Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 ✝ Guðrún Matt-hildur Sigur- bergsdóttir fæddist 20. nóvember 1930 í Ólafsvík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 23. nóvember 2017. Foreldrar Guð- rúnar voru Oddný Guðbrandsdóttir og Sigurberg Ás- björnsson, skósmiður í Kefla- vík. Systur Guðrúnar eru Sig- urrós Unnur, Erla Fanney og Erna. Guðrún giftist 13. ágúst 1949 Jóni Björgvini Stefánssyni, skó- smið, f. 19. október 1927. For- eldrar hans voru Ingifinna Jónsdóttir og Stefán Þór- Dætur þeirra eru Björg, Birna og Bergrún. Guðrún og Jón eiga tuttugu og fimm barnabarnabörn. Guðrún ólst upp í Ólafsvík til sex ára aldurs en þá flutti hún ásamt foreldrum sínum og systrum til Keflavíkur og lauk hefðbundinni skólagöngu. Guð- rún og Jón hófu búskap árið 1949 í Keflavík og bjuggu nán- ast öll sín búskaparár á Skóla- vegi 22. Þegar börnin voru komin á legg vann Guðrún á barnaleikvelli, í Skóbúð Kefla- víkur og á Skóvinnustofu Sig- urbergs sem hún rak ásamt eiginmanni sínum til fjölda ára. Guðrún starfaði mörg ár í skátafélaginu Heiðarbúum í Keflavík og var skátaforingi um árabil. Hún var ein af stofnendum Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum og for- maður þess um tíma. Útför Guðrúnar Matthildar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 11. desember 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. arinsson, bóndi á Mýrum í Skriðdal. Börn Guðrúnar og Jóns eru: 1) Sigurberg, mat- reiðslumaður, f. 1950, kvæntur Dagbjörtu Nönnu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Jón Auðunn, Kristinn Þór og Guðrún Matthildur. 2) Stef- án, prentari, f. 1952, kvæntur Maríu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru Jón Björgvin, Sig- urður og Svava Ósk. 3) Jó- hanna, þroskaþjálfi, f. 1953. Dætur hennar eru Guðrún Sjöfn, Þurý Ósk og Erla. 4) Ás- björn, lögmaður, f. 1959, kvæntur Auði Vilhelmsdóttur. Þakklæti er það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa um tengdamóður mína til 45 ára. Hún var yndisleg kona með góða nærveru og fallega sál. Þegar við Stebbi eignuðumst fyrsta barnið okkar seint um nótt var hringt í hana og hún látin vita. Eftir fimm mínútur var búið að banka allt upp á sjúkrahúsinu til þess að líta fyrsta barnabarnið augum og gleðisvipnum gleymum við aldrei. Hann Nonni okkar naut öðrum fremur góðs af og átti með þér ómetanlegar gæðastundir fyrstu tvö árin sem hann var í pössun hjá þér og fékk í leiðinni aukauppeldi sem eingöngu ömmur og afar geta veitt. Þú umvafðir börnin okkar Stebba ást og hlýju og þau voru ávallt velkomin á Skólaveginn, þegar þau voru í fjölbrautaskól- anum nutu þau góðs af enda stutt frá skólanum og heim til ömmu og afa þar sem þau fóru í hádegis- mat, skruppu í spjall eða smá kúr í frímínútum. Gunna hringdi í marga og tal- aði oft lengi í símann en hún gerði samt margt annað á meðan því það var örugglega 30 m snúra á símanum sem hún tók með sér um alla neðri hæðina, að sjálfsögðu var þetta fyrir tíma GSM-síma. Síðan kom fílófaxið hennar sem hafði að geyma öll símanúmer og heimilisföng og að lokum var hún komin á tækniöld með Ipad og Fa- cebook til að fylgjast með stórfjöl- skyldunni. Hún mundi alla afmælisdaga og skrifaði alltaf góð heilræði með sinni fallegu rithönd og skreytti síðan kort og umslag með glans- myndum, límmiðum og íslenska fánanum. Það var alltaf mikill gestagang- ur á heimilinu enda þekki hún marga og bauð hún alltaf upp á kaffi, kandís, afaköku eða annað góðgæti og kvaddi alla með faðm- lagi. Það var ekkert mál að velja sálmana fyrir útförina, hún minnti okkur reglulega á rauðu