Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 LITLIR PAKKAR GLEÐJA MEST Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Minna fjaðrafok varð en spáðvar vegna ákvörðunar Trump um að standa loks við loforð fjögurra forseta Bandaríkjanna um stöðu Jerúsalem. En auðvitað tóku ýmsir sterkt upp í sig. Macron Frakk- landsforseti hvatti Netanyahu forsætis- ráðherra til að sýna hugrekki í sam- skiptum sínum við Palestínumenn og byggja þannig upp velvilja til friðar- viðræðna, eins og sagt var frá á mbl.is:    Þetta sagði Mac-ron eftir fund sem hann átti með forsætisráð- herranum í París í dag. Macron hóf yfirlýsingu sína á að fordæma allar árásir á Ísrael síð- ustu daga eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að við- urkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis.    Hann hvatti einnig Ísraela tilþess að stækka ekki frekar landnemabyggðir sínar. Netanyahu gagnrýndi Erdogan Tyrklands- forseta er hann ræddi við blaða- menn eftir fundinn með Macron í dag. Erdogan kallaði Ísrael „ríki sem drepur börn“ og í svari Net- anyahu sakaði hann Tyrklands- forseta um að gera sprengjuárásir á þorp Kúrda og að styðja hryðju- verkamenn:    Ég er ekki vanur að fá ráðlegg-ingar um siðferði frá leiðtoga sem sprengir þorp Kúrda í sínu eig- in heimalandi, sem setur blaða- menn í fangelsi, sem hjálpar Íran að komast hjá alþjóðlegum viðskipta- bönnum, sem hjálpar hryðjuverka- mönnum, meðal annars á Gaza, sem drepa saklaust fólk,“ sagði Net- anyahu. „Þetta er ekki maður sem getur lesið yfir okkur.““ Emmanuel Macron Minni viðbrögð en vænst var STAKSTEINAR Benjamin Netanyahu Veður víða um heim 10.12., kl. 18.00 Reykjavík -7 léttskýjað Bolungarvík -5 heiðskírt Akureyri -5 skýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 3 skúrir Ósló -5 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Brussel 7 rigning Dublin 1 skýjað Glasgow -5 þoka London 1 rigning París 9 rigning Amsterdam 1 þoka Hamborg 0 snjókoma Berlín 0 alskýjað Vín 2 heiðskírt Moskva 0 súld Algarve 18 skýjað Madríd 10 súld Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 6 þoka Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -7 léttskýjað Montreal -2 snjókoma New York -1 þoka Chicago -2 skýjað Orlando 8 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:10 15:33 ÍSAFJÖRÐUR 11:54 14:59 SIGLUFJÖRÐUR 11:38 14:41 DJÚPIVOGUR 10:49 14:54 Rétt fyrir klukkan 13 í gær var lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu til- kynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöru- verslun í Kópavogi. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við málsaðila en til ein- hverra orðaskipta hafði komið á milli þeirra inni í versluninni með þeim afleiðingum að þeir fóru að slást. Ekki fylgdi sögunni hvað olli rifrildi mannanna. Slógust fyrir utan matvöruverslun „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmunds- son, formaður Félags sjálfstæðis- manna í Grafarvogi, um fund sem fé- lagið stóð fyrir á laugardag. Þar mætti Kristján Ólafur Guðnason, að- stoðaryfirlögregluþjónn og stöðvar- stjóri á lögreglustöðinni að Vínlands- leið í Grafarholti, og ræddi við fundargesti um löggæslu í hverfinu. Árni segir íbúa í Grafarvogi hafa haft nokkrar áhyggjur af aukinni tíðni innbrota undanfarið og þau mál voru til umræðu á fundinum. „Það hafa verið fréttir oft í viku af þjófnaði úr bílum og jafnvel af því að farið sé inn í geymslur og við höfum séð þetta í fleiri hverfum, í Langholtshverfi og víðar. Kristján fór yfir þetta og þau hafa náð ákveðnum árangri í þessu. Þau sjá lítilsháttar aukningu á síðustu tveimur mánuðum, en segjast hafa náð aðilum sem voru afbrotamenn í þessum málum. Það gladdi menn.“ Oft er tilkynnt um innbrot á íbúa- hópum á samfélagsmiðlum og slíkir hópar voru ræddir á fundinum. „Þegar farið er inn í bíla og annað slíkt, þá veit hverfið það nokkrum mínútum síðar. Þá kannski virðist vera meiri vandi en það raunverulega er, af því að hann kemst strax í um- ræðuna, en það góða er að fólk er kannski meira á verði,“ segir Árni. Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum  Íbúahópar á netinu leiða til þess að fólk er frekar á verði gagnvart innbrotum Morgunblaðið/Ómar Grafarvogur Í ljósaskiptunum. Ungi maðurinn sem lést eftir hníf- stunguárás á Austurvelli hét Klev- is Sula. Hann hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist að tilefnis- lausu á Klevis og samlanda hans sem nú hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Frá þessu sagði móðir Klevis, sem komin er hingað til lands, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Klevis var tvítugur að aldri, frá Albaníu. Hann hafði dvalið hér í nokkra daga er árásin var gerð, en áður hafði hann dvalið í lengri tíma á Íslandi. Árásarmaðurinn, sem er Íslend- ingur, er í gæsluvarðhaldi til 15. desember nk. að sögn Gríms Grímssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns og að enn sé verið að rannsaka tildrög málsins. ernayr@mbl.is Stunginn við að rétta hjálparhönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.