Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Mótettukór Hallgrímskirkju gladdi gesti á Jólatónar Á efnisskrá Mótettukórsins var hátíðleg aðventu- og jólatónlist. Jólin nálgast Mótettukórinn hefur í rúm þrjátíu ár glatt Íslendinga fyrir jólin og tónleikar hans eru mikilvægur þáttur í aðventunni í huga margra. send er til Íslands af Páfagarði til að rannsaka ásakanir um að ljótur glæp- ur hafi verið framinn í Landakots- skóla. „Hún kemur fyrst til Íslands á 9. áratugnum til að grennslast fyrir um þær sakir sem bornar hafa verið á prest og kennara í skólanum, og snýr svo aftur til landsins 20 árum síðar vegna nýrra upplýsinga og þarf þá að rifja upp eitt og annað úr fyrri ferð sinni, og hnýta nýja hnúta.“ Söguþráðurinn ætti að hljóma kunnuglega, enda sækir Ólafur inn- blástur í atburði sem áttu sér stað í raun og veru í skólanum. Hann segist hafa verið meðvitaður um að efnið væri vandmeðfarið og alls ekki vakað fyrir honum að meiða þá sem upplifðu skelfilega hluti í Landakotsskóla á sínum tíma. „Búið er að afgreiða þetta mál í þjóðarvitundinni, og í þessu tilviki er fólkið sem var ásakað fyrir brot fallið frá og á enga afkom- endur. Og þó þau séu fyrirmyndir söguhetja í bókinni þá smíða ég nátt- úrlega nýja karaktera upp úr þeim, hnika við því sem ég þarf – örlögum þar á meðal, enda er bókin umfram allt skáldskapur þó hún sæki inn- blástur í raunverulega atburði.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur byggir bók á sannsögulegum atburðum en Höll minninganna, sem kom út 2001, byggðist á ævi Íslend- ings sem hvarf sporlaust frá fjöl- skyldu sinni í Reykjavík upp úr fyrri heimsstyrjöldinni og fannst ekki fyrr en löngu síðar. Þá bók vann Ólafur í góðu samstarfi við barnabörn manns- ins. Tilvistin og almættið Atburðirnir í Landakotsskóla eru aðeins kveikjan að sögunni í nýju bókinni. „Sakramentið er einkum saga þessarar nunnu og tengsla hennar við Ísland. Lesandinn upplifir atburðina með hennar augum og kynnist henni auðvitað um leið og því sem hefur mótað líf hennar. Bókin fjallar líka um trúna og kirkjuna, og þá bletti sem eru á starfi kalþólsku kirjunnar bæði á Íslandi og víða ann- ars staðar, glímuna við þær spurn- ingar sem brenna á flestum um til- vistina, guðs og manna, og átökin innra með okkur um rétt og rangt og allt þar á milli.“ Aðspurður hvort trúin eða kirkjan sem stofnun sé honum mjög hug- leikin segir Ólafur að eins og aðrir rit- höfundar hafi hann gaman af að skrifa um hluti sem hann hefur áhuga á. „Trúin og kirkjan eru heljarmikið bákn. Almættið hefur verið matreitt ofan í fólk bæði til góðs og ills – enda oft fyrirtaks tæki til að stjórna fólki.“ Af fjórtán skáldsögum Ólafs er Sakramentið sú þriðja þar sem aðal- söguhetjan er kona en fyrri bæk- urnar tvær voru Slóð fiðrildanna og Málverkið. Hann segist ekki setja sig í sérstakar stellingar til að skrifa frá sjónarhorni konu. „Það á við bæði um karl- og kvenpersónurnar í bókunum mínum að þær lifna í kollinum á mér og taka sér þar bólfestu. Þar mótast þær og öðlast eigið líf uns þær krefj- ast þess að ég komi þeim á pappírinn. Hvort sem sagan fjallar um karl eða konu, unga manneskju eða gamla, þá held ég að helsta skilyrðið sem höf- undurinn þurfi að fullnægja til að gera söguhetjur sínar sannfærandi sé að hann geti „gengið inn í“ annað fólk – sett sig í þess spor – hafi ákveðna tegund af samhyggju með fólki af ýmsu tagi og þyki jafnvel vænt um bresti þess, því fá erum við nú full- komin.