Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 18
Flugfélag Íslands, sem hefur vaxið og þróast upp í mikla sam- steypu er kallar sig Ice- landair Group, varð strax í upphafi eitt af óskabörnum Íslands. Það gjörbreytti tengslum okkar við út- lönd, gerði okkur nán- ast að heimsborgurum. Við höfum notið frá- bærrar framtíðarsýnar brautryðj- endanna og þess hæfa fólks sem fé- lagið hefur notið. Ég hef dáðst að stuðningi þess við margs konar starf. Þar snerta mig dýpst boðsferðir félagsins með veik börn og aðstandendur þeirra. Þar er vottur um göfugan hug, mjög í anda Arnar Johnson, sem var einn af frum- kvöðlunum og andlit félagsins út á við fyrstu áratugina. Á hans tíð þótti sjálfsagt að leita hamingjunnar sér og samfélagi sínu til góðs. Hann náði miklum árangri í þem efnum. Þannig hefur reynsla mín verið af Icelandair Group, en nú er annað hljóð komið í strokkinn. Nú er krafan miklu hærri um rétt hvers manns og félags að eignast hamingjuna hvað sem það kostar. Sú ágenga hugsun ryður sér til rúms æ víðar í þjóðlífi okkar. Afleiðingin er að ófullnægjan eykst, ágirndin, öfundin, kapphlaupið um lífsgæðin, en lífshamingjan sjálf fellur í skuggann. Þetta er augljóst í baráttunni fyrir varðveislu hins forna Víkurgarðs. Icelandair Group er eigandi fast- eignanna á Landsímareit að hálfu á móti Dalsnesi ehf., og Icelandair Hot- els verðandi rekstraraðili. Þessi félög leggja nú allt kapp á að eyðileggja einar merkustu menningarminjar höfuðborgarinnar. Ekki bætir það úr skák að mest af fénu sem á að nota til þessa, mun koma frá lífeyrissjóðum landsmanna. Á heimasíðu Icelandair Hotels segjast þau „kappkosta að sýna ábyrgð gagn- vart samfélaginu og umhverfinu. Við viljum hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi og leggj- um áherslu á umhverf- isvernd.“ Án efa hafa umrædd félög ekki þekkt sögu byggingarreitsins þeg- ar sótt var um bygging- arleyfi. En nú er flest- um ljóst orðið að byggja á í einum merkasta kirkjugarði lands- ins. Slíkt er lagabrot, þannig að hótel á þessum stað yrði þjóðarskömm. Eigum við að trúa því að eitt af óskabörnum þjóðarinnar, með svo fagra stefnuskrá, sem að framan greinir, ætli sér að starfa í þessum anda og framkvæma áætlanir sínar um byggingar í þjóðhelgum friðar- reit? Þetta mál er nú þegar orðið mjög umtalað, er að fara til umsagnar UNESCO Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og á trúlega eft- ir að fara fyrir dómstóla. Vill Ice- landair Group gæta heiðurs síns og alþjóðlegs orðspors með því að halda sig að réttum upplýsingum um bygg- ingarstaðinn eða halda út í ófyr- irsjáanlegt moldviðri og setja óafmá- anlegan blett á skjöld sinn með byggingu á þessum viðkvæma stað? Það væri varla í anda frumherjanna. Eftir Þóri Stephensen »Eigum við að trúa því að eitt af óska- börnum þjóðarinnar ... ætli sér að starfa í þessum anda og fram- kvæma áætlanir sínar um byggingar í þjóð- helgum friðarreit? Þórir Stephensen Höfundur er fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Hefur Icelandair Group gleymt hugsjónum sínum? 