Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Esjan er sennilega fjölfarnasta útivistarsvæði landsins en að sama skapi um margt viðsjárvert. Þar hafa orðið mörg slys og óhöpp á undanförnum árum og okkur þótti því rétt að skerpa á ýmsum hættum sem þar leynast. Göngufólk vanmetur oft Esjuna og okkur þótti því rétt að skerpa á öryggisatriðum,“ segir Páll Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Fyrir nokkrum dögum voru afhjúpuð fræðslu- og viðvörun- arskilti á þremur stöðum við Esj- una. Þau eru við Esjuberg á Kjal- arnesi, þar sem gengið er á Kerhólakamb, og við Skarðsá efst í Mosfellsdalnum þaðan sem leiðin liggur upp á Móskarðshnjúka. Þriðja skiltið er við Mógilsá fyrir botni Kollafjarðar en þar er fjöl- farnasta leiðin upp á fjallið, þ.e. á Þverfellshorn, þó að margir taki „skemmri skírn“ og fari upp að Steini, sem er þekkt kennimark á þessum slóðum. Útkall annan hvern mánuð Árni Tryggvason hannaði skiltin en frumkvæði og fram- kvæmd þess máls var Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Ferða- félags Íslands. „Í tímans rás hafa orðið mörg alvarleg slys í Esj- unni, þar af tvö banaslys á síðast- liðnum fimm árum. Árið 1979 fór- ust þar tveir ungir menn í snjóflóði og þá eru ótaldir tugir annarra útkalla í fjallinu sem björgunarsveitarmenn hafa þurft að sinna, óhöpp eða slys þó að ekki hafi orðið mannskaði. Björgunarsveitarmönnum telst svo til að þeir hafi farið í útkall í Esjuna að meðaltali annan hvern mánuð, síðastliðin fjögur ár,“ seg- ir Páll Guðmundsson og heldur áfram: „Því er sameiginlegt verkefni alls ábyrgs fólks að bregðast við sem ekki verður gert með öðru en fræðslu og leiðbeiningum, því svæðinu verður ekki lokað. Þegar gott er veður og fólk vel búið er Esjuferð ekkert mál og hættulítil, en á veturna þegar er kalt, snjór, hvasst og svo framvegis, er allt annað uppi á teningnum. Esjan er 900 metra há; mikill fjallabálkur sem dregur öll veðrabrigði að sér. Margir átta sig ekki heldur á þeirri staðreynd að strax í 500 metra hæð er allt annað veðra- kerfi en á jafnsléttu – og þá dugar ekkert að vera með góðan búnað eða vera í þjálfun. Á þessum slóð- um er ómögulegt að hafa nátt- úruöflin undir, séu þau í ham.“ Hált var í neðstu brekkum Esjunnar við Mógilsá og aðeins broddafært þegar Morgunblaðið var á staðnum á laugardags- morgun. Ofar í fjallinu var færið mun betra, sagði Páll Ásgeir Ás- geirsson sem fór fyrir hópi fólks úr Ferðafélagi Íslands sem þá var á þessum slóðum. Klukkustund að Steini „Á góðum degi fer fólk svo hundruðum skiptir á Esjuna og hver tekur fjallið með sínu lagi. Margir hlauparar fara þarna um og ég veit líka um fólk sem jafnvel byrjar daginn á fjallgöngu áður en vinnudagur hefst. Annars er fólk á ferðinni á öllum tímum og núna í skammdegismyrkrinu sér maður oft í fjallinu tírur höfuð- ljósa sem göngumenn bera og eru mikið þarfaþing. En þótt bún- aðurinn sé góður skiptir samt mestu að fólk þekkir aðstæður og kunni að meta þær; svo sem hættu á snjóflóðum, fari ekki í einstigi klettanna undir Þverfellshorni að vetrarlagi, hætti sér ekki út á glæra svellbunka og svo fram- vegis,“ segir Páll Ásgeir sem á að baki hundruð Esjuferða. Hóp- urinn sem hann fór fyrir um helgina fór upp að Steini, sem svo er nefndur, en hann er í 650 metra hæð í fjallinu en þangað er 3,5 kílómetra ganga frá bílastæð- unum við Mógilsá. „Oft er sagt að sá göngumað- ur sem kemst upp að Steini á klukkustund eða þaðan af skemmri tíma sé í góðum málum og fær í flest. Þeim sem ætla sér á Hvannadalshnjúk og eru lengur upp að Steini en klukkutíma er gjarnan sagt að reyna við auð- veldara takmark. Margir Esju- farar eru þó ekkert að velta slíku fyrir sér – heldur eru fyrst og fremst í fjallgöngum sér til heilsu- bótar og ánægju og að því leyti er alveg frábært fyrir fólk á höfuð- borgarsvæðinu að hafa þetta fjall í bakgarðinum.“ Merkingar og leiðbeiningar við borgarfjallið sem margir ganga á Morgunblaðið/Sigurður Bogi Esjumenn Páll Eysteinn Guðmundsson, til vinstri, og Páll Ásgeir Ásgeirsson með skiltið góða í baksýn. Skerpt á öryggi í Esju  Páll Eysteinn Guðmundsson er fæddur árið 1968. Með rekstrarmenntun frá Bifröst og íþróttakennari frá Laugarvatni. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands frá 2004.  Páll Ásgeir Ásgeirsson er fæddur árið 1956. Blaðamaður og höfundur fjölda bóka um land, leiðir og fjallamennsku. Starfar í dag við ferðaþjónustu og fleira. Hverjir eru þeir? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkis- stjórnarflokkanna um að stýra þrem- ur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Frekar er búist við að þeir taki boð- inu. Verði það niðurstaðan þurfa þeir í kjölfarið að skipta embættunum á milli flokkanna fimm. Stjórnarandstöðuflokkunum stendur til boða að tilnefna formenn þriggja fastanefnda, þ.e. stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar, velferðar- nefndar og umhverfis- og samgöngu- nefndar, og í tiltekin varaformanns- embætti. Einnig þriggja alþjóða- nefnda, þ.e. Vestnorræna ráðsins og í þingmannanefndir ÖSE og EFTA. Kosið verður í nefndir á þingsetning- ardegi næstkomandi fimmtudag. Stjórnarandstaðan hefur verið með væntingar um meiri aðild að stjórnun í þinginu og vísar til yfirlýsinga nú- verandi forsætisráðherra á meðan unnið var að myndun stjórnarinnar. „Við héldum að það myndi birtast í því að við fengjum meirihluta í ein- hverjum fastanefndum og stjórnun nefnda yrði skipt jafnt á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Líka að við fengjum að velja eina nefnd. Eitthvað meira en þingskapalögin segja til um. Það er ekki þannig og ríkisstjórnar- flokkarnir eru með meirihluta í þeim öllum. Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formað- ur þingflokks Samfylkingarinnar. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Miðflokksins, segist frek- ar hlynntur því að stjórnarandstaðan taki boði um formennsku nefnda, að því gefnu að samkomulag náist. „Það eru vonbrigði að stjórnin var ekki tilbúin til viðræðna um neitt, annað en þetta. Okkur finnst það ekki sýna þá samvinnu í þinginu sem boð- uð hefur verið,“ segir hann. Stjórnarandstaðan svarar í dag  Óánægja með tilboð ríkisstjórnarflokkanna  Skipta embættum sín í milli Oddný G. Harðardóttir Gunnar Bragi Sveinsson Axel Gíslason, fyrrver- andi, forstjóri Vátrygg- ingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunar- heimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Axel var fæddur í Washington í Banda- ríkjunum 1. júlí 1945. Foreldrar hans voru Sólveig Axelsdóttir húsmóðir og Gísli Kon- ráðsson, síðar fram- kvæmdastjóri Útgerð- arfélags Akureyringa. Hann ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá MA, tók fyrri- hlutapróf í verkfræði við Háskóla Íslands og meistaraprófi í bygg- ingaverkfræði frá verkfræði- háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1971. Fyrsta árið eftir útskrift var hann ráðgefandi verkfræðingur í Kaupmannahöfn. Hann réði sig síð- an til starfa hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og dótturfyrir- tækjum, var aðstoðarfram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar á Akureyri og hjá Iceland Products Inc. í Harrisburg. Hann var fram- kvæmdastjóri skipu- lags- og fræðsludeild- ar SÍS og síðar skipadeildar í rúm átta ár. Aðstoðarforstjóri SÍS um tíma eða þar til hann var ráðinn for- stjóri Samvinnutrygg- inga 1. janúar 1989 og síðar forstjóri Vá- tryggingafélags Ís- lands hf. – VÍS sem varð til með samein- ingu Samvinnutrygg- inga og Brunabóta- félags Íslands. Seinna bættist Líftrygginga- félag Íslands við. Því starfi gegndi hann til ársins 2002 og var eftir það framkvæmdastjóri Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygginga og stjórnarformaður VÍS. Axel var virkur félagi í Rótarý- klúbbnum Görðum og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum hérlendis og erlendis. Eftirlifandi eiginkona hans er Hallfríður Konráðsdóttir. Axel læt- ur eftir sig þrjú börn, Björn, Sól og Dóru Björgu, og sex barnabörn. Útför Axels fer fram frá Vídalíns- kirkju 18. desember nk. kl. 15. Andlát Axel Gíslason forstjóri Heimflugi þriggja flugvéla Ice- landair frá flugvöllum í Evrópu seinkaði í gær vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru mikl- ar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. „Það voru seinkanir í London, Zürich og Frankfurt vegna vetrar- hörku en allar þrjár vélarnar eru á leiðinni til landsins,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, síðdegis í gær við mbl.is. Hann sagði að á þessum árs- tíma gæti veður alltaf sett strik í reikninginn. Töfin í flugvellinum í Frankfurt, sem er stærsti flugvöllur Þýska- lands, nam fjórum klukkustundum en fréttaveita AFP greindi frá því síðdegis í gær að þar hefði yfir 300 flugferðum verið frestað eða aflýst af þessum sökum. Töfðust í Frankfurt vegna ísingar Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar nú fíkniefnamál þar sem í hlut á erlendur, líkamlega fatlaður karlmaður á fimmtugsaldri. Hann reyndist hafa innvortis eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla segist hafa séð, eða rúmlega eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum. Mað- urinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Tollgæslan stöðvaði manninn í Leifsstöð við komuna til landsins 22. nóvember sl. Hann var þá að koma frá Frankfurt. Lögregla var kvödd til þar sem grunur lék á að maðurinn væri með fíkniefni inn- vortis. Hann var færður til röntgen- myndatöku og kom þá ljós að hann var með mikið magn af aðskota- hlutum innvortis, sem reyndust vera kókaínpakkningar. Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.