Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 ✝ Marta KristínStefánsdóttir fæddist á Skútu- stöðum í Mývatns- sveit 28. október 1929. Hún lést á heim- ili sínu, Krumma- hólum 8, 1. desem- ber 2017. Foreldrar henn- ar voru Stefán Sig- fússon f. 5. júní 1901, d. 1984, og Björg Jóns- dóttir, f. 3. september 1892, d. 1978. Systur hennar voru Ingibjörg Sigrún Kristjana, sem lést tveggja ára að aldri, og Ingi- björg Sigrún, fædd 22. nóv- ember 1927, d. 5. janúar 2014. 31. desember 1949 giftist Marta Sigurði Bárðarsyni, f. 10. nóvember 1925, d. 12. október 2010, og eignuðust þau þrjár dætur: Björgu, f. 6. ágúst 1950, Sigrúnu, f. 10. ágúst 1955, og Rebekku, f. 8. júlí 1966. Björg er gift Lars Wessing og eru þau búsett í Svíþjóð. Börn Bjargar af fyrra hjónabandi eru: A) Ómar Ari, kvæntur Önnu Magneu Egilsdóttur, eru búsett í Svíþjóð og eiga þau Mariell Håseth og eru þau bú- sett í Noregi. B) Marta Kristín, sambýlismaður hennar er Ómar Örn Ómarsson, eru búsett í Reykjavík og eiga þau dótt- urina Aríönnu Björtu Fyrir á Marta dæturnar Ásdísi Berg- lindi Elenu Olguin og Kristell Guðbjörgu Lorenu Olguin. C) Þórhallur, sem er búsettur í Noregi. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Marta og Sigurður á Akureyri, þar sem hún starfaði á neta- verkstæði. Þaðan fluttu þau ár- ið 1953 með dótturina Björgu í Skútustaði í Mývatnssveit til foreldra Mörtu. Árið 1958 fluttu þau með dætrum sínum Björgu og Sigrúnu að Heiði í sömu sveit, þar sem þau eignuðust yngstu dótturina Rebekku. Þar bjuggu þau og stunduðu búskap til ársins 1975 ásamt foreldrum Mörtu og Stefáni bróður Sig- urðar. Þaðan fluttu þau og bjuggu í Reykjahlíðarþorpi, þar sem Marta starfaði bæði á sím- stöðinni og í Hótel Reynihlíð. Árið 1985 fluttu þau til Reykja- víkur ásamt Rebekku. Þau keyptu íbúð í Krummahólum 8 og þar bjuggu þau til dauða- dags. Í Reykjavík starfaði Marta hjá saumastofunni Ísull, trésmiðju Sigurðar Elíassonar (síðar Axis) og að lokum hjá Meistaranum kjötvinnslu. Útför Mörtu Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. desember, klukkan 15. fjögur börn, Eygló, Guðna Má, Elmar Darra og Arnar Frosta. B) Birgitta Valgerður, gift Justin Swed, eru búsett í Ástralíu og eiga þau dótturina Linnéu Öskju. C) Mónika Berglind, gift Andreas Hen- rikson, eru búsett í Ástralíu og eiga þau þrjú börn, Simon Alexander Elias, Sögu Silju Emiliu og Freiu Feliciu Perlu. D) Daníel Heiðar, kvæntur Ann-Sofie Óm- arsson, eru búsett í Svíþjóð og eiga þau dótturina Novu Cristinu Björgu. Sigrún er gift Vigni Ólafssyni og eru þau búsett á Álftanesi. Börn Sigrúnar eru: A) Sigurður Ingi, kvæntur Kolbrúnu Braga- dóttur, eru búsett í Hafnarfirði og börn þeirra eru Freyr og Hafdís. B) Berglind Ósk, unn- usta hennar er Eva María Æg- isdóttir, eru búsettar í Reykja- vík. Rebekka er gift Jósef Smára Ásmundssyni og eru þau búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: A) Heimir Smári, kvæntur Kine Elsku besta mamma mín. Það eru svo margar yndisleg- ar minningar sem ég gæti sett niður á blað að það gæti fyllt heilt ritsafn. Fyrst kemur upp í hugann mín hamingjuríka æska, þar sem ég var vafin inn í bómull, dekruð og vernduð, litla örverpið ykkar pabba. Ég man hvað það var einstak- lega dýrmætt þegar þú tókst þér tíma frá þínu erilsama hlutverki sem bóndi og húsmóðir á stóru heimili til að fara með mig í laut- arferð niður á Stekk, þar sem við gæddum okkur á mjólk, góðu hveitikökunni þinni og örugglega fleiri tegundum af þínu víðfræga bakkelsi. Yndislegar draumaferðir í úti- legum með ykkur elsku pabba, í ilmandi Vaglaskóg, Atlavík og Kjarnaskóg. Öll þau skipti sem ég fékk að fara með ykkur á söngæfingar úti í skóla og lærði að meta öll þessi gömlu lög og sálma sem þið sunguð, yfirleitt sofnaði ég út frá þeim á endanum. Eitt af mestu ævintýrum lífs míns var þegar þú varst að kenna mér, sjö eða átta ára gamalli, að hjálpa litlu lömbunum í heiminn. Ég var líka svo stolt af því að eiga mömmu sem var aðal lambaljós- móðirin