Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rætt var viðnýjansjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra, Kristján Þór Júl- íusson, í Við- skiptaMogganum í liðinni viku. Af viðtalinu má sjá að nýr ráð- herra hefur öllu meiri skiln- ing á stöðu þeirra atvinnu- greina sem undir hann heyra en forveri hans, sem virtist telja það hlutverk sitt að þvælast fyrir þessum undir- stöðuatvinnugreinum og tala þær niður. Aukinn skilningur með nýjum ráðherra helgast ef til vill af því meðal annars að núverandi ráðherra hefur skipstjórnarréttindi og hefur sjálfur reynslu af sjó- mennsku. Kristján Þór seg- ist leggja mesta áherslu á að styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins og landbún- aðarins og auka þekkingu og tiltrú landsmanna á þessum atvinnugreinum. „Þetta snýst um svo miklu meira en að draga fisk úr sjó eða reka fé af fjalli. Um er að ræða matvælaframleiðslu með öll- um þeim tilbrigðum sem undir þá grein atvinnulífsins heyra. Þessi starfsemi hvílir á þeirri miklu og verðmætu þekkingu sem býr í því fólki sem leggur þessar atvinnu- greinar fyrir sig; sjómönn- um, bændum, fiskverkafólki, kjötiðnaðarfólki, verkfræð- ingum, tækjahönnuðum, sölumönnum og þannig mætti lengi telja.“ Þetta sem Kristján Þór nefnir, um þekkinguna sem verðmætasköpun þessara greina byggist á, gleymist oft í umræðunni. Staðreyndin er sú að bæði landbúnaður og sjávarútvegur hafa sýnt á liðnum árum að unnið er af krafti að bættum fram- leiðsluaðferðum, nýsköpun og vöruþróun, meðal annars sem snýr að fullvinnslu, auk markaðssetningar, sem skiptir ekki litlu máli. Allir þekkja hve mjög sjáv- arútvegurinn hefur fjárfest í nýrri tækni og á seinni árum í nýjum skipum til að auka hagkvæmni í greininni og bæta samkeppnisstöðuna gagnvart útgerðum annarra ríkja, sem gjarnan njóta opinberra styrkja. Hér á landi nýtur útgerðin ekki opinberra styrkja og nýr sjávarútvegsráðherra tók sérstaklega fram í áðurnefndu viðtali að sátt ríkti um að „skattgreiðendur séu hættir að greiða með grein- inni“. Og það er ekki aðeins að sátt sé um þetta atriði hér á landi, heldur þykir fjar- stæðukennt að ríkið nið- urgreiði sjávarútveginn. Umræðan hér snýst miklu frekar um það hvort og þá hversu mikið sjávarútvegur- inn eigi að greiða í skatta til ríkisins umfram aðrar grein- ar. Sjávarútvegurinn greiðir mikla skatta í formi tekju- skatts, tryggingagjalds og ýmissa annarra gjalda eins og önnur fyrirtæki. Að auki greiðir sjávarútvegurinn milljarða króna í svokallað veiðigjald. Rökin fyrir því eru þau að sjávarútvegurinn nýti sameiginlega auðlind, en staðreyndin er sú að hið sama á við um fjölda annarra atvinnugreina sem þó greiða engan sérstakan skatt fyrir slík afnot. En það er ekki nóg með að sjávarútvegurinn búi við þessi óhagstæðu skilyrði í samkeppninni við niður- greiddan útveg annarra ríkja, heldur er framkvæmd veiðigjaldanna einnig afar óheppileg. Nýr sjávarútvegs- ráðherra kom inn á þetta í viðtalinu og sagði þar að end- urskoða þyrfti álagningu veiðigjaldsins: „Það er t.d. afar óeðlilegt að gjaldið sem lagt er á í dag miðist við tekjur greinarinnar fyrir tveimur árum. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja get- ur verið sveiflukenndur og núverandi fyrirkomulag er m.a. af þessum sökum til þess fallið að geta valdið greininni erfiðleikum sem hægt væri að forðast með öðru fyrirkomulagi.