bókina þar sem allt var skráð niður hvernig hún vildi hafa hlutina frá A-Ö. Takk, elsku Gunna, fyrir allt, þú varst yndisleg tengdamóðir. Minning þín mun ávallt verða ljós í lífi mínu. María Sigurðardóttir. Amma Gunna var okkur systr- um mjög kær. Það er okkur ómet- anlegt að hafa alist upp í návist hennar. Amma var alltaf hress, mjög já- kvæð og skemmtileg. Hún vildi allt fyrir okkur gera. Hún var svo mikil amma, elskaði að fá barna- börnin í heimsókn og naut þess að finna upp á alls konar skemmti- legu og jafnvel óhefðbundnu að gera með okkur. Heima hjá ömmu og afa var allt fullt til af leikföng- um, spilum og búningum og það var ekkert sem ekki mátti gera. Það var mjög vinsælt að klæða sig í búninga og fara síðan í hlut- verkaleik, annaðhvort í kompunni eða á skóverkstæðinu hans afa. Það var rosalega gaman þegar við gistum hjá ömmu og afa, bæði á Skólaveginum og í Afakoti. Þá gerðum við margt skemmtilegt með ömmu. Við föndruðum, sung- um saman, borðuðum nýbakaða afaköku og höfðum það notalegt. Fyrir svefninn hlustuðum við allt- af á hljóðbækur og fórum svo saman með bænirnar, en amma kenndi okkur margar bænir. Þeg- ar við vöknuðum fórum við yfir í ömmu og afa rúm og kúrðum á milli þeirra, hlustuðum á útvarpið og töluðum saman, það var indælt. Amma Gunna sló alltaf í gegn í afmælisveislum okkar. Þar hélt hún uppi stuðinu með alls konar leikjum og söngvum. Hún var ein- staklega barngóð og öll börn hændust að henni. Með aldrinum hættum við að leika með dótið á Skólaveginum en nutum þess áfram að heim- sækja ömmu og afa. Við gátum spjallað við ömmu um allt milli himins og jarðar í marga klukku- tíma. Hún hafði frá svo mörgu skemmtilegu og áhugaverðu að segja. Þegar við stunduðum nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlup- um við oft yfir á Skólaveginn í há- deginu og fengum heitan og góðan heimilismat að hætti ömmu. Hún var mjög góður kokkur og gaf okkur mörg góð og sniðug ráð varðandi matseld. Amma er okkur góð fyrirmynd. Lífsgleði hennar og jákvæðni eru góðir eiginleikar sem við tileink- um okkur. Efst í huga okkar nú er þakklæti fyrir að hafa átt svona góða, yndislega og skemmtilega ömmu. Við erum stoltar af því að vera barnabörn hennar. Við sökn- um hennar meira en orð fá lýst. Björg, Birna og Bergrún. Elsku amma mín. Ég kveð þig með miklum sökn- uði og ennþá meira þakklæti. Amma, þú varst svo mögnuð kona. Þú hafðir mikla ást og hlýju að gefa og gafst hana óspart. Þú elskaðir að vera í kringum börn og að vera eiginkona, mamma, amma og langamma var mikilvægasta og uppáhaldshlutverkið þitt. Við vor- um yndin þín og stolt. Hvert sem þú fórst og sama við hvern þú varst að ræða vorum við alltaf það sem þú montaðir þig af. Sumarbústaðurinn ykkar afa, Afakot – þar er gott að vera. Við frænkurnar, ég, Erla og Björg, fengum oft að fara með ykkur þangað. Þar var maður dekraður í botn, fórum í leiki úti og inni, í heita pottinn oft og mörgum sinn- um á dag, gömlu dansarnir á laug- ardagskvöldum með frændum okkar úr næsta bústað og svo mætti lengi telja, ég gleymi þess- um ferðum aldrei. Öll börn elska að koma í Afakot enda sögðuð þið alltaf að þessi bústaður væri fyrir börnin og hann er það svo sann- arlega. Á Skólaveginum, heimili ykkar afa, eru allir velkomnir og tekið á móti öllum með hlýju, knúsi og kræsingum því aldrei vildirðu senda neina frá þér án þess að vera búin að gefa þeim eitthvað í gogginn. Þegar við barnabörnin vorum í Fjölbrautaskólanum nut- um við heldur betur góðs af kom- um í heitan mat í hádeginu og lögðum okkur í sófanum ef eyðan var löng. Á skóvinnuverkstæðinu hjá afa fengum