Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 12
Flottur Þessi glæsilegi, hringhyrnti hrútur tekur sig ljómandi vel út svona nýklipptur og snyrtilegur. Atli Vigfússon laxam@simnet.is Stórir og miklir hrútar hafalöngum fangað augu þeirrasem áhuga hafa á sauðfé ogsauðfjárkynbótum. Margir þeirra eru þungir og stórir og það er ekki alltaf auðvelt að draga þá í dilka, teyma eða rýja. Horn þeirra eru oft mikil og hringhyrndir hrútar bera oft á tíðum glæsileg horn sem bera vott um það vald sem þeir hafa í hjörðinni. Geðslag þeirra er mjög misjafnt og margir þeirra eru mikil gæludýr sem vilja láta klappa sér á milli hornanna eða á bak við eyrun í hvert sinn sem komið er í húsin. Aðrir eru lítið fyrir athygli og það ber að hafa augun hjá sér þegar verið er í krónni til þess að koma í veg fyrir að þeir renni sér aft- an á þann sem er að bogra við garð- ann. Þannig skepnur geta skaðað fólk. Hins vegar eru hrútar mikil prýði í náttúrunni á fögrum sumar- dögum þegar þeir liggja í hóp saman í haganum að jórtra og láta tíma líða og ekkert virðist geta raskað ró þeirra. „Hrútarnir eru miklu þyngri en ærnar og það er heldur verra að eiga við þá í rúningnum. Rúningnum er lokið þegar hrútarnir eru teknir, en þeir eru geymdir þar til síðast því það er gott að hafa hjálp við þá.“ Þetta segir Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, en hann var að rýja hrút- ana um helgina ásamt systursyni sín- Hrútar eru fagur fénaður Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað rækt- unarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Morgunblaðið/Atli Vigfússon 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Von er á fyrsta jólasveininum til byggða á morgun, þriðjudaginn 12. desember, og síðan bræðrum hans tólf einum af öðrum. Kvisast hefur út þeir hyggist koma við í Þjóðminja- safninu við Suðurgötu kl. 11 daglega frá og með morgundeginum til 24. desember, og heilsa upp á gesti. Að venju verður Stekkjarstaur fyrstur á ferðinni, síðan koma Giljagaur, Stúf- ur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Aska- sleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gátta- þefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Sveinarnir klæðast fatnaði af gamla taginu og útskýra kenjar sínar og klæki fyrir börnunum. Sungin verða jólalög, m.a. vísur Jóhannesar úr Kötlum um þá bræður. Gestum gefst kostur á að skoða sýninguna Sér- kenni sveinanna þar sem munir úr torfbænum eru tengdir heiti hvers jólasveins. Á jólasíðu Þjóðminja- safnsins er alls konar fróðleikur um íslensku jólasveinana. Vefsíðan www.thjodminjasafn.is/jol/jolasveinar Morgunblaðið/Ómar Áttundi jólasveinninn Þessi mynd náðist af Skyrgámi fyrir nokkrum árum í Þjóðminjasafninu, en hann er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Stekkjarstaur fyrstur á ferðinni Skammdegistónleikar Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands verða haldnir kl. 20 í kvöld, mánudaginn 11. desember í Háteigskirkju. Nemendur leika á horn og túbu auk þess sem þeir flytja tvö kammerverk eftir Martinu annars veg- ar og Dowland hins vegar. Skammtímatónleikaröð tónlistar- deildar LHÍ er yfirheiti nemenda- tónleika í lok haustannar. Þessir ein- leiks- og kammertónleikar nemenda eru þeir síðustu á önninni. Allir vel- komnir. Skammdegistónleikar Horn, túba og kammerverk Morgunblaðið/Kristinn Háteigskirkja. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sauðfjársæðingastöð Norðurlands hóf starfsemi sína á árinu 1964, en þá um haustið var innréttaður braggi á Rangárvöllum fyrir ofan Akureyri fyr- ir starfsemina. Einn aðalhvatamaður að stofnun sauðfjársæðingastöðv- arinnar var Sigurjón Steinsson sem þá var bústjóri í Lundi. Fyrsta haustið voru keyptir 5 hrútar sem allir voru ættaðir úr Þistilfirði. Í desember þetta ár voru sæddar 7500 ær. Við val á hrútum inn á stöðina var reynt að taka tillit til sem flestra þeirra þátta sem hafa áhrif á afurðasemi fjár- ins svo sem kjötgæða, mjólkurlagni, frjósemi áa og ullargæða. Fyrstu hrútarnir frá Þistilfirði SAUÐFJÁRSÆÐINGASTÖÐ Á NORÐURLANDI Núna þegar mesta skammdegið grúfir yfir og hátíð ljóssins nálgast óðum ætlar Skólahljómsveit Grafar- vogs að koma gestum og gangandi í Borgarbókasafninu í Spönginni í jólaskapið. Milli kl. 16 og 17 í dag, mánudaginn 11. desember, leikur sveitin jólalög sem óma munu um safnið um leið og kertaljósin spegl- ast í glæsilegu málmblásturshljóð- færunum. Allir velkomnir. Skólahljómsveit Grafarvogs Jólin koma Skólahljómsveit Grafar- vogs leikur nokkur jólalög. Blásið til jólahátíðar Hvernig er best að forðast að missa tökin í mat og drykk og fara flatt á jólahaldinu eins og sumum hættir til um hátíðarnar? Maríanna Csillag, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsuborg, ætlar að miðla nokkrum góðum ráð- um á opnum fyrirlestri kl. 17.45 - 19 í dag, mánudaginn 11. desember, í húsakynnum Heilsuborgar, Bílds- höfða 9. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn, Heilsuborgurum sem og öðrum sem vilja læra að njóta að- ventunnar og jólanna á heilbrigðan hátt. Opinn fyrirlestur Hóf Allt er best í hófi, líka á jólum. Freistingar á aðventunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.