Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í fimm gámar á dag,“ segir Ragna. „Með því að vera með starfsmenn á endurvinnslustöðvunum um helgar höfum við náð að draga úr þeim mun- um sem fara í gegnum Góða hirðinn og enda svo í blönduðum úrgangi. Þetta er samt ennþá mikið magn. Það voru vel yfir þúsund tonn af nytja- hlutum sem komu í gegnum búðina í fyrra og ég held að sú tala hafi ekki lækkað. Við höfum verið spurð af hverju við lækkum ekki bara verðið en við getum ekki endalaust verið að lækka eða hafa hluti á lágmarksverði. Góði hirðirinn er ekki rekinn af sjálfboðaliðum. Við leigjum verslunarhúsnæði, starfs- menn fá greidd laun og við borgum ýmsan rekstrarkostnað. Þetta þarf náttúrlega að standa undir sér og helst að láta gott af sér leiða þannig að við getum greitt styrki einu sinni á ári. Góði hirðirinn mun vera með styrk- veitingu fyrir jól og styrkja hina ýmsu aðila sem hafa hag þeirra sem minna mega sín í forgrunni. Sveitarfélögin sem eiga Sorpu ætla ekki að borga með þessum markaði. Við eigum að gera hlutina á þann hátt að þeir séu já- kvæðir samfélagslega, fjárhagslega og umhverfislega. Við reynum að stilla öllu í hóf og haga rekstrinum þannig að horft sé í alla þessa þætti.“ Ragna segir að verslunarmunstur þjóðarinnar hafi breyst síðustu ár í takt við aukna velsæld. „Við erum orðin vandlátari. Við sjáum það að fólk vill ekki hvað sem er. Sumir horfa ekki lengur til þess að kaupa notaða hluti. Það var ein kona að segja mér að þegar hún byrjaði að vinna í Góða hirðinum gat hún selt strauborð með bletti á 800 krónur. Nú, sjö árum seinna, geti hún ekki selt þetta strauborð, jafnvel þó að verðið sé það sama og fyrir sjö árum. Hugs- unarháttur fólk hefur breyst. Maður hefði nú kannski vonað að fallið árið 2008 og árin þar á eftir hefðu kennt okkur að nýta hlutina betur og ekki bara hlaupa til og kaupa nýtt. Við get- um alveg gefið hlutum lengri tíma hjá okkur sjálfum.“ Margir losa sig við bækur Góði hirðirinn er ágætis mælikvarði á strauma og stefnur í þjóðfélaginu að því leyti að þangað rata gjarnan hlutir sem ekki teljast lengur móðins. „Það eru margir að losa sig við bæk- ur, þær koma í gífurlega miklu magni hingað. Svo eru það geisladiskar og DVD-diskar. Fólk er auðvitað komið með þetta allt í símana eða önnur tæki og því selst þetta hægar hjá okkur en áður. Um leið er fólk meira að losa sig við þetta en áður. Það fer því ekki al- veg saman framboð og eftirspurn.“ Ragna segir að það sem hafi líka breyst á undanförnum misserum sé aukin sala og skipti á notuðum hlutum á netinu. Fyrir vikið sé Góði hirðirinn því ekki lengur fyrsti kostur þegar fólk hreinsar út úr geymslunni eða skiptir einhverju út. „Við vitum til þess að fólk notar ýmsa miðla eins og Bland og gefins hópar á Facebook. Fólk er jafnvel bú- ið að reyna markaðinn og viðkomandi hlutur hefur ekki selst eða farið. Okk- ur gengur ekkert betur en öðrum að koma þessum hlut út.“ Góði hirðirinn sprunginn  Sorpa aldrei fengið meiri úrgang  25 gámar berast í viku hverri  Starfsmenn Góða hirðisins afþakka oft vörur á endurvinnslustöðvum Morgunblaðið/Árni Sæberg Móttökustöð Nytjagámar á móttökustöðvum Sorpu eru fljótir að fyllast, sér í lagi um helgar. Morgunblaðið/Hari Vörur Góði hirðirinn tekur meðal annars á móti húsgögnum, hljóðfærum, bókum og öðru frá heimilum landsmanna. Morgunblaðið/Hari Magn Starfsmenn Góða hirðisins hafa vart undan að taka á móti vörum frá fólki. BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Samfara þessari auknu velsæld kaupa landsmenn sér nú meira af nýj- um hlutum í stað notaðra, eins og algengt var á ár- unum eftir hrun og er nú svo komið að mikið af mun- um er afþakkað í Góða hirðinum því þeir seljast ekki. „Það er gífur- lega mikið magn að berast í gám- ana. Fólk er að endurnýja eða losa sig við hluti sem það telur nothæfa og vill gefa áfram en við einfaldlega náum ekki að selja hlutina lengur í Góða hirðinum. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað undan- farið eitt og hálft ár,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri um- hverfis- og fræðsludeildar hjá Sorpu. „Fólk er orðið vandlátara. Það vill ekki kaupa hlutina ef það sér á þeim og þeir þurfa að vera í ákveðnu ástandi. Flæði ákveðinna hluta hefur dregist mjög saman. Við höfum þurft að setja þetta aftur út í gáma og koma í endurnýtingarfarveg,“ segir Ragna en í hverri viku berast um 25 gámar af nytjahlutum í Góða hirðinn. Óánægja þegar afþakkað er Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hlutir seljast ekki og eru því af- þakkaðir, að sögn Rögnu. Stundum er nóg til af svipaðri vöru, ástand hluta er ekki nógu gott eða að ekki sé talið að þeir þoli flutninginn. Starfsmenn hafa að undanförnu verið á endur- vinnslustöðvum um helgar og leið- beint fólki. Hafa margir lent í því að munir þeirra hafa verið afþakkaðir og í kjölfarið greint frá því á samfélags- miðlum. Hefur mátt greina talsverða gremju meðal fólks vegna þessa. Ragna segir að mikilvægt sé að flokka óseljanlega vöru og jafnvel ónýta frá því sem fer í búðina. Það spari tíma og peninga því það sem ekki selst þurfi Góði hirðirinn að senda í annan endurnýtingarfarveg eða í förgun. „Hlutir mega ekki vera of lengi í Góða hirðinum. Við þurfum að koma nýjum hlutum í verslunina. Þegar mest var fengum við á bilinu 6-8 gáma á dag til losunar. Núna eru þetta um Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir Sorpa bs. veitir árlega styrki til ýmissa góðgerðarmála og félagasamtaka. Frá árinu 2010 hefur Sorpa veitt liðlega 155 milljónir króna í styrki. Í fyrra voru til að mynda veittar 14,7 milljónir í styrki. Meðal þeirra sem nutu góðs af voru Hjólakraftur, Bandalag kvenna í Reykjavík, júdódeild ÍR, SEM-samtökin, Félag einstæðra foreldra og mæðrastyrksnefndir. Styrkja góð málefni árlega BYGGÐASAMLAGIÐ SORPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.