Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 holar@holabok.is — www.holabok.is SÍLDARVINNSLAN Í 60 ÁR Í þessu mikla riti er farið yfir 60 ára sögu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað í máli og myndum og lýsir það vel þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg frá miðri síðustu öld. Bókin er fáanleg í Tónspili, Bókaverslun Forlagsins og Eymundsson-verslununum í Eyjum, Austurstræti, Smáralind, Borgarkringlunni, Hafnarfirði og á Akureyri. Auk þess er að sjálfsögðu hægt að panta hana hjá útgefanda. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Marika Mazakova, 31 árs slóvakísk kona, dvelur enn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa lent í hörðum árekstri í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember. Vinkona hennar Ivanka var við stýrið og Marika sat í farþega- sætinu er bíll þeirra rann yfir á öfug- an vegarhelming og beint framan á snjóruðningstæki. Læknar hafa sagt henni að það sé hálfgert kraftaverk að þær vinkon- ur hafi lifað slysið af. Marika slasaðist illa á hægri fæti og mjaðmagrindar- brotnaði, en Ivanka hlaut þungt höf- uðhögg, braut bein í andliti og hand- leggsbrotnaði. Vinkonurnar höfðu verið á land- inu í rúman sólarhring þegar slysið varð, en Marika, sem býr og starfar í Prag í Tékklandi, segir að sig hafi lengi langað að heimsækja Ísland vegna aðdáunar sinnar á Björk. Dró fæturna upp í sætið Fyrsta daginn nýttu vinkon- urnar í að skoða Reykjavík, en síðan fóru þær á bílaleigubíl út úr borginni. „Við keyrðum með suðurströndinni, fórum og kíktum á Skógafoss og síð- an átti slysið sér stað þegar við vor- um að keyra í áttina að Vík.“ Rödd hennar brestur er hún rifj- ar atburðarásina upp. „Það var snjó- koma, smá snjór á veginum og skyndilega byrjaði bíllinn að rása til,“ segir Marika, sem missti meðvitund við höggið og rankaði ekki við sér fyrr en viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang. Hún segist vera þess fullviss að englar hafi vakað yfir sér og því hafi ekki farið verr. Ökumaður snjóruðningstæk- isins sagði Mariku að hann hefði séð hana draga fæturna örsnöggt upp af gólfinu í aðdraganda árekstursins. „Hann segist hafa séð mig búa mig undir áreksturinn með því að toga fæturna skyndilega upp í sætið og búa eiginlega til „kúlu“ úr mér. Læknirinn minn sagði mér að það væri líklega ástæðan fyrir því að ég er enn á lífi, að fæturnir hefðu ekki verið fastir á gólfinu.“ Heppin að þetta gerðist hér Hún segir það mikið áfall að lenda skyndilega í alvarlegu slysi sem þessu, en að fyrst hún „þurfti“ að lenda í svona slysi á annað borð, sé hún fegin að það gerðist á Íslandi. „Ég vil þakka öllum læknunum og hjúkrunarfræðingunum sem hafa annast mig. Spítalinn er mjög góður. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Marika. Annars vill hún ekki barma sér um of yfir því að hafa lent í slysinu. Hún segist alltaf hafa verið sterk og jákvæð manneskja og að það viðhorf muni koma til með að hjálpa henni í langri og strangri endurhæfingunni sem er framundan. „Ég vil ekki spyrja mig of mikið af hverju þetta kom fyrir mig. Þetta bara gerðist og ég á eftir að ná mér. Ég mun geta gengið og haldið áfram að lifa mínu lífi. Það er frábært,“ segir Marika, sem heldur heim til Prag á miðviku- dag. Þakkar englum og ósjálf- ráðum viðbrögðum lífið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kúla Marika lýsir því hvernig hún lyfti fótunum upp í farþegasætið og hnipraði sig saman í einskonar kúlu er snjóruðningstækið nálgaðist.  Jafnar sig eftir árekstur við snjó- ruðningstæki Morgunblaðið//Jónas Erlendsson Slysstaður Snjóplógurinn gekk inn í bifreið vinkvennanna. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Jarðskjálftahrina sem hófst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í fyrradag var í rénun í gær. Tæp- lega 100 skjálftar komu fram á mælum Veðurstofu Íslands frá laugardagskvöldi og fram á sunnu- dagsmorgun. Fjórir jarðskjálftar meira en 3 stig hafa komið í þessari hrinu, sá stærsti 3,8 stig í gær- morgun um níuleytið. Stærstu skjálftarnir fundust í uppsveitum Árnessýslu og sá öfl- ugasti fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði. Eldvirkt svæði Skjaldbreiður er 1.060 metra há dyngja. Myndaðist fjallið fyrir um 9.000 árum í löngu gosi, því sama og myndaði umgjörð Þingvalla- vatns. Ármann Höskuldsson eldfjalla- fræðingur segir ómögulegt að segja til um eldgos á þessu svæði, út frá þessum jarðskjálftum. Þeir tengist væntanlega flekaskilunum sem liggja um Þingvallasigdalinn og upp í Langjökul. Því sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af eld- gosi. Ef kvika væri á ferðinni myndu koma fram meiri hreyfing- ar á jarðskorpunni. Skjaldbreiður er á vesturgos- beltinu sem liggur frá Henglinum norður í gegnum Þingvelli og upp í Langjökul. Þar er mun minni gliðnun en á austurgosbeltinu. Á Langjökulssvæðinu hafa að jafn- aði orðið eldgos á um 1.000 ára fresti síðustu 5.500 árin, það síð- asta varð reyndar fyrir um 3.600 árum. Morgunblaðið/RAX Skjaldbreiður Fjallið er önnur stærsta dyngja landsins. Í því er mikill gígur, um 300 metrar að þvermáli og um það bil 50 metra djúpur. Engin merki sjást um eldgos  Jarðskjálftahrina í Skjaldbreið í rénun  Fjórir skjálftar yfir 3 stig  Skjálftar fundust í Árnessýslu og Borgarfirði  Dyngjan varð til í eldgosi fyrir 9.000 árum, því sama og myndaði umgjörð Þingvallavatns Órói í Skjaldbreið LA N G JÖ K U LL Skjaldbreiður Reykjavík Selfoss Þingvellir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Tæplega 100 skjálftar hafa mælst í Skjaldbreið um helgina, sá stærsti 3,8 stig í gær kl. 08:48 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Ís- lands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Hjá Icelandair starfa 280-290 fé- lagsmenn Flugvirkjafélagsins en rétt um 60 hjá WOW air. Félagið hefur boðað verkfall hjá Icelandair að morgni 17. þessa mánaðar. Hugsan- legt verkfall raskar fjótt flugáætlun Icelandair en á ekki að hafa áhrif á flug WOW air eða erlendra félaga sem hingað fljúga. Óskar segir að samningaviðræður við þessi félög séu á mismunandi stað í ferlinu, WOW air sé á eftir Icelandair. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins vegna Ice- landair ræddu saman í fyrradag án þess að það leiddi til samkomulags. Áformað er að þær komi aftur saman í dag. Spurður hvort mikið beri á milli segir Óskar að flugvirkjar séu að sækja ákveðna leiðréttingu á launum sínum í þessum samningum. helgi@mbl.is Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air  Fundað í kjaradeilu flugvirkja í dag Flug Verkfallið nær ekki til WOW.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.