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Ég sé mig knúinn til að segja nokkur orð vegna þeirrar atburða- rásar sem hefur orðið vegna þáttarins Kveiks sem er á dagskrá RÚV. Þátturinn sem um ræðir fjallaði um brott- kast á fiski. Þar leyfðu sér tveir menn, þeir Trausti Gylfason og Helgi Seljan, að taka af lífi eina öflugustu frystitogaraáhöfn á Íslandi, annar rekinn áfram af hefnigirni vegna uppsagnar, hinn að gera góða söluvöru. Togarinn sem um ræddi er Kleifaberg RE-70 þar sem undirritaður var Baader-maður í 20 ár en er nýlega hættur störfum þar um borð. Hef ég þar af leiðandi engra hagsmuna að gæta en vil verja heiður þeirra sóma- manna sem eru mínir fyrrverandi skips- félagar og mín önnur fjölskylda í 20 ár. Að vega svona að starfs- heiðri Víðis Jónssonar, sem verið hefur einn aflamesti skipstjóri landsins frá því hann settist í skipstjórn- arstólinn, finnst mér viðbjóðslegt og get sagt eiðsvarinn að á þeim 20 árum sem hann var minn yfirmaður gaf hann aldrei skipun um að henda fiski til að geta fyllt á vinnsluna aftur, eins og fjallað var um í umræddum þætti. Með þessu bréfi er ég ekki að rétt- læta brottkast á fiski ef það á sér stað. Ég er alveg tilbúinn að taka umræðu um þau mál hvar og hve- nær sem er, eins og t.d. það hvers vegna ég fæ stjórnvaldssekt fyrir að koma með of mikið af aukafiski í land úr grásleppunetunum. Að lokum segi ég „áfram Kleifa- berg“ þið eruð ekki þeir drullusokk- ar, eins og Heiðrún Lind vogaði sér að kalla okkur. Eftir Ríkharð Lúðvíksson » Að vega svona að starfsheiðri Víðis Jónssonar, sem verið hefur einn aflamesti skipstjóri landsins frá því hann settist í skip- stjórnarstólinn, finnst mér viðbjóðslegt. Ríkharð Lúðvíksson Höfundur er Baader-maður. Vegið að starfsheiðri manna Nú þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur völdin er rétt að minna hana á eftirfar- andi mál sem skipta eldri borgara og barna- fjölskyldur miklu máli. Í fyrsta lagi er virð- isaukaskattur á lyfseð- ilsskyld lyf hæstur hér á landi af öllum Evrópulöndum, tæp 25%. Þrjú lönd Evrópu, Svíþjóð, Malta og England, hafa engan vsk. á slík lyf. Mér finnst þessi virð- isaukaskattur algjör hneisa. Ég skora á ríkisstjórnina að sýna nú hug sinn í þessu réttlætismáli og leiðrétta þetta mál. Það er mikið réttætismál fyrir eldri borgara og barnafjölskyldur sem eru þeir að- ilar, að ég tel, sem nota mest af lyf- seðilsskyldum lyfjum hér á landi. Annað sanngirnis- mál tel ég vera að eldri borgarar njóti sömu réttinda við verðlagningu hjá tannlæknum og börn hér á landi. Ég er sannfærður um að margir eldri borgarar fara ekki til tannlækna vegna þess kostn- aðar sem því fylgir. Ég skora á nýja og bjartsýna ríkisstjórn að taka þessi mál til úrlausnar nú þegar. Eftir Jón Kr. Óskarsson Jón Kr. Óskarsson » Tel ég sann- girnismál að eldri borgarar njóti sömu rétt- inda við verð- lagningu hjá tannlæknum og börn. Höfundur er áhugamaður um málefni eldri borgara. Eldri borgarar skildir eftir Stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins, Ásgeir Thoroddsen, flutti í Morgunblaðinu afstöðu sína til umfjöll- unar minnar í blaðinu um tengsl Arion banka og Frjálsa og hvernig Frjálsi stóð að lánveit- ingum og hlutabréfa- kaupum í United Sili- con sem nú er víst tapað. Það kom mér svo sem ekki á óvart að Ásgeir, sem hefur setið um langt árabil í stjórn Frjálsa sem fulltrúi Kaupþings banka sáluga, og eftir fall hans samkvæmt tilnefningu Arion banka, skyldi forðast að fjalla um kjarnann í minni umfjöllun. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni fyrir sjóðfélagana að stjórnar- formaður Frjálsa telji fjárfestingu sjóðsins í United Silicon ekki um- ræðuverða og amist við gagnrýni á því að sjóðnum skuli varnað að eiga viðskipti við önnur fjámálafyrirtæki en Arion banka. Ég hefði þó fyrir fram talið að hann myndi taka fegins hendi ábendingum sjóðfélaga um að fara bæri varlega með fé sjóðsins og gætt skyldi hagsmuna hans og sjálf- stæðis í hvívetna enda ber stjórn Frjálsa lögum samkvæmt að gæta hagsmuna sjóðfélaganna en ekki annarra. Ekki síður mátti vænta slíkra viðbragða fyrir þær sakir að sem fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, og raunar um tíma stjórnarformaður þess banka, er Ás- geiri vafalítið vel kunnugt um að dómstólar hafa eftir bankahrunið lagt línur um forsvaranleg vinnu- brögð við mat á ýmsum lánveitingum og öðrum fjárfestingarákvörðunum stjórnenda fjármálafyrirtækja, með- al annars tiltekinna stjórnenda Kaupþings á þeim tíma sem Ásgeir sat í stjórn Kaupþings. Gagnrýni mína á fjárfestingar Frjálsa í United Silicon afgreiðir Ás- geir með þeim ummælum að stund- um væri það bara þannig að ýmsar fjárfestingar lífeyrissjóða tapist, svona eins og gengur. Í stað þess að viðurkenna að e.t.v. hafi verið mis- ráðið af sjóðnum að elta þessa fjár- festingarkosti sem Arion banki bauð honum upp á í United Silicon, þá reynir stjórnarformaðurinn að slá ryki í augu fólks með því að vísa til góðs árangurs Frjálsa í fortíðinni og skreyta hann þeim fjöðrum að sjóð- urinn hafi í fyrra verið tilnefndur sem „besti lífeyrissjóður í Evrópu“ um árabil af „fagtímaritinu IPE“, eins og það skipti einhverju máli um það hvort faglega hafi verið staðið að fjár- festingum sjóðsins í United Silicon. Öllum sem þekkja eitthvað til mark- aðssetningar erlendra fagtímarita er hins veg- ar ljóst að slíkar vegtyll- ur eins og þá sem stjórnarfomaðurinn vís- ar til má kaupa fyrir hæfilegt verð og eru ekki gæðastimpill sem mark er á takandi. Kjarni gagnrýni minnar er einfaldlega sá að óeðlileg hags- munatengsl Frjálsa og Arion banka hafi leitt til glórulausrar fjárfestingar sjóðsins í United Silicon. Á meðan Frjálsa er að miklu leyti stjórnað af Arion banka sem hefur sérstaka hagsmuni af því að tryggja sér einkarétt á fjárfestingarstarfsemi sjóðsins, getur hann vart talist vera sjálfstæður. Það er augljóslega ekki í þágu hagsmuna Frjálsa eða sjóðfélaga hans að úti- loka samstarf sjóðsins við aðrar fjár- málastofnanir en Arion banka. Ég efast raunar um að nokkur annar líf- eyrissjóður sé settur undir viðlíka takmarkanir í sinni starfsemi og Frjálsi að þessu leyti og stórundar- legt að ekki sé girt fyrir svona bola- brögð í lögum um lífeyrissjóði. Út af fyrir sig er það rétt hjá stjórnarformanni Frjálsa að fjárfest- ingar lífeyrissjóða sem annarra geta tapast, af ýmsum ástæðum. Oft er ekkert við tapi að segja ef að öllu hef- ur verið rétt staðið. Stundum er hins vegar full ástæða til að leita skýringa á tapinu. Til þess að lágmarka tapsá- hættu af fjárfestingum skiptir mestu máli að staðið sé með slíkum hætti að fjárfestingarákvörðun að gætt sé fag- legra sjónarmiða; að gengið sé úr skugga um fullnægjandi endur- greiðslugetu lántaka áður en