Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Örninn braggast Snorri Rafnsson kom með haförn í útigerði Húsdýragarðsins í Reykjavík á laugardag. Örninn var máttfarinn þegar Snorri fangaði hann nálægt Ólafsvík en er nú að braggast. Árni Sæberg Grein eftir Sighvat Björgvinsson birtist í laugardagsblaði Moggans þar sem hann fer gagnrýnum orðum um mótmæli við heimili stjórnmála- manna misserin eftir hrunið. Beinir hann spjótum einkum að Birni Þorra Viktorssyni, lögfræðingi, sem mun hafa verið áberandi í einhverjum af þessum mótmælum. Af einhverjum furðulegum ástæðum blandar Sig- hvatur mér inn í þessa umræðu og spyr mig hvort það sé stjórnarskrár- varinn réttur að ógna börnum stjórnmálamanna og hræða. Með þessari framsetningu gefur Sig- hvatur lesandanum ástæðu til að ætla að ég hafi verið þátttakandi í þessum mótmælum eða stutt þau eða réttlætt með einhverjum hætti. En það er öðru nær. Ólíkt mörgum öðrum gagnrýndi ég framgöngu sumra í mótmælum og öðru í kjölfar hrunsins á þeim tíma en ekki bara mörgum árum síðar. Algeng viðbrögð við þeirri gagnrýni minni voru þau að ég skildi ekki réttláta reiði fólks. Þrátt fyrir gagnrýni mína á framgöngu mótmælenda í ein- staka mótmælum þá hef ég takmarkaðan áhuga á því að banna mótmæli, jafnvel þótt þau séu nálægt heimilum stjórnmála- manna. Sú afstaða mín kann að vera skýringin á því að Sig- hvatur blandar mér í þetta mál. Ég tel tjáningarfrelsið afar mikilvæg réttindi og eigi ekki bara við þegar mér hentar. Sjálf- ur er ég ekki mikill mótmælandi. Hef aðeins tekið þátt í tvenn- um mótmælum á ævinni. Hin fyrri þegar ég var barn og mót- mælti því að þurfa að bursta skóna af eldri bróður mínum og hin seinni eftir að ég gekk í hjónaband og mótmælti því að þurfa að leggja mig í lífshættu við að setja upp jólaseríur uppi á þaki í 15 metra hæð. Auðvitað er það hluti að tjáningarfrelsi Sighvats að dylgja um að ég hafi verið þátttakandi í því að ógna börnum stjórn- málamanna eða réttlæti slíka hegðun. Ég verð bara að una því og vera þakklátur fyrir að börnin mín eru uppkomin. Réttláta reiðin hefur tilhneigingu til að fara í hringi. Eftir Brynjar Níelsson »Réttláta reiðin hefur tilhneigingu til að fara í hringi. Brynjar Níelsson Hvað segir þú, Sig- hvatur Björgvinsson? Höfundur er alþingismaður. Loftslags- og um- hverfismál lita mjög nýjan ríkisstjórnarsamning. Á hann mun reyna á þessum sviðum vegna þess hve heildarþróun veðurfars er alvarleg og afleiðingarnar þungbærar á heimsvísu. Kolefnishlutlaust Ísland 2040 er bæði pólitískt og fræðilegt markmið. Það er mjög metnaðarfullt. Um leið er það ekki geirneglt vegna þess að ársett markmið og fjár- magnaðar og fræðilega færar leiðir eiga eftir að mótast að mestum hluta. Samþætt verkefni Málaefnasviðin eru mörg og verkefnin stór. Hér nefni ég mótun orkustefnu (framleiðsla orku, nýting og dreifing) og orkuskiptaáætlunar í samgöngum, út- gerð og öðrum atvinnuvegum. Orkuskipt- in snúast ekki bara um rafvæðingu öku- tækja, báta eða hafna heldur líka um aukna notkun innlends eldsneytis, svo sem metanóls, metans og vetnis, á bíla, vinnutæki, skip og að hluta flugvélar. Ég minni á lokagerð aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum sem unnið hefur verið að um hríð. Hún fjallar um takmörkun á los- un gróðurgasa, um aukna bindingu kol- efnis og um breytt skipulag samvinnu og framkvæmda í umhverfis- og loftlags- málum. Minni losun varðar t.d. bíla, vinnuvélar, orkufrekan iðnað, skip og báta, flugvélar og byggingariðnaðinn. Þar