“ Þarf að hafa ástríðu fyrir sögunni En hvað með aldurinn og þrosk- ann? Verður léttara að skrifa eftir því sem bókunum fjölgar? Ólafur segir að skrifin virðist koma í bylgjum og styttra á milli bóka nú en stundum áð- ur. „Að skrifa Sakramentið gekk mjög vel, og ekki nema tvö ár frá síð- ustu bók. Þar á undan liðu fjögur ár á milli bóka en lengst hefur það verið fimm.“ Mislangan tíma á milli bóka má helst skýra með því að Ólafi gengur misvel að finna innblástur. Hann fær hug- myndir héðan og þaðan en ræðst ekki í það að breyta þeim í bók nema vera viss í sinni sök. „Þegar ég ákveð að skrifa bók er ég að skuldbinda sjálfan mig til að hefja verkefni sem getur tek- ið mörg ár að klára. Er því vissara að efnið sé þannig að ég vilji eyða miklum tíma með því. Ég þarf að hafa ástríðu fyrir sögunni og söughetjunum.“ Þegar hann byrjar að skrifa skiptir mestu fyrir Ólaf að hafa reglu og hrynjandi á vinnunni. „Það er reglan sem skiptir mestu máli; að skrifa sam- viskusamlega í byrjun dags og leyfa svo efninu að malla áfram í hausnum yfir daginn. Vitaskuld er misjafnt hversu greiðlega sögurnar renna fram en í tilviki Sakramentsins voru margar náðarstundir þar sem allt virtist ganga upp.“ Næmi Ólafur Jóhann Ólafsson segir það mikilvægan hæfileika hjá rithöf- undum að hafa „ákveðna tegund af samhyggju með fólki af ýmsu tagi og þykja jafnvel vænt um bresti þess, því fá erum við nú fullkomin“. Söguhetjurnar lifna í kollinum og t  Nýjasta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar fjallar um nunnu sem rannsakar hörmulega atburði í Landakotsskóla  Tvö ár eru liðin frá því Ólafur sendi síðast frá sér skáldsögu en hann byrjar ekki á nýrri bók fyrr en söguþráðurinn og persónurnar hafa fengið að malla og mótast í höfðinu á honum Ljósmynd/Bjartur VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er merkilegt að Ólafur Jóhann Ólafsson skuli yfirhöfuð geta fundið lausa stund til að skrifa bækur, og hvað þá að hann hafi tíma til að senda frá sér nýja bók með nokkurra ára millibili. Eins og lesendur vita hefur Ólafur aldeilis gert það gott í vestan- hafs og er aðstoðarforstjóri banda- ríska fjölmiðla- og afþreyingarrisans Time Warner. Hann segist nota morgnana til að skrifa og byrjar ekki á nýrri bók fyrr en söguþráðurinn og persónurnar hafa tekið á sig frekar skýra mynd í höfðinu á honum. „Ég byrja morgn- ana á að fara aðeins í gegnum tölvu- póstinn og hefst svo handa við að skrifa klukkan sjö eða átta, og er þá kominn á skrifstofuna um klukkan tíu. Fjölmiðlabransinn fer í gang frek- ar seint á morgnana hér í New York, enda þurfum við að vera í nánum sam- skiptum við vesturströndina og því teygja vinnudagarnir sig oft fram á kvöldið.“ Sú var tíð að Ólafur notaði m.a. tím- ann um borð í flugvélum, þegar hann gat verið laus úr öllu sambandi við umheiminn, til að vinna að bókum sín- um. Nú hefur það breyst enda komið þráðlaust net um borð í vélarnar, og auk þess hefur hann reynt að draga úr ferðalögunum. „Þegar ég var yngri notaði ég tímann mjög vel og gat ver- ið endalaust að, hvar og hvenær sem er, en undanfarna tvo áratugi reyni ég að halda mig aðallega við skrifborðið heima. Ég skrifaði reyndar aldrei mikið á ferðalögum, punktaði meira hjá mér og velti vöngum, las yfir það sem ég var búinn að skrifa og krotaði kannski í það.“ Skáldskapur byggður á raun- verulegum atburðum Nýja bókin, Sakramentið, er sú fjórtánda sem Ólafur sendir frá sér. Aðalsöguhetjan er frönsk nunna sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.