir
Árni Þorkelsson Jakobína Jónsdóttir
og fjölskyldur