losnar eitt tonn af koltvísýringi fyrir hvert tonn af nýttri steinsteypu en notk- un tréverks losar aðeins brot af gasinu, hvað þá ef timbrið er innlent. Heima- ræktað timbur í fullnægjandi mæli fyrir 2050 er ekki tálsýn ef tekið er til við að fjórfalda gróðursetningu á nytjatrjám. best er að hafa sem óháðasta en sameina betur þá sem eiga saman. Breytt hagkerfi Fleira kemur til en skipulagsbreyting- ar. Grænu gildin verða líka að ná djúpt inn í stefnumótun til áratuga. Þar stendur margt upp á hagkerfið og samgöngur. Til að mynda duga ekki hagkvæmnissjónar- miðin ein eða einsýni á peningahagnað. Þríþætt sjálfbærni, bætt umhverfi og loftslagsviðmið eru löngu tímabær. Áhersla er einboðin á afmiðjun til mótvægis við samþjöppun innan atvinnu- vega, á styttri flutningsleiðir og heima- fengnar vörur, á öflugri byggðir utan mesta þéttbýlis, greitt samband um alnet og síma og á næga og örugga raforku. Inn í þær breytingar fléttast staðbundnar og atvinnuvegabundnar landnýtingar- áætlanir, auk heildarramma, sem sátt verður að vera um, í meginatriðum. Ekki aftur snúið Hugtakinu ögurstund má snúa upp á samtímann og tala um öguráratugi. Fram- lög ríkisins á fyrrgreindum málasviðum eru í raun fjárfestingar samfélagsins sjálfu sér til bóta, jafnvel bjargar. Gróðinn, svo notað sé margþvælt hugtak, er mældur í lífsskilyrðum í fyrsta sæti en peningahagn- aði í allt öðru sæti. Núverandi ríkisstjórn var m.a. mynduð um brýnar úrbætur á lífs- skilyrðum almennings í landinu, á grunni sérstæðra málamiðlana. Stjórnin mun leggja fram fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Hún verður prófsteinn á fullnustu mál- efnasamnings hennar, svo langt sem slíkt er sanngjörn krafa nokkur ár fram í tím- ann. Samkvæmt kröfum samtímans verður að auka framlög og þunga í rannsóknum, vöktun, nýsköpun og aðgerðum í umhverf- ismálum. Ella náum við hvorki að uppfylla alla þætti Parísarsamkomulagsins né ótal króka og kima markmiðsins um kolefn- ishlutlaust Ísland. Samþætting alls sem hér hefur verið minnst á er mikið verk en feiknarlega mikilvægt. Eftir Ara Trausta Guðmundsson Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Fjórþætt kolefnisbinding Bindingin varðar m.a. aukna niðurdælingu koltvísýr- ings úr jarðhitaorkuverum en þó einkum frá orkufrekum iðnaði. Hún varðar upp- græðslu auðna neðan vissra hæðarmarka og viðgerðir á mikið rofnu gróðurlendi, tvö- til fjórföldun gróðursetningar í skógrækt, með birki og inn- fluttum trjátegundum. Hún er enn fremur háð endurheimt verulegs hluta af ónýttu en framræstu votlendi. Hættuleg súrnun sjávar ræðst aðallega af losun og bind- ingu kolefnisgasa. Endurskoðun skipulags Skipulag í stjórnkerfinu breytist mis- hratt. Stofna á samvinnuvettvanginn Loftslagsráð sem fyrst, skv. stjórnar- samningnum, og efla Loftslagssjóð sem uppsprettu góðra verka, með tekjum af svokölluðum grænum gjöldum. Aukin samvinna Skógræktar, Landgræðslu, Bændasamtakanna, hagsmunafélaga og klasa annarra atvinnuvega, sveitarfélaga og samtaka áhugafólks hlýtur að vera eitt af lykilatriðum til árangurs. Samhliða verður að skoða hvernig auðlindanytjum, náttúruvernd, rannsóknum og eftirliti í umhverfismálum er best fyrir komið í stofnanakerfinu. Þar er unnt að gera kerfið skilvirkara og skilja að þætti sem Ari Trausti Guðmundsson » Samkvæmt kröfum samtímans verður að auka framlög og þunga í rannsóknum, vöktun, ný- sköpun og aðgerðum í umhverfismálum. Árið 2040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.