Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 21
Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum Jóni frænda og fjöl- skyldu hans, svo og systrum Gunnu, einlæga samúð. Eftir- minnileg og góð kona er látin. Blessuð sé minning hennar. Erna Helga (Lillý). Ég held að ekki sé til sá Suð- urnesjamaður sem ekki þekkti Gunnu skó í Keflavík. Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti Gunnu fyrst. Það var í félagsheimili Heiðabúa, skátafélagsins í Kefla- vík. Ég held að ég hafi verið 10 eða 11 ára gutti. Ef hefði verið til greining á börnum í þá daga, hefði ég verið greindur með ADHD á háu stigi. Ég var með athyglis- brest, ofvirkur, órólegur, ég stríddi við námsörðugleika, var athyglissjúkur og svona mætti lengi telja. Sem sagt kolvitlaus og óviðráðanlegur krakki. En það var þarna í félagsheimilinu sem Gunna tók eftir mér og látunum í mér. Hún hafði með sér gítar og við áttum að syngja „Kveikjum eld“. Hún sá að ég dómineraði yfir salnum með látum og kallaði á mig til að aðstoða sig í söngnum. Ég átti að halda á söngbókinni fyrir hana svo að hún sæi textann. Auðvitað kunni hún textann utan að eins og allir skátar. En ég fann mig í ábyrgðarhlutverki og vand- aði mig við að halda á bókinni. Eft- ir að hafa sungið „Kveikjum eld“ þrisvar sinnum spurði Gunna mig hvort við ættum að syngja þetta lag í allt kvöld því ég fletti aldrei síðunum í bókinni. Það var mikið hlegið. Þarna tókst með okkur mikill vinskapur sem slitnaði aldr- ei. Hún vissi að hún væri með ómótaðan leir í höndunum og mót- aði hann mjög vandlega. Gunna lagði grunninn að mínu lífi. Hún hvatti mig áfram í öllu, sama hvað það var og hrósaði mér alltaf. Ég var tíður gestur á heim- ili þeirra Jóns og Gunnu til að ræða afrek mín og hreykja mér af og alltaf var tekið undir með mér af allri fjölskyldunni. Það var ekki nóg að Jón og Gunna ættu fjögur börn á þessum tíma heldur var Gunna svona mamma númer tvö hjá flestum krökkum bæjarins og veitti þeim öllum athygli og hvatti þau áfram. Mér hefur oft orðið hugsað til þess þegar ég var í heimsókn í litla eldhúskróknum á Skólaveginum hvað Jón og Gunna væru góðir foreldrar. Allir krakk- arnir bjuggu heima á þessum tíma og oft komu þeir Stebbi og Sibbi sem voru eldri en ég inn í umræð- urnar. Þeir voru með mestu töff- urum bæjarins þá og Stebbi með langt sítt hár niður á bak sem ekki allir drengir fengu að hafa á þess- um tíma vegna foreldranna. Aldr- ei nokkurn tímann var mér sýnd- ur töffaraskapur eða hallað á mig á nokkurn hátt þó að ég væri um- talaður í bænum sem einn af vandræðagemlingum bæjarins. Gunna var töffari sem hafði sama yfirbragð og Vigdís forseti. Það báru allir virðingu fyrir Gunnu skó þó að hún væri alltaf létt, brosmild og kát. Hún var gleðigjafi mikill, hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera, hvort sem það var á skóverkstæðinu þeirra hjóna, úti á götu eða í skátastarf- inu. Gunna kunni tökin á mér og mótaði mig vel og verð ég henni ævinlega þakklátur. Allar götur síðan ég kynntist Gunnu skó hef ég borið mikla virðingu fyrir henni. Litla fjölskyldan á Skóla- vegi 22 Jón og Gunna, Sibbi, Stebbi, Jóhanna og Bjössi litli hafa alltaf átt eitt stórt pláss í hjarta mínu því þar var ég alltaf velkominn í heimsókn hvenær sem var. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt elskulegri vinkonu minni síðasta spölinn þar sem ég bý í Noregi og á ekki heiman- gengt. Kæra fjölskylda, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur í þeirri miklu sorg sem nú er hjá ykkur því fallin er frá frábær kona sem var stór kvistur í lífi Suðurnesjabúa. Kristinn T. Haraldsson (Kiddi rót). MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl. 9 og jólabingó með vinsælu vin- ningunum okkar kl. 13.30. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Bingó kl. 13.15. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Föstudagur: Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Vöflukaffi kl. 14.30. Línudans fyrir byrjendur og lengra komna kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Jólabingó kl. 13:30, 250 krónur spjaldið, allir velkomnir. Opið kaffihús 14:30-15:15. Furugerði 1 Morgunverður frá 8:10-9:10 í borðsal, fjöliðjan í kjallara opin frá kl. 10. heitt kaffi á könnunni. Útskurður fyrir hádegi. Stólaleikfimi með Olgu kl. 11. í innri borðsal. Hádegisverður kl. 11:30- 12.30 í borðsal. Ganga kl. 13. ef veður leyfir. Föstudagsfjör kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30 í borðsal. