Morgunblaðið - 02.12.2017, Side 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
áætlun um máltækni til næstu fimm
ára. „Við treystum því að á næsta ári
verði henni hrint í framkvæmd og fé
lagt í máltæknina, því við megum
engan tíma missa. Tungumálið er
undirstaða samfélags okkar og einnig
grundvöllur fullveldisins,“ segir Guð-
rún og rifjar upp að þegar fullveldið
var stofnað fyrir 99 árum hafi sér-
staklega verið vísað til þess að Ís-
lendingar væru fullvalda þjóð með
eigin tungu og menningu með djúpar
rætur inn í miðaldir. „Þessi brýnu
verkefni snúast um að gefa íslensk-
unni færi á því að komast inn í öll
tæki og tól sem við notum öll á hverj-
um degi, en öll erum við með síma
sem tala ensku við okkur. Allar tung-
ur, ekki bara fámennra þjóða, eiga í
vök að verjast gagnvart enskunni
sökum þess hversu ágeng hún er. En
góðu fréttirnar eru að það er svo auð-
velt fyrir okkur að koma íslenskunni í
tækniheiminn, en það kostar fé að
byggja brýr fyrir tunguna til að hún
geti stokkið yfir hindranir svo hún
komist alla leið. Í raun má lýsa þessu
verkefni sem innviðauppbyggingu og
hún ætti að vera efst á lista okkar
ásamt uppbyggingu annarra innviða
hér á landi,“ segir Guðrún og bendir
á að áætlaður kostnaður ríkisins sé
um 1,6 milljarðar króna sem dreifist
á fimm ár. „Fjárveiting aðgerða á
næsta ári var ekki komin inn á fjár-
lögin sem kynnt voru í haust, en ég er
viss um að fjármagnið ratar inn í end-
urskoðuð fjárlög sem væntanleg eru
á næstu dögum svo hægt verði að
hefjast handa strax á næsta ári.
Margir aðilar munu vinna saman,
Árnastofnun, Háskóli Íslands, Há-
skólinn í Reykjavík og stór og smá
fyrirtæki, ekki síst nýsköpunarfyr-
irtæki, í atvinnulífinu en Samtök at-
vinnulífsins hafa nýverið ályktað um
mikilvægi málsins.“
Guðrún lítur björtum augum til
framtíðar og segir ánægjulegt
hversu áhugasamt ungt fólk sé um
verkefni stofnunarinnar, eins og mál-
tæknina. Við höfum nú fengið lang-
þráðan styrk til að bæta Beyging-
arlýsingu íslensks nútímamáls
(bin.arnastofnun.is). Við finnum það
glöggt að um leið og við auglýsum
eftir fólki til að vinna verkefni með
okkur þá fáum við sterk viðbrögð og
það á einnig við önnur svið stofnunar-
innar,“ segir Guðrún og dregur ekki
dul á að stofnunina vantar fleira
starfsfólk til starfa til að geta sinnt
öllum þeim brýnu verkefnum sem
bíða.
Bestu menningarsendiherrar
„Líkt og margar aðrar stofnanir
tókum við á okkur mikinn niðurskurð
í kjölfar bankahrunsins og höfum enn
ekki jafnað okkur eftir það,“ segir
Guðrún og rifjar upp að Árnastofnun
hafi tekið á sig rúmlega 20% nið-
urskurð. „Í nýjustu fjárlögum er smá
viðsnúningur, en við eigum langt í
land miðað við stöðuna fyrir hrun.
Það eru svo mörg verkefni sem við
þurfum að sinna og Íslendingar geta
ekki treyst því að aðrir vinni þau
verk fyrir okkur. Má þar nefna varð-
veislu og miðlun handritanna, mál-
tæknina, orðabókagerð á netinu,
rannsóknir á íslensku máli, nafnfræði
og þjóðfræði. Við verðum að geta eflt
handritarannsóknir og útgáfu texta,“
segir Guðrún og bendir á að stofn-
unin sé aðeins með einn ljósmyndara
á sínum snærum. „Þess vegna geng-
ur hægt að koma myndum af hand-
ritum á vefinn, en stafrænt safn á
vefnum bætir aðgengi að handrit-
unum til rannsókna og þá skiptir ekki
máli hvar maður á heima í veröldinni.
Það er verið að kenna íslensku og/
eða forníslensku við yfir 100 háskóla í
heiminum. Alþjóðaskrifstofan okkar
heldur utan um íslenskukennsluna
erlendis, þannig að þeir sem vinna
með íslenskuna úti í heimi finna að
þeir eigi bækistöð hérlendis. Þetta er
fólk sem leggur stund á íslensku
vegna mikillar ástríðu og ástar á ís-
lenskri tungu, náttúru og menningu,
hvort heldur er forn- eða nútíma-
menningu. Þetta eru framtíðarþýð-
endur okkar og í raun bestu menn-
ingarsendiherrar. Við höfum hvatt
utanríkisráðuneytið til að nýta þetta
fólk betur, rækta það og styðja við
það hvar sem það er í heiminum, því
þarna felast gríðarlega verðmæti.