“ Enginn vafi er á að mikil tækifæri felast í landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi ef þessar greinar fá að blómstra og þurfa ekki að þola fjandskap hins opinbera og óeðlileg rekstrarskilyrði. Viðhorf nýs landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra benda til vaxandi skilnings stjórn- valda á þessum tækifærum og á stöðu greinanna. Það eykur líkur á að landið styrki stöðu sína sem framsækinn matvælaframleiðandi. Mikilvægt er að stjórnvöld búi land- búnaði og sjávar- útvegi eðlileg rekstrarskilyrði} Batnandi viðhorf til grunnatvinnugreina Þ að er ánægjulegt að lánshæfis- einkunn ríkissjóðs Íslands hafi hækkað hjá Fitch Ratings í A- flokk. Batnandi lánshæfi þýðir að traust á íslensku efnahagslífi er að aukast og að vaxtakostnaður fer lækkandi á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkunin kemur á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar og er til marks um traust á núverandi stöðu. Það eru einkum fjórir þættir sem matsfyr- irtækið bendir á að hafi styrkt lánshæfið. Í fyrsta lagi hefur viðskiptajöfnuður verið umtalsverður. Í öðru lagi hefur raunhagvöxtur verið mikill á Íslandi eða að meðaltali 4,4% á árunum 2013-2017. Í þriðja lagi hefur verðbólga verið stöðug og undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Ís- lands. Í fjórða lagi hafa skuldir hins opinbera lækkað mikið og er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 45% af landsframleiðslu en þetta hlutfall var um 94% árið 2011. Þess ber þó að geta að vaxtakostnaður ríkissjóðs er enn of mikill eða um 60 milljarðar. Hagþróunin hefur vissulega verið hagfelld á síðustu misserum. Þrátt fyrir þessi góðu skilyrði stendur hag- kerfið líka frammi fyrir stórum áskorunum. Einkum þrennt stendur þar uppúr. Í fyrsta lagi þarf þróunin á vinnumarkaði að vera með þeim hætti að stöðugleiki ríki áfram. Mikill verðbólguþrýstingur mun skaða allt hagkerfið og verður erfitt að vinda ofan af þróun sem mun leiða af sér víxlhækkun launa og verðlags. Í öðru lagi þurfa ríkisfjármálin að vera framsýn og ábyrg. Áframhaldandi skuldalækkun mun skila sér í auknu svigrúmi til handa samfélagslega mikilvægum verk- efnum. Í þriðja lagi er útflutningur á Íslandi við- kvæmur fyrir breytingum á viðskiptakjörum vegna skorts á fjölbreytni. Það er mikilvægt að opinber stefnumótun hafi það að markmiði sínu að skapa skilyrði til þess að auka fjöl- breytileika útflutnings og draga þannig úr áhættu. Sóknartækifæri framtíðarinnar verða í nýsköpun og þróun, þar sem áhersla verður lögð á að auka virði íslenskrar framleiðslu. Til þess að auka hagsæld og velsæld á Íslandi þurfum við að fjárfesta í fjölbreyttu menntakerfi, sem undirbýr sam- félagið okkar fyrir áskoranir tæknibyltingarinnar, ásamt því að vera besta áhættuvörn hagkerfisins. Eitt meginmarkmið nýrrar ríkisstjórnar er að efla menntakerfið með hagsmuni alls samfélagsins að leið- arljósi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Besta áhættuvörn hagkerfisins Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ísex af hverjum tíu grunn-skólum er aðbúnaður talinnófullnægjandi, eins og skjá-varpar, tölvur, kennslugögn og töflur, í jafnmörgum skólum eru fundir taldir of margir og funda- stjórn ómarkviss og í helmingi skóla veldur vinnumat og skrán- ingar miklu álagi hjá kennurum. Þetta eru meðal niðurstaðna samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara vegna starfsumhverfis kennara og vinnumats í skólum. Greindar voru niðurstöður umbótaáætlana sem gerðar hafa verið í grunnskólum