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20 Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7. kl. 12:40 og til baka að loknu félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkju- hvoli er opin kl. 13 – 16. Allir velkomnir. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl.08:30-16. Glervinnustofa m/leiðb. kl 9.-12. Prjónakaffi kl. 10.-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10.- 10:20. Gönguhópur um hverfið kl.10:30-. Bókband m/leiðb. kl. 13:00- 16. Kóræfing kl.13.-15. Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9.10 Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 13. Tréskurður, kl. 13.30 Gjábakkagleði - Söngur með harmoniku. Grensáskirkja Jólastund eldri borgara verður miðvikudaginn 13. des. kl. 12-14. Helgistund, jólamatur og upplestur. Verð kr. 2.000.- Vin- samlega tilkynnið þátttöku á netfangið grensaskirkja@kirkjan.is og í síma 528-4410 í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 12. desember. Allir velkomnir. Gullsmari Föstudagur Handavinna kl 9. Leikfimi /Ganga kl 10. Flu- gunhýtingar kl. 13. Gleðigjafarnir kl 14. Gullsmári 20 ára afmæli kl 14. til 16. Allir hjartanlega velkomnir . Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, boccia kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Bridge kl. 13, Jólabingó kl. 13.15, kaffisala í hléi, allir hjartanlega velkomnir. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, Thai Chi kl.9, boccia kl.10.15, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl.12.30, Jólastemming kl.14 upplestrarhópur Soffíu les aðventuljóð, jólaglögg og piparkökur, rautt þema mætum í ein- hverju rauðu, nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Rúta leggur af stað 10.30 frá hótel Örk í Borgir eftir jólahlaðborð Korpúlfa í Hveragerði. Bridge kl. 12:30 í Borgum, han- nyrðahópur kl. 12.30 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug. Gleðilega aðventu í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,trésmiðja kl.9-12,listasmiðja m.leiðbeinanda kl.9-12,morgunleikfimi kl.9.45,upplestur kl.11,Föstudagsskemmtun kl.14,ganga m.starfsmanni kl.14.Uppl í s.4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegisverður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Syngjum saman á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30. og bridge í Eiðismýri kl. 13.30. Á mánudag verður boðið upp á sápugerð í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20.-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi- allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Askalind 4, Kóp. Sími 564 1864 www.vetrarsol.is B&S mótor með rafstar, 249cc Dreing 1 – 10 metrar 69cm vinnslubreidd Með ljósum og á grófum dekkjum Frábær í mikinn og erðan snjó Snow Blizzard snjóblásari Bílar Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögubúnaður ofl lúxus. Verð aðeins 2.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Vantar þig aukapening? Að verða goðsögn í lifanda lífi hlotnast ekki öllum, en þó má finna samhljóm milli þeirra sem þess heiðurs njóta, því þetta fólk er sjálfu sér samkvæmt, fylgir sannfæringu sinni, nærir um- hverfi sitt með sérkennum sínum og skemmtilegheitum og er al- gjörlega óhrætt við það vera það sjálft. Þessa eiginleika hafði Ein- ar Höskuldsson ríkum mæli. Hans sérgrein var náttúran, dýr- in, sagan og menningin sem hann tengdi saman á sinn sérstaka hátt. Einar fæddist á Vatnshorni í Skorradal, fallegum, veðursæl- um stað innst í dalnum þar sem afkoman var sótt í nýtingu lands- ins og vatnsins auk þess sem Höskuldur var söðlasmiður. Menntun sína fékk Einar að mestu leyti í foreldrahúsum en auk þess var hann í farskóla nokkrar vikur á ári. Hann drakk í sig fróðleikinn sem í kringum hann var og sérstaklega það sem sneri að skepnunum. Einar fór snemma að stunda almenn verkamannastörf en tamningar og almenn bústörf heilluðu mest, enda maðurinn einstaklega lag- inn við skepnur. Í Húnaþingi kynntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Bryndísi Júlíusdóttur frá Mosfelli, og eignuðust þau tvær dætur. Hjónaband þeirra var farsælt og voru þau