Okkur Íslendingum ætti því að vera
það ljúf skylda að standa okkur vel á
sviði íslenskra fræða,“ segir Guðrún
að lokum.
Morgunblaðið/Hari
Samtal „Á sýningunni
gefst okkur tækifæri
til að fara í samtal um
fullveldistímann allt til
okkar daga,“ segir
Guðrún.
Huginn Þór Arason opnar sýningu
sína Rafmagn og Mina Tomic &
Kobi Suissa opna við sama tækifæri
sýninguna 1SINQ2EXIST í dag kl.
17 í Gallery Kling & Bang í Mars-
hallhúsinu. Einnig verða til sýnis og
sölu prentverk eftir Leif Ými Eyj-
ólfsson, Huldu Vilhjálmsdóttur og
David Horvitz, Gelitin og Arnfinn
Amazeen.
Verk Hugins á sýningunni Raf-
magn eru innblásin af auglýsinga-
herferð Calvin Klein frá 1980 þar
sem leikkonan Brooke Shields, þá
aðeins fimmtán ára, situr fyrir í ser-
íu af gallabuxnaauglýsingum sem
fóru eins og eldur í sinu um hinn
vestræna heim. Auglýsingarnar
þóttu djarfar og voru mjög umdeild-
ar á sínum tíma.
Huginn vinnur með viðsnúning
hlutverka þar sem hann sjálfur,
ásamt karlmódeli, tekst á við hug-
myndir um tísku, staðalmyndir,
æskudýrkun, ímynd kynjanna, stöðu
þeirra í samtímanum, hlutgervingu
og rafmagnað rými, spennuna á milli
tveggja einstaklinga.
Verk Hugins eru oft einföld og
taka á sig nánast barnslegt form og
framsetningu. Gjarnan má túlka
verk hans sem einskonar sjálfsmynd
þar sem nærvera listamannsins ögr-
ar áhorfandanum og hvetur hann til
að skyggnast undir yfirborðið og að
mörkum hins persónulega og al-
menna.
Leikur og flakk án tilgangs
Í sýningu Minu Tomic og Kobi Su-
issa 1SINQ2EXIST fást þau við
skilgreiningar og orðfæri ferðalags
sem þau yfirfæra á tilveru okkar,
eitthvað á milli leiks og flakks án til-
gangs sem á sér stað í annars skil-
virkum raunveruleika og ofsafegurð
óraunveruleika hans. Í verkum Minu
er það reynsla hennar af líkamlegri
hreyfingu sem dregur fram samtöl
sem skila sér út í umhverfið og
tungumálið. Til þess að öðlast á ný
umboð efnis og sjálfsvitundar skoð-
ar Mina nýjar leiðir í gegnum efa-
hyggju í formi hreyfinga.
Í vídeóverkum sínum virðist Kobi
Suissa upptekinn af frásögninni um
konuna sem bæði sér og veit allt.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
galleríinu.
Viðsnúningur hlutverka
Uppstilltur Fatamódelið Styr Júlíusson túlkar gallabuxnaauglýsinga-verk
Hugins Þórs Arasonar í sýningunni Rafmagn í Kling & Bang.
1SINQ2EXIST
og Rafmagn í
Kling & Bang
GUÐ BLESSI ÍSLAND HHHHH Fréttablaðið
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s
Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s
Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s
Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Þri 23/1 kl. 20:00 aukas.
Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s
Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s
Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s
Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s
Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas.
Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.
Medea (Nýja sviðið)
Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s
Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s
Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s
Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s
Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Lau 16/12 kl. 20:00 19. s
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 3/12 kl. 13:00 53. s Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas.
Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 10/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas.
Sun 3/12 kl. 13:00 4. sýn Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas.
Lau 9/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 13:00 aukas.
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00
Saga íslensku þjóðarsálarinnar.
Natan (Litla sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 Lokas.
Hvers vegna drepur maður mann?
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 3/12 kl. 17:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn
Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn
Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn
Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 2/12 kl. 11:00 295.s Lau 9/12 kl. 11:00 301.s Lau 16/12 kl. 11:00 307.s
Lau 2/12 kl. 13:00 296.s Lau 9/12 kl. 13:00 302.s Lau 16/12 kl. 13:00 308.s
Lau 2/12 kl. 14:30 297.s Lau 9/12 kl. 14:30 303.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s
Sun 3/12 kl. 11:00 298.s Sun 10/12 kl. 11:00 304.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s
Sun 3/12 kl. 13:00 299.s Sun 10/12 kl. 13:00 305.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s
Sun 3/12 kl. 14:30 300.s Sun 10/12 kl. 14:30 306.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Smán (Kúlan)
Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/12 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fös 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 24/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Allt um sjávarútveg