Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeist- aramótinu í suðuramerískum döns- um 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Vörðu þau þar með titilinn frá í fyrra en um 100 danspör hófu keppnina. „Þetta var mjög langur dagur en gekk rosavel, við unnum alla dans- ana og þetta var mjög spennandi keppni. Úkraína varð í öðru sæti og Rússland í því þriðja. Það er svo erfitt að útskýra tilfinninguna, ég er búinn að æfa dans síðan ég var þriggja ára og er búinn að fórna miklu. Maður uppsker eins og mað- ur sáir í þessu eins og öðru,“ segir Pétur, glaður í bragði. Pétur og Polina unnu einnig heimsmeistaramótið í þessum flokki í fyrra og eru einu Íslending- arnir sem hafa náð þeim árangri tvö ár í röð. Þau kepptu aftur í gær í flokki fullorðinna en niðurstöður lágu ekki fyrir áður en Morgun- blaðið fór í prentun. ernayr@mbl.is Vörðu heimsmeist- aratitil sinn í dansi Sigurvegarar Dansparið Polina Oddr og Pétur Gunnarsson. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), átti nýverið fund með Ás- mundi Einari Daðasyni félagsmála- ráðherra, ásamt fleiri fulltrúum ÖBÍ. Var farið ítarlega yfir tillögur um úrbætur í málefnum öryrkja og fatlaðs fólks. Frá þessu segir í frétt á vef ÖBÍ. Þar segir jafnframt að ráðamenn hafi lýst yfir að auknum fjár- framlögum verði varið til heilbrigð- ismála, menntamála og samgöngu- mála, en að ekki hafi komið fram yfirlýsingar um aukin framlög til almannatrygginga og annarra málaflokka sem heyra undir félags- og jafnréttisráðherra. Því hafi ráð- herra verið afhent minnisblað þar sem tillögur ÖBÍ voru settar fram í fimmtán liðum. „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, króna á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis. Við viljum sjá tekju- og eignamörk hækkuð og lífeyri almannatrygginga hækka verulega svo fólk geti framfleytt sér í íslensku samfélagi. Það verður að lögfesta NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, fyrir áramót. Þetta eru réttlætismál sem þola ekki bið,“ sagði Þuríður Harpa. Afnáms skerðinga krafist Ljósmynd/ÖBÍ Öryrkjar Fulltrúar ÖBÍ eftir fund með Ásmundi Einari Daðasyni.  ÖBÍ fundaði með félagsmálaráðherra Eignarhaldsfélag Special tours hef- ur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum, og verða fyrirtækin hér eftir rekin sem systurfélög. Félögin munu sameina krafta sína og veita við- skiptavinum sínum betri þjónustu og aukna upplifun í tengslum við hvalaskoðun og aðra afþreyingu, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu um viðskiptin. Special tours býður hvalaskoðunar- og náttúruskoðunarferðir og gerir út frá Gömlu höfninni í Reykjavík. Whales of Iceland er stærsta hvalasýning Evrópu og þar býðst gestum að fræðast um hvali innan um líkön af hvölum í fullri stærð. Sýningin var opnuð árið 2015 og hefur notið mikilla vinsælda. Special tours kaupa hvalasýninguna Síðdegis í dag fer að draga úr frosti á landinu og næstu daga verður rign- ing eða slydda. Kuldakaflanum sem staðið hefur með hléum undanfarnar vikur er lok- ið í bili. Nóvember var kaldur og einnig byrjunin af desember. Breytingunni veldur lægð sem nálgast okkur frá Nýfundnalandi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar má búast við úrkomu seint í kvöld, fyrst snjókomu og síðan slyddu og rigningu í nótt. Vindur verður allhvass eða hvass. Veður verður síðan breytilegt í vikunni. Það snýst í norðanátt aftur þegar líð- ur á vikuna og hitinn fer aftur í frost- mark um næstu helgi, ef marka má langtímaspá. Óveðurslægðirnar sem herja á Evrópu næstu daga eru fjarri ströndum Íslands. Veðrið sem var í Þýskalandi í gær er aðeins for- smekkurinn því djúp lægð gengur inn á meginland Evrópu með tilheyr- andi óveðri. Kuldakaflanum á landinu að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.