Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég finn hvað þetta hefur góð áhrif bæði á andlega og líkamlega vellíðan, þó það sé ekki hægt að sanna neitt,“ segir Sveinn Einarsson, leikstjóri, leikhússtjóri til tuttugu ára og fræði- maður, um kínversku lífsorkuæfing- arnar Qi gong sem hann hefur æft síðustu 18 ár. Þrjá morgna í viku hitt- ir hann hóp fólks sem leggur stund á æfingarnar og hann er nýkominn heim af slíkri æfingu þegar blaða- mann ber að garði til að ræða nýjustu bók hans, Mitt litla leiksvið. „Gunnar dró mig í þetta á sínum tíma, þegar ég var að leikstýra honum í Fedru eftir Racine í Þjóðleikhúsinu,“ segir Sveinn og vísar þar til Gunnars Eyj- ólfssonar leikara. „Við gerðum æfing- arnar stundum uppi á þaki Þjóðleik- hússins við mikla undrun danska sendiherrans í næsta húsi. Ég er Gunnari eilíflega þakklátur fyrir að hafa dregið mig inn í þetta.“ Minningaleiftur frá langri ævi Það er við hæfi að hefja viðtalið á að rifja upp gamla tíma, því það er lykilþema í Mínu litla leiksviði. „Þeg- ar ég byrjaði að leggja drög að bók- inni fyrir nokkrum árum var ég strax ákveðinn í því að hún skyldi vera að- gengileg, stutt og skemmtileg,“ segir Sveinn og tekur fram að það hafi þó vafist fyrir honum hver formgerð bókarinnar ætti að vera. „Þetta er hvorki ævisaga né endur- minningar í hefðbundnum stíl. Þetta eru minningaleiftur. Eiginlega er þetta samsafn af örsögum eða dæmi- sögum sem margar hverjar eru líka skemmtisögur,“ segir Sveinn og tek- ur fram að hann sé ekki endilega að- alpersónan í öllum sögunum. Bendir hann á að meðal aðalpersóna séu höf- uðið á Halldóri Laxness, himbrimi á Þingvallavatni, húskötturinn, nas- hyrningur sem ræðst á þau Þóru Kristjánsdóttur, eiginkonu Sveins, á fílabaki í Nepal eða skrautlegt skrímsli á Balí sem rekur burt illa anda. Litríkir karakterar „Þetta er alls ekki saga úr leikhús- inu, þó vissulega komi leiftur þaðan – enda get ég ekki leynt því að ég hef starfað í leikhúsinu í ríflega hálfa öld. Þarna koma við sögu ákaflega litríkir og skemmtilegir karakterar sem ver- ið hafa áberandi í íslensku menning- arlífi. Það hefur fylgt mínum störfum að ég hef verið svo heppinn að kynn- ast óskaplega mörgu skemmtilegu fólki, sem í raun eru forréttindi. Ég hef líka flakkað talsvert í útlöndum, en við hjónin vorum býsna ferðaglöð, auk þess sem vinna mín á vegum Al- þjóðasamtaka leikhúsmanna, fyrir Evrópuráðið og UNESCO kallaði á ferðalög og samskipti við mikinn fjölda gáfumenna, sem hvert um sig átti forvitnilega sögu og kunni frá mörgu að segja. Hvatinn að því að skrifa bókina er í raun að mig langaði að deila með öðrum þessari reynslu minni,“ segir Sveinn og rifjar upp að einkadóttir hans, Ásta Kristjana, sem starfar sem heimspekingur í San Francisco, hafi spurt hann hvers vegna hann vildi skrifa bókina. „Henni leiðist þegar fólk vill mikl- ast af verkum sínum og vildi slá mjög skýran varnagla við því. Svo kann hún heldur ekki við þegar listamenn eru að skrifa réttlætingarbækur vegna verka sinna. Ég fullvissaði hana um að bókin yrði mjög hógvær,“ segir Sveinn og tekur fram að dótt- irin hafi gefið sér grænt ljóst þegar hún áttaði sig á því að hann langaði einfaldlega að leyfa lesendum að njóta minninganna með sér. Inntur eftir því hvort hann hafi notast við gamlar dagbækur þegar hann rifjaði upp liðna tíma, svarar Sveinn því neitandi. „Í raun ekki. Ég er nýlega fluttur og það er einhver mesta hremming sem getur komið fyrir mann því þá hrannast yfir alls kyns minningar og gömul skjöl. Meðal þess sem ég fann voru nokkr- ar gamlar tilraunir til að halda dag- bók,“ segir Sveinn, sem lýsir því í Mínu litla leiksviði hvernig hann hafi ávallt gefist upp á dagbókarskrifum eftir stuttan tíma þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. „En í tíu ár, frá því að Jónas Hall- grímsson var 200 ára, hef ég hins vegar skrifað dagbók upp á hvern dag. Ég veit ekkert af hverju ég tók upp á því þá. Þetta kom bara yfir mig,“ segir Sveinn og tekur fram að dagbókarskrifin komi sennilega í stað þess að vera á facebook. „Eftir á að hyggja