Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 21. desember í 11 nætur um jólin FUERTEVENTURA Síðustu sætin! Stökktu Frá kr. 159.995 m/allt innifalið Frá kr. 187.295 m/allt innifalið Frá kr. 159.445 m/allt innifalið Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Erna Ýr Öldudóttir Fjöldi fólks kom saman í Borgarleik- húsinu í gær, sunnudag, til að hlýða á frásagnir kvenna af kynbundnu of- beldi. Viðburðurinn var haldinn í til- efni alþjóðadags mannréttinda og lokadags 16 daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Meðal þeirra sem lásu sögur kvenna voru konur úr stéttum leikkvenna, stjórnmálakvenna, íþróttakvenna og kvenna í tónlist. Upphaflega stóð til að halda við- burðinn á Nýja sviði leikhússins, en vegna eftirspurnar var hann færður á Stóra svið Borgarleikhússins og var salurinn þéttsetinn. Meðal áhorf- enda voru Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, Dagur B. Eggertsson, borg- arstjóri Reykjavíkur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra. Spennan var magnþrungin þegar áhorfendur gengu inn í salinn, en á sviðinu sátu 24 konur í röð. Mikil eft- irvætning var í loftinu þegar fyrstu fjórar konurnar risu á fætur til að flytja fyrstu frásagnirnar. Hver af annarri stóðu þær svo á fætur og lásu tugi sagna kvenna af hvers kyns áreitni og ofbeldi. Lesturinn stóð yfir í u.þ.b. klukkustund en óhætt er að segja að spennuþrungið andrúms- loftið hafi haldist allan tímann. Dauðaþögn var meðal áhorfenda, nema þegar þeir tóku andköf yfir sumum sagnanna, hlógu yfir öðrum og grétu jafnvel yfir enn öðrum. Reyslusögurnar sem upp voru lesnar voru bæði stuttar og langar, en allar höfðu þær það sameiginlegt að vera frásagnir af því misrétti sem konur í öllum störfum þjóðfélagsins þurfa að sitja undir vegna kyns síns. Þarna voru dæmi um óviðeigandi at- hugasemdir, hótanir og augljósa kvenfyrirlitningu. Sögur af snert- ingu gegn vilja kvennanna, byrlun nauðgunarlyfja, eltingarleik upp á hótelherbergi og nauðgunum. Af þessum sögum sem koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins er ljóst að enginn vinnustaður er undanskil- inn kynferðislegri áreitni. Annað sem þessar hugrökku konur, sem kusu að deila sögum sínum, eiga margar hverjar sameiginlegt er að þær þorðu ekki að segja frá þeirri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orð- ið fyrir. Þær sem sögðu frá mættu mótlæti og vantrausti, auk þess sem hagsmunir þess sem á þeim braut voru oftar en ekki hafðir í fyrirrúmi. Í lok upplestrarins var öllum hug- rökku konunum þakkað fyrir að stíga fram. Áhorfendur stóðu upp að sýningu lokinni og glumdi lófatakið í margar mínútur. Mikil samstaða myndaðist og mörg faðmlög sáust að viðburði loknum, bæði á sviðinu og fyrir utan salinn. Heyra mátti á mörgum hve umræðan væri þörf og einhverjir veltu því fyrir sér hvað myndi gerast næst. Stigu á svið og sögðu frá  Fjöldi fólks kom saman á þremur stöðum á landinu í gær til að hlýða á frá- sagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi  Byltingin #metoo vindur upp á sig Morgunblaðið/Árni Sæberg #metoo Gestir í Borgarleikhúsinu áttu oft erfitt með að hlusta á sögurnar sem lesnar voru upp á sviðinu í gær. Margar þeirra voru átakanlegar og kölluðu fram tár á hvarmi. Meðal viðstaddra úti í sal voru ráðherrar og þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, ásamt fólki frá ýmsum stigum þjóðlífsins. #metoo Ein frásögn var af 16 ára stúlku sem lék í sinni fjórðu sýningu í Borgarleikhúsinu. Hún var að skipta um föt í hliðarherbergi og stóð þar á brjóstahaldaranum þeg- ar fertugur mótleikari kom inn og horfði á hana. Hann gekk að henni og setti andlitið þétt upp við hana, fletti