í fallegu sveitinni okkar. Það var svo gaman að fá að vinna með þér á hótelinu, við vor- um alltaf eins og bestu vinkonur, skemmtum okkur og mikið var hlegið. Öll dásamlegu sumrin uppi í sumarbústað, Bláhvamminum okkar, paradísinni okkar allra. Börnin mín hafa fengið sömu forréttindi og ég fékk í æsku, að alast upp með bestu ömmu og afa í heimi nálægt sér, og það er ómetanlegt. Þú og elsku pabbi voruð bestu foreldrar sem ég hefði getað fengið. Þið hafið alltaf verið stoð mín og stytta, öryggisnetið mitt, verndarar og óendanlegur fjár- sjóður ástar og umhyggju. Ég á ekki nógu stór orð um það hvað ég er þakklát fyrir ykkur og að hafa fengið að hafa ykkur svona lengi. Mikið er ég líka þakklát fyrir að hafa fengið að búa hjá þér og annast þig þessi þrjú síðustu ár, það hefur verið mér svo dýrmætt og ómetanlegt. Oft var svo mikið grín í gangi okkar á milli, þegar við vorum tvær einar hér heima, að það nú var frekar eins og tvær litlar prakkarastelpur væru að bulla, en ekki tvær stútungs kerl- ingar! Það ríkir núna mikill friður og þakklæti í hjartanu mínu fyrir að við gátum efnt loforð okkar við þig, að þú fengir að vera heima allt til enda, fékkst að kveðja í þínu eigin rúmi, með okkur Diddu systur hjá þér, allar minn- ingarnar og myndirnar í kring- um þig. Ég trúi því af öllu hjarta að þú sért nú komin í faðminn hans elsku pabba og þið farin að dansa ykkar hjartkæra tangó. Þakka þér af öllu hjarta, elsku mamma mín, fyrir allt sem þú hefur verið mér og sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna mína, þú varst hetjan mín og ég sakna þín svo óendanlega mikið. Hvíldu í friði, elsku besta mamman mín, og vertu kært kvödd. Þín Rebekka (Bekka litla). Elsku hjartans mamma mín, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin, en ég veit að þetta varst þú búin að þrá svo lengi vegna þess að missir þinn vegna andláts pabba var svo óumræð- anlega sár, en nú veit ég að þið eruð sameinuð á ný og örugglega farin að svífa í örmum hvors ann- ars og dansa tangó, enskan vals og alla hina dansana sem þið elskuðuð. Það var hrein unun að horfa á ykkur dansa, hvort sem það var á eldhúsgólfinu heima á Heiði, á böllum í Skjólbrekku og víðar. Þú ert fallegasta, ástríkasta og réttsýnasta kona sem ég hef kynnst í lífinu, þvílík fyrirmynd og er ég Guði óendanlega þakklát fyrir ykkur pabba. Þvílíkt ástríki sem við syst- urnar ólumst upp við er ómetan- legt og ég fæ seint fullþakkað. Ástar þinnar og hlýju nutu allir sem þér kynntust. Þú varst vinamörg og mikill gleðigjafi og munum við öll varðveita þá minningu. Elsku mamma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa geta annast þig vel eftir að pabbi dó og verið þér sú dóttir sem mig langaði að vera og er ég óendanlega þakklát elsku Rebekku litlu systur fyrir alla þá ást og hlýju sem hún gaf þér eftir að hún og Jobbi fluttu heim til þín. Það var hrein unun að fylgjast með henni annast þig og veit ég að hún á óendanlega mörg prik í himnaríki þegar þar að kemur. Ég er svo þakklát fyrir að þegar þú kvaddir skyldir þú hvíla í fanginu á okkur Rebekku, það verður okkur dýrmætt það sem við eigum eftir ólifað. Að lokum vil ég þakka þér alla þá ást og hlýju sem þú gafst mér og fjölskyldunni minni í gegnum árin og erum við rík að hafa fengið að eiga þig í öll þessi ár. Þangað til við hittumst aftur vil ég segja þér einu sinni enn að ég elska þig að eilífu. Þín dóttir Sigrún (Didda). Elsku amma. Mig langar fyrst og fremst að segja takk, takk fyrir að vera þessi góðhjartaða og elskandi amma sem var svo gott að knúsa og spjalla við. Síðustu ár tókum við löng og innileg faðmlög sem mér þótti svo vænt um. Maður á eftir að sakna þess að koma í Krummahólana, þar sem þið afi bjugguð, alveg síðan ég man eftir mér. Það sem veitir mér hugarró og frið í hjarta er að nú haldist þið afi í hendur og dansið eins og vindurinn sameinuð á ný. Þú saknaðir afa á hverjum degi og hafðir oft orð á því hversu mikið þú saknaðir elsku Sigga þíns. Þið voruð eins og ástfangnir ungling- ar og áttuð erfitt með að vera í sitthvoru lagi. Það eru yndislegar minningar sem við eigum. Minningarnar úr sumarbústaðnum í Eilífsdal er yndislegt að ylja sér við ásamt öllum samverustundunum í Krummahólum, mér þykir afar vænt um þær allar. Það breytti því ekki hvort ég var barn, ung- lingur, ungmenni eða fullorðin, það var alltaf skemmtilegast að koma í laufabrauðið til ykkar þar sem við fjölskyldan skárum út laufabrauð. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem við Eva vorum að gera og fannst þér gaman að heyra fréttir af okkur fjölskyld- unni, langömmufósturstelpunni okkar og fjórfætlingunum. Þér þótti nú einstaklega vænt um Pjakk, yngstu kisuna okkar, enda bjargaðir þú honum nokk- urra vikna einum og yfirgefnum og baðst okkur að fara með hann upp í Kattholt. Þér þótti svo vænt um að við ákváðum að halda honum og fannst þér svo gaman að heyra sögurnar af prakkaran- um. Þú varst einstakur dýravinur og talaðir alltaf svo mikið um dýrin og Mývatnssveitina fögru, sem þér þótti svo ofboðslega vænt um. Það var alltaf svo gam- an að heyra þig rifja upp minn- ingar þínar þaðan og hvernig það var að alast upp fyrir norðan. Það er svo erfitt að kveðja svona einstaka perlu eins og þig, skemmtilega, fallega, hlýja og góða. En öll eigum við eftir að sameinast á ný og þá verður gaman. Takk fyrir allt, elsku amma Marta, þú ert einstök. Þín ömmustelpa Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Nú hefur hún Marta okkar kvatt þennan heim og farið til betri heima. Hún reyndist okkur systkin- um afar vel þegar við dvöldum hjá þeim hjónum Mörtu og Sigga og heimilisfólkinu á Heiði í Mý- vatnssveit og fengum að kynnast sveitastörfum þar. Blessuð sé minning góðrar konu, Mörtu Kristínar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Guðbjörg, Björn og Kristín. Marta Kristín Stefánsdóttir Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGURBJÖRG HREIÐARSDÓTTIR frá Garði, lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi 4. desember. Útförin fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 15. desember klukkan 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Ragnheiður Einarsd. Sigurdór Karlsson Örn Einarsson Marit Einarsson Björn Hreiðar Einarsson Margrét Óskarsdóttir Hallgrímur Einarsson Elísabet Reynisdóttir Eiður Örn Hrafnsson Hrönn Sigurðardóttir Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR I. INGIMUNDARDÓTTIR sem lést á Droplaugarstöðum 30. nóvem- ber, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 13. desember klukkan 13. Ingimundur Hjartarson Anna María Hjartardóttir Gunnlaugur B. Hjartarson Málfríður Gísladóttir Alda Hjartardóttir Sveinn Muller ömmubörn og langömmubörn Móðir mín, BIRNA ÓLAFSDÓTTIR frá Ferjubakka, Reynimel 41, lést 6. desember 2017. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 15. desember klukkan 13. Mjöll Snæsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og frænka, EMELÍA DÓRA PETERSEN, Bygade 30, 7160 Tørring, Danmörku, lést föstudaginn 8. desember sl. á heimili sínu. Útförin verður frá Tørring kirke þann 16. desember klukkan 11. Vagner Petersen Guðrún Úlfars Petersen Andreas Lyngbye Thorleif Úlfars Petersen Oline Erngsen Björk Úlfars Petersen Freja Jörgensen Emelía Dóra Guðbjartsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTLEIFUR GUÐBJÖRNSSON, fyrrv. lögreglumaður og bólstrari, áður til heimilis Arkarholti 4, Mosfellsbæ, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi miðvikudaginn 6. des. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 14. desember klukkan 15. Gunnar Ó. Kristleifsson Þrúður Finnbogad. Unnur S. Kristleifsdóttir Arnar Þór Ingólfss. Hanna M. Kristleifsdóttir Þröstur Steinþórss. barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILD LARSEN Lönguhlíð 11, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 12. desember klukkan 13.30. Guðrún, Jóhannes og Júlíus Larsen tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.