fyrir- mynd margra hestamanna sem fylgdust með fjölskyldunni úr fjarlægð. Samhent hjón með myndarbú, öll gráu hrossin og dæturnar eins og skógardísir í fallegu ævintýri. Dugnaður, vandvirkni og snyrtimennska fylgdu Einari alla tíð og bú þeirra Bryndísar á Mosfelli einkenndist Einar Höskuldsson ✝ Einar Hösk-uldsson fæddist 28. nóvember 1939. Hann lést 24. nóv- ember 2017. Útför hans fór fram í kyrrþey. af snyrtimennsku og natni. Einar var prúð- menni í framkomu, kurteis, laus við allt mont og fátt fannst honum tilkomu- minna en „þeir sem eru með allan heim- inn í kokinu,“ eins og hann orðaði það. Kynni okkar Ein- ars hófust eftir að ég skrifaði tímaritsgrein í Hesta- blaðið um Sigurð Jónsson frá Brún, en hann var farkennari Einars í Skorradalnum, fjöl- skylduvinur foreldra hans og þangað sótti Einar blóðið í hrossaræktina. Hann hringdi í mig eftir að hafa lesið greinina, þakkaði mér fyrir og upp frá því urðum við vinir. Gjafmildin sem Einar hefur sýnt mér verður seint þökkuð og ekki er síður að þakka fyrir símtölin og ferðirnar um sveitirnar, bæði norðanlands og sunnan, þar sem hann vissi af hrossum af Stafnsættum, sem hann vildi sýna mér og fræða um. Það voru sannarlega forréttindi að njóta vináttu Einars Hösk- uldssonar. Vetur er genginn í garð, heils- an farin að bila og löngu dags- verki að ljúka. Þetta haustið und- irbjó Einar sig undir veturinn með öðrum hætti en áður. Hross- unum kom hann fyrir hjá fólki sem hann treysti og kindunum og hundinum fargaði hann. Þetta reyndi á, en hann vissi sinn vitj- unartíma og skepnunum varð að koma fyrir á þeim stað sem hann valdi þeim. Hann hefur nú ekki lengur áhyggjur af forystufénu, hvort það skilar sér af fjalli fyrir vetur, eða öðrum skepnum sem eru vön umönnun hans heima við. Einar undirbjó brottför sína með því innsæi sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli og yfirgefur þessa jarðvist sáttur við guð og menn. Minning um góðan dreng lifir. Fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Óskar Bergsson. ✝ Artha Rut Ey-mundsdóttir fæddist 2. janúar 1941. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund við Hring- braut 25. nóvember 2017. Artha fæddist í Færeyjum en flutti 14 ára gömul til Ís- lands með for- eldrum sínum, Eymundi Hentze, f. 11. apríl 1913, d. 7. október 1970, og Rakel Hentze, f. 24. febr- úar 1918, d. 20. nóvember 1995. Artha átti tvær systur, Amy Eymundsdóttur, sem er dáin, og Írenu í Geil. Artha giftist Ólafi Ingvarssyni járnsmið 1963 og áttu þau saman þrjú börn, Rakel Eddu Ólafsdóttur, gift Karli Arnari Arnarsyni, Björgu Ólafsdóttur og Ólaf Ólafson. Barna- börnin eru sjö. Artha starfaði lengst af sem verka- og sauma- kona. Útför Örthu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 11. desember 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Mín kæra mágkona. Nú ert þú búin að fá hvíld frá amstri lífsins. Það er erfitt fyrir aðstandendur að horfa upp á ástvini lenda í Elli kerlingu og að vissu leyti léttir að þú sért komin til Sumarlandsins til dvalar. Það eru nú sennilega ekki jól þar en hver veit. Kannski er jólatré úr rauðum rósum og hvít krónublöð sem skraut. Æ, ég segi nú bara svona. Eitthvert bull almennt. Það má svo alveg ímynda sér að þið systur séu sestar með sígarettuna í hendi og kaffibolla segjandi fréttir af börnum og barnabörnum. Það tístir í ykkur hláturinn og ég vil halda að Auja sys sé með ykkur í kompaníinu. En þegar þið Óli bró fluttuð þá varstu sko alveg ákveð- in að halda áfram að reykja og dömurnar á Grund voru svo góð- ar að fylgja þér í reykingapásu. Þú undir þér nú ekki vel þegar þú fluttir. Varst svolítið áttavillt, vissir ekki hvar þú ættir heima. Þá var að hringja í hana Rakel sem kom og sótti þig alveg í hvín- andi hvelli og þar fékkstu kaffi og spjall. Sonurinn kom líka til hjálpar en Björg býr í kóngsins Kaupmannahöfn og á ekki svo gott með að bregða sér af bæ. Ég verð að láta þetta nægja. Er eitt- hvað svo andlaus og óneitanlega hugsar maður um sitt skapadæg- ur. Er lífsbókin að klárast? En svoleiðis má ekki hugsa heldur hugsa sér að þið séuð að syngja jólasálminn fallega „Heims um ból, helg eru jól“. Góðar stundir og takk fyrir samveruna. Bið að heilsa í Sumarlandið. Þrúður (Þrúða). Artha Rut Eymundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.