Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Jól 2017 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-16 Ég er ekkert að hætta í vinnunni,“ segir Lúðvík Baldur Ög-mundsson rafmagnstæknifræðingur aðspurður, en hann á70 ára afmæli í dag. Hann starfar hjá verkfræðistofunni EFLU og sér um háspennumannvirki hjá fyrirtækinu. „Ég ætlaði að hætta fyrir tveimur árum, var þá hjá Landsneti, sagði upp og ætl- aði að taka til í bílskúrnum, en þeir hjá EFLU fréttu af því og ég var dreginn hingað. Það er því ennþá drasl í skúrnum.“ Hornstrandir eiga hug hans allan, en móðir Lúðvíks er fædd og uppalin í Hælavík. „Ég kom þangað fyrst fyrir 25 árum og hef síð- an ekki haldið vatni yfir staðnum. Við afkomendurnir erum þar með tvö hús sem við höldum við og sýnum mikla nærgætni og ég fer þangað tvisvar, þrisvar á ári í göngur og með fólk. Ég held úti Facebook-síðu um svæðið og safna sögum um það.“ Lúðvík hefur einnig mikinn áhuga á tónlist og leiklist. Hann söng í Álafoss- kórnum og Karlakórnum Stefni og tók mikinn þátt í Leikfélagi Mosfellsbæjar. „Svo hef ég verið að troða upp með félögum mínum í ýmsum uppákomum.“ Lúðvík ætlar út að borða með konu sinni og börnum í kvöld. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að halda upp á afmælið, enda stutt í jólin, en krakkarnir hafa oft skipulagt eitthvað, sérstaklega á stór- afmælum.“ Eiginkona Lúðvíks er Guðrún Sigurðardóttir, útflutningsfulltrúi hjá Íslenskum sjávarafurðum. Börn þeirra eru Bjarney Sigrún, Sigurður Karl og Sævar Baldur, og barnabörnin eru fimm. Ljósmynd/Guðlaugur Einarsson Í Hlöðuvík Lúðvík að basla við ljósavél, en í baksýn má sjá Álfsfell (sem skilur að Hlöðuvík og Kjaransvík (og Kjaransvíkina þar fyrir aftan)). Hornstrandir eiga hug hans allan Lúðvík B. Ögmundsson er sjötugur í dag B jörn Guðbrandur Jónsson fæddist í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum. Hann var jafnframt í sveit á sumrin í Mýrdalnum, á Vestra- Skagnesi frá 1964-70, og á Loft- sölum sumrin 1972 og 1973. Björn átti auk þess nokkur góð ár í fótbolta í yngri flokkunum hjá Val en varð að gefa boltann upp á bátinn um miðjan þrítugs- aldur vegna meiðsla. Björn var í Hlíðaskóla 1964-72, í Gaggó Aust 1972-73, stundaði nám við MH og lauk stúdents- Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri – 60 ára Í sólskini á Dyrhólaey F.v. Björn, Freyr, Tinna, Elín, Yrsa í fangi föður síns og Þórkatla í fangi föðursystur. Horft er meðfram suðurströndinni. T.h. á myndinni má sjá Loftsali þaðan sem móðurætt afmælisbarnsins er upp runnin. Í uppgræðslu – gegn gróðureyðingu lands Strákarnir Björn Guðbrandur Jónsson með sonum sínum á góðum degi. Þessir hressu og flottu krakkar, Jón Jökull Úlfarsson, Stefán Arnar Úlfarsson, Heimir Freyr Heimisson, Ágúst Leví Karlsson, Böðvar Stefánsson, Ólafur Kári Bjarnason, Fannar Dagur Fjalarsson og Elísabet María Heimisdóttir, héldu tom- bólu fyrir utan Suðurver í Hlíðunum og söfnuðu þar 17.606 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.