Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Sólskálar -sælureitur innan seilingar 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisstofnun hefur gefið út tvö starfsleyfi fyrir fiskeldi það sem af er ári, bæði vegna landeldis, og þrjú leyfi vegna eldis í sjókvíum eru tilbú- in og bíða afgreiðslu samhliða rekstrarleyfi sem Matvælastofnun gefur út. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar er líklegt að leyfin verði gefin út á þessu ári eða að minnsta kosti fljótlega eftir áramót. Að auki má búast við að 5-7 leyfi verði gefin út á fyrrihluta næsta árs. Leyfin sem Umhverfisstofnun hefur afgreitt en bíða afgreiðslu Matvælastofnunar eru stækkun Arc- tic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi sem Arctic Sea Farm og Arnarlax vinna saman að í Patreks- og Tálknafirði. 12 sjókvíaleyfi í vinnslu Í reglugerð um fiskeldi er kveðið á um að Mast taki við umsóknum og hún og Umhverfisstofnun afhendi starfs- og rekstrarleyfi samtímis. Það þýðir að ákveðin samvinna þarf að vera milli þessara tveggja stofn- ana um vinnslu leyfanna. Um 80 starfsleyfi fyrir fiskeldi eru í gildi hjá Umhverfisstofnun. Það eru stöðvar af ýmsum gerðum og stærðum, á sjó og landi. Oft hefur komið fram að mikil áform eru um uppbyggingu sjókvía- eldis hjá fyrirtækjum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fjöldi umsókna er í vinnslu í kerfinu, allt frá Skipulags- stofnun til Matvæla- og Umhverf- isstofnunar. Þannig er Umhverfis- stofnun nú að vinna í 18 umsóknum. Eru það nýjar eldisstöðvar og stækkun og endurnýjun á eldri leyf- um, bæði á sjó og landi. Hjá Mat- vælastofnun eru 12 umsóknir um sjókvíaeldi í vinnslu. Þungt og flókið ferli Miklar tafir hafa oft á tíðum orðið á útgáfu leyfa. Fram kom í viðtali við Sigurð Pétursson, framkvæmda- stjóra Arctic Fish, að sex ár eru liðin frá því að fyrirtækið fór að vinna að stækkun sjókvíaeldisins í Dýrafirði. Fram kemur í reglugerð um fisk- eldi að umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skuli afgreiða innan sex mánaða frá því þær berast. Ljóst er að stofnanirnar hafa ekki getað staðið við þessi tímamörk. Raunar þurfa áformin að fara fyrst í gegnum mat á umhverfisáhrifum eða í það minnsta mat á því hvort þær teljist matsskyldar. Ekki eru kvaðir á Skipulagsstofnun að afgreiða um- sóknirnar á tilteknum tíma. Síðan eru ákvarðanir stofnunarinnar gjarnan kærðar og þá tekur af- greiðslan eðlilega lengri tíma en ella. Matvælastofnun gefur þær skýr- ingar almennt á drætti á afgreiðslu umsókna að leyfisveitingaferlið sé þungt og flókið og málsmeðferð þar af leiðandi seinleg. Umhverfis- stofnun getur þess í svari við fyr- irspurn Morgunblaðsins að í vor, í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli Háafells í Ísafjarðardjúpi, hafi verið ákveðið að auglýsa aftur nokkur leyfi sem höfðu farið í opinbert aug- lýsingaferli. Þar af leiðandi hafi út- gáfa þeirra leyfa sem nú liggja fyrir dregist um þann tíma. Ennfremur er bent á að Hafrannsóknastofnun hef- ur verið að gefa út burðarþol fyrir fleiri firði og nýlega nýtt áhættumat vegna eldis á frjóum laxi. Því þurfi að taka afstöðu til fleiri gagna við út- gáfu starfsleyfa nú en á síðustu misserum. Vanda þarf til verka Agnar Bragi Bragason, lögfræð- ingur á sviði samþættingar hjá Um- hverfisstofnun, lætur þess getið að stofnunin sé að vinna að útgáfu starfsleyfa fyrir fiskeldi en vanda þurfi til verka og taka mið af nýjum kröfum og gögnum sem hafi áhrif á starfsleyfisgerðina í umhverfi sem tekur breytingum. Þá minnist hann á skýrslu starfshóps á vegum at- vinnu- og nýsköpunarráðuneytis þar sem gerðar eru tillögur um breyt- ingar á regluumhverfi leyfa fyrir fiskeldi. Tillögur um breytingar sem fram koma í umræddri stefnumótunar- skýrslu hafa ekki verið lagðar fyrir Alþingi og reglugerð hefur heldur ekki verið breytt í kjölfar hennar. Kristján Þ. Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva, vonast til þess að í kjöl- far stefnumótunarskýrslunnar, þar sem helstu hagsmunaaðilar náðu samkomulagi um ákveðin atriði, komist leyfismálin á betra ról. Hann segir að landssambandið hafi fundað með embættismönnum í helstu stofnunum til að vinna að því að mál- in þokist betur áfram. Þrjú laxeldisleyfi á næstunni  Stofnanir hafa ekki staðið við tímamörk sem ákveðin eru í reglugerðum  Flókið og seinlegt að vinna leyfin og breytingar í umhverfinu  Tillögur úr stefnumótunarskýrslu ekki komnar fram Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva vonast til að útgáfa starfs- og rekstrarleyfa gangi betur á næstunni en verið hefur. Jón Hjaltason, hæsta- réttarlögmaður í Vest- mannaeyjum, lést í Sól- túni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri. Jón fæddist 27. maí 1924 að Hólum í Hornafirði, sonur hjónanna Hjalta Jóns- sonar og Önnu Þór- unnar Vilborgar Þor- leifsdóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1943 og varð cand. juris. frá Háskóla Íslands árið 1949. Að laga- námi loknu fluttist Jón til Vest- mannaeyja, þar sem hann gerðist fulltrúi bæjarfógeta og síðar lög- fræðingur Vestmannaeyjakaup- staðar frá árinu 1950. Hann öðlaðist málflutningsrétt- indi fyrir héraðsdómi árið 1953 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1963. Árið 1961 opnaði hann sína eigin málflutningsstofu í Vestmannaeyjum, þar sem hann starfaði all- an sinn feril. Árið 2006 flutti hann sitt síðasta mál fyrir Hæstarétti Íslands, þá 82 ára gamall og varð með því einn elsti lög- maðurinn sem flutt hefur mál fyrir Hæstarétti. Jón kvæntist Steinunni Sigurðar- dóttur frá Efri-Langey á Breiðafirði árið 1954, en hún starfaði sem kenn- ari í Vestmannaeyjum. Þau eign- uðust þrjú börn saman, en áður en þau tóku saman áttu þau sinn dreng- inn hvort. Andlát Jón Hjaltason Bjarki Ómarsson keppti á laugar- dagskvöld í sínum fyrsta atvinnu- mannabardaga í fjaðurvigt á MMA bardagamótinu Fight Star. Mótið var haldið í þrettánda sinn í London um helgina og hafði Bjarki sigur gegn Mehmosh Raza frá Pakistan. „Dómnefndin var klofin en mér líður samt eins og ég hafi unnið allar loturnar. Raza var mjög erfiður and- stæðingur, en þetta var sjötti at- vinnumannabardaginn hans. Ég er vanur að keppa áhugamanna- bardaga þar sem loturnar eru aðeins þrjár mínútur en í atvinnumanna- bardaga eru þær fimm, sem þarfn- ast meira úthalds,“ segir Bjarki. Hann segir stuðning áhorfenda hafa skipt sig miklu og er afar þakklátur þeim, ásamt þjálfurum, styrktarað- ilum, vinum og fjölskyldu. Bjarki er 22 ára og hefur æft í sjö ár. Hann æf- ir í Mjölni og Gunnar Nelson þjálfar hann. ernayr@mbl.is Bjarki sigraði í fyrsta atvinnumannabardaga Ljósmynd/Snorri Björnsson Bardagi Bjarki Ómarsson, til hægri, keppir hér við Mehmosh Raza. Slökkviliðið á Ísafirði var kallað út síðdegis í gær vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á elda- vél. Íbúðin var mannlaus er að var komið en hundur var þar inni. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu virðist sem honum hafi ekki orðið alvarlega meint af. Enginn eldur var í íbúðinni en mikill reykur. Björguðu hundi úr reykfylltri íbúð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ísafjörður Slökkviliðsmenn að störfum við Hlíðarveg í gær. Íbúðin var mannlaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.