við líka að æfa okkur að afgreiða og njóta þess að vera með ykkur. Börnin mín eru svo heppin að hafa haft þig og afa í lífi sínu, þið eruð frábærar fyrir- myndir og miklir viskubrunnar. Þau elska að fá að leika í komp- unni, ís í frystinum, hlusta á sögur og fá mikla ást og umhyggju. Þessar samverustundir með þér og afa hafa verið ómetanlegar fyr- ir okkur fjölskylduna. Á Skóla- veginum er svo margt brallað og þaðan á maður margar af sínum bestu minningum. Þér þótti líka alltaf svo vænt um að fá allt þitt fólk til þín, á jóladag höfum við komið saman hjá ykkur afa og þar er enginn smá flottur hópur á ferð sem þú varst svo rígmontin af. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa verið mikið hjá ykkur afa enda er svo gott að koma til ykkar og fá ráð, heyra sögur, skilja ættar- tengslin, já þau varst þú með öll á hreinu hvernig hver og einn væri skyldur í okkar fjölskyldu og þú varst líka með öll símanúmer sem og afmælisdaga á hreinu. Þér þótti líka mjög gaman að tala við fólk bæði á förnum vegi sem og í síma, við gátum oft talað um heima og geima svo tímunum skipti í símann. Í tæknimálum léstu ekki þitt eftir liggja og fékkst þér Ipad og Facebook svo þú gætir séð myndir af fólkinu þínu og þær skoðaðir þú oft á dag og fannst hver engillinn þinn öðr- um fallegri. Þú lést ekki þitt eftir liggja og varst farin að hlusta á óperur á Youtube, já þér var sko margt til lista lagt. Þið afi eruð fyrirmyndir mínir og hafið gengið í gegnum súrt og sætt saman í þau 68 ár sem þið hafið verið gift og alltaf jafn stolt og ánægð hvort með annað. Góði Guð, passaðu vel upp á ömmu, hún er svo dýrmæt og vertu afa styrkur á þessum erfiðu tímum. Amma, ég elska þig og sakna þín. Þinn ástarengill, Svava Ósk Stefánsdóttir. Elsku besta amma Gunna. Þú varst lítið eldri en ég er núna þegar ég kom í heiminn. Frá þeirri stundu átti ég og öll barna- og barnabarnabörnin okkar eigin verndarengil. Á Skólaveginn og í Afakoti vorum við alltaf velkomin, hvort sem það var heimsókn eða í öllum mögulegum hléum í skólan- um. Þú varst óendanlega stolt af okkur öllum og hvattir okkur allt- af til dáða. En þú kenndir okkur líka svo margt og þá fór fremst að vera góður við náungann, leggja hart að sér og standa á sínu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og þú átt svo mikinn þátt í því hver ég er í dag. Ég sakna þín meira en orð fá lýst. Jón Björgvin Stefánsson. Í lífi okkar allra eru nokkrar stórar persónur. Fólk sem var með okkur í æsku, fólk sem er fyr- irmyndir, fólk sem er skemmti- legt og fólk sem stendur alltaf upp úr þegar maður lítur til baka. Gunna frænka mín var allt þetta og reyndar margt meira, og alltaf með sínum sérstaka hætti. Í hópi barna og frændsystkina fjögurra dætra afa Sigurbergs skósmiðs hafði mikil nánd þeirra systra áhrif á tilveru okkar krakk- anna frá blautu barnsbeini. Stúlk- urnar fjórar sem misstu móður sína á unga aldri voru þá ungar mæður með hóp barna á svipuðu reki. Stundum mátti vart milli sjá hver var mamman og hver var frænkan þegar kom að uppeldi. Allar voru þær fullar af kærleika og alúð en oftar en ekki var það Gunna frænka sem tók tiltalið þegar maður var óþekkur. Á heimili þeirra Gunnu og Jóns að Skólavegi 22 voru gjarnan stór- ir hópar barna að leika og alltaf virtist Gunna frænka hafa fulla yf- irsýn yfir skarann. Sem fjögurra barna móður tókst henni að skapa notalegt en agað og skemmtilegt andrúmsloft fyrir okkur krakk- ana. Fyrir utan frændsystkin voru þar krakkar úr hverfinu og vinir og vinkonur héðan og þaðan. Og öll hersingin fékk svo mjólk, brauð og köku um miðjan dag. Allir