Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Láttu birtuna ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hafðu það hugfast að aðeins ef þú beinir reiði þinni í réttan farveg mun hún verða þér til góðs. Þú ert kraftmikill, djarfur og talar hreint út og fátt stendur fyrir þér þegar sá gállinn er á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú sérð félaga þinn í skýru og fersku ljósi sem er bæði jákvætt og neikvætt. Mundu að það kemur upp neikvæðni í öllum fjöl- skyldum og að það skiptir höfuðmáli hvernig unnið er úr henni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Öfugt við það sem fólk álítur, er tím- inn vinur sem vinnur að háleitustu mark- miðum manns. Það er aldrei að vita, hvenær lukkan ber að dyrum eða hjá hverjum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú skalt búa þig undir eitthvað óvænt í dag og það kemur úr þeirri áttinni sem þú átt síst von á. Boðum í partí og alls kyns gleð- skap rignir bókstaflega yfir þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það skiptir öllu máli að vera sannur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ef þú lendir í deilum munu þær sennilega taka óvenjumikið á þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn verður frábær fyrir einkalífið en kannski ekki jafn stórkostlegur fyrir pen- ingamálin – til styttri tíma litið. Það getur reynst mikil kúnst að segja nei. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það reynir á samskipti þín við yfirboðara, foreldra eða yfirmenn í dag. Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumir hafa verið það þröngsýnir um langt skeið að stórvirkar vinnuvélar þyrfti til þess að opna huga þeirra. Sjáðu til þess að ekkert og enginn trufli þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til að víkka sjóndeildarhringinn og læra eitthvað nýtt og spennandi. Gerðu áætlun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Varastu stóryrtar yfirlýsingar og skuldbindingar sem kunna að koma þér í koll. Þú ættir að ganga úr skugga um heilindi fólks áður en þú trúir því fyrir leyndarmálum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Bjartsýni er smitandi, svo þú verð- ur ekki að predika yfir neinum að líta á björtu hliðarnar. Taktu enga ákvörðun fyrr en þú hef- ur skoðað allar hliðar málsins. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú finnur til samkenndar með öðrum og vilt leggja af mörkum á einhvern hátt. Eng- in dyggð nær hámarki án iðni og ræktarsemi. Helgi R. Einarsson lét þessastöku fylgja lausn sinni á laugardagsgátunni: „Eðlilegt ástand (aftur)“: Fiskeldinu vex fiskur um hrygg, ferðamennskan í blóma, útgerðin sumum arðbær og trygg og ýmsir með sleggjudóma. Og síðan limran „Jólamartröð“: Á Kringludyrnar hann knúði með krakkana sína og brúði. Stömpum þar steyptu og starfsfólkið gleyptu Grýla og Leppalúði. Á Leir yrkir Davíð Hjálmar Har- aldsson um bjarndýr: Kvað bjarndýr: „Ég bjó mér til híði úr birki og muru og víði og indæla frúna þar annast og húna en frídaga fer ég á skíði.