Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  291. tölublað  105. árgangur  Stekkjastaur kemur í kvöld 13 jolamjolk.is dagar til jóla BEST AÐ TAKA HRÚTANA Á SÁLFRÆÐINNI SKERPT Á ÖRYGGI Í ESJU ÞARF AÐ HAFA ÁSTRÍÐU FYRIR SÖGUNNI VIÐVÖRUNARSKILTI 6 ÓLAFUR JÓHANN 26STÓRU HRÚTARNIR RÚNIR 12 Morgunblaðið/Hari Grunnskólar Aðbúnaður er talinn ófull- nægjandi í meirihluta skólanna.  Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófull- nægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakenn- ara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Skortur er á ýmsum aðbúnaði eins og tölvum, skjávörpum og kennslu- gögnum. Margir kennarar segja ekki tekið tillit til þess tíma sem þeir þurfi til að ljúka verkefnum. Þá kemur fram hjá nefndinni að vísbendingar séu um að hegðunar- vandamál hafi aukist mjög og styrkja þurfi viðbragðsáætlanir vegna erfiðra nemenda. »16 Vísbendingar um aukinn hegðunar- vanda í skólum Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Við vorum svo glaðar með að vera á Íslandi, tvær stelpur að ferðast saman. Þetta er svo ynd- islegt land.“ Þetta segir Marika Mazakova, 31 árs slóvakísk kona, sem lenti í alvarlegu umferð- arslysi ásamt Ivönku vinkonu sinni í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Vinkon- urnar lentu þá í hörðum árekstri við snjóruðn- ingstæki, eftir að bílaleigubíll þeirra rann skyndi- lega yfir á öfugan vegarhelming. Mikil mildi þykir að þær hafi báðar komist lifandi frá slys- inu. Ivanka er farin aftur heim, en Marika liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, þar sem Morg- unblaðið fékk hana til að lýsa því sem gerðist. „Við vorum bara að aka og allt í einu rann bíllinn yfir á hinn vegarhelminginn, þar sem þessi stóri snjómokstursbíll kom á móti okkur. Á því augnabliki áttaði ég mig á því að árekstur væri óumflýjanlegur. Ég leit á vinkonu mína og svo varð allt svart,“ segir Marika. Síðar rankaði hún við sér og varð afar fegin er hún fann að hún hafði mátt í öllum útlimum. „Ég var lögð á götuna og þar sem ég lá vildi ég athuga hvort líkaminn væri í lagi. Ég hreyfði hendur og fætur og var afar létt þegar ég fann að útlimirnir virkuðu,“ segir Marika ennfremur. Hún er afar þakklát fyrir þá góðu umönnun sem hún og vinkona hennar hafa fengið á Land- spítalanum eftir slysið og hyggst snúa aftur til Íslands síðar og skoða landið almennilega. »2 Ferðalagið breyttist í spítalavist  Lenti í árekstri við snjóruðningstæki  „Leit á vinkonu mína og svo varð allt svart,“ segir Marika Morgunblaðið/Árni Sæberg Slys Marika telur sig heppna að hafa komist lífs af eftir harðan árekstur við snjóðruðningstæki. „Eins og allar konur þekkir maður þetta sjálfur og þekkir þetta í kringum sig. En auðvitað er magnað að sjá hvernig samstaða kvenna hefur skilað afli út í samfélagið og gerbreytt um- ræðunni á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, en hún var ein þeirra kvenna sem lásu frásögn á #metoo- viðburðinum í Borgarleikhúsinu í gær. Bætti hún við allir hefðu eigin hlutverki að gegna í nærsamfélaginu þó að stjórnvöld hefðu sínar skyldur. #metoo-viðburður var ekki aðeins haldinn í Reykjavík, heldur einnig á Akureyri og Seyðisfirði á sama tíma. „Þetta var alveg mögnuð stund. Slatti af fólki sem kom og grét og hló með okkur,“ segir María Pálsdóttir leikkona sem fór fyrir viðburðinum í Samkomuhúsi Leikfélags Akureyrar í gær. „Við vorum fimmtán konur sem lásum upp frásagnir kvenna, héðan og þaðan, úr íþrótta-, fjölmiðla-, stjórnmála- og sviðslistaheiminum og þó víðar væri leitað, það var kraftur og sam- kennd í loftinu,“ segir María. „Margir töluðu um hvað það er átakanlegt að heyra þetta allt í einu, þá fer fólk að skoða sig og sitt líf, þannig að þetta er erfiður en dásamlegur spegill að horfa í,“ sagði Halldóra Malín Péturs- dóttir leikkona sem sá um #metoo í Herðubreið á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Mögnuð samstaða kvenna“ #metoo-viðburðir haldnir á Akureyri, Seyðisfirði og í Reykjavík í gær  Umræðan gerbreytt á skömmum tíma  Fólk fer að skoða sjálft sig og sitt líf  Erfiður en dásamlegur spegill að horfa í  Kraftur og samstaða í loftinu Upplestur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, var meðal þeirra kvenna sem lásu upp frásagnir á sviði Borgarleikhússins í gær. MStigu á svið og sögðu frá »4  Á annan tug umsókna um starfs- og rekstr- arleyfi fyrir sjó- kvíaeldi er í vinnslu hjá Mat- vælastofnun og Umhverfis- stofnun. Þrjú leyfanna verða væntanlega gefin út á næstu vikum og búist er við að 5-7 leyfi til við- bótar verði gefin út á fyrri hluta næsta árs. Leyfin sem lengst eru komin í vinnslu eru stækkun hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi sama fyrirtækis og Arnarlax í Pat- reks- og Tálknafirði. »10 Gefa út nokkur fisk- eldisleyfi á næstunni Eldi Fá leyfi hafa verið gefin út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.