sem sóttu þetta leiksvæði eiga bara góðar minningar. Og eðlilega varð svið hennar stærra í starfi með börnum, þegar hún tók að sér um árabil foringja- starf í skátunum og síðar umsjón með leikvelli. Heilu kynslóðirnar af stúlkum í Keflavík fengu notið allra hennar bestu persónutöfra um árabil í söng, leik og gleði. Og þegar skátastarfinu lauk tók hún sér fyrir hendur að skipuleggja og vinna að málefnum eldri borgara í tæplega 30 ár. Alla tíð gustaði af henni Gunnu frænku hvert sem hún fór. Aldrei lá hún á skoðunum sínum við nokkurn mann. Ef henni mislíkaði eitthvað eða þótti að betur mætti fara hjá vinum, vandamönnum, fólki sem hún hitti á förnum vegi eða forystufólki sveitarfélagsins mátti viðkomandi eiga von á tiltali, fundi eða símtali. Þrátt fyrir veik- indi og þrekleysi síðustu árin virt- ist aldrei skorta orku til að leið- beina fólki og veita tiltal. Hjónaband þeirra Gunnu frænku og Jóns hefur mér alltaf þótt bæði fallegt og sérstakt. Hversu mikið sem af henni gust- aði virtist Jón alla tíð taka því með kímni og aðdáun. Í raun mun lík- ara hjónabandi dagsins í dag en hjónabandi sem hófst við upphaf sjötta áratugar síðustu aldar. Gleðin þegar litið er yfir þeirra farsæla samband er ekki síst hið mikla barnalán sem þau hafa notið á langri ævi. Fátt held ég að hafi glatt Gunnu frænku meira en að horfa yfir þann stóra og fallega hóp kraftmikilla einstaklinga sem afkomendur þeirra eru. Það er mikil breyting fyrir okk- ur öll þegar ein af systrunum fjór- um fellur frá. Fyrir okkur sem þekktum og elskuðum hana Gunnu frænku verður eðlilega ákveðið tómarúm og söknuður. Við getum hins vegar yljað okkur við þá hugsun að Gunna frænka átti gott líf með góðu fólki. Kæri Jón, frændsystkin og fjöl- skyldur. Ykkur sendum við Guðrún og fjölskyldan innilegar samúðar- kveðjur. Einar Páll Svavarsson. Jæja, þá hefur hún kvatt okkur, hún Gunna frænka; móðursystir mín sem lifði lífinu „umbúðalaust“ í orðsins fyllstu merkingu. Konan sem notaði sama andlitið heima hjá sér og út á við, konan sem hafði skoðanir á öllu, tjáði þær einmitt alveg umbúðalaust hvar og hvenær sem var – og hvort sem maður vildi heyra þær eða ekki. Og sannfæringarkrafturinn! Mað- ur lifandi, hann var óviðjafnanleg- ur. Og auðvitað vildi maður alltaf heyra það sem Gunna frænka hafði að segja – einfaldlega vegna þess að röksemdafærslurnar voru alltaf skemmtilegar og oftast óvenjulegar, hvort sem hún var að ræða skyr, vítamín og Kákas- usgerla, trúmál eða pólitík, áfeng- isbölið og skaðsemi reykinga, að ekki sé talað um framhaldslífið. Undir ósköpunum gæddi maður sér svo á súkkulaðibitakökunni hennar og kaffibolla. Gunna frænka reiknaði ekkert með mót- bárum. Gunna frænka átti gott líf og viðurkenndi það fúslega. Hún var ein af þessum konum sem voru ungar gefnar Jóni. Hennar Jón er Stefánsson sem mörg okkar frændsystkinanna ákváðum mjög ung að árum að væri örugg- lega besti maður í heimi – og höf- um ekki hirt um að skipta um skoðun. Þeirra barna-, barna- barna- og barnabarnabarnalán var mikið. Þó það nú væri að Guð- inn hennar Gunnu frænku sendi þeim hjónum endalausa halarófu af krökkum, eins barnelsk og barngóð og þau hafa alltaf verið. Enda er allt þeirra fólk gæfufólk. Í æskuminningakimanum er allt- af gleði og söngur (Gunna með gítarinn) – og mikið hlegið. Gunna frænka tók ekkert mark á tímanum og tókst að líta framhjá því að við frændsystkinin yrðum fullorðin. Þegar maður leit til hennar í heimsókn varð maður aftur barn; það voru sagðar sögur og hlegið mikið. Auðvitað er komið stórt gat á heimsmyndina við fráfall Gunnu frænku, einfaldlega