niður brjóstahaldaranum og strauk gervörtuna á henni. Umtöluð stúlka sagði í fyrsta skipti frá atvikinu fyrir viku. Það sem eftir stóð eftir atvikið var hvort fullorðna fólkið væri sam- mála um að hún væri hóra sem mætti koma svona við. Fletti niður brjóstahaldaranum #metoo reynslusögur Þjálfari ungrar íþróttakonu nauðg- aði henni. Í kjölfarið grenntist hún mikið og átti í erfiðleikum með að borða og sofa. Hún sagði tveimur landsliðsþjálfurum frá því að sér hefði verið nauðgað til að þeir skildu hvað væri í gangi hjá henni. Skömmu seinna kom aðstoðar- landsliðsþjálfari til hennar og sagði henni að líta á björtu hlið- arnar. Það væri gott að henni hefði verið nauðgað því nú væri hún svo grönn. Sagt að líta á björtu hliðarnar Lögreglukona til 40 ára sagði frá því að það sem hún hefði látið yfir sig ganga í störfum sínum væri varla rithæft. Áreitni hefði verið daglegt brauð og að hún hefði þurft að undirbúa sig andlega fyrir hverja vakt. Verst þótti henni að vera skráð ein í lögreglubíl með einhverjum sem reyndi að kyssa hana þrátt fyrir mótmæli. Að lok- um hætti hún að treysta sér í útköll. Áreitnin þótti ekkert stórmál, hún mætti búast við slíku þar sem hún hefði kosið að vinna innan um alla þessa karlmenn. Áreitt í lögreglu- bílnum á vakt „Þetta var alveg mögnuð stund. Slatti af fólki sem kom og grét og hló með okkur,“ segir María Pálsdóttir leikkona sem fór fyrir #metoo-viðburðinum í sam- komuhúsi Leikfélags Akureyrar í gær. „Við vorum fimmtán konur sem lásum upp frásagnir kvenna, héðan og þaðan, úr íþrótta-, fjölmiðla-, stjórnmála- og sviðslistaheiminum og þó víð- ar væri leitað, það var kraftur og samkennd í loftinu,“ segir María. Soffía Gísladóttir, forstöðu- maður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, var ein þeirra kvenna sem steig á svið: „Þetta átak gefur okkur aukinn kraft til að standa með sjálfum okkur. Það er ekki leyfilegt leng- ur að koma svona fram við kon- ur, eins og verið hefur.“ Meirihluti gesta var konur en nokkrir karlar mættu líka og það var mikill kraftur og samkennd í loftinu, að sögn Maríu, og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. „Var alveg mögnuð stund“ 15 KONUR LÁSU UPP Í SAMKOMUHÚSINU Á AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Fjölbreyttur hópur kvenna las frásagnir í Samkomuhúsinu í gær. Upplestrinum lauk með frásögn konu sem samstarfsmaður áreitti nú um helgina á viðburði fyrir- tækisins. Hún lýsti því hvernig hún hefði æpt á manninn, hrint honum frá sér af öllu afli. Hún hefði látið samstarfsfélaga sína vita, auk yfirmanna, þar sem hún fékk frábæran stuðning. Hún hefði hugsað til okkar allra þegar atvikið átti sér stað, við það hefði hún fengið kjark því hún vissi að hún hefði heilan her á bak við sig. Hún fór heim, bar höfuðið hátt og hló að tímasetningu mannsins. Hló að tímasetningu mannsins Á Seyðisfirði fór Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona fyrir viðburð- inum, sem var haldinn í Herðu- breið, félagsheimili Seyðfirðinga, í gær. „Þetta var einlæg, sönn og falleg stund. Ellefu konur úr litla sam- félaginu okkar lásu upp og mæt- ingin var alveg prýðileg, þrátt fyrir vonskuveður hérna fyrir austan,“ segir Halldóra Malín og kveður áhorfendur hafa hlustað vel og ver- ið þakklátir og meyrir. „Margir töluðu um hvað það er átakanlegt að heyra þetta allt í einu, þá fer fólk að skoða sig og sitt líf, þannig að þetta er erfiður en dásamlegur spegill að horfa í.“ Erfiður spegill að horfa í Ljósmynd/Sigfríð Hallgrímsdóttir Seyðisfjörður Ellefu konur lásu upp frásagnir sínar í Herðubreið.  Ellefu konur lásu upp frásagnir sínar á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.