landsins og hafa niðurstöðurnar verið ræddar á vettvangi sveitarfé- laga og kennara. Við gerð kjarasamninganna ár- ið 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnu- mat innleitt í grunnskólum. Þessar breytingar þóttu ekki skila árangri og því var ákveðið að fela hverju sveitarfélagi að fara betur yfir mál- in og greina hvernig mætti gera betur. Markmiðið var að bæta fram- kvæmd skólastarfs þar sem þörf reyndist á og ná almennari sátt um starfsumhverfi kennara innan ramma kjarasamnings. Einkum var lögð áhersla á að skoða hvernig ná mætti fram því markmiði samnings- ins að kennsla og undirbúningur hefði forgang í störfum kennara og eins hvernig létta mætti álagi af kennurum. Þörf á betra samstarfi Fram kemur á vef Sambands ísl. sveitarfélaga að 139 af 160 skól- um hafi skilað umbótaáætlun, þar af 36 skólar í Reykjavík. Loka- skýrslur bárust frá 53 af 74 sveit- arfélögum. Greining á niðurstöð- unum skilaði 117 efnisatriðum, sem samstarfsnefndin flokkaði niður í nokkra málaflokka. Náðu flokkarnir til innra starfs skóla, stoðþjónustu, náms og kennslu, tækni og gagna, starfsþróunar, húsnæðis og vinnu- umhverfis. Í ríflega 53% tilvika var talin rík þörf á auknu og rýmra skóla- húsnæði og betri húsbúnaður var nefndur í 43% tilvika. Í 42% tilfella var bent á atriði sem tengdust sam- starfi kennara og stjórnenda vegna vinnumatsins. Samstarfið hefði mátt vera betra og meira samráð haft um gerð þess. Aukin viðvera kennara hefði víða verið ákveðin einhliða af skólastjórum. Þá kemur fram að vinnumatið hafi ekki alls staðar verið innleitt eða ekki verið notað. Margir lýstu sig andvíga vinnumatinu og fannst það ganga út á mínútutalningu af hálfu stjórn- enda, ekki væri tekið tillit til þess tíma sem kennari teldi sig þurfa til að ljúka verkefnum. Aukið agaleysi nemenda Skýrsla samstarfsnefndar sýn- ir jafnframt að 55% skóla telja að aðgang að sérfræðiráðgjöf skorti. Er í því sambandi bent á að auka þurfi sértæk úrræði, styrkja viðbragðsáætlanir vegna erfiðra nemenda og bæta skipulag sér- kennslu. Þá eru vísbendingar um að mikil aukning hafi orðið á aga-, fé- lags- og hegðunarvanda nemenda. Í könnuninni varð skólum tíð- rætt um úrræðaleysi í agamálum og aukið agaleysi nemenda. Að mati skólanna og kennara þarf að taka fastar á agabrotum og fylgja skólareglum. Sá þáttur sem olli einna mestu álagi voru samskipti og samstarf við foreldra, tengdist það þá oftar en ekki úr- vinnslu agamála, nemendum með sérþarfir og fé- lagslegum örðugleikum. Aukið álag á kennara vegna vinnumats Morgunblaðið/Golli Skólar Kennarar eru undir miklu álagi í starfi sínu og mismunandi reynsla af ýmsum þáttum sem samið var um í síðustu samningum. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segir þessa skýrslu samstarfs- nefndar vera eitt af þeim gögn- um sem horft sé til í kjara- viðræðum við sveitarfélögin. „Þarna er að finna mikið af upplýsingum um það hvernig kennarar meta vinnuaðstæður sínar,“ segir Ólafur. Varðandi óánægju kennara með vinnu- matið segist hann vera sam- mála skýrsluhöfundum um að framkvæmd vinnumatsins hafi ekki tekist eins og vonir stóðu til. Því sé viðbúið að breytingar verði á því. Samningar kennara urðu lausir 1. des. sl. Ólafur segir vinnu í gangi samkvæmt viðræðuáætlun. Fundað hafi verið í vikunni með sveit- arfélögunum og næst verði fundað eft- ir helgi. Vinnumatinu verði breytt FORMAÐUR KENNARA Ólafur Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.