veitt eru sérlega há lán og að trygging- argildi veða sé viðunandi. Sömuleiðis, að fjárfesting í hlutabréfum fyrir stórfé hafi í raun verið þess virði á þeim tíma þegar fé var lagt út til hennar. Á þessum grunni er fyllilega réttmætt að leita eftir skýringum hjá Frjálsa um fjárfestinguna í United Silicon. Því hefur enn ekki verið svar- að efnislega hvernig Kísill III, félag með neikvætt eigið fé og engan rekstur, gat talist hafa fullnægjandi endurgreiðslugetu á láni Frjálsa upp á hátt í milljarð króna eða hvernig hlutabréf þess í United Silicon gátu talist viðunandi trygging fyrir endur- greiðslu lánsins. Skýra leiðbeiningu um hvernig ekki skuli bera sig að við ráðstöfun á fé sem stjórnendum fjármálafyrir- tækja er trúað fyrir má til dæmis hafa af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 498/2015, máli ákæruvaldsins gegn nokkrum stjórnendum Kaupþings vegna lánveitinga þeirra fyrir hönd bankans en þar segir þetta, meðal annars: „Það er niðurstaða dómsins að með því að lána félögum, sem hvorki áttu aðrar eignir en hlutabréfin né höfðu rekstur með höndum, hafi verið framin umboðssvik með því að að- staðan var misnotuð og fjármunum bankans stefnt í verulega hættu. Breytir engu um þessa niðurstöðu hvort lánareglur voru brotnar eða ekki vegna þess að innan umboðs síns hjá bankanum bar ákærðu að hegða sér með hagsmuni hans í huga. Í því felst meðal annars að sjá til þess að lán séu tryggð með nægjanlegum og gildum tryggingum, greiðslugeta lán- taka sé könnuð svo og eignastaða. Við framangreindar lánveitingar voru ekki sett önnur veð en hin keyptu hlutabréf, með einni und- antekningu. Ákærðu hlaut að vera ljóst að félögin höfðu ekki aðra starf- semi með höndum en að eiga hluta- bréfin og greiðslugeta lántakanna væri því takmörkuð við tekjur af þeim. Við lánveitinguna til [...] virðist eignastaða hans og möguleikar á endurgreiðslu heldur ekki hafa verið ítarlega kannaðir. Með því, sem nú hefur verið rakið, var fé bankans stefnt í verulega hættu. Ákærðu mis- notuðu aðstöðu sína í trúnaðar- störfum hjá Kaupþingi með því að gæta ekki við lánveitingarnar að framangreindum atriðum.“ Það er ekki úr vegi að máta lán- veitingu Frjálsa til hluthafa í United Silicon inn í þá mælistiku sem Hæsti- réttur notar til að meta háttsemi stjórnenda Kaupþings og velta því fyrir sér hvort að einhver líkindi séu þar á ferðinni. Það er of snemmt að fullyrða neitt um það. En það ætti hins vegar ekki að koma löglærðum stjórnarformanni Frjálsa á óvart að sjóðfélagi gagnrýni þessar fjárfest- ingar sjóðsins og alveg tilefnislaust er af hálfu Ásgeirs að lýsa yfir undr- un á því að hin tapaða tólf hundruð milljóna króna fjárfesting sjóðsins verði tilefni opinberrar umræðu um framgöngu Frjálsa í því máli. Þessi afstaða Ásgeirs er „í besta falli sér- kennileg“ svo notað sé orðfæri hans sjálfs. Eftir Hróbjart Jónatansson »Kjarni gagnrýni minnar er einfald- lega sá að óeðlileg hags- munatengsl Frjálsa og Arion banka hafi leitt til glórulausrar fjárfest- ingar sjóðsins í United Silicon. Hróbjartur Jónatansson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og félagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Enn af „frjálsa“ lífeyrissjóðnum Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.