vegna þess að það fer enginn í skóna hennar. Við sem erum eitthvað aftar í krónólógíu framhaldslífsins væntum þess bara að hún taki eins höfðinglega á móti okkur þeim megin eins og hérna megin þegar þar að kemur – með súkku- laðibitaköku og kaffi. Haldi ræðu um að hún hafi nú haft rétt fyrir sér í einu og öllu. Það verður ekk- ert reiknað með mótbárum. Súsanna Svavarsdóttir. Elskuleg vinkona, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, hefur nú lokið langri og farsælli lífsgöngu sinni. Hún var í mörgu tilliti einstök kona og verður hennar lengi minnst með hlýhug og þakklæti af þeim fjölmörgu sem notið hafa velvildar hennar og stuðnings. Ég kynntist Gunnu fyrst þeg- ar hún settist ung í Héraðsskól- ann að Laugarvatni haustið 1946 og var hún þar í tvo vetur. Hún vakti fljótt athygli skólafélag- anna fyrir einstaka lífsgleði og drifkraft í félagslífinu. Hún var skáti, eins og margir nemendur sem komu frá Keflavík, og varð hún fljótt mikil lyftistöng fyrir Dalbúa, skátafélagið á staðnum. Þar var hún fyrr en varði kosin í forustusveit, en hún kunni fjöldann allan af leikjum og söng- lögum sem sungin voru á kvöld- vökum. Á yngri árum mun Gunna hafa haft hug á því að verða söng- og leikkona, sem hún hafði vissulega mikla hæfileika til. Þessar ráða- gerðir voru studdar af Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu, en að ráði varð að Gunna færi fyrst að Laugarvatni til að afla sér grunn- menntunar fyrir slíkt nám. Af ýmsum ástæðum varð ekki af þessum fyrirætlunum, en á þess- um árum var í héraðsskólanum ungur maður, Jón Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal, hálfbróðir föð- ur míns. Fóru þau Gunna fljót- lega að stinga saman nefjum og úr varð nær sjö áratuga ástríkt og farsælt hjónaband. Eftir Laugarvatnsdvölina fóru í hönd barneignir og húsmóðurstörf og má með sanni segja að Gunna og Jón hafi stigið mikið gæfuspor þarna á skólaárunum. Með einstökum dugnaði og samheldni réðust þau Gunna og Jón í að byggja, strax á fyrstu hjúskaparárum sínum, fallegt hús að Skólavegi 22 í Keflavík og hefur heimili þeirra verið rómað fyrir gestrisni og glaðværð. Mik- ill ættbogi er frá þeim kominn, en þau eignuðust fjögur mannkosta- börn, sem sjálf eiga 12 börn og barnabarnabörnin eru nú orðin á þriðja tug talsins. Ég minnist margra ánægju- legra stunda með Gunnu og Jóni af ýmsu tilefni, í skyndiheim- sóknum á Skólaveginn eða í sum- arbústaðinn, sælureit þeirra að Syðri-Reykjum. Ég minnist þess einnig með miklu þakklæti, að þegar við Danni hófum okkar bú- skap fyrir meira en 60 árum, fengum við að búa um tíma í ris- inu á Skólaveginum. Eignuðumst við þar okkar fyrsta barn og naut ég þá góðrar aðstoðar Gunnu. Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir Takk fyrir þig sem lifðir fögru, heiðarlegu lífi. Þú varst vinur vina þinna, söngur þinn hljómfagur, ljóð þín stjörnufák- ur. Sterkt, gott fas þitt, stundum viðkvæmur, kannski feiminn, stór. Kannski varstu tregabland- inn, þú sjálfur með tilgang og draumar þínir voru ekki dánir. Lárus Már Björnsson ✝ Lárus MárBjörnsson fæddist 9. október 1952. Hann lést 20. september 2014. Útför Lárusar fór fram í kyrrþey. Allir sem þú hjálp- aðir, þetta voru hug- sjónir í verki. Og takk fyrir skáld- skapinn. Sannfærður, við vissum að þú gekkst með svo mannlegan sannleik. Og skop- skynið, sannleikann gast þú líka stílfært. Gangan með þér í lífinu var gæfuspor. Frjáls drengur. Lífi þínu er lokið, gættu þín vel. Þú varst elskaður af góðu fólki. Ég hef kvatt þig hinstu kveðju. Ólöf, Hugi og David. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.