“ Á Boðnarmiði yrkir Sigurjóna Björgvinsdóttir um veðrið:· Frostið er fjögur stig, fegurðin stórkostlig, það er glimmer á götum og gangstéttum, flötum, nú skíðamenn skunda í svig. Hólmfríður Bjartmarsdóttir seg- ir frá reynslu sinni: Oft að þegja er allra best, einkanlega á fundum Þá mun viskan veitast mest og vera gaman stundum Gagnast mundi og létta lund að leyfa undir ræðum að menn blundi eina stund og efla fundi að gæðum. Magnús Ingimundarson& segir að alltaf sé gaman að lesa um hesta og ættartölu þeirra: Hestamenn þeir helga sér hest á allskyns mótum. Góðhrossið það undan er Uppspuna frá Rótum. Nú fer fengitíminn í hönd. Dag- bjartur Dagbjartsson yrkir: Nú skal sauð til njósna leiða og neyta sæðistólanna. Athuga hvort ærnar beiða í aðdraganda jólanna. Magnús Geir Guðmundsson gerði þessa athugasemd: Dagbjartur er gumi greindur, Gjarnan yrkir stökubút. Þjarkur er og þraut- já –reyndur, Þekkir mun á sauð og hrút! „Svona er þetta bara,“ segir Ár- mann Þorgrímsson: Ellin hefur ýmsu breytt, enn þó sef um nætur, enginn gefur öðrum neitt, allir þrefa um bætur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af fiskeldi, björnum og ættartölum Grettir GLÚBB „VIÐ SÖMDUM OKKAR EIGIN HJÚSKAPARHEIT. ÞÚ VILT KANNSKI HALDA FYRIR EYRUN“ „HANN ER HÉR. LÆSIÐ BYGGINGUNNI“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi ... að horfa á uppáhalds- myndina hans Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ EINA GÓÐA VIÐ MÁNUDAGSMORGNA ER KAFFIÐ MEÐAL RISTAÐ MEÐ OSTA KEIM OG SÁPUKENNDU EFTIRBRAGÐI HEI! ÉG ER AÐ REYNA AÐ BAÐA MIG HÉRNA MANSTU ÞEGAR ÞÚ LOFAÐIR MÉR AÐ ÉG YRÐI LÁNSÖM EF ÉG GIFTIST ÞÉR? ÉG ER MEÐ MOLDARGÓLF! SÉRÐU EKKI FJÖGURRA LAUFA SMÁRANA SEM VAXA ÞAR? Gamla fólkið í Reykjavík er tilbúiðað koma til starfa á leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar, samkvæmt erindi sem félag þess sendi frá sér fyrir nokkrum dögum. Tillagan hefur fengið misjafnar undirtektir og í versta falli þykir hún ögrun við faglegt starf á leikskól- unum. Þar sé unnið eftir viður- kenndum fræðum um lærdóm í gegnum leikinn og að kennslan eigi því að vera í höndum fagmenntaðs fólks. Þetta sé ekki verkefni fyrir eldri borgara sem vilji drepa tímann – og efalaust á það viðhorf einhvern rétt á sér. En munum samt líka að ljúfustu æskuminningarnar tengjast oft ömmu og afa, fólki sem gat svar- að stórum spurningum lítilla mann- vera í háskalegum heimi. Tengdi saman núið og fortíðina og var til staðar þegar aðstoðar þurfti. Kom með jákvæða hvatningu svo til dæm- is lestrarnám varð leikur einn. Já og munum líka krakkabækurnar þar sem ömmur og afar eru mikilvægar söguspersónur og eru bjargið sem börnin byggja á. x x x Í sjónvarpsfréttum RÚV á laugar- dagskvöldið sagði frá því að íslenskir handboltastrákar væru að gera góða hluti. Væru strax um tvítugt í færum til þess að hasla sér völl sem at- vinnumenn í greininni í erlendum liðum. Þetta mætti þakka meðal annars því að vel væri staðið að þjálfun í yngri flokkum í handbolt- anum hér heima. Þá hefði allt starf sem miðar að stórum afrekum verið eflt. Allt er þetta nú gott og blessað, en munum nú samt að íþróttir eiga alltaf fyrst og síðasta að vera skemmtun. Sætir stórsigrar eða leikur með stórliðum eru algjört aukaatriði. Væntingahlaðnar frá- sagnir af íslenskum íþróttagörpum sem hugsanlega gætu gert það gott í útlöndum eru sérstakar og í þeim kemur fram það hugarfar sem ríkti hér fyrir áratug þegar íslenskir við- skiptagarpar voru í útrás. Það mikil- vægasta við íþróttastarf og gull- verðlaun allra tíma er að krakkar geti tekið þátt og blandað sér í hóp með gleði og þannig fengið sjálfs- traust til þátttöku á þeim leikvelli sem lífsbaráttan sjálf er. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki (Sálm. 16:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.