sé ég hvað þetta er merki- leg heimild, ekki endilega um mig heldur um það sem er að gerast,“ segir Sveinn og nefnir í því samhengi sjúkdómssögu eiginkonu sinnar sem glímir við erfiðan sjúkdóm. Geti lifað við reisn „Ég er núna í nokkur ár búinn að vera mjög hissa á því hvernig búið er að öldruðum. Ég hef kynnst mörgu góðu hugsjónafólki í kerfinu, en höfuðábyrgðina bera stjórnmála- menn sem segja eitt og gera ekkert. Það er alltaf verið að leggja áherslu á að aldraðir eigi að geta séð um sig sjálfir heima, sem við hjónin gerðum í allt að tíu ár, en svo byrjar maður nánast á núllpunkti þegar maður þarf á þjónustu að halda og það er náttúrlega ekki rétt,“ segir Sveinn og bendir á að þó flestallir vilji verða gamlir vilji enginn vera gamall. „Á meðan litið er á langlífi sem heppilegan valkost þá verður að vera einhver meining í því að fólk geti lif- að við reisn til æviloka, þannig að fólk upplifi sig ekki niðurlægt,“ segir Sveinn og áréttar að hann sé ekki flokkspólitískur, enda hafi hann aldr- ei verið skráður í stjórnmálaflokki, þó hann hafi sínar skoðanir og stundum allmiklar. „Mér finnst hins vegar að mér beri skylda til að taka undir með þeim sem hafa færri mál- svara í samfélaginu,“ segir Sveinn og áréttar að þrátt fyrir gagnrýnina sem birtist í bókinni sé hún í raun- inni ekki síður um flest annað kostu- legt. „Þannig slær bókin ekki bara á einn streng,“ segir Sveinn og tekur fram að bókin sé á köflum ljúfsár. „Enda gengur enginn áfallalaust í gegnum lífið. En hún segir líka frá dásamlegum hlutum eins og að fá að verða afi kominn hátt á áttræð- isaldur – sem er hreinlega krafta- verk. Ég segi frá því í síðasta kafl- anum, sem ég held að sé bestur,“ segir Sveinn kíminn. Síðustu fjögur ár hefur Sveinn sent frá sér bók nær árlega og segist enn vera á fullu að skrifa. „Ég er á kafi í allt annarri bók núna sem kem- ur kannski út á næsta ári og verður fræðilegs eðlis. Og svo á ég kannski efni í aðra bók sambærilega við Mitt litla leiksvið eftir fimm ár – ef ég lifi svo lengi, sem enginn veit,“ segir Sveinn að lokum. „Slær ekki bara á einn streng“  Mitt litla leiksvið nefnist ný bók sem Sveinn Einarsson hefur sent frá sér Morgunblaðið/Golli Minningar „Ég er nýlega fluttur og það er einhver mesta hremming sem getur komið fyrir mann því þá hrannast yfir alls kyns minningar og gömul skjöl,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri, fræðimaður og fyrrv. leikhússtjóri. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent í þrítugasta sinn í Berl- ín á laugardagskvöld og myndin Ferningurinn, The Square, var fengsælust, fékk alls sex verðlaun. Myndin er eftir sænska leikstjór- ann Ruben Östlund sem mætti á verðlaunahátíðina með aðalstjörnu myndarinnar, danska leikaranum Claes Bang. Í myndinni segir af yfirsýningastjóra í virtu samtíma- listasafni í Stokkhólmi sem verður fyrir því að símanum hans er stolið og tekur hann í kjölfarið kolrangar ákvarðanir sem reynast honum dýrkeyptar. Hún var valin besta evrópska myndin og einnig besta grínmyndin. Östlund hreppti tvenn verðlaun, fyrir leikstjórn og hand- rit myndarinnar. Claes Bang var valinn besti leikarinn og sjöttu verðlaunin fékk myndin fyrir list- ræna hönnun. Alexandra Borbély var valin besta leikkonan fyrir leik í ung- versku myndinni On Body and Soul. Ferningurinn fékk sex verðlaun í Berlín AFP Fengsæll Sænski leikstjórinn Ruben Östlund á verðlaunahátíðinni í Berlín. SÝND KL. 8SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 8, 10.25 SÝND KL. 5.30, 8, 10.15 Miðasala og nánari upplýsingar 5% „Drepfyndinn harmleikur, sem er svo skemmtilegur að þú getur ekki litið undan.“ INDIEWIRE Svört kómedía byggð á ótrúlegum sönnum atburðum um skautadrottinguna Tonyu Harding. EIN AF BESTU MYNDUM ÞESSA ÁRS SÝND KL. 5.30SÝND KL. 6 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Þýska merkið Greiff framleiðir hágæða fatnað með áherslur á nútíma hönnun, þægindi og fjölbreytt vöruúrval. Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. STARFSMANNAFATNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.